Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 5
enn. Á Endurreisnartímabilinu voru eyjarnar sumar höfuðvígi innlendrar list- ar. En ferðamaðurinn á úr þúsund eyjum að velja: hér eru óbyggðar eyjar, sem bjóða hvíld og einveru þeim, sem kýs að lifa sannkölluðu paradísarlífi og láta áhyggjur siðmenningarinnar lönd og leið; hér eru nýtízku eyjar með full- komna ferðamannaþjónustu fyrir þá sem kjósa skemmtanir og munað og enn aðrar eyjar eru hér: eyjar sem hverfa og rísa úr hafi og hverfa á nýjan leik ■— enginn hefur í rauninni séð þessar eyjar, en þekkir þær aðeins af lýsing- um aldraða sægarpa, sem kunna ekki lengur að greina að draum sinn og veruleik. En höfundur minnir okkur einnig á fólkið, sem hér býr, og ef til vill má greina í textanum vott af kvíða fyrir því, að sérkenni eyjanna og þjóðleg ein- kenni kunni innan skamms að hverfa í skuggann fyrir ópersónulegum blæ al- þjóðlegs ferðamannastraums, en „á fjölmörgum þessara eyja“, segir í formála, „búa íbúarnir enn við sömu lifnaðarháttu og forfeður þeirra — þeir rækta vínvið og hlúa að aldagömlum ólífulundum af stakri þolinmæði og þeir róa til fiskjar á smákænum — net sín bæta þeir og þurrka á hvítu steinbryggjun- um að næturlagi við skímu af luktum, enn klæðast þeir á tyllidögum skraut- miklum þjóðbúningum (sem eru svo frábrugðnir hver öðrum á hinum ýmsu eyjum, að ætla mætti, að úthaf skildi á milli), enn dansa þeir þjóðdansa á há- tíðum og enn leika þeir á forn, þjóðleg hljóðfæri og syngja sérkennilega söngva sína. Eyjaskeggjar eru að eðlisfari gestrisnir, geðgóðir og léttir í lund, ferða- - •" SiiÍSí'' f ■' í'-í 'íw 11111 wKm Íliiiili . ' '. SISIiliiÍ $$$$$$$ . ttpi gtiii . ‘ * V-1 ^ -v*' m ® M Dómkirkjan á eynni Rab, sem var byggð á 12. öld, er aðeins eitt af mörgum mann- virkjum, sem bera vitni um fornt blómaskeið menningar og Iistar á júgóslavnesku eyjunum. Bærinn Hvar á samnefndri eyju — efst er borgarvirkið., Hvar er vinsæll ferða- mannastaður sakir náttúrufegurðar, heilnæms loftslags og sögufrægra bygginga frá ýmsum tímaskeiðum húsagerðarlistar. A Hvar stóð vagga júgóslavneskrar leiklistar. Þar stendur elzta leikhúsbygging Júgóslavíu, byggð 1612.. löngum fagna þeir sem gestum, ekki sem tekjulind. Þeir hafa varðveitt hug- arfar sjéSfstæðrar og afskekktrar þjóðareiningar: þeir vilja, að hinn fram- andi gestur kynnist landi þeirra og falli það vel, að hann fái séð fegurð eyj- anna og metið hana að verðleikum .... Þessi eðlislæga og sjálfsagða gest- risni, er náttúran sjálf sýndi fyrstu landnámsmönnunum fyrir mörg þúsund árum.“ Bókina prýða 96 myndir af landslagi, fólki og listaverkum og er val þeirra óvenjuvel samræmt anda textans: þær svala ekki allri forvitni, en vekja löng- un lesanda til að kynnast landinu af eigin raun. — sv. j. Hægt or að nálgast eyjarnar með margvíslegu móti, t.d. með því að leigja sér árabát og nema land í einhverri víkinni, þar sem furutré veita forsælu á send- inni strönd. I 28. júM 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.