Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 1
Ragnar Jónsson í Smára: f virðulegri ríkisstofnun, sem annast fyrir okkur verðskráningu á gjaldmiðli þjóðanna, hangir nú uppá vegg himin- fagurt málverk, sem ég í eina tíð komst í allnáin kynni við. Þá hékk það enn- þá í föðurhúsum, hjá listamanninum, og lét lítið yfir sér, eins og hann sjálfur. Hvernig stendur á þessu listaverki hér, innanum bankaseðla og hagskýrsl- ur, varð mér hugsað, en svaraði mér strax sjálfur: Maðurinn lifir ekki lengi á einu saman brauði. Verkamað- urinn og bankinn reisa ekki húsin sín, það er Guð sem byggir, og það eru hans orð, sem við nærumst á. Allt annað, jafnt brauð og hús, hátt eða lágt gengi í lífinu, er háð innblæstri, uppörfun og hvatningu frá þeim aflstöðvum, sem gáfu okkur lífið. Án frumkvæðis að ofan, vinna verkamennirnir til einskis, og gulltryggðir seðlar alþjóðabankans happadrættismiðar, sem tilviljunin kann að hafa dæmt úr leik. Þetta staðfestir hver öld. Við getum ekki lifað án Guðs, og hin eilífa leit að Honum er hinn mikli vaki, er fær lífið á rás, knýr lífsvélina, hratt eða hóflega eftir at- vikum. f banka, jafnvel seðlabanka, hugsa menn því ekki einvörðungu um peninga og fjármál, heldur jafnvel eins og ann- að fólk, um það sem fjarlægast er í rúminu og óskyldast að uppruna: Stjörn urnar, skýin á himnum og skipin, sem sigla uppá festinguna, „skip heiðríkj- unnar", sem eru jafnójarðnesk og hugs- anir skáldsins og Guðs. Peningar ná hvort sem er heldur ekki til lengdar hærra gengi í viðskiftalífinu en það sem fyrir þá er keypt. Og þeir sem ráða yfir gæðum, jarðar eða huga, er sjálf ákvarða sitt verðgildi, storka öllum gengisskráningum, eins og sá sem ekki lætur hús rísa af grunni án síns samþykkis og býður skipum okkar að sigla skýin sem höfin, hvað sem svo- kölluð eðlisfræðileg lögmál og gengis- töflur múðra. Hið umrædda málverk, líklega frá Selvogsbanka, gjaldeyrissjóði okkar Sunnlendinga á þessari öld. Það er ein- mitt af skipum, sem tylla sér á tá á öldufaldana, reiðbúin að láta berast með allri áhöfn, upp til skýjanna. Þetta margnefnda málverk er eftir Gunnlaug Seheving, málarann okkar, sem aldrei hefur þreyzt á að segja okkur frá sjón- um og lífinu þar, frá fuglunum og stóru fiskunum og fallegu grófu köllunum í svörgulslegu, stirðu sjóklæðunum. Hann er alltaf að mála handa okkur land- kröbbunum, sem aldrei höfum átt kost á að þreyta fangbrögð við úfnar öldur, strauma og æsta storma úthafsins, en aðeins þegið gullið úr greipum Ægis, er því hefur verið skilað á land. Það er auðséð á mörgum þessum miklu mynd um hans Gunnlaugs af skipum og sjó- mönnum, komnir á miðin eldsnemma að morgni, og á heimleið seint nætur, að þeim er ætlað að koma okkur hinum í skilning um mikilvægi sjómannsins, leyndardóma hafsins, tærleika vetrar- morgnanna. Þessi mynd hefur alltaf verið mér mjög hugstæð, og minnt mig á atvik JÓN k BERGI OG SKP HEE)RÍKJUNNAR úr æsku, sem mér hefur reynzt erfitt að gleyma. Þegar ég var tólf ára gamall, fékk ég í fyrsta sinn að fara í sjóferð, sem ekki lauk að kvöldi hins sama dags og lagt var upp. Þetta átti að verða löng sjóferð, ráðgert að hún stæði í 7 til 12 daga, minnir mig, eftir því hve seðlabankinn bak við sjóndeildar- hringinn reyndist örlátur þetta sumar. Báturinn hét Freyr. Jón Helgason á Bergi var formaður og aðaleigandi hans. Mig minnir að hann hafi verið um 12 tonn að stærð. Jónsi á Bergi var um þessar mundir orðinn þaulvanur sjómaður, og aflamik- ill hugurinn alltaf bundinn hafinu og íbúum þess. Hann gjörþekkti hafsbotn- inn, fjöll hans og skóga, hraun og sanda, eins og bóndinn engjarnar sín- ar og fjarlæg beitilönd, ásamt ánum, sem dreifðu sér um öræfin. Hann gat lýst þessu öllu eins og hann læsi af landabréfi, eða horfði af háum fjalls- tindi yfir láglendi. Þó var hann þá aðeins rúmlega þritugur. Jón var karl- menni að áræði og kröftum, en hlýr og mildur húsbóndi, mjög stjórnsamur. Hann lét brúnir síga ef á móti blés frá mönnum eða máttarvöldum, en ann- ars var hann gamansamur og oftast spaugsyrði á vörum ef á þurfti að halda til að hreinsa andrúmsloftið í þröngum og loftþungum vistarverunum. Hann gat og brugðið fyrir sig stríðni ef honum fannst dauflega leikið við færið. Fisk- arnir í sjónum voru fljótir að móðg- ast, ef eitthvað skorti á um leikni og alúð við starfið. Hér dugði ekkert hálf- verk. Og enginn vissi þetta betur én Jónsi. Jón Helgason giftist aldrei, bjó alla tíð með systur sinni og jafnöldru, Jó- hönnu, fallegri gáfaðri konu, lágvax- inni. Bæði voru þau miklir og skemmti-. legir sögumenn, stálminnug, og áttu þetta fallega tungutak og glettni í aug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.