Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 7
 SIÐASTA BYGGING LE CORBUSIERS •»t a8 nota Tíl jákvæðari verka en að brenna og eyðileggja. Það er lika vonin að Bandaríkin flýti sér að finsnia jákvæða iausn á vandanum í Vieit Nam Þeim ætti að vera löngu ljóst, að styrj - öld er ©nigin lausn og þeim til smánar, sem ekki heifur vit á að hætta í tímia. Bandarikjamenn eru mikil þjóð og igóð og það er leitt, að þeir skyldu raita í þessa raun. Svo er það aftur annað mál, hvað skeður í hinni miklu púðarr- tunniu, þegar athyglin beinist ekki framar að Viet-Nam. Eitt er víst, að orkan, sem þar er óbeizluð, fer í ei-tt- hvað. Það er fuil ástæða til að láta Mao njóta hininiar gömiu bænar:„Yfir- völdunum veittu lið“. Nú miun nóg kom- ið og mál að hætta. Rigning er í dag, og skruggur voru í gær. Eldingar leiftr- uðu, og Ökuþór brunaði um skýjaleið- ir á vagningum sínum dreginn af höfr- umum tveim. Það skrölti óþyrmilega í hjólunum. Ég held hann ætti að fá sér alimeinnillieig dekk og aka e'kki svona á tómum felgunum! Úti við sjóndeildar hring, þar sem hvítir tindar lýsa, held ég að sé að birta. Kannske verður sól- skin á morgun. Það vildi ég að Guð gæfi. hagalagcfar Ingvarsdætur. Um dætur þeirra Ingvars Magnússon- ar og Ingibjargar Eiríksdóttir á Skarði á Landi kvað sr. Guðmundur Torfason: Ingvarsdætur fimm ég fann frægri sá ég valla Oddný, Guðrún vegsemd vann Vilborg, Kristín Halla. (Staðarbræður og Skarðssystur) Á fyrsta ári, sumarið 1845, endur- reisti hann (Jón Hailldórsson á Rúrfelli) kirkjuna. Fékk hann til þess verks orð- lagðan þjóðhagasmið, er Bjarni hét, Jónsson. Hafði hann dvalizt í Reykja- vík og lært sitt handverk og var jafn- an nefndur Bjarni snikkari. “ Um hag leik Bjarna er það sagt, að þegar hann heflaði innþiljur í hús og lagði tvær saman, þá væru þær svo sléttar og mis- fellulausar, að sú neðri loddi við þá efri, líkt og þegar rúðugler er lagt sam- an. Það loftaði hvergi á milli. Ótrúlegt er að þessá saga sé sönn, en hún sýnir hvert álit samtíðin hefur haft á hag- leik Bjarna smiðs. (Skúli Helgason) Adam var ekki Icngi í PARADlS Þóra, kona mín, hefir getið hans (sr. Árna Halidórssonar á Auðbrekku) við mig, því að hann var seinna hennar sóknarprestur þegar hún ólst upp á Möðruvöllum hjá foreldrum sínum. Hann var að búa eina af systruum henn ar — það mun hafa verið Jórunn— undir konfirmation, fór yfir lærdómsbók bókina — (Balli) með henni og lagði fyrir hana ýmsar spurningar, og ein var þessi: „Kan du sige mig min pige „ hvor længe var Adam i Paradis?“ Barn ið vissi það eigi, en prestur leysti sjálf ur úr og sagði: „Man antagaer ontrent en halv Time.“ (Páll Melsteð) Hreinleikur hjartans — mikilleikur gáfnanna. Eftir því sem ég kynntist löndum mínum við háskólann, fann ég það, að mér féll bezt við Brynjólf Pétursson og Gísla Hjálmarsson. Mér varð vel við þá, mér fannst ég batna af náveru þeirra og tali, og ég fann glöggt, að mig skorti á við þessa tvo menn bæði hreinleik hjartans og mikilleik gáfn- anna. Gísla þekkti ég enn betur en Brynjólf, og hefi minnzt hans lítið eitt, sem lesa má í ævisögu Gísla efir Sig- urð prófast Gunnarsson. Brynjólfi var ég miður kunnugur, en þó þekkti ég hann svo, að ég hefði helzt kosið a’ð vera sem hann. (Páll MelsteS) Svo sem flestum mun raunar kunn- ugt, er Le Corbusier talinn með stór- snillingum allra tíma í húsgerðarlist. Hann var þar á ýmsan hátt brautryðj- andi og byggingar hans hafa þróttmik- ið yfirbragð, sem oft er í œtt við skúlp túr, enda var Corbusier mjög liðtœkur myndlistarmaður. Hann fékkst við mál araV.st að staðaldri og stíll hans var abstrakt, enda þótt hann notaði oft fígúrur og andlit sem myndhluta. Að sumu leyti minntu myndir hans á Picasso eins og hann málaði um tíma, enda ekki ólíklegt, að um einhver áhrif hafi verið að rœða. Le Corbusier, sem raunar hét Jeameret, fœddist í Sviss og einmitt í Zurich í Sviss hefur risið síðasta verk hans, Maison d’homme. Þarna er nú komið minjasafn fyrir meistarann, t.d. eru það bœði málverk og skúlptúr eftir hann en stórkostlegasta minnismerkið um frumle:Jc Le Corbusiers er þó sjálft húsið og gerð þess.. Eins og nœrri má geta, hefur komið út fjöldi bóka um verk Corbusiers og þarna eru þœr allar saman komnar svo og fjöldi af teikn- ingum hans og skissum. í CONTRE LE CORBUSIER eiga að fara fram fyr irlestrar ýmisskonar, sem stuðla að því að bæta sambúð manna og sjálft um- hverfið. Þetta á ekki að verða dautt safn, segir forstöðukonan, Heidi Weber, heldur lifandi stofnun í anda Le Corbusiers. Hvað sjálfa bygginguna snertir, hefur gerð þaksins einkum vakið athygli, enda kemur fram í því sú reisn, sem oft einkennir verk Le Corbusiers. Þakið er í rauninni sjálf- stœð bygging, en húsið er gjört af járnprófílum og fjöldaframleiddum ein ingum samkvœmt sérstöku einkaleyfi arkitektsins. Ætlun hans var að nokkru leyti að sýna, að þesskonar fjöldaframleiddar einingar þyrftu ekki að koma í veg fyrir, að bygging yrði fögur. Teikningar og skúlptúr eftir Le Cor busier prýða húsið 26. MAÍ 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.