Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 15
FRÁ LESENDUM Reykjávík 15. febrúar ‘68. Vér erum hér nokkur áhuga- söm ungmenni um poptónlist. Okkur finnst það mikil synd að hætt skuli hafa verið að birta lista yfir topplögin hvert sinn í Bretlandi, íslandi og Bandaríkjunum. Við förum þess eindregið á leit við yður að þér sjáið yður fært að kippa þessu í lag (þ.e. að halda á- fram birtingu slíkra lista). Til er sú hljómsveit frá San Fransico sem ber nafnið Moth- ers of Invention. Höfum vér tekið eftir því að þeirra og annarra slíkra hljómsveita hef- ur lítt eða ekkert verið getið í dálkum „Gluggans". Vildum vér þess vegna náðarsamlega fara þess á leit við yður að næst þegar slíkra hljómsveita verður getið fái þeir þar vel útilátinn sess. Vér höfum haldið yður mann með gáfur 51.94% en verði eigi orðið við bænum okkar erum vér hræddir um að vér neyð- umst til að halda að vér höf- um misreiknað oss um allt að 60% of hárri tölu. Þætti okkar það miður yðar vegna. Hjálagt sendum við yður 100 aura sem er styrkur úr sjóði 14. marz Akademíunnar til kaupa á Mel- ody Maker eða öðrum ritum þar sem Frank Zappa og Co. fá veglegan sess. Nokkrir liðsmenn í Evry- body knows Zaraþústra. SVAR: Lista yfir vinsælustu lögin munum við fá sendan sama dag og þeir eru útgefnir í Englandi og Bandaríkjunum, en undan- farna 3 mánuði hafa þeir ekki borizt okkur en úr því munum við reyna að bæta. Við þökkum fyrir að benda okkur á þessa mjög svo óálit- legu hljómsveit, en við höfum þegar birt all ítarlegar upplýs- ingar um þá og munum við ekki gera það í bráð, þó svo við hækkum eitthvað í áliti hjá ykkur, en við teljum okkur ekki mikinn heiður í því. A AXLABANDIÐ heitir hljómsveit hér á landi sem hú nýt- ur vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar, út frá því hefur heyrzt að tvær nýjar hljómsveitir séu í uppsiglingu og er því fleygt meðal gárunganna að þær heiti SOKKA- BANDIÐ annars vegar og HANDABANDIÐ hins vegar. ROOF TOPS Mikið af nýjum hljómsveit- um hefur skotið upp kollinum hér í höfuðborginni á undan- förnum mánuðum og er ætlun okkar að kynna þessar hljóm- sveitir eftir föngum. Hljómsveit in sem við kynnum að þessu sinni ber nafnið ROOF TOPS en hún var stofnuð fyrir rúm- um mánuði og komu þeir fél- agar fyrst fram í Glaumbæ nú fyrir tæpri viku. Hljóðfæra- skipan er fremur sjaldgæf ef miðað er við aðrar pop-hljóm- veitir hérlendar, þar sem þeir nota saxofon en það hljóðfæri hefur lítið tíðkazt í flutningi íslenzkra hljómlistarmanna á pop-tónlistinni. Meðlimir hljóm sveitarinnar eru: Ari Jónsson sem leikur á trommur og er hann jafnframt aðalsöngvarinn Gunnar Guðjónsson leikur á gítar og bregður öðru hverju fyrir sig milliröddum, Erlingur Garðarsson heitir bassaleikar- inn, Guðni Pálsson blæs í saxo fóninn og syngur þegar svo ber undir og Sveinn Guðjónsson leikur á orgel en hann reynd- ar syngur svolítið líka þ.e.a.s. þegar hann er ekki hás. Sökum sérstöðu sinnar í hljóðfæraskipan taka ROOF TOPS heldur meira af amerísk um soul-lögum heldur en marg- ar aðrar hljómsveitir hér, en að öðru leyti er lagaval þeirra svipað því sem almennt gerist meðal íslenzkra hljómsveita. Pop á Noriurlöndum Af erlendum hljómsveitum hafa brezkar hljómsveitur haft svo til einokun hér á síðum GLUGGANS. Er því tími til kominn að svipast svolítið um í öðrum löndum þar sem iðk- uð er pop-tónlist og þá eru það auðvitað Norðurlöndin sem fyrst verða á vegi okkar. I rauninni má segja að pop- musikin á hinum Norðurlönd- unum, eins og á íslandi, sé bergmál af brezka „beatinu" en þó finnast hljómsveitir í þess- um löndum sem vel myndu sóma sér við háborð „popsins11 í Bretlandi, hljómsveitir eins og Hitmakers, Lollipops, Hep Stars — og jafnvel Hljómar frá Keflavík. Sú hljómsveit sem nú ber hvað hæst á Norðurlöndum er án efa Lollipops. Hljómsveitin var stofnuð fyrir u.m.b.fimm árum og vakti þá strax athygli fyrir góðan leik en þó aðallega sökum bernsku hljómsveitar- meðlima sem þá voru vart af barnsaldri. Lollipops voru upp haflega þrír en nú nýverið hef ur fjórði maðurinn bætzt í hóp- inn þar sem Per Dahl er. Per er norzkur að ætt og uppruna en hefur verið búsettur í Sví- þjóð um nokkurt skeið. Lolli- pops hafa verið mjög heppnir með allar plötur sínar að und- anförnu en þær hafa allar náð hátt á vinsældarlistum hinna Norðurlandanna þó að hvorki þær né aðrar skandinaviskar hljómplötur hafi heyrzt hér. Núna eru Lollipops að stinga af til Englands en þeir hafa fengið plötusamning við hið þekkta hljómplötufyrirtæki Fontana. Þess má geta að Lolli- pops hafa komið til Islands og léku þeir þá í Klúbbnum við mikinn fögnuð allra þeirra er á hlýddu. Defenders frá Danmörku er sú hljómsveit sem spáð er miklum uppgangi á þessu ári. Þeir hafa nú þegar náð mikl- um vinsældum í heimalandi sínu og eru sagðir ein bezta beat-hljómsveit Norðurlanda í dag. Meðlimir eru allir ungir og lífsglaðir menn og nýlega létu þeir svo um mælt í blaða- viðtali að þeirra heitasta ósk væri að verða fyrsta beat- hljómsveit á tunglinu en því miður eru ekki taldar miklar líkur á því að þeim verði að ósk sinni í þetta sinn. Af öðrum pop-hljómsveitum sem að byggðar eru upp á af- komedum víkinganna eru Hit- makers í miklum metum en þeir unnu mikinn sigur í hljómplötu keppni Norðurlanda NORD— TOPPEN, er plata þeirra var kosti bezta pop-platan á Norð- urlöndum á árinu 1967, sællar minningar. 3. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.