Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 2
tekin trúanleg: „Því að auðvitað vildi hann, að sem mestur trúnaður vseri lagð ur á sögu hans, eins og allir höfundar fornsagna, jafnvel fornaldarsagna. Og þetta hefur honum tekizt furðanlega, allt til þessa dags.“ Nátengdur trúnni á sagnfræðilegt eðli fornsagnanna er sá skilningur að verk og afrek í sögunum séu aðalatriði, en hvatir manna og hug- arfar skipti minna máli. Menn hafa aldrei þreytzt á að tala um afreksdáð- ir víkinga, þótt einsætt sé, að höfundar fornsagnanna lögðu allt annan skilning í eðli víga og manndrápa en gert hef- ur verið af fræðimönnum síðustu kyn- sióða. Með því að leggja höfuðáherzl- una á ytri lýsingar hefur mönnum þrá- faldlega skotizt yfir það, sem skipti meira máli en einstök verk en það eru sálfræðilegar og siðferðilegar forsendur fyrir því sem gert er. í skýringaritum um fornsögur er orð- ið örlög stundum notað sem eins konar allsherjarskýring á öllu sem gerizt — mönnum er lýst sem „leiksoppum ör- laganna", ag sr með slíku verið að gefa í skyn, að hetjurnar séu ekki ábyrgar gerða sinna: örlagatrúin hefur verið Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Hitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj.fltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. talin arfur frá heiðni, sem lifði góðu lífi með frumstæðum bændum úti á ís- landi lönigu eftir að þjóðin tók kristni. En þegar sögurnar eru lesnar af at- hygli og seam þrettándu aldar verk, fer næsta lítið fyrir neinni örlagatrú, sem rekst á kristnar hugmyndir frá þeim tíma. í rauninni hefur fræðimönnum genjgið furðanilega illa að losna við ým- iss konar firrur sem sköpuðust um sög- urnar á nítjándu öld. Eitt af þvi sem fornsögur vorar eru réttilega frægar fyrir er raunsæi þeirra, bæði í mannlýsingum, náttórulýsingum og meðferð á félagslegum fyrirbærum. Þetta raunsæi hefur verið eignað ein- hvers konar frumstæðri sannleikshneigð sem á að vera runnin aftan úr grárri forneskju Germana. En hér eins og víð- ar er óþarft að sækja til svo fjarstæðu- kenndra skýringa. Ef vér hyggjum að mannlýsinjgum íslendingasagna, þá koma þær engum á óvart. Eins og oft hefur verið bent á, þá eru þær meðal annars raunsæjar af þeim sökum, að menn eru oft hvorki algóðir né alvondir, heldur sambland af góðum og illum þátt- um. Samkvæmt kristnum siðaskoðunum miðalda eru það einstakar gerðir manna og hugarfar þeirra, sem skipta höfuð- máli í mati á einstaklingum, og þar sem flestir menn geta unnið ill og góð verk, þá er eðlilegt að menn séu hvorki al- góðir né alvondir. Gæði mannsins eru fólgin í heildarsummunni af verkum hans, eftir þeim er hann dæmdur. S’m dæmi um samsetta mannlýsingu í fs- Ifmidinga söigum má minna á KjaTtan Ólafsson í Laxdælu, en í honum eigast við tvö höfuðöfl. Honum er svo lýst fyrst, að hann hafi verið hverj.um manni Mtillátari, en síðar verður hann sekur um mikinn ofmetnað. Svo má að orði kveða, að hver einasta gerð hans og hvert einasta orð hafi siðræna merk- ingu í skilningi miðaldakristni. Sama er hægt að segja um margar mannlýsing- ar ísl-ndi.nga sagna: að hvarvetna er hægt að beita siðfræðilegum hugtökum í því skyni að skýra germr manna og crð. Fyrir nokkru reyndi ég að lesa Hrafnkels sögu, eins og mér virtist sann legast að menntaður maður á þrettándu öld myndi hafa skilið hana, og þá komst ég brátt að raun um, að ýmis helztu hugtökin í siðakerfi kristninnar sér- kenndu gerðir manna og orð: ágirnd, freisting, frjáls vilji, hégómi, lítillæti, ofmetnaður, miskunn, nauðsyn, óhlýðni, ofmælgi, sakleysi, samúð, réttlæti, sjálfs blekking. Vafalaust munu sum þessara hugtaka hafa verið þekkt og virt með heiðnum mönnum, en hér verður að benda á tvennt: öll þessi h.ugtök eru kunn af kristnum ritum, en í heiðni eru þau óþekktar stærðir, og í öðru lagi mynda þau heilsteypt kerfi í Hrafnkels- sögu, og það kerfi er í fyllsta sam- ræmi við lærðar hugmyndir kristinna manna á tólftu og þrettándu öld. En Hrafnkels saga er ekki eina sagan, sem sýnir mikil tök á sálfræði og siðfræði miðalda: af svipuðum rótum eru runnir ýmsir þættir í öðrum helztu sögum vor- um. í þessu sambandi má þó minna á, að tveir gagnmerkir fræðimenn íslend- inga á þessari öld, þeir Barði Guð- mundsson og Einar Ól. Sveinsson, hafa talið Njáls sögu vera ritaða af leik- manni. Þó er auðvelt að benda á atriði 1 þessari miklu sögu, sem benda í þá átt, að hann hafi hlotið svipaða menn.t- •un og hálærðir klerkar. Manni getur legið við að tala um guðfræðikunnáttó 'þessa höfundar. Þótt þvi verði ekki neit að, að nokkur fbrntíðarljómi setji svip sinn á sögurnar, þá er slíku svo í hóf stillt, að aldrei verður um að ræða dýrk un á heiðinni menningu. Enginn vafi getur leikið á því, að ofmetnaður og andstæða hans lítillæti gegna lykilhlutverkum í mör.gum mann- lýsingum sagnanna, svo að þær myndu naumast h.afa komið menntamönnum þrettándu aldar neitt á óvart. En auk þeirra sdðfræðilegu hugtaka, sem ég drap á hér að framan í sambandi við Hrafnkels sögu, má minna á ýmis önn- ur, svo sem þolinmæði, hugrekki, hóf- semi hvers konar o..s.frv. Þegar þeim Gretti, Þorgeiri og Þormóði Kolbrúnar- skáldi er stilit saman og hver um sig er sérkenndur með hræðslu sinni, þá er á táknrænan hátt verið að lýsa ör- löguim þeirra. Þorgeir hræddist ekkert, Þormóður óttaðist guð, og Grettir var myrkfælinn. Hvað sem rómantískir hug- arórar kunna að glepja fyrir skilningi manna nú á dögum, þá munu forfeður vorir á þrettándu öld ekki hafa verið í miklum vandræðum með að átta sig á tilgangi þessara mannlýsinga. Þormóð ur óttaðost það sem gott er, Grettir hið illa (myrkrið er notað í táknrænum skilningi fyrir myrkravöldin), og Þor- geir, sem er þeirra verstór, óttast ekk- ert. Hræðsluleysi hans á lítið skylt við manndómsh/ugsjónir miðalda, og hinztu örlög mannanna þriggja eru mjög í sam- ræmi við hræðslu þeirra og hræðslu- leysi. Um undanfarin ár hefur skilningi manna á siðmenningu miðalda farið mjög fram. Nýjar rannsókn-araðferðir, ný viðfangsefni og vanræktar heimild- ir, sem nú er farið að beita, hafa stuðlað að því, að þekking manna á eðli miðalda hefur breytzt. Áður fyrr létu menn stjórnast af áróðri endur- reisnarmanna, sem töluðu af lítilsvirð- ingu um miðaldir, en hrósuðu fornöld- inni og nýja húmanismanum á hvert reipi. Hugmyndir sagnaifiræðinga um menningu tólftu og þrettándu alda var þvi mjög háð viðhorfum manna á fimm- tándu og sextándu öld. En þetta hefur tekið miklum stakkaskiptum. Nú kann-a menn frumheimildir frá tólftu og þrett- ándu öld og nema af þeim hvemig menn hugsuðu þá um mannlag og félags- leg vandamál. Komið hefur í ljós, að um aldamótin 1100 kemst skriður á merkilega hreyfingu í andlegum efnum Evrópu, og er nú talað um húmanisma tólftu aldar. Eitt af því sem sérkennir hann er aukinn áhugi á manninum sjálf- um sem viðfangsefni, aukinn skilningur á sálfræði manna, aukin virðing fyrir fólki. Á tó-lftu öld verður g.U'ðfræð'in mannlegri og siðfræðin mannúðlegri. Húmanismi tólftu aldar hafði marg- visleg áhrif á hugsunarhátt manna víðs- vegar um álfuna. Hér á landi hafa menn kynnzt ýmsum ritum, sem heyra þessari stefnu til. Áhrifa hennar gætir í kristnum bókmenntum íslendinga í bundnu og óbundnu máH. En varanleg- ustu minjarnar um kynni fslendinga af húmanisma tólftu aldar er að finna í íslendingasögum og öðrum fornsögum. Þær eru skilgetið afkvæmi þessarar stefnu. Og sögurnar njóta þessa merki- lega frjálslyndis sem gætti þá á sumum sviðum. Viðfangsefni sagnarannsókna eru margþætt og sundurleit. Oft hefur ver- ið fjallað um sögurnar í því skyni að skýra þær út fyrir nútímamönnum. Slíkt er í sjálfu sér virðingarvert starf. En lokatakmarkið við rannsóknir á bók- menntum fyrri alda og um leið ein- hver torveldasti þátturinn í þeim er að finna upphaflegan tilgang þeirra og merkingu í h.ugum þeirra, sem fyrst-um var ætlað að njóta þeirra. Nú er sagna- rannisó'knum það vel á veg komið ,að hiægt er að fleyigja ýmsum aðferðum og nota a'ðrar betri. Nú er elkki lengur nóg að spyrja, hvernig menn á tuttugutu' öld hugsa um eitthvert atriði í sögumum. Fræðimenn geta nú spurt, hvernig hugs- að var um slíkt atriði á tólftu og þrett- ándu öld. Við skýringar á sögunum hlíta menn nú því leiðarhnoða, sem auk- inn skilningur á húmanisma miðalda veit ir þeim, á þeirri sálfræði og siðfræði, sem náði svo miklum þroska í álfunni á tólftu öld. Þangað á raunsæi Íslend- ínga sagna rætur sínar að rekja. Grágás, Konungsbók, sem Brynjólfur biskup gaf konungi. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.