Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 9
Mikiö Sjefur verið rætt og rit að um Hippana og orsakirnar til þess að ungt fólk kýs að' lifa lífi eins og þessu. í at- hyglisvcrðu viðtali í Life, sagði hinn þekkti brezki sagnfræðing ur, Arnold Xoynbee um Hipp- ana: „Það er eftirtektarvert með Hippana, að' þeir eru ekki frá fátækum heimilum. Þeir eru börn efnafólks. Þeir hafa étið yfir sig af góðgætinu og feng- ið í magann“. Fleiri hafa tekið í sama streng. Arnold Toynbee kvað ástæðuna vera þá, að am- eríski lífsþægindadraumurinn, ,Tlie American Dream* hafi vald ið þessu unga fólki vonbrigðum. Hann taldi, að það væri öld- ungis búið að fá nóg af hinu harðsvíraða kapphlaupi eldri kynslóðarinnar um efnisleg gæð'i. Dómur hans um framtíð hinna amerisku lifnaöarhátta, The American Way of Living“ var vissulega ekki mótaður af bjartsýni. Hitt er svo annað mál, að hreyfingar eins og þessi verða leiðigjarnar til lengdar: þær hafa mest aðdráttarafl til að byrja með. Margir Hippanna taka aðeins takmarkaðan þátt í Ilippalifi, en vinna eitt- livað með til þess að afla tekna. Og þess eru vissulega mörg dæmi, að Hippar hafi gef izt upp á tilverunni í reykmett- uðum kjöllurum, þar sem hver liggur innan um annan í skítn- um og flestir eru undir áhrifum örvandi lyfja. Ilm allan heim hefur þess gætt, að ungt fólk gefizt hrein- lega upp á hinni venjubundnu tilveru og bogni undan kröfum náms og vinnu. Þesskonar botn fall leitar saman líkt og Hipp- arnir og finnur fróun í þeirri sjálfsblekkingu, sem örvandi lyf veita. Allsstaðar hafa menn þungar áliyggjur af þessari þró un. Það er að vísu ekki nýtt að unglingar verði ósáttir við foreldra sina og hlaupi að lieim an, einlivern tíma, eða að fullu og öllu. En áhyggjur manna standa meira í sambandi við þá óhugnalegu staðreynd, að eitur- lyfjanautn virðist vera megin keppikefli þessa rótlausa fólks og úr þeirri spennitreyju eiga margir sér enga undankomu- leið. Gísli Sigurðsson. Hverskonar fyrirbrigði eru Hippar og hversvegna sprefta þeir upp? Hvað er það, sem orsakar, að ungt fólk tekur að hafna efnislegum gæðum, neitar að vinna, leitar athvarfs í örvandi lyfjum, gerir sögnina að elska að vígorði og lifir að mörgu leyti eins og dýr merkurinnar. Lesbókin hefur beðið fjóra aðila að svara þeirri spurningu, hversvegna þetta gerist og hvort þessir svokölluðu hippar geti veriö tákn um: 1) Andstöðu við lífsþægindakapphlaup eldri kynslóðarinnar. 2) Úrkynjun í þjóðfélaginu. 3) Byrjun á algerlega nýju mati og lífsviðhorfum unga fólksins. 4) Að ásókn í efnisleg og andleg verðmæti fari að leita jafnvægis í þeim löndum sem hæst eru þróuð efnahags- lega. 5) Eitthvað annað. Erlendur Einarsson: forstjóri Þegar mann- skepnan rofnar úr tengslum við móður náttúru Ég hefi ekki átt þess kost að kynnast af eigin raun lífi og lifnaðarháttum hinna svo- nefndu Hippa. Ég hefi hins- vegar lesið nokkuð um þetta sérstaka fyrirbrigði í blöð- um og tímaritum. Svar mitt við spurningun- um 5 verður í einu lagi: Mér kemur þetta Hippa- fyrirbrigði þannig fyrir sjón- ir, að það sé einskonar fram hald á ýmsu háttarlagi ungl- inga á seinni árum, t.d. það, er ungir drengir láta sér vaxa lubba og ganga skítugir og illa til fara. Hippafyrir- brigðið er öfgastigið á þessu háttarlagi. Það er uppreisn unglinga á móti lífsþæginda- þjóðfélaginu. Vegna þess, að tengsl hafa rofnað við móður náttúru í stáli og steinsteypu stórborganna, með afleiðingu iðjuleysis og lífsleiða, hafa unglingarnir leiðzt út á þessa öfgabraut. Það hefur orðið tízka að dýrka Bítla og hjá fáum útvöldum að ganga á vit Hippanna. Til þess að minnka lífsleiðann hafa borgarar lífs þægindaþjóðfélagsins gripið til aukinna nautna, svo sem áfengis og tóbaks og eitur- lyfjanotkun er vaxandi vandamál víða um lönd, ekki sízt í Bandaríkjunum. Einn þátturinn í lífi Hipp- anna er eiturlyfjanautn.Þeir neyta m.a. L.S.D. eiturlyfsins og undir áhrifum þess „fara þeir í ferð“ eins og það er kallað. Hinar auknu ráðstöf- unartekjur fólks hafa virkað sem sterkur áburður í garði lífsþægindaþjóðfélags- ins. Allskonar gróður sprett- ur upp í þessum garði. Úr þessum áburðarjarðvegi vaxa Framhald á bls. 14 Jóhann Hannesson: prófessor. Margar hliðstœður úr sögunni 1) Hipparnir eru ekki ein- ir í andstöðu við eldri kyn- slóð, þannig eru líka margir hinna „síðhærðu“, „Stiljagi", „Leðurjakkar“, „Die Halb- starken“ — þ.e. hinir hálf- sterku, og margir aðrir hóp- ar anomíunglinga (sbr. Durk- heim: anomie — frávik frá nomos, lögmáli). Hipparnir myndu svara spurningunni ját andi, og það er staðfest af öðrum, að verðgildamat þeirra víkur verulega frá mati miðaldra og eldri kyn- slóða. Reyndar eiga þeir sum ir leiðtoga úr hópi miðaldra manna, t.d. Dr. Leary, og há- menntaðra, einkum þeir, sem hafa á róttækan hátt breytt sínum innra manni með LSD nautn og trúarflokki Ný—am erisku kirkjunnar. 2) Úrkynjun, já, einkum á sviði uppeldisins. Ríkið hefir þar tekið að sér verkefni, sem það veldur ekki, það hefir og lítið af úrvalskennurum til að hjálpa unglingum á erfið- ustu árunum. En unga fólkið er ekki úrkynjaðra en aðrar ungar kynslóðir voru. Uppal endur vantar vilja og getu til að manna það — alveg eins og einn hinna „hálf sterku" sagði: „Það er ykkar sök að við verðum aldrei meir en hálfsterkir“. 3) Nei, hér er ekki um neitt algjörlega nýtt að ræða. Hliðstæðar hreyfingar eru ó- fáar í sögunni, t.d. klaustra hreyfing Búddhadóms og kristni, díatríbe kyniska heimspekiskólans, sjálfsmorðs hreyfingar Hegesíasar á sinni tíð í Egyptalandi og í Japan voru sumir álíka, Raskolniki með Rússum og margar aðrar, voru að miklu leyti bornar uppi af ungu fólki. 4) Ekki fæ ég séð neitt slíkt jafnvægi í nánd. Græðg- in í efnisleg gæði virðist ó- seðjandi, kröfuhyggjan ómett anleg, einnig hér á landi og ógnar sjálfstæði voru. Aukið óhóf í háþróuðum löndum fylgir auknu framboði — bæði á tertubotnum, tízkuföt- um og skemmtunum. Skiln- ingur á andlegum verðgildum (t.d. klassiskri tónlist, góðum siðum, trúrækni, heimspeki) þróast ekki nema þar sem hann er ræktaður frá bernsku — eða valcning á sér stað. Ofhleðsla, ofmettun, aura- girnd, óhóf og efnishyggja sleppa yfirleitt ekki tökum á þrælum sínum. Margir gefa upp andann í örmum græðg- innar. 5) Sambandið milli kynslóð anna hefir rofnað, einkum eftir tilkomu sjónvarpsins. Eitt Nóbelsskáldanna er að vísu of gróft, er það líkir andlitssvip sjónvarpsáhorf- enda við áfskorna svínshausa. En sjónvarpið hefir skorið í sundur sambönd, sem voru milli kynslóðanna. Börnin al- Framhald á bls. 14 Cins og rekald á lífsins ólgusjó SAGAN AF MARCY ^VÍ arcy er blíðlynd stúlka, 17 ára göm- ul. Andlitið er fremur búlduleitt, hárið ljóst og upplitað. Hún er klædd þessum venju- legu gallabuxum og grófri, svart- og græn- röndóttri peysu. Fríðleiki hennar er ósvik- inn. En blá augun eru dreymandi og hulin slikju: hún er nærri ósleitilega undir áhrif- um eiturlyfja. Marcy er strokustúlka sem lifir hippalifi í hverfinu East Village í New York. Það eru ekki allir strokukrakkar í hippa- hverfunum alveg eins og Marcy. Hún hafði lifað mjög óhamingjusömu lífi löngu áður en hún fór að heiman, þar sem flest stroku- fólkið á sér tiltölulega eðlilega fortíð. En Marcy sker sig ekki úr. Hippagróðrastíurn- ar í borgunum verða í æ ríkara mæli glöt- unarbraut ungra mannhraka eins og Marcy — aðgengilegur neðanjarðarfarvegur, þar sem þau safnast fyrir eins og dreggjar vegna þess að dýpra verður ekki sokkið. Marcy ólst upp í iðnaðarborginni Flint, þar sem faðir hennar átti litla verzlun og þægilegt heimili. „Pabbi minn húðskammaði mig fyrir smáhluti, einskisverða hluti, eins og ef ég skildi bækurnar mínar eftir á borðinu eða var úti til fjögur á morgnana. Hann var alltaf að úthúða krökkum, hvernig þau klæddu sig og allt. Ég átti vin og mér var reglulega vel við hann, en þeim var illa við hann vegna þess að hann var með sítt hár. Hann hét Twig.“ Nokkrum dögum áður en hún var sjautján ára, lét Marcy föt og grammófónplötur nið- ur í tösku, og ferðaðist á þumalfingrinum til Detroit. Hún tók einnig köttinn sinn með sér. „En ég hafði ekki efni á að gefa honum að éta. Svo hljóp kötturinn leiðar sinnar.“ I hippahverfinu kringum Prentis-stræti tók hún saman við mótorhjólaflokk, sem nefndi sig „Útlagana". „Það var ágætis- fólk. Það fleygði ekki einu sinni ösku á gólfið. Og þau voru góð. En ég drakk ekki og þau urðu full. Ég varð virkilega hrædd“. Svo flutti Marcy til 28 ára gamals eitur- lyfjasala, sem útvegaði henni eiturlyf. „Ég fékk allt frítt, sýru (LSD), STP, hvað sem var. Það tilheyrði. Ég „ferðaðist“ tvisar í viku — oftar er ekki gott — og svaf til klukkan eitt. Hann var ægilega svalur og hann var sniðugur. Hann var doktor í heim- speki. Ég kallaði hann Rostung eins og í „Lísu í Undralandi". Það er mín bók. Ég er kanínan". Marcy féll út úr bifreið á hraðbraut í Detroit og fór úr liði á fæti. Eiturlyfjasal- inn hennar sprautaði í hana morfíni og reyndi að kippa fætinum í liðinn en illt hljóp í meiðslið. — „Hann varð svo falleg- ur á litinn en þeir sögðu að það'væri drep. Og það var voðalega sárt.“ Það var því farið með hana yfir landamærin til Onta- rio í Canada til sjúkrahússaðgerðar. Marcy lá veik í tvær vikur eftir þetta og hélt sig inni í bústað mannsins. Þá var það um endaðan júlí að hún tók sig upp og fór á sumarhátíðina í Newport. „Svo lenti ég hérna,“ sagði hún. 3. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.