Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 2
Nýleg mynd frá Prag, þar sem barizt er fyrir auknum lýffréttindum. UM VALDID líka brot á 20. grein stjórnarskrárinn- ar. En ég skal lúta aga og halda mig á mínu borgaralega sviði og tala ein- vörðungu um ríkisstjórnina. Þar sem mér hentar það, mun ég nota orðið „stjórnarvöld." Það er gamalt heiti sem getur verið nákvsemara en ýmis önnur, þar sem um virðist að ræða óljósa hluti. Frá fornu fari hefur þetta táknað þá menn, sem raunverulega stjórnuðu, án tillits til hlutverks þeirra á leiksviði lýðræðisins, menn sem fengu vald sitt annars staðar að — fyrir tilstyrk auð- æfa, ættarbanda, einokun á framleiðslu eða þjónustu, aðgangs að vopnum o.s. frv. Það táknar líka stjórn úr lokuðum hópum, skyndileg skilaboð með hrað- boða á nóttu, samþykktir, gerðar áður en fundir hefjast, lög samþykkt áður en gengið er í þingsal. Jæja: báðar þjóðir okkar 1) voru í aliri sögu sinni búnar undir sósíalism- ann. Og þetta þjóðriki var endurreist eftir síðari heimsstyrjöld sem pólitísk stotfnun, sem aðeins þurfti að skipu- leggja vinnu sína að þessum sósíalisma. Ég sleppi mikilvægum atriðum, en eng- in önnur stefna var aktúel eftir 1945. Eitt af yfirlýstum markmiðum hinna nýju stjórnenda var líka eining stjórn- enda og stjórnaðra. Þjóðin og ríkis- stjórn eru eitt. Ég vil hverfa aftur til þanka minna um eðli alls valds: að þróun þess og framkoma ákveðst af innri lögmálum þess, og þar hefur ekkert að segja hvaða maður eða stétt fer með völd, því að þetta er ósköp einfaldlega í sam- ræmi við lögmálin um mannlega fram- komu 1 ákveðinni aðstöðu, þ.e.a.s. við stjórntaumana. Fyrsta lögmál alls valds er, að það mun halda áfram. Það endurtekur sig æ líkar og líkar. í öðru lagi verður það sífellt samkynjaðra í gerð, losar sig við alit framandi, unz hver hluti þess er eftirmynd heildarinnar, unz hver hluti þess getur leyst annan af, svo að valda- fruma í útjaðrinum getux leyst miðjuna af hólmi, og eins má skipta um sams konar frumur án þess eftir takist. Valda vélin starfar ætíð eins, þar eð hún er óháð breyttu umhverfi, hæð yfir sjávar máli, gerð þjóðarinnar o.þ.u.l. Því eru viðbrögð þess æ hin sömu: að laga þessar mismunandi aðstæður að sér, gera þær sem líkastar, þannig að ein- falt ii'kan nægi. Valdið gerir sig þvi sjálfstætt og þar er um enn eitt lög- málið að ræða. Valdið leitar ekki stuðn- ings, það styður sig sjálft, miðjan styð- ur jaðarinn og öfugt. Þau geta fullfcom- lega reitt sig hvort á annað — ogverða enda að geta það, því að þau mynda hring. Af honum verður ekkert brotið, og hann sleppir engum út. Innri árekstr ai og syndir eru líka afgreidd inn á við. Þá kemur að stigi, sem ég kenni við erfðaveldi. Á hæfilegum tíma kallar valdið saman löggjafarsamkunduna og lætur samþykkja sjálfstæða stöðu sína í stjórnarskránni. Hvað sem það tekur sér fyrir hendur frá og með þeirri stundu, verður það í samræmi við stjórn arskrána. Líði nú ein tíu, tuttugu, fimmt íu ár, án þess valdið taki þetta mál á dagskrá, — og enginn annar getur sam kvæmt stjórnarskránni tekið það á dag skrá né heldur samkvæmt stjórnar- skránni kalláð saman aðra löggjafar- samkundu, — þá er komið að myndun erfðaveldis í samræmi við stjórnar- skrána. Fram kemur drottinsætt (dyn- asti) af sagnfræðilega nýrri gerð, því að hún hefur eina þýðingarmikla lýð- 1) Samkv. stjórnarskránni er Tékkó- slóvakía ríki tveggja jafnrétthárra þj óða. ræðislega reglu: hver sém vill, getur orðið ættingi. Drottinsættin getur því hvorki dáið út í kven- né karllegg. Frá okkar sjónarhóli er áhugaverðast hið innra valdalögmál, þetta sem lýst hefur verið ótal sinnum í bókmenntum mannkynssögunnar og ætíð hefur haft sömu aðferð við að hafa áhrif á þegn- ana. Af skiljanlegum ástæðum nýtast valdinu bezt þegnar sem eru að innri gerð eins og það sjálft. Sé skortur á slíkum þegnum, verður valdið að nýta aðra þegna, sem það lagar að þörfum sínum. Því að þjónusta við valdið hent- ar vel mönnum sem þrá völd, ennfrem- ur mönnum sem eru hlýðnir í eðli sínu, mönnum með slæma samvizku, mönnum sem þrá þeirra eftir velsæld og ábata er óháð mórölskum skilmálum. Auðvelt er að hafa áhrif á hrædda þegna eða barnmarga, þegna sem orðið hafa fyrir niðurlægingu og taka nú báðum hönd- um boði um endurreisn æru sinnar, og loks þegna sem eru í eðli sínu heimskir. Á vissum tíma og við ákveðin skilyrði cg að ákveðnum verkefnum er lika stundum hægt að nota einstöku harð- soðna siðapostula, svo sem óeigingjarna en illa upplýsta ákafamenn eins og sjálf an mig. Áhrifum á þegnana er venju- lega komið fram með gamaldags að- ferðum: Likamlegum eða andlegum freistingum, ógnunum, samsærum, góð- um upplýsingum, ennfremur með órök- studdum ákærum, sem menn geta var- izt með löghlýðni, eður þá þegninum er varpað í hendur illvirkja, og hann síðan að því er virðist freísaður frá þeim. Með því að sá almennu van- trausti. — Trúnaðartrausti má skipta í fyrsta, annað og þriðja stig — og þá eru eftir fjölmargir, sem einskis trausts njóta. Á sama hátt eru upplýsingar af ýmsum gæðaflokkum: Á rósrauðum pappír, á grænum pappír, á gulum papp ír og á prentpappír. Það sem ég hef sagt um eðli valds- ins, ber að skilja mjög almennt. Ég hef ekki aðeins í huga ríkisstjórn í sósíal- ísku ríki. Hugtakinu sósíalisma tengi ég þetta með vísindalegri leiðslu. Og vís- indateóría sósíalismans ætti að vera ó- hugsandi án sálarfræði valdsins: rétt eins og ekki er hægt að vera án heim- speki, pólitískrar hagfræði eða þjóðfé- lagsfræði, getum við ekki verið án sál- arfræði valdsins, og nýtum þá reynslu frá einstaklings- og hópsálarfræði, sál- greiningu og geðsjúkdómafræði. Ég hef fram að þessu leitt hjá mér vsndamálið um stéttareðli valdsins, þar eð það fellur frá þessu sjónarhorni und ir vandamálið um valdið almennt. Hjá okkur hefur það val manna, sem ég hef nú lýst, farið fram með tilliti til gagn- semi fyrir valdið. Trúnaðartrausti hafa náð hlýðnir þegnar, sem ekki ollu vandræðum, spurðu ekki spurninga sem valdhafarnir höfðu ekki spurt áður. í beztu tilvikum völdust úr venjuleg- ustu manngerðir, en hinar flóknari hurfu af sjónarsviðinu, svo sem eins og þær sem höfðu sérstakt aðdráttarafl sakir persónuleika síns, og þó einkum þeir sem vegna hæfileika sinna og starfs höfðu ósjálfrátt orðið mælikvarði á almenna virðingu, alinmál á hina op- ir.beru samvizku. Úr stjórnmálalífinu hurfu síðan einkum menn með kímni- gáfu eða sjálfstæða hugsun. Orðasam- bandið „pólitískur hugsuður" týndi merkingu sinni, rétt eins og orðið „full- trúi“ eða „verjandi", og orðið „hreyf- ing“ hefur tómahljóð, ef ekkert hreyf- ist. Netið sem á höfðu hvílt efnisleg uppbygging og persónuleg menning í mannlegum samfélögum eins og komm- únum, verksmiðjum og verkstæðum, var rifið. Ekkert mátti bera mark persónu- legs starfa, hugtakið verkstæði hvarf víðast hvar, skólameistarar sem unnu eftir eigin aðferðum, voru látnir hverfa, formönnum tígulsteinsverk- smiðja var sagt upp starfi, ef þeir litu rýnum augum á umhverfi verksmiðj- anna. Virt menningar- og íþróttafélög voru lögð niður, þótt þau hefðu í sumra augum verið tákn áframhaldsins í allri viðleitni þeirra innan kommúnu, léns eða ríkis. Hafið þið tekið eftir, að við höfum allir, bæði Tékkar og Slóvakar, á til- finningunni á ólíkum vinnustöðum okk- ar, að sá sem stjórnar okkur sé óhæf- ari til þess en við sjálfir. Það er sama, hvar við hittumst, ekki gengur á öðru en kvörtunum. Þetta er andstyggilegt, því að fánýtir letingjar, hreinir ódíim- ar og fávitar taka undir vtw pa sem máski hefðu yfir einhverju að kvarta. Þeir berja líka lóminn. Þannig hefur myndast fölsk og óheilbrigð eining manna, sem raunverulega eiga alls ekk- ert sameiginlegt. Það sem tenigir okkur, er hið auðvirðilegasta bindiefni sem um getur, sameiginleg andúð, þrátt fyrir mismunandi mótíf. Til uppfyllingar hafa hagsýnir menn fundið sér annað svið fyrir starfsemi sína, en hinir óhagsýnu hanga á píslarvættisljómanum. Á bók- menntamarkaði eru þunglyndi, andleg eymd og nJhilisimi í tízku. Drykkjusvall snobba. Jaifnvel vitur maður verður heimskur. Stundum kennir hann ósjálf- ráðrar hvatar til sjálfsvarnar — hann langar að berja frá sér á báða bóga. En þegar hann sér það sem yfir honum vofir og getur enn troðið hann niður, segir hann við sjálfan sig: í guðs bæn- um, hvers vegna? Höfum nú hugfast, að undangengin tuttugu ár hefur verið mest velgengni þeirra manna sem minnsta mótstöðu hafa gegn öllum afsiðandi áhrifum sem valdið beitir. Við skulum einnig hafa hugfast, að menn með viðkvæma sam- vizku fá engan stuðning hjá rík- isvaldinu né hjálp laganna, sem bók- stafnum sæmkvæmt ættu þó að vernda þá. Samkvæmt bókstafnum lítur nefni- lega svo út seim hjá okkur sé í gildi safn lagagreina og skuldibindinga sem þjónar frjálsri, alhliða þróun og stað- festingu persónuleika þegnsins, og jafnframt eflingu og þróun hins sósíal- íska samfélags." (Grein 19 í stjórnar- skránni). Ég hef sannfærzt um það í starfi mínu við tímarit og útvarp, að borgararnir krefjast sannarlega ekki réttar síns otf oft, þegar allt kemur til alls. Því er nefnilega svo farið, að hvaða þáttur valdsins sem er, jafnvel í útjaðrinum, getur tengt rétt þeirra kringumstæðum og skilyrðum, seim ekki eru til í stjórnarskránni, og geta ekki verið það. Á síðari árum hef ég oft les- Ið stjórnarskrána og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé illa samið verk, og þar er máski að finna ástæðuna til að hún hefur misst gildi sitt í augum borgara og yfirvalda. Hvað viðkem'ur stílfræði, er hún margorð og óljós á ýmsum þýðingarmiklum stöðum. Ég skal nefna dæmi sem snertir okkar svið, þar sem þar er fjallað um atvinnu- og hug- arsvið. Sextánda grein hljóðar svo: „Öll stefna í menningarmálum í Tékkó- slóvakíu og þróun í menntun, uppeldi og kennslu, skal frmkvæmd í anda hinnar vísindalegu heimsmyndar marx- lenínismans og í nónu sambandi við líf og starf þjóðarinnar.“ Burtséð frá því, að sérhver góður uppalandi skilur, að samband hljóti að vera milli lífs og starfs annars vegar og uppeldis hins vegar, er ekki ljóst, hvaða samkunda eða dómstóll á að taka ákvörðun um vísindaleik einhverrar ákveðinnar sfcoðunar, þegar einmitt í hugtakinu vísindi er fólgin hreyfing og breyting skoðana í samræmi við framfarir í þekkingu okkar, og þegar þessi breyti- leiki er einmitt bain andstæða þess ó- breytileika og skýrrar merkingar, sem vera verður í öllum réttarreglum. Þetta væri því aðeins hugsanlegt, að maður með vísindalegri heimsmynd ætti við safn af kenningum, en þá risi spurn- ing um, hvort rí'ki okkar ætti ekki frem- ur að kallast grundvallað á kenning- um en vísindum, eins og löggjalinn hugsaði sér þó tvímælalaust. Annað dæmi stendur í nánu sambandi við meginefni mitt. Grein 28 hljóðar svo: „í samræmi við áfhugamál hinna vinnandi stétta, skal öEum borgurum tryggt skðanafrelsi á hverju sviðiþjóð lífsins sem er, einfcum þó mál- og prent frelsi.“ Ég geri ráð fyrir að þetta nefnda frelsi felist í áhugamálum hinna vinn'andi stétta, og því tel ég þann frasa óþarfan, og jafmvel beinlínis vill- andi, þar eð túlkun á áhugamálum hinna vinnandi stétta er eftirlátin Pétri og Páli. Ég lít svo á, að sérfræðingur sem neydidist til að nota slíka fram- Framhald á bls. 4. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.