Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 3
ATLi HEIMIR SWEINSSON: Arnold Sch&nberg Frumherji nútíma tónlistar Vinnuherbergi Schönhergs. Arnold Schönberg. Fá tónskáld hafa nokkurn tíma haft jafn djúptæk áhrif á þróun tónlistar, mótað rás sögunnar, og austurríska tón- akáldið Arnold Schönberg. Alla æfi sína var Schönibeng ákaflega umdeildur mað- ur, hann átti fylgismenn sem dýrkuðu hann eins og guð, hvert orð sem rann fram af hans munni var sannleikur, hvert verk sem hann samdi var alfull- komin opinberun. Þessi fylgisspaki að- dáendahópur var Mtill meðan Schön- berg lifði, en þeim mun trúrri í til- beiðslu sinni á meistaranum, hinir voru mörgum sinnum fleiri sem álitu Schön- berg varg í véum, ofstaekisfullan niður- rifsmann, óþolandi hrokagikk og hæfi- leikalausan böguibósa á villigötum. Schönberg sagði sjálfur, að aldrei hefði sl'íkur meistari sem hann verið jafn herfilega misskilinn oig vanræktur af samtíð sinni, en hann sagði líka, að eftir dauða sinn mundi hann og verk hans verða ofmetin og kvað það mundi skaða sig jafnmikið og vanmat samtíð- arinnar. En hinar frumlegu og róttæku Skoð- anir Schönbergs, sem birtast í tónverk- um hans og fræðiritum, hafa mótað tvær kynslóðir tónskálda. Hann var frábær kennari, og gróð- ursetti hugmyndir sínar í vitund nem- enda sinna, sem hver um sig þróaði þær áfram eftir upplagi sínu og skap- ferli. Meðal nemenda hans voru ýmis merkustu tónskáld þessarar aldar, Ant- on Webern, sem ýmsir telja ennþá merkilegri en Schönberg, Aiban Berg, Hanns Eisiler og John Cage, auk fjöilda snnarra liðtækra tónskálda. Allir voru þessir menn gjörólíkir, en allir báru þeir á einhvern hátt merki meistara síns. Anton Webern hefur verið nefnd- ur faðh’ röðunartækninnar og elektrón- ísku tónlistarinnar, Alban Berg er sagð ur hafa brúað bilið milli rómantísku stefnunnar og tólf'tónaaðferðarinnar en hann var án efa bezta óperutónskáld þessarar aldar, Hanns Eisler gefck kommúnistum á hönd í Austur-Þýzka- Landi og er álitinn einn höfuðmeistari binnar sósíalístísku raunsæisstefnu, sem frelsa skyldi Lýðinn og John Cage er höfuðpaurinn á bak við popplistina og það heljarmikla happening sem nú fltendur yfir í listaheiminum. Veguir Schönibergs sjáilfs fer líka hraðvaxandi, verk hans heyrast æ meir í tónleikahöllum heimsins, útbreiðsla þeirra á plötum fer sívaxandi, og þeg- ar eitthvert af stærri verkum hans er flutt þykir það jafnan höfuðviðburð- ur. Schönberg fæddist í Vínarborg árið 1874. Hann var gyðingaættar og átti það síðar eftir að marka djúp spor í skapgerð hans og sköpunarferil. Faðir bans var bjargálna kaupmaður, og börn in hlutu borgaralegt uppeldi evrópskr- ar millistéttar. Schönberg lærði að leika á fiðlu í æsku, en raunverulegt tón- listarnám stundaði hann aldrei svo kall- azt gæti. Að því leyti er hann ein- stakur meðal hinna miklu tónskálda, að hann er nær algjörlega sjálfmenntaður. Hin eina kennsla sem hann hlaut í tóntsmíðum, var hjálp í kontrapunkti um þriggja mánaða skeið hjá mági sín- um, velþekktu tónskáldi og hljómsveit- arstjóra Zemlinsfcy að nafni. Um skamma hríð vann hann fyrir sér sem bankamaður, en frá árinu 1895 helgaði hann sig algjörlega tónlistinni. Fyrstu verk hans þóttu þá strax harla fram- andleg þótt þau væru síðrómantísk í stíl og formi, framhald af Brahms og Wagner, undir áhrifum frá Gustav Mah ler. Þau báru í :sér frjóanga nýs tíma- bils, og voru óvenjulega persónuleg þeg ar nánar var að gáð. Það er kannski skýringin á því, að jafnvel þessi fyrstu verk hans ollu mikiilli hneykslan áheyrenda. Annars henti það Schön- berg oft á lífsleiðinni að verk hans væru pípt niður af áheyrendum. Meðal þessara fyrstu verka var strengjasextettinn „Ummynduð nótt“ op. 4, sem síðar varð vinsælasta verk Schönbergs, hárómantísk hermitónlist, átakanleg á að hlýða, magnþrungin og undrafögur um leið. Þá ber einnig að nefna hið mikla óratóríum „Gurre- söngva" við Ijóð danska sfcáldsins J.P. Jacobsens, fyrir einsöngvara, kór og bljómsveit. „Gurresöngvar" eru eitt stærsta verk sem samið hefur verið og tekur tvo klukkutíma að flytja það. Einsöngsraddirnar eru fimm að tölu, tal rödd er líka notuð, þrír fjórradda karlakórar, áttradda blandaður kór og risastór hljómsveit leikur með. Það tók Schönberg ellefu ár að fullgera verk- ið, en loksins þegar það var frumflutt árið 1913, var því tekið með miklum fögnuði. Þess má geta að Pétri Jóns- syni, sem þá var velþekktur söngvari, var boðið að syngja aðalhlutverkið, Valdemar konung, en hann varð að hafna því vegna annarra samninga. Um 1903 byrjar Schönberg að kenna og flykkist strax að honum mikillfjöldi nemenda, sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða. í sambandi við kennsluna skrifaði Scihönberg langa og ýtarlega hljómfræðibók, sem hefst á þessum orð- um: „Þessa bók hef ég lært af nemend- um mínum“. Bókin var að miklu leyti uppgjör Schönbergs við sjálfan sig, allt sem hann hafði þegar gert, og hug- leiðingar um það hvert stefna skyldi næst. Þessi tími í ævi Schönbergs var erf- iður, hann lifði við þröngan kost, verk hans voru mjöig umdeild og álitin ó- æskileg, en hann naut þó stuðnings margra góðra manna þ.á.m. Mahlers. Það var ómetanlegt fyrir Schönberg því Mahler var frægur maður og áhrifa- mikill, forstjóri hinnar keisaralegu óperu í Vín. Um líkt leyti byrjaði Schönberg að mála, og þótti liðtækur á því sviði. Hann var undir áhrifum frá þýzku expressjónistunum og átti það eftir að skapa samnefndan stíl í tón- list. Verk Schönbergs fjarlægðust æ meir tíðarandann, og gerði hann það sér sjálfur fullkomlega ljóst að hann stefndi til óþekktra stranda í tónlist sinni. Það er táknrænt, að í einu miikil- vægasta verki hans á þessari braut, strengjakvartettinum í fís-moll þar sem oöngrödd er notuð í tveim síðustu þátt- unum,_að söngurinn hefst á þessum orð- * um. „Ég skynja andrúmsloft frá öðrum stjörnum". Þessi braut, sem leiddi til glæsilegra uppfinninga og nýs land- Framhald á bls. 12. JON OSKAR: LJÓÐFÓRN Á hverfanda hveli er brjóst mitt og á vængjum daga og nátta hafa flogið hælislausir fuglar úr brjósti mér syngjandi leitandi að lifandi trjám og mannlegum hlustum sem fagna og nema hverfulan sönginn fyrr en hann deyr. Til þess hefur brjósti mínu blætt. < 28. júM 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.