Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 10
Síðia vetrar og í vor hefur leikritið Vér morðingjar, eftir Guðmund Kamb- an verið sýnit í Þjóðleikhúsiniu. Yngri kynslóðin að minmsta kosti, hefur haft minni kymni af Guðmundi Kamban en vert væri, og ég býst við, að það hafi komið mörgum gleðilega á óvart, hvað Morðingjarnir eru einstaklega gott verk. Guðmundur Kamban; allir kannast við mafnið og allir vita, að hann skrifaði Skálholt og nokkuð af ieikrituim, en er það ökki æviniega svo, að það sem ný- ast er af nálimni tekur huga okkar allan og þessvegna á það sem eldra er erfitt uppdráttar í samkeppninni um at- hyglina. Þeir sem ekki hafa séð neitt eftir Guðmund Kamban eða lesið verk hams, hafa tæplega átt von á því að Morð- imgjarnir búi yfir öðnum eins kymgikrafti og raun ber vitni um. Að vísu er framið þama eitt raunverulegt morð, sem sýn- ist þó kannski ekki vera aðalatriðið. Leikritið fjallar mikiu fremur um það hvernig fólk myrðir hvert annað í dag- legri sambúð; myrðir hvert annað með göllum sínum og vanköntum. Það má Jíka segja að leikurinn fjalli um það, hvað fóliki veitist erfitt að setja sig hvert í annars spor. Jafnvel hjón geta þetta ekki, og ættu þó að þekkja vel hvort til annars. Og þeim sem er það áskapað að elska aðeins sjálfan sig, getur hjónabandið varla orðið til mikill- ar farsældar. Enda þótt liðin séu har'tnær 50 ár- síðan þetta lei'krit var skrifað, eru vanda málin enn hin sömu; mannlegt eðli breyt isrt ekki til muna á hálfri öld- Þess vegna stendur þetta leikhúsverk svo frábærlega af sér rás tímanis, og ég tel það, ásamt Fjalla-Eyvindi, bezta leikrit eftir íslenzkan höfund, sem ég hef séð. Á fyrstu áratugum aldarinnar var ekki blómiegt að hugsa til búsetu á íslandi fyrir þann mann, sem hugðist helga sig ritstörfum einn og óskiptur. Þá kom rithöfundum sú leið helzt til hugar að setjast að í Danmörku og skrifa á dönsku. Þetta gerðu þeir Jó- hann Sigurjónsson, Guðmundur Kamb- an og Gunnar Gunnarsson. Það áitti ekki fyrir Guðmundi Kamban að liggja að flytjiast heim aftur úr þeirri útlegð, sem hann hafði sjálfur tekist á hendur til þess að geta helgað sig ritstörfum. Hann var myrtur í Kaupmanmahöfn, 57 ára gamall, undir stríðsiokin 1945. Eftir að hann lauk stúdentsprófi gisti hann ísland aðeins sem gestuir. Það er því ekki að undra þótt við þekkjum Guð- mund Kamban minna en vert væri, og til þess að bregða upp einhverri mynd af skáldinu pensónulega, hef ég snúið mér til bróður hans, Gísla Jónssonar, fynrum alþingismairms. Gísli var einiu ári yngri en Guðmundur; hann er nú 79 ára gamal'l en því mundi nú raunar enginn trúa, sem sæi hann. Aftur á móti hefði Guðmundur orðið áttræður nú í júní, ef hann hefði lifað. Gísli Jónsson býr að Ægisgötu 10 hér í borg; það er í námunda við slippirm og þaðan sér vel yfir höfnina og sund- in. Einn dag í maí stóðum við saman við glu'ggann á einkaskrifstofu Gísla og virtum fyrir okkur þetta útsýni og sá- um, hvað kuldanum hafði tekizt að varð veita snjóinn, sam enn lá á Esjunni niður undir jafnsléttu. Á veggnum gegnt glugiganutm hékk málverk Eggerts Guð- mundssonar af Guðmundi Kamban, og í bókahillu standa verk hanis öll. — Voruð þið líkir bræðurnir, spurði ég. — Við vorurn svo líkir, að okkur var oft ruglað saman. Ég er ekki að segja þetta til að gorta af því, heldur var það staðreynd. Til dæmis um það get ég sagt þér, að ég komi til Hafnar eftir að Guðmundur dó og kom þá í bóka- búð, þar sem Guðmundur hafði oft kom- ið, enda þekkti kaupmaðurinn hann. Hann hafði aldrei séð mig áður, en hon- um fannst Guðmundur ganga inn ljós- lifandi, þegar ég birtist. — Voruð þið mörg systkinin? >— Já, við vorum 14 og Guðmundur var 7. bamið í röðinni. Þegar hann Rœtt við Gísla Jónsson um Guðmund Kamban fæddist bjuggu foreldrar okkar að Litla bæ í Bessastaðahreppi, en rébt fyrir aldamótin fluttum við í Skildinganes og árið 1901 að Baikka í Arnarfirði. — Varla hef.ur það verið algengt á þeim árum, að böm úr svo stórum syst- kinahópi væru send til náms í rnenmta- Skóla. — Nei, enda var Guðmundur sá eini okkar systkina, sem stundaði langskóla- nám. — Og hveæ var ástæðan til þess? — Áistæðan var fyrst sú, að hann skar sig nokkuð úr hópnum, þegar á unga aldri. Hann var afskaplega fín- gerður og viðkvæmur og hafði sterka andúð á öllum óhreinindum og líkamlegri erfiðisvinnu. Móðir oikkair skildi hann bezt, mæSumar sjá oft betur en feð- umir, hvernig eðli barnanna er. Það er víst að Guðmundur var frá unga aldri ákveðinn í að verða rithöfundur. Móðir okkar sá, að Guðmundur yrði e'kki á réttri hiilu við sjósókn eðaaðra erfiðisvinnu og hún fékk því framgengt, að honum var komið í menntasfcólann. Þar hóf hann nám árið 1904 og lauk stúdentsprófi árið 1910. — En var hann þá heimavið á sumr- in? — Nei, flest námsárin vann hann við blaðamenmsku hjá ísafold, undir hand- leiðslu Björns Jónssonar. Eln það mætti kannski skjóta því hér inn til gamans, að þegar á þessum árum hafði eitt leik- Tit verið leikið eftir h-ann. Það var heima í Arnarfirði. Hann var komungur, þeg- ar hann Skrifaði þetta fyrsta leikrit sitt og aldrei hefur það komið á prenit, enda mun hann sjálfsagt hafa eyðilagt það. Hann var fjórtán ára gamall, þegar hamn samdi það árið 1902. Það var leik- ið í pakkhúsi þarna fyrir vestan og það var að sjálfsögðu fóikið úr sveit- inni, sem lék. — Mamstu hvað leikritið hét? — Það hét Svikamillan og það er einkenniieg tilviljun að ungur maður, sam hét Árni Benediktsson, lagði honum til hugmyndir, en Ár'ni þessi er aftur á móti faðir Be'medikts Árnasonar, sem isett hefuæ upp lieikritið Vér morðingj- ar nú í Þjóðleikhúsinu. En þetta þótti á þeim áirum góð skemmtun þama fyrir vestan. — Ég hef einhvemtímia heyrt, að Guðmundiur hafi haft miðilishæfiíei'kia. — Já, það er rétt, að hann hafði þessa hæfileika framan af og starfaði meira að segja sam miðill fyrir Einar H. Kvaram og sálaimaninsókinarfélagið. Eins og þeir muna, sem komnir eru til vits og ára, var mikið fjör í spíritistm- anum á þessum árum og heitar og harð- ar deiluir um þá hluti. Guðmundur skrif- .aði meira að segja bækling í einhvers- konar miðilsástandi, eða með „ósjálff- mðri Skrift“ eins og það var kaí.lað. Ég á bæklinginn raunar ennþá; hann heitir „Úr Dularheimum“, prentaður 1906. Umdirtitill: „Ritað hefur ósjálf- rátt, Guðmundur Jónsson“. Kannski er það athyiglisverðasta við þennan bækl- ing, það sem Björn Jónsson skrifaði í eftirmála við kverið, en þar sagir svo: „En nákvæmlega stendur oss á sama um það, hvað fólk heldur um, hvaðan ævintýrin séu runnin. Sjálf bera þau það með sér, að stórskáld hefur um þau fjallað. Það dylst þó engum. Ég tek það fram, að hvorki vér — né G.J. sjálfur — fullyrðum neitt um hvaðan ævintýri þessi eru runnin. En séu þau komin frá honum sjálfum (G.J., þ.e. undirvitund hans; um annað er ekki að tala), þá — heill þér, Ísland, og seytján vetra skáldkonungi þínum“. — Björn Jónsson hefur reynzt sann- spár. Já, en Guðmundi hélzt hinis vegar ekiki lengi á miðilsgáfunni. Á sáðari hluta mennitaskólaáranna í Reýkjavík veiktisit hann hastarlega. Þeir Einar H. Kvaram, Haraldur Níelsson og Imdriði miðill skutu þá á fundi þvi þeir höffðu að sjálfsögðu trú á því, að hægt væri að koma Guðmundi til hjálpar með amda lætoningum. Á þessum fundi þeirra kom fram andalæknir, og kvað hann Guð- mund hafa veikst hastarlega af berkl- um og kvaðst hann mundi taka að sér að sjá um lækninguna. Tæki lækmimg- in níu daga. Hins vegar tók hann þeim vara fyrir því að ná í venjulegan lœikni til Guðmundar; kvað hann mumdi verða til þess að hann fengi ekki hieilsu afitur. Andalæknirinn kvaðst mundi nota oirfcu Guðmundar sj álás við læknimguna og mundi það vel duga; hinsvegar þyrftá ekki að búast við, að Guðmund/ur héldi miðilshæfileikumum á eftir. Þeir félagar sáu að hér var um al varlegt mál að ræða. Ef þeir létu undir höfuð laggjast að sækj.a lækni til Guð- mundar gæti farið svo að hann dæi og þá kynni þeim að verða kemmt um, en læknaðist hann hinsvegar á þeiim níu dögum, sem andalæknirinn hafði til- greint að lækningin tæki, mundi þar verða um að ræða mikilsverða sönmun fyirir því að látnir lifa og eru ekki slitnir að fullu úr sambandi við þessa veröld. Þeir ákváðu að hætta á að bíða. Það var aldrei náð í læfcni til Guð- mundar, en andafund héldu þeir félagar dagliega og voru að vonum áhyggju- fullir, þegar dagamir liðu án þess að nokkuð þokaði í áttina til batans. Þó fór eins og andaliæknirimn hafði sagt, Skóldverk Guðmundar Kambans Hadda Padda 1914. Konungsglíman 1915. Marmari 1918. Vér Morðingjar 1920. Arabisku tjöldin 1921. Stjörnur eyðimerkurinnar 1925. Sendiherrann fra Júpíter 1929. Komplexar 1938. Grandezza 1939. SKALiDSÖGUR: Ragnar Finnsson 1922. Det sovende hus 1925. Skálholt I 1930. Skálholt II 1931. Skálholt III og IV 1932. Vítt sé ég land og fagurt 1933. 30. ættliðurinn 1936. AÐRAR BÆKUR: Ritgerðir og greinar 1941. Ilvide Falker. íslenzk Ijóð, þýdd á dönsku 1944. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. MAÍ 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.