Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 6
Á dögunum hitti ég gamlan kunn- ingja minn á götu. Það var Þórarinn Árnason frá _ Stóra-Hrauni á Snæfells- nesi, sonur Árna prófasts Þórarinsson- ar, hins nafnkunna kennimanns og rit- höfundar. Með því að ég vissi, að hann hefur frá ýmsu að segja af alllangri aefi og er gæddur sérstæðum frásagn- arhæfileikum, þá bað ég hann um við- tal í Lesbókina. Þórarni þæfðist alllengi fyrir, sagði, að það gæti alla vega beðið til sjö- tugsafmælis síns í ágúst í sumar. Ég sagði honum, að þá kæmu afmælisgrein- ar um hann í öllum blöðum, sem verðugt væri, en slíkt teldi ég óskylt mál. ,Jæja, líttu þá heim til mín á laugar- daginn kemur“ sagði Þórarinn. „Þú færð þá kannski kaffisopa heldur en ekkert. Meiru lofa ég ekki“. Næsta laugardag mætti ég svo á til- settum tíma, hafði laumað á mig blý- anti og blaði, og eftir að kaffiáhrifin tóku að svífa svolítið á okkur, urðu við- skipti öll greiðari. Ég tók upp skrif- færin og byrjaði á, að spyrja Þórar- in um föður hans. Bað hann að segja mér söguna af Napóleon og séra Árna, en hún vakti óljóst í minni mínu frá fyrri árum, er við Þórarinn vorum sam- starfsmenn á Keflavíkurflugvelli. „Já, Napóleon, pabbi var mjög hrif- inn af Napóleon sem hershöfðingja. Dáði hann mest allra hershöfðingja, líkt og hann dáði Matthías mest allra skálda og Jón Sigurðsson mest allra stjórn- málamanna. En þetta sem þú munt eiga við, er nú raunar ekki mikil saga, en lýsir þó skapgerð pabba og áhugamálum að sumu leyti vel. — Hann gékk oft um gólf í baðstofunni heima og var þá stundum í þungum þönkum. Herti hann þá venju- lega gönguna því meira sem eitthvað stríddi sterkara á hug hans. Svo var það eitt sinn, er ég sat inni í baðstofu, en hann gékk um gólf í djúpum þönk- um, að ég tek eftir því, að hann herðir gönguna óvenjumikið og gerðist all- þungur á brún. Svo ég spurði hann sem svo, hvort hann hefði áhyggjur af nokkru sérstöku. Pabbi stoppaði snögglega og horfði næstum hneykslaður á mig.: „Áhyggjur, hvernig getur maður ver- ið í léttu skapi að hugsa um hann Na- póleon. Þennan mikla hershöfðingja, að láta sér detta í hug að senda 400 manna her alla leið til Moskvu og koma með 25 þúsundir hálfdauðar til baka. Því- líkt óskaplegt glapræði". Og pabbi gekk enn um stund hratt um gólf og átti greinilega bágt með að sætta sig við þetta glappaskot uppá haldshershöfðingja síns, þótt meira en hundrað ár væru umliðin. Pabbi var mikill sögumaður, bæði í íslandsögu og mannkynssögu og lifði sig inn í atburði liðinna tíma, eins og þetta dæmi sýnir“. „Finnst þér koma fram glögg og rétt mynd af föður þínum í bókum þeim, sem Þórbergur Þórðarson færði í let- ur eftir honum“? „Já, þegar á heildina er litið, gefa bækurnar hvorki ranga né óglögga mynd af honum. Hins vegar tel ég, að faðir minn hefði ekki látið allt flakka, sem þar kemur fram, hefði hann verið yngri. Hann var í eðli sínu nákvæmur og mjög gagnrýninn á það sem hann lét frá sér fara í rituðu máli. En með aldrinum varð hann ekki eins nákvæm- ur við mat á slíku. — Hitt er svo annað mál, hvort bækurnar hefðu orðið eins skemmtilegar, ef pabbi hefði hald- ið fastar í tauminn". „Hvor heldur þú annars að eigi stærri hlut í því, að bækurnar náðu slíkum vinsældum, faðir þinn eða Þórbergur“? „Faðir minn tvímælalaust. Honum var gefin sérstaklega góð frásagnargáfa, sem kunnugt er. Hins vegar vil ég ekki rýra hlut Þórbergs. Hann er einn af okkar snjöllustu og vandvirkustu rit- höfundum. Og átti auðvitað sinn góða þátt í byggingu bókanna og vönduðu málfari þeirra". HELZT VILDI ÉG DEYJA ME-Ð VEIÐISTÖNG í HENDI Rœtt við Þórarin Árnason fyrrum bónda á Stóra-Hrauni á Snœfellsnesi Þórarinn Árnason „Faðir þinn nefnir eina bókina „Hjá vondu fólki“. Taldi hann sig fremur finna vont fólk fremur á Snæfellsnesi heldur en annars staðar“? „Pabbi valdi nú ekki nafnið á þá bók. Hins vegar hafði gömul kona ein- hverntíma spáð því fyrir honum, að hann mundi lenda hjá „vondu fólki“, og stundum hafði hann það víst í flimt- ingum, að sú spá hefði rætzt á Snæ- fellsnesi. Af því var svo nafn bókar- innar dregið. En mikið var hann hrifinn af Snæ- fellingum, þótt honum þættu sumir þeirra brokkgengir eins og gengur. En flest eða allt, sem hann finnur þeim til foráttu í bókinni, hafði hann marg- sinnis sagt við þá í eigin eyru. Svo það væri allfjarri sannleikanum að segja að hann hafi baktalað þá“. „Var faðir þinn ekki glaðvær í um- gengni yfirleitt, svo mikill húmoristi"? „Hann var tvískiptur maður gamans og alvöru. Þótt hann væri húmoristi, var hann á móti skrípalátum. Hann var aristókrat af gamla skólanum, sem þoldi ekki óheflaðar umgengnisvenjur. Með aldrinum fannst sumum hann jafnvel helzt til nákvæmur í þeim sökum. Get ég sagt þér stutta sögu um það, hve nákvæmur hann gat verið í umgengnis- venjum. Einu sinni sem oftar, meðan ég bjó á Stóra-Hrauni, en pabbi var fluttur suður, kom hann vestur til sumardvalar hjá okkur hjónunum, en hann var van- ur að dvelja hjá okkur nokkrar vikur á sumri hverju, eftir að hann flutti suður. Svo stóð á, að þetta sumar fékk ég mér léttadreng norðan úr Skaga- firði, sem var svolítið fyrirferðamikill og lítt kunnur siðahugmyndum eldri aristókrata. Daginn eftir að pilturinn kom, hittir hann pabba úti á hlaði, víkur sér formálalaust að honum og segir kumpánalega, en kannski í dálitl- um galgopatón: „Jaeja, hvað segirðu til Árni“? Svona ávarp ókunnugs pilts féll nú ekki alveg í kramið hjá gamla mann- inum, enda bað hann mig þegar að flytja sig á leið suður að morgni næsta dags. Og þeirri ákvörðun hans varð ekki haggað." „Hvar var faðir þinn í pólitík"? „Þar voru nú hreinar línur hjá hon- um. Hann var eindreginn stuðningsmað- ur Heimastjórnarflokksins, meðan sá flokkur starfaði, síðar íhaldsflokksins og loks Sjálfstæðisflokksins, eftir að hann var stofnaður. Og það var engin hálfvelgja í pólitíkinni hjá honum. Af- staða hans þar var eindregin og óbif- anleg, og gat honum hitnað í hamsi í umræðum um pólitísk málefni." „Var faðir þinn mikill starfsmaður?“ „Ekki mundi ég telja, að hann hafi verið mjög mikill starfsmaður. Hann gat jú tekið góðar skorpur við vinnu. En hann hafði verið heilsulítill framan af æfi og hafði ekki afar mikið starfs- þrek. En hann hafði ánægju af sínu starfi og yar til þess að gera góður kennimaður, sér í lagi góður ræðumaður. — En áhugamál hans voru mörg, til dæmis hafði hann mjög gaman að tafli og spilum. Hann var talinn með beztu taflmönnum landsins á sínum tíma, áður en menn fóru að læra að tefla skák eftir bókurn". „Var hann auðugur maður, Þórarinn“ „Á tímabili mun hann hafa orðið all- vel stæður, átti til dæmis um hríð fjór- ar jarðir. En hann var hrekklaus maður og átti erfitt með að trúa illu á aðra. Tapaði því miklu fé í ábyrgðum. Árið 1908 eða 1909 tapaði hann til dæmis 5000,00 krónum í einu, er víxill féll á hann. Þá fengust 4 krónur fyrir dilk- inn, svo þú sérð, hvílíkt áfall þetta var. 1250 dilkar, ekkert smátap. Að þessum veikleika sínum slepptum, mundi ég telja, að pabbi hafi verið allútsjónarsamur fjármálamaður". „Hvernig barnauppalandi telur þú, að faðir þinn hafi verið"? „Ég mundi segja, að hann hafi stund- um verið fullstrangur við okkur krakk- ana. Mér finnst, að faðir eigi að vera börnum sínum í senn uppalandi og fé- lagi. Mér fannst hann oft ekki nógu ná- inn félagi. Að sjálfsögðu gat hann verið mildur og góður við okkur einkum með aldrinum. Sérstaklega var hann góður barnabörnum sínum, er þau fóru að vaxa úr grasi“. „Hvað voruð þið mörg systkinin“? Við vorum 11 og komumst öll til fullorðins ára. Því var það, er Þór- bergur var nýlega byrjaður að ræða við föður minn og rita æfisöguna frægu. Þá mætir hann Vilmundi landlæknir á götu, og Vilmundur fer að spyrja hann, hvernig gangi með æfisöguritunina. Læt ur Þórbergur allvel yfir því. Vilmundur læðir því þá að, að pabbi hafi fallið fyrir einu fermingarbarni sínu og lætur að því liggja, að þau hafi átt barn saman. Þórbergi bregður við þessa fregn, hann er í eðli sínu ekki tortrygginn maður og mun líka sízt hafa komið til hugar, að Vilmundur vinur sinn væri að hlaupa með fleipur í sig. Kveður hann því skjótt og heldur beina leið heim til pabba. Hefur þar stuttan for- mála, en spyr hann umbúðalaust, hvort hann hafi hent sú fallhrösun að eign- ást barn með fermingardóttur sinni. „Og ellefu urðu þau nú góðurinn" svaraði pabbi. Vilmundur var nefnilega ekkert að fleipra. Pabbi féll svo rækilega fyrir einu fermingarbarna sinna, móður minni að þau giftust og eignuðust saman 11 börn. Þau komust öll til fullorðins ára og lifa ennþá 10. Það yngsta dáið, Gyða heitin, sem gift var Einari Eyjólfssyni frá Hvammi og síðar, eftir lát hans, Birni Fr. Björnssyni, sýslumanni Rang- æinga. — Ég er hins vegar næstelztur í systkinahópnum, elzt er Inga, ekkja Kristjáns heitins Einarssonar fram- kvæmdarstjóra“. „Og móðir þín hét“? 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.