Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 13
o BÍLAÞÁTTUR Daniel Willard Fiske Nokkur ummœli um hann og bók hans „Chess in lceland and in lcelandic Literature" Eins og Rasmus Rask hefur ver- iS kallaður aðalviðreisandi íslenzkrar tungu, eins má segja, að Williard Fiske haf: endurreist íslenzka skáklist, segir Sigfús Blöndal í Eimreiðinni 1912, í stuttum ritdóm um bókina „Chess in Iceland and in Icelandic literature". Eins og aðaltitill bókarinnar bendir á, hljóðar hún mest um skáktafl á íslandi, sögu þess og ýmiskonar rannsó'knir því viðvíkjandi, einkum uppruna orða þeirra og nafna, sem koma fyrir bæði í nú- tíðar skákmæli og eldri ritum íslenzk- um, þar sem getið er um skákafl. Sig- fús Blöndal heldur áfram: „Flest af því sem í þessu bindi er, hefir áður verið prentað: en það var hið mesta nauð- synjaverk að safna því í eina heild, því það var að finna hingað og þangað í tímaritum, sem erfitt er að ná í fyrir Þegar ég var að alast upp í ein- hverjum fegursta fjalladal þessa lands, þá voru lífsvenjur og heimilisbragur allur, mjög ólíkur því, sem fólk á að venjast í dag. Þá þótti sjálfsagt að hver kona gæti breytt „voð í fat og mjólk í mat“. Flest það, sem þurfti til heimilis var búið til á bænum, smjör, ostar og skyr. Kjöt var saltað og reykt, svið, lundabaggar og slátur geymt í mjólkursýru. —Næstum allt til fata ofið heima, rúmteppi með lysti- lega gerðum bekkjum úr bandi, sem litað hafði verið úr mosa og lyngi, voru einnig framleidd. Vaðmál, sem notað var í ytri föt karla og jafnvel peysuföt kvenna, en einskefta í kjóla. Hvítar voðir, garn í garn, sem kallað var, notað í koddaver og gestalök. ■—Reipi og gjarðir voru unnin úr hross- hári, því sjálfsagt þótti að nýta og nota alla hluti, jafnt fasta sem fljót- andi. —Þetta þótti sjálfsagt og allir undu glaðir við sitt. Hver árstíð hefir sína töfra, en þarna í fjalladalnum er eins og það afmark- ist meira en annarstaðar. —Það er mjög sumarfagurt, skógivaxnar hlíðar, silungsá liðast eftir sléttum grundum í botni dalsins út í fagurt stöðuvatn, þetta er ósnortin paradís. Minningar sækja á hugann um sunnudagsmorg- un í sveitinni. — Lítil stúlka vaknar og rennir augunum yfir hvítt sand- skúrað gólf, borð undir glugga, rúm í röð undir súð öll með heimaofnum teppum, rauðum skáp og bekk til hlið- ar. Innum gluggann heyrist bæjarlæk- urinn buna, og inn berst ilmur af birki, sem sólin er að þurrka eftir nýfallið regn, þægilega blandað öðrum ilmi úr hlöðunni af heyi, sem örlítið er farið að hitna í, og af hrossataði þaðan sem verið er að járna hestana. —Frammi í göngunum er verið að bursta skóna. Það á að fara í kirkju í dag. Hugur litlu stúlkunnar fyllist eftirvæntingu og gleði. —Hún hoppar út úr rúminu fram göngin og út á hlað, og hún hallar sér yfir bæjar- tunnuna, sem er hennar spegill. Hún 26. MAÍ 1968 -------------------- flesta. Fyrst í bindiniu eru smásögur um tafl og fræga taflmenn, oft fyndnar og vel sagðar, nokkuð íburðarmikill rithátt ur með köflum, en alltaf einhver elsku- legur og ljúfmannlegur blær yfir öllu, rétt eins og Fiske sjálfur var. Seimni hluti bókairinnar eru ágætar smáritgerð- ir um ýmsa fræga taflmenn, Franklín Atwood, Ponziani og fleiri. FróðLeg grein um hinn þekkta bandaríska skáksnill- ing Paul Morphy, en Fiske var pensónu- lega kunnugur honum, frá því er þeir gáfu út sameiginlega í fjögur ár (1857— 1860) hið fyrsta skáktímarit er gefið var út í Ameríku. Að lokum er í bókinni stutt yfirlit yfir sögu taflsins.“ Willard Fiske varð þannig fyrstur til að hefja íslenzkar skákbókmenntir að nokkriu ráði. Hann vildi að íslendingar hrópar sitt fagnaðaróp, sem bergmálar í tunnunni og fjöllunum. Það er eflaust sitthvað, sem sveita- barnið fer á mis við í samanburði við kaupstaðabörnin, en sveitabörn hafa líka margt að athuga fram yfir hin. Þau eru í meiri snertingu við lífið, ósnortna náttúru og dýrin. Ég er þakk- lát fyrir að hafa dvalið mín bernskuár, hjá góðum fósturforeldrum í fagurri sveit. Þótt ég væri eina barnið á heim- ilinu, þá fann ég ekki til þess, vegna þess að ég þekkti ekki annað. Svo átti ég líka vin og leikfélaga, sem var raunar gamalt smalaprik, sem ég hafði slegið eign minni á. Ég talaði við staf- inn eins og lifandi veru og trúði honum fyrir hugsunum mínum og þrám, t.d. hvað mig langaði til að vita, hvort fjallsbrúnin væri föst við himininn, og ef hún væri það ekki. — Hvað væri þá hinumegin? Stafurinn og ég vorum að kveðja sumarið. Það var farið að kólna á hornaholtinu, sem var okkar aðaldvalar staður á sumrum. — Lóan var flogin til fjarlægra og heitari landa. Skógur- inn hafði skipt um lit og fellt sín blöð. Það haustaði að og í drlakofanum, færð- ist allt smám saman í venjulegt horf vetrarins. Gvendur gamli fer að tala um hana Skjónu sína, hvað hún hafi verið útmetið hross, og um leið fléttar hann gjarðir úr hrosshári. Það urgar taktfast í kömbunum hjá Bínu gömlu, en húsbóndinn slær vefinn. Hann vef- ur græna einskeftu í jólakjólinn minn. — En þei, þei, frammi í göngunum er einhver að stappa af sér snjóinn. Það er Jói vetrarmaður að koma af rjúpnaveiðum ofan af heiðinni, með stóra bagga af rjúpu í bak og fyrir. Á morgun fer hann með þá á sleða niður vatnið áleiðis til Borgarness, en kemur aftur með „sína ögnina af hvoru“ til jólanna. í kvöld kveður hann Bernódus- arrímur, og enn man ég eina vísuna: „Enginn gera að því kann, út af hverj- um fæðist hann. Næst það líka einum er, ef hann sæmd og prýði ber.“ Þrátt fyrir margar hugljúfar minn- hetfðu bækur og skák að skemmtan sér við, þá er þeir hefðu eigi annað að gera eða tækju sér stund til skemmt- unar. Hann vildi auðga og göfga anda þeirra. Þessvegna safnaði hann miklu af skákbókum og gaf Landsbókasafn- inu. Einnig sendi hann til íslands skák- borð með mönnum: gaf hann þau ýms- um skólum og einstökum mönnum, sem hann spurði, að telfdu skák. Hann sendi einnig skákborð á hvert heimili í Grírns- ey. Hann gaf bækur, peninga, skákboirð og verðlaun til þess að styrkja Tafl- íélag Reykjavíkur, sem var stofnað árið 1900, auk margra annarra gjafa. Af öllu þessu má ljóst vera, að enginn einn mað- ur hetfur gért íslenzku skáklífi jafnmik-. ið gagn og Fiske. Er því vel viðeigandi að Taflfélag Reykjavíkur skuli stofna til alþjóðlegs skákmóts, sem helgað er minningu þessa merka manns. ingar frá þessum árum, þá er það ein, sem altaf hefir haft óþægileg áhrif á mig. Það er minningin um blóðidrifnar rjúpnakippur, sem komið var með dag- lega eftir veiðiferð á heiðinni. Eitthvað í barnsálinni gerði uppreisn, sem hefir orðið þess valdandi, að ég get aldrei framreitt rjúpur með glöðugeði í jóla- matinn handa mínu fólki. Jólin nálgast. — í dalakofanum er allt sópað og sandskúrað, prýtt eftir beztu getu. Hvít tólgarkerti eru steypt, en lítil mislit snúin kerti fengin úr kaupstaðnum. Valið sauðakjöt reykt við hrís, bíður þess að vera soðið í jóla- matinn. Sortulyngslituð skinn eru tek- in fram og jólaskórnir sniðnir og saum- aðir. Allir fengu nýja skó með rósa- leppum og einhverja nýja flík, en jólapakkar eins og nú tíðkast voru ekki fyrir hendi. — Rétt fyrir jólin þegar ég var 5 ára, sá ég epli í fyrsta sinn. Þau voru í kassa og á göflum hans voru litmyndir af fögru og fram- andi umhverfi. Þessu líkt hafði mig aldrei dreymt um að væri til í ver- öldinni. Og ilmurinn af þessum dýrð- legu rauðu eplum, hann líktist engu. Það kom eitthvað „himneskt og hlýtt við hjartað í mér“, og gerir það enn þá í dag eftir 50 ár er ég hugsa um þetta. Og loksins kom aðfangadagurinn. Gegningum og öðrum slíkum störfum var flýtt, því allir vildu þvo sér og snyrta og fara í sparifötin, áður en jólamaturinn yrði borinn inn. Fóstri minn las jólaguðspjallið með tilsvar- andi hugvekju, og jólasálmar voru sungnir fyrir og eftir lesturinn. — Seinna um kvöldið fengu allir súkku- laði, kaffi og kökur. Andlit allra ljóm- uðu af kyrrlátri sannri jólagleði. Það er jólanótt, og með óminn frá jólaboðskapnum í hjarta sínu og fyrir- heit um frið á jörð, ganga allir til náða, þreyttir en ánægðir og sáttir við Guð og menn. — Á meðan storm- byljir vetrarnæturinnar leika um dala- kofann, dreymir íbúana um vor í lofti, lömb í haga og sumar og sól. Ásdís Ásmundsdóttir Framh. af bls. 11 bragðið frá kyrrstöðu í 100 km. hraða er 12,4 sek. en margir hinma svokölluðu sportbíla geta ekki betur. Hámarks- hraðinn er 160 km. á klst. og rúm- tak vélarinnar 1600 cc. Bremsurnar eru í sérflokki: Diskabremsur á öllum hjól- um og loftkútur til að létta átakið. Fíat 125 er búinn gólfskiptingu og fjóruf girum áfram en gírstöngin er ekki beint ofan við gírkassan og af þeim sökum verður skiptingin dálítið óá- kveðnari eins og títt er, þegar liðamót eru þarna á milli. í rauninni er fátt um miklar nýjungar í þessum bíl, að- eins er haldið svo frábærlega á ölki því bezta, sem þekkt er. Þannig eru venjulegar blaðfjaðrir að aftan, en gormar að framan. Sérstakur stýris- dempari kemur í veg fyrir að minnsta titrings verði vart í stýri. Einfalt atr- iði en hugvitsamlegt er það, að stút- urinn fyrir loftinntakið er laus, og að vetrar lagi er hægt að snúa honum |Teð einu handtaki, þannig að hann viti niður að pústgreinunum. Þá fær vélin inn á sig heitt loft, sem mynl- ast yfir útblástursgreinunum næst vél- inni. Fíat 125 er með aðskildum stólum að framan: þeir eru færanlegir fram og aftur og auk þess er hægt að stilla bakhallann og leggja bökin alveg niður. Enda þótt stólar þessir séu ekki með því allrabezta, sem hægt er að finna í veröldinni, verða þeir allt að einu að teljast prýðileg sæti. Allur frá- gangur að iinnan er með ágætum, mæla- borðið einstaklega smekklegt, og tveir stórir krirnglóttir mælar beint fram af stýri. Anmars vegar er hraðafælir og í mælimum hægra megin er komið fyrir blukku, benzínmæli og hitamæli. Þarna eru auk þess fjögur aðvörunarljós, eitt fyrir iágan olíuþrýsting, annað fyrir generatorinn, þriðja sýnir þegar hand- bremsan er á, og á þvi fjórða kvikn- ar þegar vélin gengur með innsogi. Auk þess er hægt að fá snúningshraðamæli gegn sérstöku gjaldi. Hanzkahólf er læst en loftinntak fyrir ferskt loft sín hvoru megin í enda mælaborðsins og hiila undir því. Varadekki er komið fyrir í botni farangurgeymslunmar og það er bæði kostur og galli, en í bíl, sem ekki er stærri en þetta, mundi varadekkið að sjálfsögðu taka óhæfi- lega mikið rými, væri það staðsett á venjulegan hátt í farangursrýfinu. Fíat 125 ©r 4,22 metrar að lemgt og 1,61 m. að breidd. Vélin er fjöguma strokka, talin mikið vöildundarsmíði tæknilega séð, enda verður að leggja við hlustirmar til að heyra hvort hún er í gangi, þegar bíllinn er í hæga- gangi. Vélin er búin tveimur yfirliggj- andi kmastásum, sem drifnir eru tenntu gúmmíbelti. Sveifarásinn liggur í 5 höf- uðlegum. Eldsneytistankur tekur 45 1. og rafkerfið er 12 volt sem á að tryggja að biliinn sé góður í gang. RABB Framh. af bls. 16 til að hleypa bílalestunum framúr á þessum eina vegarspotta, sem teng- ir saman tvo stærstu kaupstaði landsins. í sambandi við hœgri breytinguna x Svíþjóð, sagði norskur umferðar- sérfrœðingur, að það væri nœstum tilvinnandi að breyta aftur í vinstri umferð í Noregi til þess eins að fá tœkifœri til að skóla alla ökumenn í einu. Ef sá skóli verður til ein- hvers hér og við föllum ekki á þessu landsprófi, þá er tilkostnaðurinn og amstrið fullkomlega réttlœtanlegt. Gísli Sigurðsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 Fyrir 50 árum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.