Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 15
HLJÓMAR Mikill úlfaþytur og umtal hef ur orðið út af þeirri breytingu sem Hljómar hafa ákveðið að gera á hljómsveitinni. Gunn ar Jökull sezt nú í sæti Engil- berts sem snýr sér nú óskipt- ur að söngnum auk þess sem hin frábæra söngkona Shadie Owens bætist nú í hópinn. Óef- að er þessi hópur mjög álitleg- ur og líklegur til mikilla af- reka á sviði tónlistarinnar en eins og öllum er kunnugt halda þau til Bandaríkjanna í Sept- ember n.k. En ekki er allt tekið út með sældinni. Með fráfalli Gunnars Jökuls úr Flowers og Shadie úr Óðmönnum hafa báðar þess ar hljómsveitir ákve'ðið að hætta störfum og fyrir bragð- ið missa nú íslenzk ungmenni sínar 3 beztu pop-hljómsveit- ir allar í einu. Vissulega er þetta mikið áfall fyrir íslenzka pop-músik, en á meðan menn Hinir nýju Hljómar í heimsókn hjá frægasta íslending í Band aríkjunum, Leifi Eríkssyni, hin- um heppna. IBMIDSI- England: 26. júlí. 1 (1) Baby Come Back Equals 2 (2) 'íhe Son Of Hickory Holler’s i Tramp O.C. Smith 3 (3) I Pretend ... . Des O’Conner 4 (6) Yummy Yummy Yummy Ohio, Express 5 (13) Mony Mony Tommy James and the Shondells 6 (5) Yesterday Ilas Gone ... Cupid’s Inspixation 7 (12) Macarthur Park . Richard Harris 8 (10) My Name Is Jack . .. Manfred Mann 9 (8) Blue Eyes . . Don Partridge 10 (4) Jumpin’ Jack Flash . . . . Rolling Stones Las Vegas The Son Of Hickory Baby Come Back Downtown Soulville Soul Groovin ........ Jumpin’ Jack Flash . The Universal Hurdy Gurdy Man My Name Is Jack . One More Dance . . . Think ............... 26. júlí 1968. Hollers Tramp O. C. Smith .................... Equals Chuck Edwards ........... Equals ..... Rolling Stones ..... Small Faces .......... Donovan .... Manfred Manni Ester og Abi Ofram .. Aretha Franklin Hljómar eins og þeir voru hvað vinsælastir. eins og Karl Sighvatsson, Magn ús Kjartansson og Jóhann Jó- hannsson, svo að einhverjir séu nefndir, standa enn uppi er ekki ástæða til að örvænta. Þessir menn ásamt öðrum með- limum beggja hljómsveitanna eru áreiðanlega ekki búnir að syngja sitt síðasta en fróðlegt verður að fylgjast með þróun íslenzkra hljómsveitarmála nú í næstu framtíð. Hins vegar er ánægjulegt til þess að vita að íslenzk hljómsveit skuli vera talin það góð að hún sé gjald- geng á erlendum markaði. í fimm ár hafa Hljómar staðið í sviðsljósinu og skemmt lands- mönnum með söng sínum og leik. Nú uppskera þeir árang- urinn fyrir erfiðið. Af þessu til efni höfum við ákveðið að renna lauslega yfir sögu þeirra félaga frá því að þeir fyrst fóru að vekja á sér athygli. Hljómar voru stofnaðir í Keflavík um haustið 1963. Þá söng með hljómsveitinni Einar Júlíusson sá ágæti söngvari sem nú syngur með Pónik. Af einhverjum ástæðum hélzt Einar ekki lengi í hópnum en við söngnum tók Karl Her- mannsson. Karl var söngvari hljómsveitarinnar þennan vet- ur og var þá hljómsveitin skip- uð auk hans þeim Eggert Þórð- arsyni, sem var fyrirliði þeirra og upphafsmaður að stofnun hljómsveitarinnar, Gunnari Þórðarsyni, Erlingi Björnssyni og Rúnari Júlíus- syni. Þetta sama vor vöktu þeir félagar fyrst á sér verulega at- hygli hér í Reykjavík en það var á hljómleikum sem haldnir voru í Háskólabíói. Eftir þessa hljómleika má segja að sigur- ganga þeirra hefjist fyrir al- vöru. Karl hætti um sumarið en Hljómar héldu áfram sem kvartett og hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið fjórir síðan. Um sumarið fóru þeir í sína fyrstu hringferð um land- ið og eftir þá ferð voru þeir orðnir landskunnir. Haustið 1964 brugðu þeir félagarnir sér yfir pollinn til Englands en þar komu þeir fram í hinum heims- kunna CAVERN-klúbbi í Liv- erpool, klúbbnum sem varð Bítlunum stökkpallur tilfrægð ar og frama. Eggert varð eftir í Englandi en Gunnar, Erling- ur og Rúnar komu heim og tóku strax til óspilltra málanna með nýjum trommara, manni sem að seinna átti eftir að verða landsfrægur fyrir söng sinn — Engilbert Jensen. Snemma á ár inu 1965 léku Hljómar inn á sína fyrstu hljómplötu og um sama leyti gerðist Pétur Öst- lund trommuleikari hljómsveit- arinnar. Á þeim tæpu tveim ár- um sem að Pétur lék með Hljóm um gáfu þeir út fjórar hljóm- plötur sem allar náðu mikl- um vinsældum. Þrjár af þess- um plötum voru gefnar út af hinu heimsþekkta hljómplötu- fyrirtæki PARLOPHONE, en það að óþekkt hljómsveit hér uppi á íslandi skuli hafa náð samningi við slíkt fyrirtæki er afrek sem vert er að minn- ast á og ætti það eitt að segja nokkuð til um gæði hljómsveit- arinnar á þessum tíma. Þess má geta að um þessar mundir var kvikmyndin Umbarumbamba tekin og sýnd víða um land. Haustið 1966 slitnaði upp úr samstarfi þeirra Péturs og hinna meðlima hljómsveitarinn ar en Engilbert Jensen settist nú aftur í sitt gamla sæti við trommurnar. Upp frá þessu fóru vinsældir Hljóma að auk- ast jafnt og þétt og hljómsveit- in varð betri og betri með hverj um deginum sem leið. Saga síð- ustu mánaða er öllum kunn. L.P. platan kom út og vakti verðskuldaða athygli og hrifn- ingu. Lagið „Show Me You Like Me“ sem þeir gáfu út í Bandaríkjunum náði 6. sæti vinsældarlistans í Mitchigan- fylki þar í landi. Hljómar hafa tvívegis hlotið kosningu sem „Hljómsveit unga fólksins" en keppni þessi hefur verið hald- in jafn oft. S.l. vetur brugðu Pétur Östlund Hljómar sér til Svíþjóðar þar sem að þeir „rassskelltu" þar- lendar hljómsveitir, ef dæma skal eftir ummælum sænskra dagblaða. Og enn eru það ný- ir sigrar. Með endurskipulagt lið halda þeir nú til Banda- ríkjanna, fyrsta sporið til enn meiri frama. Glugginn vill nota tækifærið og óska þeim gæfu og gengis í því starfi sem þeir nú eiga framundan. í umsjá BALDVINS JÓNS- SONAR og SVEINS GUÐ- JÓNSSONAR. Illjómar eins og þeir voru sumarið 1964. 28. júM 1MB LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.