Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 10
FATT FULLKOMIÐ í ÞESSUM HEIMI MINNINC UM SERA JON SVEINSSO N - EFTIR OTTO CELSTED Séra Jón Sveinsson OTTO GELSTED er einn af hin- um miklu ljóðrænu skáldum Dana nú, en auk þess að vera mikið skáld í bundnu máli, liggur eftir hann fjöldi bóka i óbundnu, bæði skáld- sögrur og ritgerðir og krítisk verk (um Jóh. V. Jensen, Gunnar Gunnars son og Oluf Höst.). Á æskuárum gekk hann í hinn ka- þólska menntaskóla í Ordrup (ásamt Guðbrandi Jónssyni) og er þessi stutta minningagrein þaðan, (1907). Á skólaárum mínum í Kaupmanna höfn kynntist ég Gelsted mjög náið, og síðast í fyrra sumar hitti ég hann oft. Hann er nú 79 ára, ern og við beztu heilsu. Þessi grein hans um séra Jón Sveinsson, „Nonna", birtist í „Ekstra bladet" 1939. — Þýð. Hann var fæddur á Í3landi af fá- tækuan foreldrum og mjög ungur að árum var hann sendur suður yfir haf af katólska prestinum í Reykja- vík til uppfræðslu á jesúíta-skóla. Næstum allir hinir kennaramir á St. Andneas stofnuninni í Ordrup voru Þjóðverjar, og þessi fölleiti íslend- ingur með bláu augun var sem í sér- flokki í þeirri sveit. Það var hann einnig að því er kennsluna varðaði. Ég hafði hann fyrir frönskukenn- ara, en hann gat vel eytt heilum tíma í að gera galdra eða töfrabrögð fyrir okkur, eða segja okkur furðu- legar sagnir um afturgöngur og draug a, sem ég vissi um að hann tók sem góða og gilda vöru, þótt hann raun- ar þyrði ekki að játa það opins'kátt. Hann átti í miklum mæli hinn almenn a veikleika íslendinga fyrir dulspeki og viðræðum með hártogunum í þrætubókarstíl. Væri maður illa les- inn undir tímann, gat maður ginnt hanin frá hinni leiðinlegu lexíu með því að bera fram einhverja fráleita spumingu. Maður gat t.d. lyft fingri og spurt með innilegum alvörusvip: — Séra Jón, er það synd að segja: Ég sá kú á flugi? Séra Jón lagði frönskubókina frá sér og spurði með nokkurri grun- semd: — Hvað áttu við, drengur? Kýr geta ekki flogið. — Nei, en er synd að eegja það? Og þar með var hin siðfræðilega disputasía í fullum gangi og gat komizt inn á hinar háskalegustu braut ir og enzt unz klukkan hringdi og séra Jón sagði felmtsfullur: — Hið sama upp aftur og tvær síður í viðbót. Auðvitað veittist mörgum okkar erfitt, þegar við eftir slíka tungu- málakennslu, áttum að sýna fram á málafcunnáttu okkar við próf. Ég minnist þesS að einu sinni áttum við að taka próf í skriflegri frönsku, og séra Jón sat sjálfur yfir. Hann kom til mín og spurði, hvort ég vildi ekki fá stærri orðabók — við máttum nefndliega vel nota orðabæk- ur, aftur á móti ekki málfræði. Ég afþakkaði og sagði að ég væri á- nægður með mína litlu orðabók, sem ég væri vanur að nota og þekkti vel. En hann neyddi samt upp á mig gríðar stórri orðabók, sem hann var með undir handleggnum. Þegar ég ætlaði að opna hana, laukst hún sjálfkrafa upp á ákveðinni síðu og þar leyndist lítið hefti. Það reyndist vetra frönsk málfræði! Ég held nú lekki að það hafi verið svo mjög til að hjálpa mér, sem hann gerði þetta heldur að hann hafði verið hræddur um að hin lélegu próf mundu koma upp um vankantana á kennsluað- ferðum hans. Hann hafði sem sé miklu meiri prófskrekk heldur en ég! Og ©kki er nein ástæða til að hneykslast á þessu, því að hann hafði á margan hátt haldið áfram að vera stórt bairn, og sem slíkt barn á hainn skilið að hans sé minnzt, og metinn eftir því. í skólanum ríkti sá heimilisagi, að nemendurnir ættu að taka skriftir einu sinni í mánuði hverjum. Manni var fenginin prentaður seðill, þar sem allar hugsaniegar syndir voru upp taldar. Þær voru flokkaðar í smá hópa og pláss ætlað til skrásetningar á því, hve oft maður heifði gerzt 'Sekur um hverja einstaka synd. Séra Jón var ákriftafaðir minn, og það þægilegur skriftafaðir, því hann lét sér nægja að hegnia mér með þrem Faðirvorum og svo sem tíu Ave Mar- íum. Það var ekki heppilegt að vera dærndur til allt c»f margra bæna, þannig að maður gat ekki náð að biðja þær til enda í kirkjunni, og þá ekki losnað mieð hinurn drengj- unum. Þá gat maður átt á hættu, að umsjónanmaðurinn, sem var á vakt, kæmi til manns og hvíslaði: — Ertu ekki bráðurn búinn?Það er þó hræðilegt, hvað þú hlýtur að hafa drýgt margar syndir.... Ég var nú kominn upp í lærdóms- deild og byrjaður að tapa trúnni. Afleiðingin af því var að ég mætti eitt sinn ekki til mánaðarlegra skrifta og þegar ég næsta dag sá séra Jóni bregða fyrir í hinum löngu göngum skólans, reyndi ég að komast undan til að losna við yfir- heyrslur um ástæður fyrir því, að ég hefði ekki mætt. En séra Jón hafði einnig komið auga á mig, og hann ætlaði ekki að láta mig sleppa svo léttilega. Hann hafði bersýnilega verið að þvo gólf- ið í herbergi sínu, því að hann hafði þvottafötu í annari hendi en gólf- skrúbbu og klút í hinni. Fötuna setti hann frá sér á gólfið og tók á sprett á eftir mér um leið og ég hljóp fyrir horn á ganginum. Það er ekki auðvelt að hlaupa í prestsklæðum, jaifnvel þótt maður haldi uppi pilsunum, og ég hafði gott forskot. Það var allt útlit fyrir, að ég gæti sloppið undan og falið mig í einhverri skólastofunni, eða kannski komizt gegnum dýrasafnið og niður á leikvöllinn. En heilagur áhugi hafði nú gripið séra Jón, og þessi spenn- andi eftirför upptendraði hina æfin- týraþynstu sál hains. Við hlupum um hálfan skólanm, en loks kom ég að læstum dyrum og þá náði hann mér og króaði mig uppi í horni. — Hversvegna mættir þú ekki til skrifta í gær? Hér varð að finna upp á einhverju, og það ier sjaldan að ég hafi fengið snjallari hugmyndir, en nú kveikti hættan virkilegt ljós í hugskoti mínu. — Málið e:r þannig vaxið, skal ég segja yður séra Jón, að ég gait ekki komið ti'l skrifta, þar sem ég hef ekki drýgt eina einustu synd síðast- liðinn mánuð. — Ég sá að séra Jón var sem lamaður eitt andartak. Svo byrjaði hann: — Ómögulegt, dremgur. Ekki eina einustu synd? Ómögullagt. — Ég get fullvissað yður um þetta, faðir. Það eru líka svo margir dýrl- ingar, t.d. heilagur Aloysius, sem raunar syndguðu aldrei, og nú hafði ég ákveðið að reyna, hvort ég gæti ekki lifað alveg syndlaus einn mánuð. Það var eiginlega nokkurskonar veð- mál, sem ég gerði við sjálfan mig. — Heilan mánuð syndlaus! Ætlarðu að telja mér trú um, að þú sért dýrlingur? Betur gæti ég trúað, að þú hafir drýgt of margar syndir. En ég héLt fast á mínu. Séra Jón fylltist örvæntingu yfir þessu forherta sakleysi. — Hugsaðu þig nú vel um. Þú hlýtur að geta fundið að minnsta kosti tvær eða þrjár almennilegar syndir. En hinn fullkomni hreinleiki er brynja, sem býður öllum árásum birg inin. í fyrsta sinni í sögu skólans stóð maður nú gagnvart því tilfelli, ■sem heimilisaginn lekki hafði séð fyr- ir, nefnilega að dýrlingur væri að rísa upp meðal lærisveinanna. Næsta dag eftir tíma þegar ég var að fara heim til mín í Oharlotte- lund, varð ég samferða séra Jóni, sem var að skreppa til Kaupmanna- hafnar. — Jæja, sagði hann og brosti vin- gjartílega í þunman kampinn. Þér finnsit þá að ég sé fuBkaminm idiót. Ég stamzaði steinhisisa: — Hversvegna haldið þér það, fað- ir? Otto Gelsted Bros hans varð lennþá blíðlegra: — Þú stóðst í frímmútunum á stóru aðaltröppunum og spjallaðir við Ditlev Seppelin, og þið sáuð ekki að ég stóð inni bak við dyrnar. Svo spurði Ditlev, hvernig þér felli við mig, og þú svaraðir: — Séra Jón. Hann er ‘hreinlega full'kominn idíót. — Maður segir nú svo margt . . . tautaði ég alveg ruglaður. Presturinn m á ómögulega .... — Þú sbalt ekki vera neitt hrædd- ur, sagði hann og brosti vingjarn- Leiga. Það gerir svo sem ekki neitt tiil, þótt þér fimnist ég vera idíót. Ég tek það alls ekki illa upp. Það tók mig dálitla s'tund að áitta mig á þessu. Séra Jón var að vísu ekki meinm fyrirmyndar uppalandi, en það var enginn af kennurum skól- ans. Jafnvel skólastjórinin hafði sagt við mig einu sinmi: — Ef ég vissi ekki að ég fengi min laun hundrað- föld á himnum, þá mætti fjandinn í minn stað sitja hér og þrælast með ykkur, drengir ... og það er varla hinn lofsverðasti skilningur sem kenn ari getur haft á kalli sínu ... Séra Jón hafði óneitanlega einmig sinar skoplegu hliðar, og honum þótti einn ig gaman að brellum og smá brögð- um. En mér varð skyndilega ljóst, hversu vammlaust og saklaiust barns hjarta sló í brjósti þesisa ,,idíóts“. — Það á að halda kennarafund og taka afstöðu til málsins, sagð séra Jón. Það er víst meiningin að þú verðir rekinn úr skóia. Við get- um þó lekki þolað svo hneykslan- legt athæfi, að drengirnir fari að leika dýrlinga og heilaga menn. Þetta var ógnvekjandi útlit og eitt hvað varð að taka til bragðis. Ég sagði: — Seppelin fær ekki nema aðra einkunn á stúdentsprófi. Ég fæ á- reiðanlega fyrstu einkunn. Og það leru ekki nema við tveir, sem ætlum að tafca stúdentspróf úr okkar bekk. Það er áríðamdi fyrir skólann að igeta sýnt fin prófskírteini. Framhald á bls. 15 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.