Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 12
Fórnfæring í grisku hofi. EDDA OC HÓMER Framh. af bls. 7 5ð upp úr sér heil kvæði. Spyrja mætti, hvort ekki hafi sumir vísindamenn gert meira en rétt er úr kveðskap vörpuðum af munni fram undirbúningslaust. 13. Um sumar líkingar með Hómerskvæð- um og eddukvæðum hef ég komizt svo að orði, að þær muni vera af sömu rót- um runnar. Ég hef ekki kveðið sterkar að orði um þetta, og er það vísvitandi gert. En ég hugsa mér landsvæði, þar sem þjóðflokkar hafa búið sem talað hafa svipað mál, og með þeim hafi síðan varðveitzt likir menningarhættir og skáldskapar ven j ur. Það gegnir engri furðu, að í tveimur málakvíslum, sem báðar heyra til sama málaflokks, eins og griska og germönsk mál, séu mörg orð lík og skyld. Sér- fræðingur gæti auðveldlega margfaldað það sem hér að framan hefur verið nefnt. En enginn lærdómur getur megn- að að finna eins margar hliðstæður milli germanskra mála og grísku sem finna má í bókum orðsifjafræðinga með grísku og sanskrít. Óefað hefur bilið milli Grikkja og Germana alla tíð veriðmeira en milli Grikkja og Indverja á þvi tímabili, sem hér er um að ræða. Líkingarnar milli orðfæris í Hómers- kvæðum og í fornnorrænum kveðskap eru ekki allar jafn-veigamiklar, veita ekki allar jafnmikla vitneskju um fornt skáldamál. Ósamsett orð veita vanalega miklu minni fræðslu. Þó ber við, að eitthvað verði ráðið af tengslum þeirra við önnur orð, og má um það nefna gumi, sem getið var um hér að framan, og skyldleika þess við latneska orðið humus. Miklu meira er á samsettum orðum að græða, því að þar kemur fram vísvitandi orðasmíð. Og enn meira er um það vert, ef þessi orð eru Völundarsmíð, bera vitni um hagleik og mætur á orðfegurð. Ýmislegt af því tagi hefur verið nefnt í köflunum hér að íraman. Venjuna að hafa í röð þrjú nafnorð og láta einkunn (eða annað á- kvæðisorð) fylgja aðeins hinu síðasta hefur eitt skáldið vafalaust stælt eftir öðru, og þá af því að þeim hefur geðj- azt að henni. Mannanöfn í grísiku og germönskum málum heyra augljóslega til hinnar útbreiddu indóevrópisku venju og það fer ekki hjá, að menn hafi forðum haft næmt eyra fyrir fegurð sumra nafnanna. Þá er það engin til- viljun, hve víða má finna nafnaþulur, t.d. nöfn goða og vætta. Að ógleymdum öllum hinum mörgu lýsingarorðum, sem sum hver eru forkunnarfögur. Sum sam- sett heiti I Alvíssmálum sýna afburða málkennd. Vitaskuld eru fá þessara sam- settu orða eins í báðum málum, en þó ber það við, og oft er annar liður eins i þeim, og hinn liðurinn eins að merk- ingu. Varla fer hjá því, að listargleði skáldanna í þessari orðasmíð sé hnif- jöfn í báðum málunum. PÉTUR OC VALDIMAR Framhald af bls. 9. valdi loks síðari kostinn. Þegar Pétur hafði rétt bílinn af og taldi sig slopp- inn, fór hann að hyggja að farþegan- um. Það lýsti af andliti hans í myrkr- inu, svo fölt var það og Pétri flaug í hug, hvort þessi farþegi hans væri ekki hættur að vera maður og orðinn að draug. Til að fullvissa sig um þetta atr- iði spurði hann hæversklega: — Ertu lifandi? Það leið nokkur stund, þar til hann fékk svarið: — Ég verð aldrei svo gamall og mér liggur aldrei svo mikið á, að ég fari nokkurn tímann uppí bíl með þér fram- ar. Pétur á Hallgilsstöðum hefur komið vei að sér mönnum og eru þeir flestir vinir hans, sem hjá homum hafa verið. Þráinn Jónsson, hægri hönd Péturs, hefur verið hjá honum i fimmtán ár. Pétur fylgist vel með mönnum sínum, en hann skammar þá sjaldan eða aldreL Langferðabilstjórum verður oft tafsamt á leiðum. Þeir kynnast gjarnan kven- fólki á bæjum og gististöðum í starfi sínu og það kemur fyrir, að þeim dvelst lengur hér eða þar á leiðinni en eig- andanum og þeim, sem bíða eftir vör- unum þykir æskilegt. Það var eitt sinn að einum bílstjór- anna fannst nauðsynlegt heilsu sinnar vegna að koma við á bæ einum, mig minnir það væri í Hrútafirðinum, og dvaldist honum þar, en síminn hringdi látlaust hjá Pétri, því að beðið var eftir vörunum á Akureyri. Það er sennilega ekki hægt að dvelja hjá konu með öllu meira áberandi hætti, en fara heim til hennar á margratonna vörubíl fullhlöðnum vörum, sem fjöldi manns bíður eftir. Það hlýtur náttúru- lega að enda með því, að helmingtir þjóðarinnar veit um þennan fund. Þetta fór svo að bílstjórinn skilaði sér um síðir til Akureyrar og segir mæðulega, þegar hann steig út úr bílnum: — Það sprakk hjá mér í Hrútafirð- inum ... Pétur gekk í kringum bílinn og leit á hjólbarðana og hann þekkir hjólbarð- ana sína og það leynist ekki fyrir hon- um, ef skipt er um þá. Hann stanzaði hjá bílstjóranum að lokinni þessari rann sóknarferð og sagði kuldalega: — Já, það er vafalaust rétt, það hefur sprungið hjá þér, en ekki hjólbarði ... Pétur og skemmtanaSKatturinn Eins og fyrr segir áttu bílstjórar marga viðkomustaði á þessari löngu leið milli Reykjavíkur og Akureyrar og voru sumir þeirra athafnasamari við að fjölga mannkyninu, en pyngja þeirra þoldi. Eitt sinn var svo komið, að einn bílstjóranna hafði orðið áhyggjur þung- ar af þessum sökum og bar hann upp vandræði sín við vinnuveitand'ann. Pétur tók mikinn þátt í raunum bíl- stjóra síns, en átti ekki handbæra pen- inga til að lána honum, svo að hann fór á fund sparisjóðsstjóra eins, sem þekkt- ur var við hjálpsemi við þurfamenn og segir Pétur við hann, að nú sé Ijótt í efni, sig vanti tuttugu þúsund krónur til að borga með skemmtanaskatt. Spari- sjóðsstjórinn sem hafði nokkur kynni af kvikmyndahúsrekstri, sagði, að skemmt anaskattur væri innheimtur með miðun- um um leið og selt væri inná skemmt- anirnar og ættu menn því ekki að þurfa að skulda hann. Pétur sagði, að þessi skemmtanaskattur sem hann þyrfti nú að standa skil á væri með þeim hætti, að innheimtu yrði oft ekki við komið við innganginn og þá vildi stundum safn- ast skuld. Þegar sparisjóðsstjórinn hafði fengið að vita málavöxtu og hvers eðlis þessi skemmtanaskattur var féllst hann a að lána til greiðslu hans og hélt Pét- ur síðan á fund bílstjórans, sem beið spenntur úrslitanna, fékk honum pening ana með svofelldum orðum: — Reyndu svo greyið mitt eftirleiðis að láta þér nægja að hlaða bílinn ... Pétur hefur heldur slæma reynslu af úthlutunarnefndum og sér lítið eftir þeim fyrirbærum þjóðlífsins. Það var eitt sinn að það átti að fara að úthluta leyfum fyrir bílum og Pétur kemur að norðan með stórt og mikið plagg, sem flest fyrirtæki á Akureyri höfðu ritað undir. Hann beið í fjóra tíma eftir við- tali við einn nefndarmanna ásamt öðr- um manni utan af landi. Þeir höfðu löngu lokið við að segja hvor öðrum ævisögur sínar og næstu feðra sinna og voru byrjaðir á langfeðgum sínum pg ekki kom maðurinn. Þegar Pétri gafst svo færi á að skutlast inn til annars nefndarmanns, brá hann á það ráð í barnaskap sínum. Hann trúði því ekki meira en svo saklaus sveitapilturinn — eða svo til nær alveg saklaus — að þessar sögur um hlutdrægni nefndar- manna gætu verið sannar. Hann talaði langt mál og snjallt og lagði loks fram plaggið skrautlega, sann færður með sjálfum sér um, að undir- skriftir jafnmikils fjölda mætismanna og þarna væri um að ræða gæti engin nefnd í þessum heimi hundsað. Þarna höfðu allir helztu höfðingjar á sjálfri Ákureyri ritað nöfn sín. Nefndarmaður- inn leit ólundarlega á plaggið, ýtti því til hliðar og sagði: — Þetta les aldrei neinn. Pétur er enn að harma þetta plagg. Aldrei hvorki fyrr eða síðar hefur hon- um tekizt að safna saman svo mörgum undirskriftum frægra manna í Eyjafirði. Leikar fóru þannig, að Pétur fékk ekk- ert leyfi, en fyrirtæki hér í Reykjavík fékk leyfi fyrir fjórum bilum til akst- urs á leiðinni norður, en þeir bílar komu aldrei á þann veg, heldur voru seldir á svörtum markaði. 1‘étur yrkir í svefnrofunum Pétur er hagmæltur vel og getur snýtt úr sér vísum, að hætti góðra norð- anmanna, eins og sjálfsali á torgum. Margar vísur hans eru smellnar og sumar ágætlega smellnar, en margt er þar auðvitað um leirburðinn, eins og hjá öðrum hagyrðingum og fáar eru vís- ur Péturs Lesbókarefni. Pétur orti mest fyrir miðjan aldur og var þá síyrkjandi og einu sinni á þeim árum orti hann milli svefns og vöku og þó meir í svefni. Það þarf góðan hagyrðing syðra til að yrkja á móti sofandi Norðlendingi, segir Pét- ur. Vorið og sumarið er annatími margra og þá oft lítið sofið, og menn lengi að vakna eftir stuttan næturblund. Það var eitt sinn að Pétur kom út á fögrum vor morgnl og ekkl vaknaður tn fulls. A8 sljóum hugsunum hans berst niðurinn í ánni og lækjunum, sem féllu beljandi i vorleysingunum niður fjallshliðina. Pét- ur tautaði, hálfsofandi: Glymur hátt í gljúfrasal... Hann stóð nú þarna og ók sér og klóraði eins og góðra manna er háttux og barðist við að vakna. Hann pírði svefnþrútnum augum sínum út á fjörð- inn. Morgunsólin glitraði í léttum bár- um fjarðarins: Glampar bára á sjánum ... sagði Pétur um leið og hann staulaðist af stað. Hann átti erindi á bak við hús- ið, kannski til að létta á sér, en sá er einn kostur við sveitir, að það geta menn gert út i guðsgrænni náttúrunni og tengjast þá hinu innilegasta sam- bandi við móður jörð. Sem nú Pétur stendur þarna á bak við húsið, hvað sem hann hefur verið að gera, þá horf- ir hann fram dalinn, baðaðan í morg- undögginni og sólgliti og honum verður að orði: Fagurt er um fjöll og dal ... Þegar hann hefur lokið starfa sínum á bak við húsið, heldur hann, sem leið liggur, í gegnum garðinn við húsið til baka inn til að borða árbýtinn. í garð- inum voru hávaxin tré og í þeim sátu fuglar og sungu í gleði sinni ýfir góðum morgni. Fuglar syngja í trjánum ... muldraði Pétur og vaknaði þá til fulls og varð ljóst að hann hafði meðan hannt var að berjast við að vakna til starfa, ort visu. Þannig er Norðlendin gurinn, menn geta aldrei verið óhræddir um, að hann kasti ekki fram vísu, jafnvel þó að hann steinsofi. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 3. nárns í heimi tónlistarinnar, var þyrn- um stráð og grýtt yfirferðar manni eins og Schönberg, sem í hjarta sínu bar djúpa lotningu fyrir verkum hinna eldri meistara. Löngu síðar var Schönberg að því spurður hvers vegna hann hefði lagt út á þessa braut nýjunga og bylt- inga, og hann svaraði þvi til, að það hefði verið nauðsyn, enginn hefði vilj- að gera það, „og þess vegna varð ég að gera það“. Ekkert skref var þvi stigið fram á við án þess að gaum- gæfilega væri hugleitt hvað af því leiddi, og án þess að knýjandi innri þörf heimtaði það. Merkasta verk Schönbergs frá þess- um umbrotatíma er án efa kammerkant- atan „Pierrot lunaire“ frá árinu 1911 fyrir talsöngsrödd og fimm hljóðfæra- leikara. Heimiur venksins er mairkaður af hástemmdum tilfinningum flæktum í Gordíonshnút, válegri tunglsýki og ó- Leillavænlegum djöfulmóði. Hinir vel- þekktu hljómar ómblíðrar tónfesti eru horfnir af sviði raunveruleikans, þeir birtast sem afskræmdar afturgöngur, koma þar með upp um sjálfa sig og verða að nýjum sannleika. Stíll verks- ins minnir á rústir mikillar menning- ar. Sdhöniberg hafði heppnazt að fella fausknar stoðir gatslitinnar hefðar, og slengja Surtarloga yfir hið rómantíska tímabil tónlistarsögunnar, og nú átti eftir að finna gulltöflur í grasi. A árunum eftir fyrra stríðið samdi Schönberg lítið sem ekkert, en hann velti fyrir sér hugmyndum sem áttu eft- jr að reynast afdrifaríkar, — tólftóna- aðferðin var í deiglunni. Schönberg varð brátt frægur maður og árið 1925 flyzt hann til Berlínar, og verður þar prófessor í tónsmdðum. Um svipað leyti birtir hann fyrsta tólftónaverk sitt „Svítu fyrir píanó“ op. 25. Tólftóna- aðferðin olli aldahvörfum í skilningi manna á tónlist og tónsmíðatækni. Þar með var meira samhengi náð í meðhöndl un efnisins en nokkru sinni áður, hver tónn var rökrétt afleiðing undanfarandi orsaka. Allt sem gerðist var unnið út frá grundvalllarhugmynd, sem birzt gat í óendanlega margbreytiiLegum myndium. Schönberg varaði strax við ofmáti 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.