Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 8
Hippar velja sér afkáralega búninga í fatamiðstöð, þar sem slíkum fötum er útbýtt. Á ensku eru þeir kallaðir Hippies og í Bandarikjunum- einum saman er talið, að þeir séu rúmlega milljónarfjóröung- ur. Yfirgnæfandi meirihluti þessa fólks eru unglingar, 15 til 19 ára og flestir hafa þeir einhverra liluta vegna hlaupizt að heiman. Þeir leita saman með al sinna líka og stundum í geysi stórum hópum. Hreyfingin byrj aði fyrir tveim árum í hverf- inu Haigh Ashbury í San Fran- sisco venjulegu miðstéttarhverfi þar sem bjó fjöldi stúdenta og listamanna. Þarna hafði gripið um sig allmikil Bítladýrkun og eiturlyfið nýja, LSD, var þar um hönd liaft. Menn gengu þarna eins og í öðrum heimi með Ijóðbrot eftir Bob Dylan á vörunum og skynjuðu, að nýtt viðhorf og ný heimspeki var að ryðja sér til rúms, eða svo fannst þeim. Þeir þóttust skilja sitt eigið tungumál, þ.e. þeir hafa sín eigin nöfn á þeim lilut- um, sem þeir umgangast. Þeir skerða hvorki hár né skegg og hafa sem minnst saman að sælda við sápu og vatn. Venjulegum fatnaði liafa þeir fleygt til að verða gjaldgengir og annað- hvort klæðast þeir peysum og gallabuxum, piltar jafnt sem stúlkur, eða allskonar afkára- legum samsetningi, náttfötum, rósóttum fötum og þar að auki skreyta þeir sig í andliti með málningu: sumir eru alflúraðir rósum, líkt og Sölvi lieitinn Helgason hefði komizt í andlit- ið á þeim með sína sérkenni- legu skreytilist. Þar af er dreg- ið nafnið „flower child“ blóma- barn, sem er eitt af viðurnefn- um þeirra. Hipparnir eru að sjálfsögðu hjartanlega andsnúnir hernaði og láta fremur varpa sér í fang HIPPAR \AXANDI ÞJÓÐFELAGS- NANDAMÁL I BANCA- RÍKJUNUM OG VÍEAR Það er varla gleði, sem lýsir af andlitum þeirra en miklu fremur tómleiki. Þeir hvorki þvo sér né greiða og gamlir ein- kennisbúningar eru þ e i rra eftirlæti. — Sumir mála sig skrautlega í framan og parið hér tii hægri hefur komið sér not- arlega fyrir í forarvilpu. að tæknin væri einskisnýt, sam- keppnin viðbjóðslega, en hin sanna útópía væri sú, að leita að sálarfriði og rósemi og sann leikann mundi maður helzt höndla með hjálp örvandi lyfja. Hatrinu, sögðu þeir, væri hægt að útrýma með ást og fegurð og frjálsu atferli. Það stóð ekki á lærisveinum. Einskonar undirkúltúr myndað ist í öllum stærstu borgum Bandaríkjanna: stærstu söfnuð irnir í New York, San Frans- iscó og Cambridge í Massacliu- setts. Þessir söfnuðir leituðu athvarfs í skítugum kjöllurum, sem kall aðir eru „crash pads“: þarsofa þeir og eyða jafnvel dögunum, því fílósófían gengur útá að hafa sem minnst fyrir stafni utan það að útvega sér örvandi lyf eða eiturlyf, helzt LSD. En eiturlyf eru dýr og Hipparnir geta ekki keypt mikið í einu. Önnur lyf af sama tagi eru ,pot‘ (marijuana) „coke“ (cocaine) „smack“ (heroin) „speed“ (met hedrine) og LSD heitir á þeirra máli sýra (acid). Hipparnir hafa að mörgu leyti elsi en skrá sig í herinn. Þeir krýna andstæðinga sýna blóm- sveigum og kyssa þá jafnvcl, en friðarhugsjónin á þó ekki algerlega uppá pallborðið inn- byrðis og ekki alls fyrir löngu voru framin tvö morð í Hippa- nýlendu í New York. Þar voru myrt piltur og stúlka, sem raun ar var af svellríku foreldri, en hafði eins og fleiri hlaupizt að heiman til þess að lifa með Hippunum. Hipparnir hafa koinið á fót eigin málgagni: það heitir „The Oracle“ Véfréttin. Þeir hafa svo kallaðar „Diggers Free Stores“ einskonar fatamiðstöðvar, þar sem fátækir Hippar fá skraut- lega fatnað fyrir lítið sem ekki neitt og sumstaðar eru samtök um útveganir á örvandi lyfj- um. Allmiklu fleiri stúlkur eru í þessum hópum en piltar, en samlíf þeirra og ástir eru eftir frjálsu formúlunni og að stúlk- ur taki þátt í frjálsum ástum „er ein af leikreglunum“. Verði stúlkur barnshafandi er leitað til skottulækna með fóstureyð- ingar. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.