Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 7
HEIMSPEKI á 17. og 18. öld — Valdir kaflar úr helztu verkum 1 Heimspekirit skipa veglegan sests í sænskum bókamarkaði og hefur svo verið lengi. Ný og vönduð rit í þess- ari grein eru stöðugt aS koma fram, þar sem ekkert er til sparað í út- gáfu eða vísindalegri nákvæmni. Heimspekin í aldanna rás, 17. og 18. öldin, straumar og viðfangsefni í sögu heimspekinnar einis og þau birtast í textum heimspekinganna sjálfra, heit ir bók, sem kom út á síðasta ári og hér verður farið um nokkrum orð- um. Filosofin genom tiderna. 1600- talet, 1700 - talet. Strömningar och problemstállningar genom filosofins historia í tankarnas egna texter. Ut- givna av Konrad Marc-Wogau. AI- bert Bonniers förlag 1967. Útgefandi eða ritstjóri þessa rit- verks, Konrad Marc-Wogau, hefur verið prófessor í kenningarlegri heim speki við Háskólann í Uppsölum frá 1946. Rit þetta er annað í röð- inni af fjórum fyrirhuguðum. Er verk ið þannig úr garði gert, að fyrst er kafli um hvern heimspeking, en síð- an birtir valdir kaflar úr verkum hans. í þessu bindi, sem er rúrrnar 400 bls. að stærð, eiga eftirtaldir heimspekingar eiran eða fleiri kafla úr verkum sínum: Galileo Galilei, Isaac Newton, René Descartes, Blaise Pascal, Thomas Hobbes, Baruch Spin- oza, G. W. Leibniz, John Locke, Ge- org.e Berkley, Francis Hutcheson, David Hume, Richard Price, Voltaire og Immanuel Kant. Er hver kafli þýddur af sérfræðingi í verkum hlut- aðeigandi heimspekings, en allar þýð- ingarniar auk þess yfirfarnar af rit- stjóra verksins. I aðfararorðum gerir Marc-Wogau grein fyrir vali sínu úr verkum ein- stakra heimspekinga. Segir hann í því sambandi, að raauðsynlegt hafi verið að hafa tilvitnanir í einstök verk það ítarlegar, að mynd fengist af viðfangsefni höfundar. Þar sem heildarrými bókarinnar hafi hins veg ar verið takmarkaS, hafi þetta gert það að verkum, að ekki hafi verið hægt að taka rraeS nokkra þeirra heimispekinga, sem ágætlega hefðu átt heima í úrvali sem þessu. Nefn- ir hann til Malebranche, Butler, Reid, Roussau og nokkra af alfræðingunum. Hegel og heimspekingar, sem eru undir áhrifum frá honum, hafa tal- ið sig finna rökfræðilega þróunarlínu í heimspekisögunni. Að þeirra áliti hafa heimspekikerfin leitt hvert áf öðru af rökfræðilegri nauðsyn og hægt er að greina á milli tímabila, sem Hegel nefndi röklega þróun hug- myndar. f framhaldi ef þessu segir Marc-Wogau, að heimspekisagan frá Decartes til Kantis eða frá Bacon til Kants hafi oft verið talin eitt skeið þessarar þróunar. Eðlilegt sé, að byrja úrval sem þetta á nýju náttúruvís- indunum og Descartes, sem vissulega hefji nýtt skeið í heimspekinni, og ljúka því með Kant, sem sé háðuir vísindum og heimspekilegri hugsun 18. aldar, enda þótt hann skapi nýj- um hugsunarhætti skilyrði. En öllum tilrauinum til að finna samfellda þró- unarlínu í heimspeki 17. og 18. ald- René Descartes ar verði að hafna. Vissulega sé hægt að benda á aukinn áhuga heimspek- inga á tímanlegum viSfangsefnum, framföir í umburSarlyndi og ýmsa þætti almenns eðlis, í menningarlegri wwmm Voltaire Bichard Price Galileo Galilei og stjórnmálalegri þróun, sem setji svip isiran á þetta tímabil, eai leit að samfelldri þróunarlínu, er ákvarSist af innri eiginleikum heimspekihug- myndanna, sé vonlaust verk. Marc-Wogau rekur í stuttu máli helztu viSfangsefni heimspekinga þess ara tveggja alda. Kemur þatr fyrst áhugi á vísindalegum aðferSum bæSi í vísindum og heimspeki. Galilei lagði ríka áherzlu á þá aðfierð, sem hann fylgdi í rannsóknum sínum og á sama hátt taldi Descartes vísindaiaðferðina ákaflega mikilvæga, eins og glöggt kemur fram í ritum hans. Annað at- riði, sem einkennandi er fyrir þess- ar aldir, er hnignun formrökfræðinn- ar. I þriðja lagi hafði vélræn heims- mynd, sem fylgdi í kjölfar nýrra nátt úruvísinda, mikil áhrif á heimspeki- lega hugsun. Og einda þótt vélræn heimsmynd sé á sinn hátt andstæS George Berkley háspeki, voru á 17. og 18. öld sett fram mörg kerfi háspekilegrar heim- speki og ekki gagnrýnd að mairki fyrr en í ritum Humes, frönisku efn- ishyggjumannainna og Kants. Orsakalögmálið og viðfangsefni tengd því skipuðu mikið rúm í heim- spekiumræðum þessara alda. Des- cartes. og aðrir raunsaeisheimspeking- ar töldu, að aflei'ðing gæti ekki haft neitt inýtt að geyma fram yfir or- sök, því hvaðan ætti þaS aS koma? Berkley og Hume töldu hins vegar ekki gefið, að afleiðing gæti ekki haft leitthvert kuiihald fram yfir or- sökina. Þá var þekkingarfræði eitt þeirra viðfangsefna, sem heimspekingar 17. og 18. aldar glímdu við og á því sviði bar mjög mikið á milli. Loks má nefna siðfræðileg viðfangsefni. Ber þau einkum hátt í ritum nokk- urra heimspekinga þess tímabils; í köflum, sem birtast í þessari bók leftir Hobbes, Hutcheson, Price og Hume eru tekin til meðferðar ýmis viðfangsefini siðfræði, isem enn í dag eru jafinbrennandi og þau voru þá. Það sem þessir menn ræða eru hug- tökin „góður" og „vondur", „rétt", „rangt" og hvort siðfræðihugmyndir eigi rætur að rekja til skynsemi eða tilfinningar. Filosofim genom tiderna er einkar vel fallin til að kynnast af eigin raun verkum þeirra heimspekinga, sem vitnað er til. Textarnir eru kunn áttusamLega valdir og þýðing eins vel gerð og kostur er hverju sinni. Skýr- ingar Konrad Marc-Wogaus opna jafnvel byrjendum leið að þessum istórbrotnu, sígildu verkum. Er mikill fengur að þessari bók á norrænni tungu. Jón Hnefill Aðalsteinsson teikningu og innritaðist þesis vegna í The Dublin College of Art. Þar fannst mér ég ekkert læra, svo ég varð leiS á að sitja þar og ákvaS að stofraa eigiS fyrirtæki. Ég byrjaði smátt, teiknaði og saumaSi fatraaS handa ungu fólki og seldi í smáverzlunum, svo nefndium „boutique" verzlunum, þar sean engir tveir kjólar eru leirus. En síðan stækk- ið fyrirtækið og ég fór út í íjöldafram- leiðslu — og framleiddi fyrir stáru vöruhúsin. Oft gátu pantanir orðið stór- ar — 2-3 þúsund af sömu flíikinni, ef maður datt ofan á vinsæit snið. Ég teiknaði, sneið og saumaði og hafði reyndar 15 manns í vinnu hjá mér um iþað leyti sem ég hætti. Þetta var orSið geysi umfanigsmikið, og maður má sainn- arlega ekiki unrua sér hvíldar, ef maður ætlar aS spjara sig í samkeppni. Og ég komst að þvi, að eigandi fyrirtækis vinnur mieira en þeiir sem hann heíur í þjónustu sinni — ekkert er horaum óvið- komandi, oft var dagurinn ekki búinn hjfi mér fyrr en ég var líka búin að sópa gólfið. — Var ekki leiðirtlegt að þurfa aS skilja viS þetta til aS flytjast tiil fs- lands? — Mér var nú, satt aS segja, orSin ærin þörf á hvíld, en auðvitaS langar mig að starfa eitthvað hér á íslandi, og líklega genigur mér betur, þegar ég er orðin færari í ísl:nzku. Ég stunda ís- lenzkunám hér við háskólann og ætla mér að ljúka prófi þar. Ég kunni engia íslenzku, þagar ég kom, en ég er þó orðin það fær, að ég get gert grein fyrir mér, ef ég lendi í vandræðum. Og enginn er ísiendingur nema hann kunni málið ag fslendingur ætla ég mér að verða. sv.j. 21. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.