Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1968, Blaðsíða 12
Bjarni Halldórsson Prestsonurinn og kjötkássan Það var kominn 15. okt. 1913 þegar ég kom til Reykjavíkur og skólinnhafði byrjað 1. okt. og allt var þar löngu komið í fullan gang. Húsnaeði var ekki lengur fáanlegt nema á meira afskekkt- um stöðum þar sem leið var löng í skólann. Úr þessu rættist þó fljótt. Ég hitti einn skólafélaga minn að norðan sem vildi greiða götu mína eftir mætti. Hann sagðist vita til þess að í húsi Árna Nikulássonar rakara byggi einn skólapiltur uppi á rishæð sem hefði á sinum tíma viljað fá annan pilt með sér á berbergi, en ekki getað fengið þá, og mundi svo standa ennþá. Ég fór þegar á fund þessa pilts og samdist svo um að ég gæti f-engið að búa með honum ef ég gæti útvegað mér rúmstæði og stól, lampa og eitthvað fleira smá- legt. Ég fór strax til húseiganda og spurði hann hvort hann gæti leigt mér rúmstæði og stól. Það var hægt, en eitt- hvað vildi hann hækka húsaleiguna þeg- ar 2 væru komnir í sama herbergið. Ég gekk að þessu orðlaust og greiddi strax 20 kr. sem var minn hluti fjrrir 2 mánuði, (þar í var rúm og stóll). Engir erfiðleikar urðu á þvi að fá keypt fæði. Það fékk ég hjá Önnu Benedikts- son, Lækjargötu 12. Þarna borðaði líka einn skólabróðir minn og vinur að norð- an. Við vorum 12 sem borðuðum þarna við sama borð, þar af voru 2 ungar stúlkur sem ekki voru í Menntaskól- anum, (og kanski 1—2 piltar líka.) Fæð- ið var gott og öll þjónusta mjög vel af hendi leyst. Það var oft glaðvært þarna undir borðum og átti áðurnefnd- ur skólabróðir minn mikinn þátt í því. Eitt sinn varð honum hált á glettni sinni. Hann sat við borðendan sem var rétt við eldhúsdyrnar, en við hinn end- ann sat borgfirzkur prestssonur mjög prúður og kurteis piltur hann var mjög dulur og fáskiptinn. Þjónustustúlkan sem bar á borð var ung og gáskafull, mjög kvik í hreyfingum. Hún hafði þann sið að strunsa fram hjá öllum og byrja á prestsyninum, ef það var heitur rétt- ur sem bera þurfti á milli allra. Eitt kvöld birtist hún í ellhúsdyrunum með stórt fat af kjötkássu og ætlaði sína vanalegu boðleið framhjá ok'kur öllum sem næstir voru. En nú bregður svo við að vinur minn sprettur upp og seilist í fatið og hrifsar það til sín. Stúlkan sagði ekkert orð, snarsnérist á gólfinu og skálmaði sömu leið til baka, en greip um leið í stólinn hjá piltinum og tók hann með sér, þetta skeði með svo mikilli skyndingu að varla nokkur festi auga á því og allra sízt pilturinn sem sneri bakinu við henni. Hann hafði báðar hendur á fatinu og ætlaði að setjast niður en hafnaði flatur á gólf- inu og öll kjötkássan steyptist yfirhann. Pilturinn sem ég bjó með las með einhverjum félaga sínum úti í bf og það var viðburður ef hann kom heim fyrri en um síðustu háttamál. Hann hafði _smá lampa hangandi yfir rúmi siam. Ég þurfti að hafa gott ljós því augu mín voru þá strax farin að vera viðkvæm. Ég las nú iruglýsingu í Vísir um lampa sem væri til sölu vestur í bæ ég skálmaði þangað og þetta var hjá Hannesi Blöndal skáldi. Lampinn var stór hengilampi með postulíns-kúpel og átti hann að kosta 8 krónur. Þetta var hátt verð og ég mátti illa við að verða af með svo mikla peninga. En ég var orðinn svo mikið á eftir mínum bekkjarfélögum og þurfti að lesa eins mikið og ég þoldi, svo ég keypti lamp- ann, rölti með hann heim á herbergi fékk mér olíu og las á hverju kvöldi fram að miðnætti, þá var mig farið að verkja í augun, en ég sinnti því ekkert og skrúfaði mig til að lesa eitthvað í öllum fögum til næsta dags- Hannes Jónsson: VÍSNA- BÁLKUR Ég var að blaða í „ísland þúsund ár“, fornum ljóðum, sem gefin voru út 1947. Ég rakst þar á fernt, sem ég ekki kannaðist við frá æskudögum mín- um: rangt, ónákvæmt og vafasamt. 1. Sléttubandavísur Þorgeirs Jóns- sonar á Hjaltabakka, um lögsagnara £ i Húnaþingi: Sóma stundar, aldrei ann illu pretta táli, dóma grundar, hvergi hann hallar rétta máli. f ! f bókinni er „hallar réttu máli“, þá er það ekki rétt kveðin sléttubönd, rétta Mýtur að ríma móti pretta, sbr. réttur — rétta. Þetta verður líka skilj- anlegt, þegar vísan er um lögsagnara, lof rétt kveðin, en last kveðin aftan frá, en á báða vegu sama snilldin. Fað- ir minn sagði mér, að hægt væri að breyta vísunni á 35 vegu. 2. Vísa Leirulækjar-Fúsa um Sigurð Dalaskáld: Þeir voru samskipa Sigurður ogFúsi, og réru til fiskjar undan Mýrunum. Einn daginn voru þeir settir í að and- æfa bátnum, Sigurður glóhærður, en Fúsi hafði geitur. Þá kvað Sigurður: Við erum settir andóf í, eigum litlar náðir, gjörum við okkur gott af því, glókoUarnir báðir. Fúsi reiddist ákaflega, enda var hann bráðlyndur og fólskur, hafði orð fyrir að vera kraftaskáld og rammgöldróttur. Hann svaraði með þessari vísu: Sigurður dauður datt í sjó, dysjaður verðiur aldri, í illu skapi útaf dó, og í ramma galdri. Sigurður Dalaskáld datt út af skreið- arbáti um vorið, og druknaði. Líkið fannst ekki hvernig sem leitað var, en þá þótti sáluhjálparatriði að komast í vígða mold. Nokkru seinna dreymdi konu Sigurðar, að hann kæmi til henn- ar raunamæddur, og kvæði vísu þessa: Gakk þú út á Gýgjarstein, gjörðu svo mín kvinna, liggja þar mín látin bein, ljóst muntu þau finna. Konan vissi ekki hvar Gýgjarsteinn var, og engin annar. Var göldrum Fúsa um kennt, að Sigurður fannst ekki, og að Sigurður gat ekki greint nánar frá, hvar líkið lá. 3. í bókinni er Árni Böðvarsson talinn hafa kveðið vísuna um Langadal á Snæfellsnesi „Ætti ég ekki vífaval." Ég lærði vísu þessa sem barn, er ég var í Hnausum í Þingi fyrir aldamót, þannig: Ætti ég ekki vífaval völ á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. Gamla vinnufólkið í Hnausum hafði hana þannig. Það var margt ættað ut- an úr Austursýslunni, sumt úr Langa- dal í Húnaiþingi. Það þekkti ekki ann- an Langadal og efaðist ekki um, að vísan væri kveðin þar. Faðir minn kunni vísuna, en bæði hann, Hans afi minn og Natan langafi voru allir fædd- ir þar. 4. Að Þórður á Strjúgi hafi veriS fæddur 1550 nær engri átt, ef hanm hefir kveðið vísu gegn ,,Skautaljóðum“ Guðmundar Bergþórssonajr. En það 3á ég og einhversstaðar, að hann hefði andmæiit Skautaljóðum með ómenki- 'legri vísu. Guðmundur Bergþórsson varð ekki gamall, en hann hitti Jón biskup Vídalín 1720, svo sem frægt er. Og að Þórður á Strjúgi hafi kveðið Fjósarímu, dreg ég í eía. Faðir minn sagði frá svo ég heyrði ungur dreng- ur, að Þórður hefði barið smala sinn í fjósinu á Strjúgi, en smalinn hefði hefnt sin með því að kveða Fjósarímju um Þórð. Ég lærði strax þrjár vís- urnar, sem eru í bókinni, í annarri röð og nokkuð öðruvísi en þar er: Þórður hreða þegna vo, þessd bjó á Ósi. Breytti aldrei bóndinn svo, að berði menn í fjósi. Kartlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina. Aldrei sá fyrir aftan kýr orrustu háði neina. Rolliant oft með Dýrumdai, drjúgum vakti hildi. Bardagann í baulusail byrja aldrei vildi. Þarna er einmitt Þóiður nefndur fyrst, eins og við hann sé átt. Og þá verða líka skiljanlegar vísumar, sem fóra milili Þórðar og smalans: Þórður kvað: Fáðu skömm fyrir fíflsile.gt hjal, fúli og leiður glanni. Héðan af aldirei happ þér skal hljótast af neinum manni. Smailinn kvað: RækaiLlinn bið ég reisi upp tögl, rétt sem nú ég greini. Hafi hann af þér hár og nögll, hold með skinni og beini. Þórður virðist hafa verið ribbalda- iegur við smælingja, og ekki val Hð- inn. Hann var skáld, álitinn vera kraítaskáld og göldróttuir- Og víaa smalans sýnir, að hann hefir verið vel sk.áldmæltur. Þórður veiktist af holdsveiki, og dó úr þeirri veiki, ekki gamaJQ. Það var talin refsing fyrir syndiir hanis. Og vísa smalanis varð líka að áhrínisorðum. Hannes Jónsson. Prestiurinn kvað: Þú munt drengur deyja í vetur, detta fjrrir Arnarseituir, kríuskítur og kamrafretur, kveddu á móti, ef þú geitur. Drengurinn kvað: Þú ert prestur sómasælll, syngur hátt í messu, en vesælll maður og vinnuþræll verðurðu upp frá þessu. Hvort tveggja varð að áhrínsorðum. Framkv.stJ.t Slgfús Jónsson. Ritstjórar: SigurBur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísll SigurSsson. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: ASalstrætt 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavik L 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. MAÍ 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.