Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 14
Erlendur Framhald af bls. 9 ekki aðeins falleg blóm og nytjajurtir. Arfinn og illgres- ið þrífst þeim mun betur, sem meira er borið á. Hipparnir er ein tegund illgresis í þess- um garði velmegunarinnar. Þeir eru jafnframt hluti af þeirri úrkynjun, sem því get- ur verið samfara, þegar mann skepnan rofnar úr tengslum við móður náttúru og sjálft eðli sitt. Jóhann Framhald af bls. 9 ast upp í óraunhæfum draumaheimi skugga á skermi og foreldrar ræða einatt lít- ið við þau. Á erlendum ráð- stefnum sæta menntamenn harðri gagnrýni fyrir að af- rækja börn sín. Vinnulíf nú á dögum, veizlulíf á kvöldum veldur því að þeir fæða og klæða börn, sem eru þeim ná- lega framandi, þótt þeir telj- ist eiga þau. Þegar anomiungl ingum og sérfræðingum ber saman, þá er sennilega eitt- hvað að. Æskulýðsleiðtogar, sem ekki sjá aðra lausn ungl- ingavandamála en dansleiki með æsandi og deyfandi háv- aða, opinbera í senn fávizku sína og óhæfni í hlutverki sínu. Unglingarnir finna að það vantar eitthvað, og af ')ví að þeir vita ekki betur, bæta þeir brennivíni við, svo fljótt sem við verður komið, og þegar það fullnægir ekki lengur, þá bæta þeir deyfi- lyfjum við, og verða þann- ig nýir menn — ef menn skyldi kalla — eða hálfsterk- ir menn, hippar eða sálsjúk- ir vesalingar. Þessu marki má ná með þægilegu, vingjarn legu, ábyrgðarlausu og ónýtu uppeldi, á ykkar kostnað kæru lesendur. Myndlist Framhald af bls. 5 eyjum 1964 og sá verðlauna- mynd Rauschenbergs þar. Hún hefur líklega verið fjórir metr- ar hver hlið: brotasilfur af geimhylki og Kennedy heitn- um og hinir þekkjanlegu hlut- ar samtengdir með abstrakt mál verki. Ég get fallizt á, að verð- launamynd Rauschenbergs hafi verið kunnáttusamlega gerð og ég man merkilega vel eftir henni, en flest af þessu tagi er mér að minnsta kosti frem- ur ógeðfellt. Pop-mennirnir fengu ekki að vera lengi einir um hituna. Kaupmangararnir heimtuðu nýja stefnu og ný slagorð til að auka söluna og halda sirk- usnum gangandi. Næsta mál á dagskrá var Op-Iist dregið af optical art, það er list með opt- isk áhrif ertandi fyrir augað og stjóntaugina. Nú var um að gera að mála myndir, sem væru óþægar fyrir augað. Þær voru samansettar úr röndum með svo vondum litum, að sjóntaugin ertist við að greina þá sundur og allt fór á hreyfingu. Það nýjasta er randamálverk og Washington Color Painting. Kóloristarnir frá Washington leggja hreina sterka liti saman, sem ekki getur talizt ýkja frum Iegt, en randamálarar byggja á litaröndum, sem oftast eru lóðréttar, jafnbreiðar eða mis- jafnlega breiðar. Innan þeirr- ar stefnu er talað um „Hard edge“: þá eru rendurnar dregn ar með reglustriku og liturinn ekki látinn renna saman, en önnur stefna byggir á „Soft edge,“ þá eru litirnir lagðir á blautir og látnir renna iítið eitt saman. Heldur sýnast þess- ar tilraunir ómerkilegar og varla verður þeim langs lífs auðið né áhrifa. Bægslagang- urinn verður að halda áfram að því er virðist: peningaöfl- in knýja fast á og auglýsinga- vélarnar mala. Ég las nýlega grein í amerísku blaði eftir þar lendan menningarvita. Hann var mjög svartsýnn: Painting is dead, sagði hann: málverkið er dautt. Það hafði sem sé ekki komið upp nýr ismi í New York í marga mánuði, og eng- in furða að maðurinn væri svartsýnn. Poplistin hefur þegar lifað sitt blómaskeið, en gagnstætt því sem líklegt er með randa- málverk og op-list, hefur pop- listin þegar haft mikil áhrif á myndlistina. Ekki það að stillt- ir og alvarlegir myndlistar- menn hafi rokið til að mála niðursuðudósir og bílhjól, held ur verður þess vart, að pop- listin hefur mótað ný viðhorf sem gera vart við sig með ýmsu Nýjor erlendnr bækur í Borg- urbóknsuíni Harwood, J.: Introduction to Mechanics. London 1966. 225 s. Myndir. Höfundur er kennari í eðlis- fræði við tækniskólann í Southall á Englandi, og e: bókin rituð sem undirbúningsrit i eðlisfræði fyrir þann skóla. Framsetning öll er einkar Ijós og auðskilin, og ætti bókin að vera mjög gagnleg ung- lingum o.fl., sem áhuga hafa á tækni. Bókin skiptist í þrjá hluta — Statics. Dynamics og Hydro- statics. Hundruð skýringarmynda eru í bókinni, en hver kafli endar á dæmum handa lesanda til að reyna sig á. móti Og eins og löngum áður rífa hinir réttlátu í hár sér og kveða upp úrslitadóma: Nú er listin þó endanlega búin að vera: eitthvað þessu líkt hefur aldrei áður þekkzt. En slikir dómar eru óraunsæir og það hefur komið fyrir áður, að það sem samtíðinni sýndist vera í- mynd feigðarinnar, sé uppliaf nýs blómaskeiðs. Niðurlag síðar. The Brutal Friendship: Musso- lini, Hitler, and the Fall of Italian Fascism — The Last Days of Mussolini. F. W. Deakin. Penguin Books 1966. 12/6 — 8/6 Báðar þessar bækur eru mjög vel skrixaðar og vandlega unnar. Höfundur hefur vandað mjög til heimilda. Þessar bækur eru saga Ítalíu frá 1942—1945 og einkum lögð áherzla á samskipti ítala og Þjóðverja og þá einkum þeirra tveggja manna, sem mótuðu þró- un mála á Ítalíu. Ástandið á Ítalíu á þessum árum var mjög breytilegt og ótryggt; menn þóttust sjá fram á ósigur og þessi skoðun ýtti undir öryggisleysið og vonleysið. 1943 var Mussólíní steypt af stóli, en var skömrau síðar settur aftur til valda á Ítalíu með stuðningi vinar síns Hitlers. Hann reynir að endur- skipuleggja fasistaflokkinn á Norður-Ítalíu, en án árangurs, og lýkur sögu hans síðast 1 apríl 1945. Þessar bækur komu fyrst út 1962 og eru nú endurprentað- ar með breytingum hjá Penguin- útgáfunm. E.H.F. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.