Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 5
nýstárlegir með djarflega og þó Ijóðræna abstrakt útfærslu, en Svavar virðist sannur í- haldsmaður og heldur áfram án þess að sjáanlegar breyt- ingar eigi sér stað í list hans. Scheving hefur haldið áfram glímu sinni við stór form í sjó- mannamyndum sínum og ævin- týrum en Þorvaldur hefur eins og ég gat um áður, tekið full- komlega nýja afstöðu, og sama mætti ef til vill segja um Jón Engilberts. Þegar geómetriska flatarlist- in hafði náð hámarki í París, spruttu upp nokkrar greinar af miklu ljóðrænni abstrakt- stefnu. Þetta var asahláka og formið var að mestu látið lönd og leið, myndbyggingin eða kompositionin skipti ekki máli, en litirnir og áferðin látin tala. Eins og gjarnan vill verða, þeg ar tilraunir eru gerðar, heppn- ast aðeins lítill hluti og ljóð- rænan varð oft eins og flatar- listin, einungis skraut. En leið- in hafði verið opnuð að nýju til miklu frjórri viðfangsefna og ný efni sáust, sem nokkru áður hefði þótt hneyksli að láta sjást á lérefti. Þar á með- al var bílalakk, sem hafði ný- stárlega og ferska áferð, en sést sjaldai. nú orðið. Samtim- is notkun nýrra efna var því jafnvel haldið fram, að trönu- málverkið væri úrelt: nú átti myndin að liggja á gólfinu og svo átti að láta litinn drjúpa á hana þar eða mála niður fyr- ir sig með stórum kústum. Þrátt fyrir margvíslegt frelsi og tilraunir í allar áttir, riðu húsum allskonar bannorð og formúlur. Ein var sú, að per- spektífi eða fjarvídd bar að útrýma: fletirnir áttu ekki að njóta sín, nema málverkið væri flatt, án allrar filfinningar fyr ir dýpt. Auk þess var fjarvídd í mynd fölsk filfinning, aðeins búin til með línum, og mynd mátti ekki gefa hugmynd um neitt annað en það sem hún var sjálf. Ein kreddukenningin boðaði, að saman skyldi etja þeim lit- um einum, sem eftir grundvöll- uðum smekk fóru illa saman. Mig minnir að Svavar Guðna- son hafi einhverntíma sagt, að litirnir „ættu aC gefa hver öðr- um á kjaftinn“. f þessu fólst uppreisnarandi, sem varð til þess að nýjar leiðir voru kann- aðar, en auðvitað var hér ekki fremur en endranær um neins- konar allslierjarlausn að ræða. Þesskonar nýakademismi hef ur sem betur fer verið á undan haldi nú uppá síðkastið. Allt er leyfilegt það skiptir ekki máli, hvort málarinn notar Hörpusilki, gibs, olíuliti eða bílalakk. Hvort hann notar trönur eða lætur gólfið duga, skiptir minnstu máli, eða ætti ekki að gera. Það þarf ekki annað en að ganga um sali Listasafns rík- isins við Melabrautina til að komast að raun um, að við get- um þrátt fyrir allt vel við unað: íslenzkir myndlistamenn hafa náð prýðis árangri. Þeir beztu hafa náð þeim eftirsóknarverða árangri að mála á persónuleg- an hátt. Þó er margt í eigu safnsins, sem kannski væri einna helzt hægt að nota til að lífga uppá skreytingu í búð- arglugga og einkum er það frá hörðu árunum eftir 1950. Síðan Iosna tók um þau þrælabönd, hafa áhrif landsins í sífellt ríkari mæli verið að segja til sín í verkum málar- anna:ekki sizt þeirra, sem mála abstrakt. Sökum hins marg- fræga bræðralags við aðrar norrænar þjóðir er eðlilegt að skyggnzt sé um bekki og reynt að finna því stað, hvort við stöndum þeim jafnfætis að þessu Ieyti. Skoðun mín á því máli er sú að við stöndum hinum Norðurlanda- þjóðunum framar í nútíma mál- aralist vegna þess að beztu málarar okkar eru varla eins hikandi við að vera persónu- legir og að minnsta kosti ekki lengur eins máttvana gegn út- lendum tízkustefnum og nor- rænir kollegar þeirra. Það verð ur að vísu aldrei af Norðmönn- um haft, að Munch var þeirra maður, þótt svo hann hleypti heimdraganum og ílentist er- að koma með það nýjasta nýja: útþynntar útgáfur af popkúnst eins og Svíar liöfðu fram að færa. Eftir lok heimstyrjaldarinn- ar urðu þau þáttaskil, að París missti áhrifamátt sinn og varð ekki lengur sú Mekka mynd- listarinnar, sem hún um .ríð hafði verið. Ástæðurnar voru þær, að skilyrðin voru auðvit- að ekki uppá ’iað blómlegasta í hernuminni borg: auk þess fluttust margir málarar á þess- um árum vestur um haf. For- sendurnar voru brostnar.Fram til þessa hafði bandarísk nynd list ekki verið í hávegum höfð í Evrópu, en skyndilega urðu ákjósanleg skilyrði til að auka vöxt liennar og frægð. Jack- son Pollock vakti athygli fyr- Gene Davies, einn hinna svokölluðu „Washington color painters", rnálar strikamálverk, sem n ú eru í tízku þar vestra. Á neðri myndinni sést lítilsháttar frávik frá randamálverkinu. Dæmi um poplist, málverk eftir James Rosenquist, fyrrverandi skiltamálara. Myndin er rúmir 2 metrar á hæð. lendis. Danir hafa átt býsna seiga málara og eiga enn: Menn eins og Carl Henning Peter- sen, Vilhelm Lundström, Asger Jorn og Richard Mortensen. Þó mundi ég taka Færeying- inn Mykines framyfir þá alla og líklega eigum við tíu mál- ara, sem taka öllum Svíum fram. Á Norðurlöndum og eink um þó í Svíþjóð hefur borið á furðulegri minnimáttarkennd í þessum efnum og þar af leið- andi hreinni eftiröpun eftir ný- stárlegum myndlistarverkum stórþjóðanna. Árangurinn verð ur oft eins og dauft bergmál þess, sem búið er að gera ann- arsstaðar. Á nýlegri Norður- landasýningu fengu myndir fs- lendinganna harða dóma: þar var hver að éta úr sínum poka, mestmegnis þó í anda hins ljóð- ræna abstraktstíls í stað þess ir sérstakt afbrigði hins ljóð- ræna abstraktsstíl: þar var fæddur sérstakur ismi, ekki í París heldur í New York. Will- em de Kooning Hollendlingur, sem fluzt hafði vestur, varð ásamt nokkrum öðrum málur- um til að forma hinn svo- nefnda abstralct expression isma, sem lengi var í góðu gengi vestra og fór nú svo að áhrifin þaðan tóku að berast til Evrópu gagnstætt því sem áður var. Óhætt er að segja, að abstrakt expressionisminn hefur ekki enn sungið sitt síð- asta vers og stendur hann tals- vert föstum fótum þrátt fyrir pop og annan nýgræðing, bæði í Evrópu og vestanhafs. Það átti líka sinn þátt í að draga áhrifamiðstöð myndlist- arinnar vestur yfir Atlandshaf ið að veruleg liugarfarsbreyt- sprauta éftir þrengingar stríðs ins, en vestra eru menn mjög ginnkeyptir fyrir nýjungum. Listin er þar tízkuvarningur í og með. Þó hefur alltaf við- haldizt töluverð „breidd“ eins og sagt er á íþróttamáli; innan um og samanvið voru ágætir málarar, sem héldu áfram að þroska sig án þess að taka heljarstökk. Það mætti í því sambandi nefna málara eins og Andrew Wieth, sem víðfrægur er fyrir liinar natúralisku myndir sínar, unnar með ljós- myndalegri nákvæmni. í T-eim birtist ekki bara snurfusað yf- irborð, heldur og oft á tíðum mögnuð stemning, og listræn tilfinning, sem orð fá ekki lýst. Frægast verka hans er Heimur Kristínar, mynd af lamaðri stúlku, sem mjakar sér áfram í grasi og á óraleið ófarna heim að húsinu sínu. Svona get ur nútimalistin átt marga og ólíka drætti og það gerir hana forvitnilega og skemmtilega. Árið 1961 urðu veruleg þátta skil: þá fæddist ný stefna, sem engan veginn gat talizt vera rökrétt framhald af tatchisma eða abstrakt expressionisma. Maður að nafni Roy Lichten- stein tók uppá þvi að kópíera myndasöguteikningar úr blöð um, nema hvað hann stækkaði þær uppúr öllu valdi og það sama gerði hann við kókflösk- ur, niðursuðudósir, gaffla linífa bíldekk og fleira þessháttar. Margir komu þegar á hæla honum: menn eins og Jasper Johns, James Rosenquist og Andy Warhol, sem fljótlega varð æðsti prestur stefnunnar í New York ásamt Robert Raus- chenberg, sem hlaut 1. verð- laun á bíennalnum í Feneyjum 1984.PopIistin var fpedd og nú flæddi hún yfir. Þetta var hvorki fögur list né hugljúf, ekki einu sinni óskiljanleg og þar braut hún í bága við margt, sem á undan var komið. Nú gátu allir séð, hvað myndin átti að tákna og þó voru ekki nærri allir ánægðir, Sumir for- vígismenn poplistarinnar t.d. Rosenquist, höfðu verið skilta- málarar: þeir unnu við þau risastóru auglýsingaskilti, sem verða líkt og frumskógur með- fram flestum bandarískum þjóð vegum. Þar höfðu þeir fengið æfinguna og hugmyndina. Ég kom á bíennalinn í Fen- Framhald á bls. 14 ing átti sér stað meðal þess fólks í Bandarikjunum, sem kaupir sér „status" fyrir pen- inga. Fram að stríði var ltven- fólki og skrýtnum sérvitringum látið eftir að vasast í öðrum eins hégóma og myndlist Slíkt var ekki fyrir karlmenn. En alltaf endurómaði það frá Ev- rópu, hvað Bandaríkjamenn væru menningarsnauðir þrátt fyrir dollarana sína og hvað bandarískir túristar væru aumk unarlega fáfróðir og barnalegir. Þetta hafði meðal annars þau áhrif, að farið var að snobba fyrir kúltúr og listum. Það sem vanrækt hafði verið, skyldi nú keypt upp í skyndi Málarar komust í tízku. Þeim var jafn- vel boðið fyrstum í fræg party í New York, þar sem fyrirfólk var saman komið og það þótti allt í einu fínt að þekkja þá. Myndlistargallerí spruttu upp í New York eins og gor- kúlur á gömlum fjóshaug og nú er talið, að þau séu 2-300 talsins, sumir segja 400. Menn eins og de Kooning, sem árum saman höfðu brotizt áfram við sárustu fátækt tóku að selja fyrir svimandi fjárhæðir og það var jafnvel beðið eftir verkum þeirra með óþreyju. Margir málarar runnu á pen- ingalyktina og settust þar að. Kaupgeta Ameríkana varð vissulega listinni til örvunar: hún kom eins og vítamín- Portrett eftir Alain Jacquet. Op list í óþægum litum til að angra sjóntaugina. Áhrifin njóta sín ekki nema litirnir sjáist. 3. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.