Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði The Tower of Babel. Morris West. Heine- mann 1968. 30.— Morris West hefur skrifað nokkrar met- sölubækur. Æfing hans eykst með hverri bók, heimildaöflun og heimildakönnun hans er ekki á lakara stigi en sæmilegra blaða- manna nú á dögum og úrvinnsla hans held- ur skárri. í þessum babelsturni rekurhann átök Gyðinga og Araba með því að setja á svið ævihlaup allmargra persóna og bar- áttu þeirra fyrir því, sem þær telja gott og rétt. Persónurnar eu flestar hetjur á sinn hátt, geðslegt fólk, sem örlögin hafa tengt vissri atburðarás, sem hrífur það með sér og sem það verður að hlíta. Höf- undur hefur aflað sér viðamikilla heim- ilda um utburðarásina fyrir botni Miðjarð- arhafsins undanfarin ár og setur persónur sínar þar á svið. Slíkar bækur sem þessi eru vel fallnar til sölu á torgum vegna tengsla við líðandi stuind og æsifrétta nú- tímans. Höfundur kann í fyllsta máta að segja sögu, persónurnar eru lifandi og þótt maður minnist þeirra ekki mjög lengi má vel lesa sögu þeirra sér til afþreyingar. Þessi bók er ídeal metsölubók, en ekki heldur meira. Yemen: The Unknown War. Dama Adams Schmidt. The Bodley Head 1968. 45 — Jemen er á suðvestur horni Arabíuskag- ans. Þar hefur geisað borgarastyrjöld und- anfarin ár millum konungssinna og þeirra, sem „hyggja á nýja hluti“. Baráttuaðferðir í þessari styrjöld eru blanda hefðbundinna baráttuaðferða eyðimerkurhernaðar, einsog fyrrum tíðkaðist og nútíma barattutækni. Þarna ægir saman gömlu og nýju og skoð- anamunur baráttuaðila er gífurlegur og auk þess koma þar mjög við sögu erlend áhrif. Jemen á sér gamla sögu, sem höf- undur rekur að nokkru. Höfundur er blaða- maður og þessi bók hans er reist á kynn- um hans af baráttuaðilum. Höfundurinn hefur einnig sett saman bók um baráttu Kúrda. In Pious Memory. Margery Sharp. Heine- mann 1968. 21 — Margery Sharp hefur sett saman fjölda bóka, talið er að bækur hennar hafi komið út í samtals sex milljónum eintaka. Hún skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og kann kvenna bezt að segja sögu, þannig að spennan helzt til bókarloka. Þessi bók er því marki brennd, þægilegasta tegund af- þreyingarlesningar. The Baron of Piccadilly. The Travels and Entertainments of Albert Smith 1816-1860. Raymund Fitzsimons. Geoffrey Bles 1968. 30. Albert Smith las læknisfræði við Sor- bonne, en sneri sér fljótlega að annarri grein, sem var skemmtanaiðnaðurinn. Hann er meðal frægustu skemmtikraftamiðlara 19. aldar og var einnig sjálfur hlutgengur sem slíkur. Auk þess setti hann saman vin- sælar skáldsögur og leikrit. Hann rak leik- hús í Lundúnum og sýndi pródúkt sín þar um fjölda ára fyrir fullu húsi. Sýningar hans á ýmiskonar raunum og ferðalögum, fjallgöngum og aflraunum urðu mjög fræg- ar á sinni tíð og þá einkum fjallgangan á Mont Blane, sem var sýnd tvö þúsund sinn- um. Smith ferðaðist víða til þess að afla sér efniviðar í sýningar og leikrit og var einn af víðförlustu mönnum aldarinnar. Allt sem þessi maður hefur sett saman er nú löngu gleymt, en lífshlaup hans sjálfs lifir enn þá í sögum og því er þessi bók útgefin. Hann er ágætt dæmi um skemmti- kraftamiðlara, lélegt leikritaskáld og enn lelegri skáldsagnahöfund, en lipran gróða- mann, sem vissi nákvæmlega hvað lýðnum kom á sinni tíð. Bók þessi er lipurlega skrifuð og fylgja samtíma myndir. Doctor Faustus. Thomas Mann. Translated by H.T. Lowe-Parker Penguin Books 1968. 8,6. Faustus er eitt af snilldarverkum Manns og kom fyrst út á ensku 1949 og nú í Penguin. Lífsferill Adrians Leverkúhn er rakinnaf vini hans Zeitblom við bakgrunn síðari styrjaldarinnar. Inntakið er listamað urinn og fórn hans. Bókin er gefin út í bókaflokknum „Penguin Modern Classics". The Prussian Officer — St. Mawr and the Virgin and the GypsyLove among the Iiaystacks and other stories — Aaron's Rod — Selected Lctters — Sea and Sard- inia. D.H. Lawrence. Penguin Books 1968. Ný prentun af ritum Lawrence hjá Peng uin. Bækurnar kosta frá 3/6 til 5.— og auk þess að vera mjög ódýrar er alltaf vandað mjöf. til texta Penguin útgáfa. Útgefendur rita inngang að hverju bindi. Flestallar bækur Lawrence hafa verið gefnar út hjá Penguin og endurprentaðar oft. The Pastons and thelr England. Studies in an Age of Transition. H.S. Bennett. Cam bridge University Press 1968. 10.6 Til eru um eitt þúsund bréf og skjöl, sem varða Pastons ættina á einn eða annan hátt: Inntak þessarar bókar eru þessi plögg færð til nútímamáls og au'kin skýringum og útlistunum. Pastonarnir voru aðalsætt á Englandi á 15. öld, sæmilega stöndug og ágætt dæmi um lágaðalsætt og baráttu henn ar að halda eignum og áhrifum á róstur- samri öld. í brefum þessara ættmenna er rakin þessi baráttusaga og margt það ann- að, sem gefur glögga hugmynd um daglegt líf, siðvenjur, hugsunarhátt og aldarfar. Ríkisvaldið var ekki fært um að halda uppi lögum og reglu á þessu tímaskeiði, rustar óðu uppi og réttaröryggi var aðeins hug- tak. Þessi bréf eru ein verðmætasta heim- ild frá þessum tíma um ástandið, auk þess er bókin einkar læsileg. Moderne Dichtung verstehen. Hannah Marks Kösel-Verlag 1966. DM 11.80 Þessari bók er ætlað að skýra þær hug- myndir, sem einkenna nútíma ljóðlist. Höf- undur rannsakar forsendur ljóðlistarinnar og rekur síðan þau einkenni, sem gera hana að nútímaljóðlist. Síðasti hluti bók- arinnar fjallr um tækni og rithátt nútíma skálda í kveðskap. Valin eru dæmi úr ljóð- um flestra meiriháttar skálda í Evrópu. Þessi bók er rituð af góðum vilja og ætti að geta lokið upp fyrir mörgum þessum harðlæstu dyrum, sem nútímaljóðið er svo mörgum. The Civilzation of Spain. J. B. Trend. 2nd edition. Oxford University Press 1967. 7.6 Trend prófessor ritar hér sögu Spánar í nokkrum ágætum greinum. Hann rekur menningarafrek þjóðanna, sem byggðu og byggja þetta land allt frá dögum Karþagó manna og fram á okkar daga. Bókin er ágætur inngangur að sögu Spánar og f bók arlok fylgir ágætur bókalisti yfir rit varð- andi sögu Spánar. Trend vinnur við háskól- ann í Cambridge. Louis XIV. David Ogg. 2nd edition. Ox- ford University Press 1967. 7.6. Lúðvik XIV átti svo mikinn þátt í þvf að móta franska sögu og menningarsögu, að saga hans og hans tíma verður rakin af hverri kynslóð. Þessi bók kom í fyrstu út fyrir þrjátíu árum, en heldur þrátt fyrir það gildi sínu. Sólarkonungurinn var ekki su glansmynd af hálfgerðum kvennabósa sem oft er dregin upp í lélegum kennslu- bókum hérlendis. Fáir hafa átt meiri þátt í lista og menntalífi sinnar aldar heldur en hann og hann gerði Frakkland að menn ingarlegum miðdepli Evrópu. Höfundur rekur franska menningarsögu í úrdrætti jafnframt því sem hann segir pólitíska sögu Frakklands á ríkisstjórnarárum Lúð- viks XIV. The Faber Book of Twentieth Century Verse Revised Edition edited by John Heath — Stubbs and David Wright. Faber and Faber 1967. 10.6 Þetta er ein með betri sýnisbókum ljóða gerðar á enskri tungu. Höfundar leitast vlð að sýna dæmi nútíma Ijóðlistar frá upphafi þessarar aldar. Höfundar binda sig ekki við aldur skáldanna heldur nútímaleg ein- kenni ljóða þeirra, enda annað fjarstæða. Útgefendur velja ljóð eftir sínum smekk og þeirri höfuðstefnu að tjá nútíma ljóð- list. Inngangur fylgir ritaður af Heath- Stubbs, sem er sjálfur ágætt skáld. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. júaí 1068

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.