Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 13
bjöSl og leit til Charlies, sem sat og breiddi úr sér fyrir framan sjónvarp ið með fæturnar uppi á stólörmunum. — „Ég þarf víst að fara að koma mér.“ — „Strax?“ spurði Charlie áhuga- laust. Vinna á morgun. Hann andvarpaði. Að baki hans, í þröngu strætinu hófu tveir kettir að breima næstum mannlega að ósýnilegu tunglinu. Það fór um hann. Hljóðið myndaði skýra mynd í huga hans af nýfæddu barni, sem grét við kaldan og óhugnanlegan þröskuld í yfirgefnu húsi. Sorptunnulok féll nið- ur með skrölti. A aðalgötunni voru tvær löggur á gangi, hægt og þunglamalega. Leonard dró óskjálfrátt upp ímyndaða Luger— byssu sína. Hún var lauflétt, hljóð- deyfð, algjörlega sjálfvirk og fullkom- lega nákvæm. Hann skaut niður lögg- urnar um leið og þær hurfu fyrir næsta horn. Hann stanzaði og leit í kring- um sig. Enginn var nálægur. Háu götu- Ijósin skinu tilbreytingarlaust á fram hliðar verzlana, skrifstofur og bíla. Se- ment, timbur, gler, múrsteinn. Allt var hljótt og lokað. Jones gimsteinasali hafði dregið niður þunga járnglugga- hlerana. I skóbúðinni skein dauflega á leðrið fyrir innan sterkar járngrind- unni undir rúðunni í bíl, sem stóð rétt hjá honum. j öðrum voru mynda- blað fyrir börn og viskipeli í sætinu. Hann tók hugsunarlaust í hurðahún- inn á bílnum. Læst. Hann var einn, læstur úti. Þá mundi hann eftir byss- unni. Hann lyfti henni og skaut lás- inn sundur. Hann skaut sundur alla lása í augsýn með óþrjótandi birgðum af ímynduðum skotfærum og eyðilagði síðan nokkur sjónvarpstæki, götuljós- ker, flöskur, ljósaskilti og postulín í sýningarglugga. Þegar hann hafði lok- ið því, kastaði hann byssunni í gegn- um stærstu gluggarúðuna, sem hann sá. Þetta hafði náunginn í kvikmynd- inni líka gert. Hann stóð grafkyrr og reyndi að kalla aftur fram spennu kvikmyndar- innar. Það var of seint. Hann dró háðs- lega fram aðra Luger—byssu, hélt henni við hægra gagnaugað, dró upp bóginn og hleypti ar. Síðan fór hann heim. Elínborg Stephansdóttir þýddi. ár A erlendum bókamarkaði T Hc Moments an.l other pieces J.B. Priestley. Heinemann 1966. 35.— Þetta er greinasafn, sem höfundur gefur nú út í bókarformi. Flestar þess- ar greinar birtust í „New Statesman" og eru frá ýmsum tímum, þær yngstu tíu ára gamlar. Höfundur segir í for- mála, að hann birti þessar greinar svo að hann þurfi ekki að standa í því að útvega fólki víðsvegar gamlar grein- ar eftir sig, sem það sé að biðja hann ufn að senda sér, oft löngu eftir að greinin birtist. Þessar greinar fjalla um hin ólíkustu efni, þær eru lipur- lega skrifaðar, auk þeirra eru hér prentaðir fjórir fyrirlestrar höfundar. City of Night. John Rechy. Panthe Books 1965. 7-6. Höfundurinn fæddist í E1 Paso í Tex- as. Að aflokinni skólagöngu gekk hann í herinn og dvaldi lengst af í Þýzkalandi sem hermaður. Hann fór víða um í Bandaríkjunum eftir að her- þjónustu lauk og settist síðan að í fæðingarborg sinni. Þessi bók hans kom fyrst út í Bandaríkjunum 1963 og er nú endurprentuð í þessari útgáfu. Hún vakti feikna athygli og varð mjög um- deild. Sagan gerist í undirheimum New York borgar, New Orleans og Los Angeles og persónurnar eru kynvill- ingar. Höfundur lýsir viðhorfum þeirra og viðhorfum til þeirra. Höf, lýsir þessu á hlutlausan og nærri því fjar- rænan hátt, sem verður til þess að auka áhrif sögunnar. Kynvillingar eru víða litnir hornauga og eiga formæl- endur fá, höfundur fjallar um þessa manntegund, eymd þeirra og niður- lægingu í þjóðfélagi, sem er þeim fjandsamlegt. Bókin hefur fengið þokkalega dóma í Englandi í blöðum eins og Sunday Times og The Guardian. Men at War. Edited with an Introduc- tion by Ernest Hemingway. Collins — Fontana Books 1966. 5— Hemingway safnaði saman í þessa bók tuttugu og sex sögum, sem hann áleit úrval þess, sem sett hefur verið saman um stríð og orrustur. Höfund- arnir eru meðal annara T.E. Lawrence, Faulkner, Churchill, Tolstoy, Einn merkasti þáttur bókarinnar er inngang- ur Hemingways sjálfs, þar sem hann telur ástæður fyrir því, að hann valdi einmitt þessar frásagnir og í þessum inngangi birtist skýrt afstaða Heming- ways til stríðsins. Fyrsta frásögnin er eftir Cha.les Oman, sem var einn fremsti sérfræðingur um herfræði og- tækni miðalda, þessi þáttur hans er um orrustuna við Hastings 1066 og síðustu þættirnir eru um skotgrafa- hernað í heimstyrjöldinni fyrri og loft- orrustur í nútíma hernaði. Brotlierhood of Evil — The Mafia. Frederic Sondern. Panther Books 1965 3—6 Mafían er eitt voldugasta glæpafél- ag heimsins. Hún teygir arma sína til flestra landa heimsins beint eða óbeint, áhrifa hennar gætir mest í Bandaríkj- unum og á Ítalíu. Athafnasvið þessa félagsskapar er víðtækt, félagið fæst einkum við eiturlyfjasölu, fjárhættu- spil, hvíta þrælasölu og hóruhúsahaid, einnig sinnir félagið ýmsum öðrum at- vinnugreinum, svo sem matvæladreif- ingu og sorphreinsun. Þeir félagar ráða undirheimum Bandaríkjanna og hafa þar mikil áhrif með mútum og terrórisma. Það hefur reynzt mjög erf- itt að koma lögum yfir þennan þokka- lega félagsskap, því að þeir félagar hafa einstakt lag á því, að gera ýmsa embættismenn í þýðingarmiklum stöð- um, sér háða. Innan reglunnar gilda ströng lög og þeir örfáu, sem hafa svikið hafa yfirleitt ekki þurft að kemba hærurnar, þó ein eða tvær und- antekningar séu frá því. Siðir reglu- bræðra eru um margt undarlegir, og er vikið að því efni í þessari bók. Bræðurnir nota öll meðul til þess að koma vilja sínum fram og styrkleiki reglunnar er sú leynd, sem hvílir yfir bræðrum. Hinir ólíklegustu menn hafa verið á snærum þessa félagsskapar og eru. Vitað er um tengsl ýmissa virðu- legra borgara við þennan giæpahring, en sannanir skortir, sem dómstólarnir geta tekið gildar. Bók þessi er fróðleg og lipurlega skrifuð. The Newgate Calendar. George Theo- dore Wilkinson. I-III. Panther books 1965. 15— Eins og stendur á titilblaði gamallar útgáfu þessa rits, þá er þetta „endur- bætt skrá og frásagnir um alræmda karaktera, sem gerzt hafa brotlegir við lög Englands á sautjándu öld og síðar... glæpum þeirra er lýst, réttar- rannsókn og refsingu og síðustu við- brögðum þeirra“. Newgate var lengi eitt alræmdasta fangelsi Englands, einkum ætlað föntum og bófum, morð- ingjum og skúrkum verstu tegundar. Það var talið byggt á 12. öld, en auð- vitað var húsakostur mjög aukinn er leið á aldir. Þarna fóru fram opin- berar aftökur brotamanna utan múr- anna allt til 1868. Byggingar þessar voru rifnar 1902. I þessum húsakynn- um varð mannleg niðurlæging og grimmd hvað mest í löndum Bretakon- ungs, þarn.. gerðust margir óheyrilegir atburðir og þarna herbergjuðu ýmsir alræmdustu karakterar í glæpastétt Englands. Og hér er frásögn af nokkr- um þeirra. Þetta er hin óhugnanlegasta lesning, enda sparar höfundur ekki út- leggingar og móralskar hugleiðingar jafnframt. Þetta eru sannkallaðar hryll- ings bókmenntir. Undirheimar 18. aldar birtast hér hrárri birtu og ekki sem geðslegastir. Henry Dodwell: The Founder of Mod- ern Egypt A Study of Muhammed Alí. Cambridge Ilniversity Press 1967 50s. Múhameð Alí var uppi frá 1769 til 1849. Hann var sonur lögreglustjóra í Kavala í Makedóníu, en kom til Egyptalands árið 1798. Fyrir sakir hreysti sinnar og dirfsku var hann kjörinn pasha árið 1804 og lét brátt til sín taka í þeirri stöðu. Árið 1821 lagði hann undir sig Núbíu og náði Sýrlandi frá Tyrkjum tíu árum síðar. Er hann gerði tilraun til að brjótast til algers sjálfstæðis árið 1839 stöðv- uðu Englendingar hann og neyddu hann til að láta Sýrland og Krít laus. Heima fyrir var Múhamed Alí dug- mikill stjórnandi, lagði vegi, byggði skóla og kom upp her að evrópskri fyrirmynd. Margt hefur um Múhamed Alí verið ritað sem að iíkum lætur og hafa sagna- ritarar nokkuð skipzt í tvö horn um túlkun þeirra sögustaðreynda, sem hann er við riðinn. Hafa franskir sagna ritarar haft tilhneigingu til að halda fram hlut Múhameds Alís, en enskir sagnaritarar hafa hins vegar borið hon- um fremur illa söguna. Dodwell hefur tekið alla sagnfræði um Múhamed Alí til gagngerrar endurskoðunar í þess- ari bók. Er hún kom fyrst út árið 1931, var höfundurinn prófessor í sögu og menningarsögu brezkra nýlendna í Asíu við Lundúnaháskóla og hafði því manna bezt skilyrði til að brjóta þessi mál til mergjar. Er líka talið að honum hafi tekizt það svo vel, að nú, þrjátíu og sex árum síðar, er bókin gefin út aftur í upphaflegri mynd. f fyrsta kafla bókarinnar rekur höf- undur framasögu Múhameds Alí og lýs- ir því við hvernig aðstæður hann brauzt til vaida. Þá fjallar hann ítar- lega um Arabíu og Súdan á þessum tíma og rekur næst sögu grísku styrj- aldanna á árunum eftir 1820. Þá víkur að þætti Alsír í átökum þessara landa og kröfum Sýrlendinga og síðan er fjallað um hugmyndina um eitt alls- herjar Arabaríki. í lýsingu á síðara sýrlenzka stríðinu segir frá því hvern- ig áform Múhameds Alis um Sýrland fara út um þúfur. í tveimur köflum er lýst stjórnarferli hans, í Egypta- landi og víöar, en í lokakafla er dregin niðurstaða af þeirri rannsókn, sem höf- undur hefur gert. Bókin er 276 bls. og fylgir henni skrá yfir nöfn og atriðisorð. A. Watlon Litz: Jane Austen. A Study of Her Artistic Development. Oxford University Press, New York, 1967. 1,50 f enskri bókmenntasögu skipar skáld sagnahöfundurinn Jane Austen lykil- stöðu sem fyrsti „nútíma“ skáldsagna- höfundurinn, og fyrirrennari 19. aldar- sagnagerðar í Englandi. Framlag henn- ar til enskra bókmennta hefur orðið gagnrýnendum og menntamönnum æ ljósara og margar fræðibækur hafa verið ritaðar um hana og verk hennar. Aðaláherzla þessara rannsókna hefur beinzt að skáldsagnatækni Jane Aust- en, en í þessari bók leitast höfundur fyrst og fremst við að meta þann siðferðilega og bókmenntalega gruna- völl sem Jane Austen byggði á, og hvernig hugmyndir hennar og viðhorf þróuðust í listaverkum hannar gegnum órin. Til þessarar rannsóknar styðst hann ekki aðeins við stærstu og helztu verk hennar. heldur einnig við minni- háttau- verk og sagnabrot. Höfundur bókarinnar, A.Walton Litz, er aðstoðarprófessor í ensku við Prince- ton-háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur ritað fræðirit um James Joyce og gefið út safn bókmennta- greina um samtímabókmenntir amerísk- ar. Hardy, Barbara: The Novels of George Eliot. A Study in Form. Oxford Uni- versity Press. New York 1967. 1.75. Bók sú er hér um ræðir kom fyrst út árið 1959 og var þá sagt um hana í gagnrýni, að hún væri óvenju vel gerð rannsókn á verkum Georges Eliot, ekki aðeins með tilliti til formsins, eins og nafnið bendir til, heldur altæk og nærfærin rannsókn á verkum skáldsins í heild. Höfundur byggi yfir djúpstæðri þekkingu verkahna og fjall- aði um þau af aðdáunarverðri hlut- lægni. Árið 1962 veitti Brezka akadem- ían þessari bók verðlaun, sem kennd eru við Rose Mary Crawshay. Barbara Hardy er prófessor í ensku og enskum bókmenntum við Royal Holl oway College við Lundúnaháskóla og hefur m.a. sent frá sér bækurnar Appro- priate Form og Middelmarch: Critical Approaches to the Novel. RABB Framhald af bls. 16 hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir starfskraftar borgarinnar, sem œtlað er það þýfíingarmikla hlut- verk að finna framtíðinni stað, séu hinir snjöllustu sem völ er á og hvort ekki sé ástœða til að efna til alþjóðlegra samkeppna um skipu- lag og útlit og fara þá eftir því sem verðlaunað er. Gísli Sigurðsson. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480. Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavik 3. maxz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.