Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1968, Blaðsíða 1
Sagan Góði hirðirinn varð til haustið 1931 og var prentuð í dönsku jólahlaði það ár. Fimm árum síðar notaði ég hana sem uppistöðu í lengri sögu, Aðventu, en er sú bók öðrum fimm árum síðar var þýdd á enska tungu, skelltu Ameríkumenn á hana frumheitinu — þar í landi heitir sagan The Good Shepherd — án þess að hafa veður af fyrra nafninu, og án samráðs við höfundinn. Styttri gerðinni hef ég ekki haldið á loft, enda er hún að ýmsu leyti frábrugðin Aðventu, eins og hún varð. G. G. Smásaga eftir Cunnar Gunnarsson GOÐI HRÐIRINN F yrir kemur, að fjöll og óbyggðir taki tryggð við meninskan mansn. Það er ekki neitt algengt fyrirbæri, en þess munu dæmi. Skyldi Benedikt hafa grun- •að, að hann væri einn hinna út völdu? Áreiðamlega ekki. Þá hefðu vættir landsins varla um að honum. Ónei: Benedikt var ekki sá maður, að hann í einu né neinu teldi sig öðrum fremri. Það var nú eitthvað aninað. Vimnumaður á bóndabýli í af- skekktri sveit um aldamótin var veigalítil undirstaða stór- bokkaskapar af neinu tagi. Eða hvað? Óekkí: það var Bene dikt fyllilega ljóst: og hann hafði yfirvegað — það var orð ið langt síðan: velt því fyrir sér, hvort það myndu nokkur tök á að hanm bæði Sigríðar? Eða þó ekki væri nema mæltist til, að húrn biði eftir sér. Á því voru engin tök: hann var henni ekki samboðinn. Og hamn vildi ekki gera sig — og hana — að undri. Sigríði gat hann aðeins unnað sem sá, er hann var: Benedikt. Létihann uppi tilfinningar sinar gagn- vart henni, væri hainn ekki lengur Bonedikt — og hún ekki lengur Sigríður. xr annig var því varið. Blessuð fjöllin voru svo sem búin að sannfæra hann um það nógu oft. Að baki haustleitun- um endalausu, eftirleitum yf- ir fjöll og finnindi — einn síns liðs, að því er bezt varð sér — láu hugsanir af þessu tagi. Hvað var annars langt síðan hann lagði upp í þá fyrstu? Tuttugu-og-sjö ár — tald- ist honum til. Tvöfaldur aldur ^ans! Honum hafði fundist mál til komið að átta sig á aðstæð- um. Og það yrði bezt gert á öræfaslóðum. Þeim, sem síðar urðu einkaathvarf hans. Að þassu sinni lagði hann upp tvö faldur í roðinu — fimmtíu-og- fjögurra ára gamall í leit að eftirlegukindum, s?m gangna- miinnum hafSi sézt yfir eða g°ngið þeim úr greipum. Hann mundi haustið það. Hann hafði verið viku að heim an, fundið þrjátiu sauðkindur. En það var ekki fjárfjöldinin, er gert hafði honum vikuna þá minnisstæða. Þetta með flökku féð hafði verið hálfgerður fyr irsláttur. Sanmleikurinn sá, að honum var lífsnauðsyn að slíta um stund bainu sambandi við menji og málefni, leggja á hill- una hvunndagsleik hvers kon- ar. Því varð ekki á frest skot- ið, að gera sér ljóst hvað að- hafast skyldi — eða aðhafast ekki — um örlög sín og Sig- ríðar: sín að minnsta kosti. Ör- lög sín ber hver og einm í barmi, ósnertanleg, órannsak- anleg hverju framandi auga: allar leiðir þangað ófærar n«ma hugboðinu einu saman. Svo var mál með vexti að ár- in liðu en heimasætan á Hrauni ógefin. Hverjum var hún að bíða eftir? Grunurinn einn nægði til að — nei rýra hana væri of mikið sagt. En hvað kom til að hún gifti sig ekki? Naumast vaintaði biðlama. Benedikt var það óbærileg til- hugsun, að hann kynni að eiga þótt ekki nema óbeint sök á 'því, að Sigríður léti æskileg gjaforð lönd og leið. Samtímis fyrirvarð hann sig að láta sér þetta annað eins í hug. Sú hégómlega glópska ásótti hamm eigi að síður. Þar kom að hann fékk sig lausan nokkra daga: langaði til að huga að kindum. Svo stóð á, að hús- bónda hans vantaði af fjalli tvær ær, aðra tvílembda. Málið var auðsótt. Með vikunesti, sokka og skó til skiftanna, auk þess ullarvoð vafinni um prím- us og olíubrúsa lagði hanm upp Fjöllin tóku honum tveim hönd um, tóku honum með þeirri tign og rósemi, sem þeim er eiginleg. Helgi sú, er sveipaði hvern tind, reifaði meira að segja hvern melkoll og dal- skvompu, og var hér þó enginn fyrirmaður á ferð, dagurinn hins vegar háheilagur: fyrsti s'"nnudagur í jólaföstu. k3 malinn sjálfráði hraðaði óvart göngunni, sem væri vini að mæta, en afsakaði sig um leit stundarhátt: Það er bara hann Bensi. Andkamnalegt at- hæfi í meira lagi! Daginm eftir, er hann nálgaðist leitarsvæðið, hafði hann þegar fundið fjórar kindur. Setti hanm upp venju- leg fundarlaun, var ferðin ekki farin fyrir gýg. Með álíka heppni vikuna á emda yrði h-ann ekki lengi að vinna sér inm vísi að býli og bústofni. Það þyrfti ekki að vera neitt stórbýli: miðlungskot ætti að nægja — að minnsta kosti í bili. Mumdi viðlit að mælast til þess við Sigríði, að hún færi sér að emgu ótt? . . . .Léttirinn var líkastur því, að myndast hefði holrými innra með honum En hvers vegna fann hann allt í einu til óbragðs við tumguræt- ur?. . . Að kvöldi annar; dags hafði kindunum fjölgað í fjórtán. Fram úr helmimgi venjulegra fundarlauna gæti hann ekki fengið sig til að fara, varð Benedikt ljóst. Á fjórða degi bættust vonarg:msar húsbónd- ans og mæður þeirra í hópinn. Að ætla sér fundarlaun af þeim kom ekki til greina. Þeg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.