Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 6
Næst skal fara nokkrum orðum um tvö fyrirbrigði, sem svo mjög setja svip á norrænan kveðskap, að þau eru frekar öllu í honum kölluð skáldamál. Þetta eru heiti og kenningar. Heiti kallast nöfn ýmissa hlluta, nafn- orð sem ekki koma fyrir í daglegxi ræðu (nema þá í föstum samböncium'), eða ef svo er, þá er merking þeirn í kveð’skapnum önnum en í daglegri ræðu Þó að þetta fræðiorð sé búið til lyrir norrænan kveðskap, þá er fyrirbrigðið einnig til í fornenskum kveðskap og hef ur verið með öllum germönskum þjóðum. En vitaskuld getur eitt orð tilheyrt skáldamáli í einu máli, en verið orð hversdagsræðu í öðru. Heitum í norrænum kveðskap má skipta í fimm flokka. Þeir eru: 1) gom- ul orð, sem naumlega eru notuð nema í skáldskap: 2) orð, sem í skáldskap eru notuð í annari merkingu en í daglegri ræðu: 3) orð, oft samsett, auðsjáanlega smíðuð af skáldum: 4) tökuorð úr öðr- um málum, sem ekki tíðkast í daglegri ræðu: 5) „hálfkenningar", kenningar- stofnar, sem eru notaðir án kenniorðs og í skáldlegri merkingu. Að því er ég bezt veit, er mikið af orðum í fornírsku, sem kölluð myndu heiti í íslenzkum skáldskap, og írar hafa orð sem svarar til íslenzka orðs- ins skáldamál (bérla na filed). í kvæðum Hómers er allmikið af nafn orðum, sem orðabækur segja að séu „episk“ eða „skáldleg"’ og mundu sum þeirra óefað vera kölluð heiti, ef í nor- rænum skáldskap væru. Ef litið er í History and the Homeric Iliad (1963) eftir Denys L. Page, er auðsætt, að sum orð, sem hann fjallar um, mundu teij- ast til 1. flokks norrænna heita, onn- ur til 2. flokks, og loks er ekki annað sýnna en sum orð með skáldlegu bragði myndu svara til 3. flokks norrænna heita, en vitanlega er sérfræðinga e nna að rekja slíkt nákvæmlega. Nú skal nefna fáein orð í þessam málum sem bera með sér skyldlmka. Herman Hirt telur, að germanska oið- ið gumi, þ.e. maður, á latínu homo, sé skylt latneska orðinu humus, moid, gríska khþon — og skáldlegt orð frá upphafi. Annað gamalt skáldamálsorð er Herjann, nafn á Óðni: það merkir konungur, stjórnandi hers. Alveg söm ei merking gríska orðsins koíranos: það er væntanlega sams uppruna og er algengt í Hómerskvæðum. f áletrun frá Englandi kemur fyrir nafnið Corionotatae, og er fyrri liðurinn sjálf- sagt hinn sami og gríska og norræna orðið. Þá skal sýna dæmi þess, hve gömul sum norræn heiti eru. Orðið fúrr og funi merkja bæði eld; það fyrra er af 1., það síðara af 2. flokki. í raun og veru er hér um eitt orð að ræða, sem klofnað hefur í tvö. Það er sama og getneska fon, eignarfall funins, gríska pýr, eignarfall pyrós, sbr. pánós, kynd- ill. Samanburður þessara orðmynda vek ur grun um, að hér hafi í öndverðu verið orð með tvístofna beygingu, en það þarf að fara allt aftur í hetítisku til að finna frummyndir orðsins, nefni- fall pahhwar (pahhuwar), eignarfall pahhwenas, þar sem — ur og — wen skiptist á í stofni eftir föllum. Svipuð klofning er í orðinu ari (meira eða rninna skáldlegt orð í íslenzku) og örn (vanalegt orð). Þau eru skyld gríska orðinu órnis, en skýrast af hetitísku beyg ingunni: haras, eignarfall haranas. Þessi dæmi sýna, hve forn eru sum heiti í íslenzku, og að þau eru oft skyld grísk- um orðum. Þá er að minnast á kenningarnar, sem nokkuð algengar eru í germönskum kveðskap, setja alveg svip á dróttkvæð- in, en eru fágætari í eddukvæðum. Kenning er eins konar umritun nafn- orðs, sú umritun með einfaldasta móti ei gerð með tveimur nafnorðum, og er annað einkunn hins, tengt með eignar- falli eða þá með samsetningu. Fáein dæmi þess skulu nefnd, en annars verð- ur að vísa til rits Rudolfs Meissners, Die Kenningar der Skalden (1921) eða annara handbóka. Skipta má kenningum í fjóra flokka. Þrír þeirra munu til næsta víða í forn- um frásagnarkvæðum. í fyrsta flokki er maður „kenndur við“ ætt sína, eign eða verk, eins og þegar guðinn Þór er nefnd ur jarðar sonur. Grískt skáld mundi sennilega heldur nefna nafnorð með við skeyti eða þá samsett lýsingarorð, en ekki er það rétt kenning. í sanskrít er til kenningin apam napat, sem svarar til sævar niðr í Ynglingatali, en ætt- ingi sævarins er Eldur samkvæmt gam- alli goðafræði. f öðrum flokki er síðari l’ður (kenningarstofninn) gerandanafn, svo sem sverða brjótr: hermaður, og er auðsær skyldleikinn við orðið borga brjótur hjá Hómer. Þó má vera, að ekki fyndust úr hófi mörg önnur dæmi í kvæðum hans: hjá suðrænu skáldunum var tilbreytni í skáldamáli meiri en hér nyrðra. Eðli þriðja flokks má vel greina í íslenzka orðinu hjörlögr: blóð, eða í fornenska orðinu hildebord: skjöldur. Hér heldur síðari liður, kenningarstofn inn, merkingu sinni að miklu leyti (blóð er lögur, skjöldur er borð), en merk- ingin er nánar skilgreind með fyrra lið, kenniorðinu. f fjórða flokki umturnast merkingin vegna áhrifa kenniorðsins: sævar hestr er enginn hestur, heldur skip. Orðasambandið skip eyðimerkur- innar, sem allir kannast við, um úlfalda, er í þessum flokki. Annars eru kenn- ingar þessa flokks fágætar utan drótt- kvæða: t.d. er lítið um þær í forn- enskum kvæðum. í Hómerskvæðum kem ur fyrir kenningin halós hippoi um skip; fáein önnur má finna í öðrum grískum kvæðum, t.d. jarðar hein um steina, sbr. foldar bein í Ynglingatali. Ef litið er til kenninga enn einnar fornindóevrópiskrar þjóðar, íra, má glöggt sjá, að þeir standa nær Germön um að þessu leyti en Grikkir. 10. Eitt hið allra gleggsta einkenni á kveðskap Hómers eru einkunnirnar, lýs- ingarorð sem fylgja nafnorðum og Snorri mundi hafa nefnt sannkenning- ar. Þær eru oft gæddar undursamlegri fegurð og töfrum. Þær eru einnig al- kunnar í fornnorrænum kveðskap. Eink unnir Hómers lúta vanalega að því, sem er varanlegt, stöðugt einkenni manna, jarðar og sævar, vopna, skipa og húsa og annars þess, sem skáldið fjallar um. Vitanlega leiðir af því, hve þau lúta mikið að varanlegum einkennum, svo og hinu, að mörg eru án efa bundin skáld- legri hefð frá fyrri dögum (þau hafa að kalla festst við nafnorðin), að þau falla ekki ævinlega að atvikum sögunn- ar, en þó finnst mér visindamenn hafa dæmt um það af óþarflega mikilli við- kvæmni. En þó að dæmi finnist þess, sð einkunn falli ekki að atviki, þá er það frekar sjaldan. Og vanalega eru þau gædd skáldskaparbrag. Mörg hver þeirra eru samsett, og verður vikið að því síðar. Til samanburðar má nefna lýsingarorðin í Atlakviðu, sem oft eru samsett og greinilega með skáldskapar- brag. Á öðrum stöðum í norrænum kveðskap er viðfelldin tilbreytni; þar geta skipzt á skáldleg, oft samsett lýs- ingarorð, og önnur, einföld og þekkt úr daglegri ræðu, en fara þó afbragðsvel við efnið. Miklu færri dæmi eru í eddu- kvæðum, að tiltekin lýsingarorð fylgi tilteknum nafnorðum, og sjaldan ber það við, að lýsingarorðin séu í ósamræmi við atvikin. Enn meira raunsæi kemur þó oft fyrir í lýsingarorðavali dróttkvæð- apna. Á síðari árum hafa menn gert tölu- verðar rannsóknir á einkunnum og föst- um orðatiltækjum, sem bundin eru við tiltekna menn eða hluti í kvæðum Hóm- ers. Má þar fyrst og fremst nefna rit eftir Millman Parry. Kveðskap annara þjóða hafa m.a. Francis Magoun jr. og Albert B. Lord rannsakað: Robert Kell- ogg hefur gert skrá yfir fastmótað orða lag og endurtekningar í eddukvæðum. Óefað stafar allt þetta frá munnlegum uppruna og geymd kvæðanna. í Hóm- erskvæðum ræður hljóðdvöl og hljóð- dvalarhrynjandi skipun þess háttar orða; í germönskum kveðskap aftur á rcóti stuðlasetning og áherzla, þó að lengd atkvæða komi líka til greina. Á s.íðari árum bafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að sum föst orðasambönd hjá Hómer séu firna gömul, svo að þau eru nú torskilin, og veita þau stund- um vitneskju um fornar sagnir um hetj- urnar (D.L.Page). Vera má, að minna sé í eddukvæðum af orðasamböndum, sem fullyrða má að séu úr gamalli erfð og gömul, en á hinn bóginn kunni að vera meira um nýsmíð, en það er leikur einn að benda á fjölda orðasambanda, sem eru víða kunn og sennilega gömul. Hér að framan var getið um orðasam- bandið „jörð og upphiminn": „þursa di óttinn“ k:mur fyrir í Þrymskviðu og særingum varðveittum í rúnum frá 11. öld. Þá má nefna kafla úr Griðamál- um og Tryggðamálum. Á allmargar hlið- stæður milli svipaðs orðalags í sænsk- um rúnaristum og vesturnorrænum kvæðum hefur verið bent, og sama máli gegnir um orðasambönd í norrænu og vesturgermönskum kveðskap, t.d. er orðatvíundin æsir — álfar bæði kunn af Norðurlöndum og úr fornensku. Rúna ristur frá frumnorrænum tíma eru fáar, ag forna gotneska Biblíuþýðingin (frá 4. öld e.Kr.) er vitanlega á eins konar Bibliumáli. Líklega eru sum samsettu Horft til Akrópólishæðar. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. júií 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.