Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1968, Blaðsíða 5
Smásaga eftir Stig Dagerman Það er dýrlegur dagur, enda skín sól í heiði, og gefur öllu fagran blæ, og á sléttunni, þar sem bæirnir þrír standa, er tagurt um að litast. — Kirkjuklukkurnar mimu brátt kalla fólk til tíða, því að nú er sunnudagur. Kornið fullþroskað bylgjast fyrir vind inum, og börnin sjást við leik hér og þar, en sólin glampar á gluggakarma og þök húsanna. Á heimilunum eru hús bændurnir að raka sig, og standa fyrir framan speglana í eldhúsunum, meðan konur þeirra taka til morgunverðinn, um leið og þær raula fjörugt lag fyrir munni sér, en börnin sitja á gólfinu, og eru að enda við að klæða sig. Þetta er friðsæll morgunn, þótt dagur inn eigi eftir að verða eftirminnilegur, því að á þessum degi, á eftir að ske hræðilegt slys. — En maðurinn, sá sem á eftir að valda slysinu, er enn ham- ingjusamur, því að hann veit ekki hvað næstu mínútur í lífi hans bera í skauti sínu. Barnið, sem á að verða fyrir þessum ósköpum, situr enn á gólfinu og er að klæða sig, en faðir þess, sem nú hefur lokið við að raka sig, segir, að í dag skulu þau fara í skemmtiferð á bátnum þeirra niður eftir ánni, og kannski geti þau veitt nokkra fiska, og svo setj- ast þau að morgunverðarborðinu, sem nú er tilbúið. Engan skugga ber á í lífi þessa fólks, því að sólin lýsir upp hvern krók og kima eldhússins. — En á þessari stundu, er maðurinn, sem slys inu mun valda, að taka bensín á bílinn sinn, og hann á heima í efsta bænum á sléttunni. Þetta er ósköp venjuiegur maður, sem langar til að lifa ánægju- sömu lífi. Hann hefur myndavélina sína með sér, og nú beinir hann henni að biáa bilnum sínum, og stúlkunni, sem stendur hlæjandi hjá honum. Á meðan á þessu stendur hefur afgreiðslumaður- inn lokið við að setja bensín á bílinn, og segir að útlit sé fyrir gott veður í dag. Stúlkan sezt inn í bílinn, og mað- urinn tekur upp veskið sitt, og borgar, og segir að þau ætli niður að strönd- inni, og kannski geti þau leigt sér bát, og róið langt út á sjóinn. í gegnum opinn bílgluggann heyrir stúlkan 'hvað maðurinn segir, og nú get ur hún fengið sér blund í bílnum, og um leið sér hún sjóinn fyrir sér, og manninn, sem situr við hlið hennar. Þessi maður er enginn óþokki, hann er glaður og ánægður með lífið, og áður en hann fer inn í bílinn, stanzar hann augnablik fyrir framan hann, og horfir með aðdáun á . hvernig bílhlífarnar glampa í sólinni, og hvergi er hina minnstu skemmd að sjá né nokkra blóð- bletti, enn sem komið er. Hann teygar áfergjulega sólheitt sumarloftið, og sezt inn í bílinn. En á sömu stundu og maðurinn í efsta bænum skellir aftur bílhurðinni og set- ur í gang, opnar konan í neðsta bænum bollaskápinn sinn, og sér, að hún á eng- an sykur. Barnið, sem nú hefur lokið við að klæða sig, situr við gluggann, og horfir út á ána, sem liðast á milli skógi vaxinna bakka, en einnig á bátinn, sem stendur þar á bakka árinnar. Maðurinn, sem er í þann veginn að missa barnið sitt, sér að sykurinn vant- ar. Á borðinu eru kaffibollar, brauð, smjör og hunang, það eina sem vantar er sykurinn, og móðirin biður barnið sitt að hlaupa yfir í búð Larsens og kaupa nokkra mola. Og barnið hleyp- ur af stað og faðir þess biður það að flýta sér, því að báturinn bíði þeirra niður við ána, og þau ætli að róa miklu lengra fram, heldur en þau hafi nokkurn tíma gert áður. Um leið og barnið hleypur af stað, er það að hugsa um sjóinn, og um fisk- ana, sem muni bíta á öngulinn hjá því, en enginn hvíslar í eyru þess, að aðeins átta mínútur eigi það eftir ólifaðar, og að báturinn muni standa þar sem hann er, allan þann dag og marga aðra daga. Það er ekki langt yfir í búð Larsens, og barnið þarf aðeins að hlaupa þvert yfir götuna, en á því sama augnabliki, sem það gjörir það, ekur litli blái bíll- inn í geignum bæinn, sem er á miðri slétt unni. Þetta er smábær með litlum rauðum húsum, og fólkið, sem nýkomið er á fæt ur, og situr við morgunverðarborðið, rís skyndilega á fætur, og horfir á litla bíl- inn, þar sem hann þeytist áfram á veg- inum, með stórar. rykmökk á eftir sér. Bíllinn ekur á mjög miklum hraða, og maðurinn, sem situr við stýrið, sér espi- trén, og nýlega tjargaða símastólpana hverfa hjá eins og rykský. Hið heita sumarloft streymir inn í bíl inn í gegnum opna gluggana, og áfram er ekið á sama hraða, og brátt er bær- inn, sem er á miðri sléttunni, að baki þeirra. Manninum, sem situr öruggur við stýrið virðist aksturinn vera leikur einn enda ekur hann á miðri götunni, því að engir bílar eru sjáanlegir í nálægð, engu að síður skeður þetta hræðilega slys. Það er svo heillandi, að vera allsráð- andi á þessum fallega vegi, og óþarfi að hugsa um nokkra varúð. Þetta er ekki vondur maður, þetta er aðeins maður, sem er að flýta sér. Hann myndi ekki gjöra flugu mein, en samt er hann í þann veginn að deyða lítið barn. Þegar bíllinn ekur inn í neðsta bæinn á sléttunni lokar stúlkan augunum, og hugsar sér að opna þau ekki fyrr en hún sjái sjóinn, og hana dreymir svo Framh, á bls. 13 Eftir að síra Björn flýði frá Hólmaseli, fékk hann Kaldaðarnes í Flóa 1784, en þar vair hann aðeins prestur í 2 ár, en þá var honum veitt Hjarðarholt í Dölum Þangað vildi hann ekki fara, og þá fékk hann brauðabýtti við síra Sigurð Þorleifsson í Hrepphól- um, og þar var hann prestur til dauðadags. — Skulu nú sagðar nokkrar sögur af síra Birni: Hann þótti „æði óvæginn í orðum og heldur stór- felldui, einkum við öl, en hann drakk í meira lagi. — Ef hann þóttist viita einhvern brest hjá öðirum, lét hann það óspart fjúka við þá, bæði innan kirkju og utan. — Einu sinni, sem oftar, var Gottsveinn bóndi Jónsson í Háholti, maður Kristinar, í kirkju. Var hann jafnan kunnur að þjófnaði, og grunaður þá fyr- ir stuttu, um ærstuld. — Þá snéri guðsmaðurinn sér við í stólnum, hvessti augunum á Gottsvein, og sagði með þrumandi röddu: „Vita skaltu það þjófurinn þinn, að þó að þú sleppir undan mannlegum dómi hér í heimi, þá bíður gálginn og snaran eftir þér í hel- víti. — Gottsveinn glotti þá við og hnippti í þann, sem hjá honum sat. Ekki er þess getið, að hann erfði þetta við prest, enda voru napuryrði síra Björns orð- in svo vanaleg, að enginn skeytti þeim. — Einu sinni spurði hann sira Guðmund á Ólafsvöll- um: „Heldurðu að nokkur syngi fegur en ég í himna- ríki?“ — Vissulega, ef þú kemur þar aldrei!“ — svar- aði hinn, en síra Björn þagði við. — Ámundi snikkari Jónsson bjó þá í Syðra-Langholti. Hann sagði við prest einu sinni eftir messu: „í dag höfðuð þér lærða og góða kenningu“. — „Þetta orð vildi ég heldur en 4 spesiur" — sagði prestur. — Hól þótti honum gott og var hann þá stundum hégóm- legur, eins og þessi saga bendir til. — Einu sinni kvörtuðu sóknarmenn hans við biskup yfir því, að hann héldi oflangar ræður yfir fólki í skammdeginu, svo að það hefði ekki bjart heim. Bisk- up tjáði honum þetta- Hann svaraði: „Guðsbörnum þykir aldrei oflangt, — um hina kæri ég mig ekki!“ — Oft hafði hann pelann í vasanum upp á stólinn, og saup þar á, þegax hann þóttist þurfa að hressa upp á sál sína, en hann predikaði ávallt blaðalaust. Bar þá stundum við að hann gleymdi efninu. Kallaði hann þá til konu sinnar: „Hvar var ég við, Elín mín?“ Það var haft eftir honum, að einu sinni hafi hann verið hættast kominn á stólnum í Hólmaselskirkju, en þá gleymdi ég mér og sagði: „Þú skalt taka þér fram um, o.s.frv., en það er upphaf á Buslubæn í Bósarím- um. — Þá stóð hún Elín mín upp og sagði: „Gáðu að þér maður“, en þá sneri ég því svona:„Já, þér Guð minn“. — og svo hélt ég áfram og allt fór vel“. — Þegar síra Björn spurði börn, lét hann þau oft lesa vers, ef þau kunnu. Einu sinni las stúlka versið: „Að vera uppi árla veitir ei þörf o.s.frv." — Þá segir prest ur höstugur: „Þetta vers kunna allir letingjar.“ — Einu sinni kom förumaður að Hrepphólum, og var honum gefinn fiskur og smjör að borða. Hann át fisk- inn, en skildi roðið eftir. Þá segir prestur með mestu hægð: „Hvað fiskaðir þú í vetur, fuglinn minn?“ — .J’rjú hundruð“, segir maðurinn. Allur roðlaus?" spyr prestur þá mjög byrstur. „Hinn skildi sneið- ina og hafði sig í burtu sem skjótast. Þegar síra Björn leiddi konur í kirkju eftir afstað- inn barnsburð, söng hann jafnan þau vetrs, sem hon- um þótti, „hlíða upp á konuna". Einu sinni söng hann t.d. 9. versið í 24. passíusálmi síra Hallgríms Péturssonar, sem er svona: Þá þú gengur í guðshús inn, gæt þess vel, sál mín fróma, hæð þú þar ekki herrann þinn með hegðun líkamans tóma. Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bæn þín ástarkveðja sé, hræsnin mun sízt þér sóma. Þetta söng síra Björn yfir konu, sem hafði á mikla guðræknisslepj u, og segja sumir, að það hafi verið „sú mikla dáindiskvinna", Kristín kona Gott- sveins, þess sem var faðir Sigurðar Gottsveinssonar, sem var fyrirliði Kambsránsmanna 1827. — Fleiri sagr.ii eru til um síra Björn, en hér verður staðar numið. Síra Hallar-Björn varð bráðkvaddur 12. sept. 1808, 72 ára gamall, og 47 ára prestur. — Hann var barn- laus, en sagt er, að þegar hann var í Skálholtsskóla hafi verið gjörð á honum „aðgerð“, sem varð þess valdandi, að hann varð óhæfur til þess, að fjölga mannkyninu, en hver framkvæmdi „aðgerð“ þessa, er nú gleymt. — Máske hafa skólasveinarnir átt ein- hvern þátt í henni? Maddama Elín lifði 18 ár í „ekkjustandi" og dó í Lauganesi við Reykjavík 1826 og var þá orðin há- öldruð. — 1. júní ÍOM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.