Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 9
Elztu bílarnir og bræðurnir. Nýjasti bíllinn og' Helgi, einn af bílstjórum Péturs. Hann er svo sterkur, segir Pétur, að hann flytur aldrei svo þungt stykki, að hann Iáti það ekki einn á bílinn. hann var tiibúinn að halda af stað norð- ur. Þá var þétt lognhríð og auðvitað myrkt af nóttu. Einn farþegi, karlmað- ur — annars væri Pétur sennilega ekki kominn norður enn þá — var með Pétri norðúr. Það gekk hægt vegna hríðarinnar og myrkursins, vegir voru víða ekki ann- að eh sléttir melar eða rudd leið, sem fljótlega skefidi í, og merki fá en beygjllr margar. Pétur hékk með haus- inn útum gluggann og reyndi að þræða veginri, en greip ekki til pokans eins og Sigurður heitinn á Fosshóli, sem undir svipuðum kringumstæðum, batt hvítan poka á bakið á einum farþeganna og sagði honum síðan að hlaupa á undan bílnum. Farþeginn hljóp og Siguirður keyrði fast á hæla honum, en athugaði ekki að maðurinn mædldist en billlinn ek'ki. Maðurinn þorði ekki að stoppa af ótta við að bíilinn færii yifir ihann, ogloks tók hann það ráð að hlaupa út af og Sigurður ók auðvitað á eftir ... Þegar Pétur var um nóttina kominn á móts Við herstöð Breta í Hvalfirði, því að þetta var í byrjun hernámsins, verð- ur hann þess var að bíllinn er skyndi- lega orðinn olíulaus. Hann stanzar auð- vitað, en það reyndist ekki vera á sem heppilegustum stað. Þar sem Bretarnir voru nýkomnir og þekktu ekki þennán lýð, sem hér bjó, heldur áttu von á stríðsmönnum, launmorðingjum og njósriurum úr hverri átt, voru þeir tor- tryggnir og komu hlaupandi og um- kringdú fól-k otandi byssustingjum sín- um, ef það stanzaði í nánd við víghreið- ur þeirra til að kasta af sér vatni. Það skiptir nú engum togum, að það er varp að sterku ljósi á Pétur og hann um- kringdur þarna af fjölda manna, sem miða a hann byssum og byssustingjum. Honúm tekst að gera Bretunum skiljan- legt, hvað að sé, en þó hvarf þeim ekki allur uggur: hvað var þessi maður að ferðast um hánött í blindlhríð og stanza einrriitt þarna. Pétri er það minnisstætt, að hann fann byssusting við afturendann á sér, þar sem hann bograði yfir bílvélinni að leita að lekastaðnum. Hann fann bilunina og gat gert við til bráðabirgða, en olíu hafði hann næga. Þegar hann sá sér fært að rétta sig upp, án þess að vera þræddur um leið upp á byssusting, gerði hann „honnör“, fór uppi bílinn og hvarf Bretunum útí hríð- ina, sem var jafnsvört og áður. Þegar hann fór yfir Leirvogsána, var eins og hann æki útúr vegg, svo skörp voru skilin á blindhríðinni að baki og al- björtu veðri framundan. Sóttist Pétri nú ferðin vel, þar til kom yfir Hvítá. Þar hafði fennt um nóttina og var snjór mjög jafnfallinn. Þar sem þetta var snemma morguns, hafði engin slóð náð að myndast, ekki einu sinni eftir kind og . varð Pétri nú því vandratað á ný, þar i sem vegur lá slétt um flatir eða mela. Veður var bjart og hið ákjósan- legasta þessa morgunstund í ofanverð- um Borgarfirðinum, en ferðin gekk hægt af framangreindri orsök. Pétur var líka allsyfjaður, því að menn syfjar mest á morgnana, þegar þeir vaka á nóttum. Hann staldraði við í Forna- hvammi að fá sér bita, en hélt síðan áfram ferðinni, því að hann taldi sýnt, að hann næði ekki norður þetta haust- ið, eins og veðri var háttað, ef hann kæmist ekki í einum áfanga. Allan næsta dag og fram á nótt var Pétur að paufast áfram. Fyrir norðan heiði var snjólétt, en svellalög og læk- ir bólgnir. Um miðja nótt kom Pétur til Blönduóss og sá þá það ráð vænzt að leggja sig til morguns og svaf hann þarna í tæpa fjóra tíma. Hann lagði af stað aftur í býti um morguninn. Veður var þá bjart, snjólítið enn á vegum, en frost og hálka mikil. Pétri varð tafsamt að komast yfir svellbólstrana og lækina og það var orð- ið aldimmt, þegar hann kom í Silfra- staðahlíðina í Skagafirði. Þar runnu lækir víða yfir veginn og jafnvel verra yfirferðar en verið hafði í Langadaln- um. Á þessum kafla bognaði stýris- stöngin og varð þá Pétri vandstýrt bílnum. Það hafði verið velbúið um gas- flöskurnar, en nú var orðið lát á þeim umbúnaði af öllu skakinu og jaskinu, og skullu flöskurnar saman svo að glamraði í, þegar bíllinn tók siæma hnykki. Farþeginn hafði orð á því, hvort þeir ættu ekki að gista á Silfrastöðum og bíða birtu yfir Öxnadalsheiðina. Pét- ur aftók það og taldi sem fyrr, að ekki væri ráðlegt að gera stanz á ferðinni. Hann lagði því á Öxnadalkheiðina. Það er flest illt -að segja um þessa heiði. Þar eru draugar á ferli á veg- um, tröll í svörtum klettum og skrímsli í hyldjúpum giljum. Giljareitirnir á Öxnadalsheiði eru ekki árennilegir að haustlagi í hálku og eru þeir þó ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem áður var, því að nú er þarna breiður vegur og lækir allir leiddir í rásir undir veg- inum. I þá daga, þegar Pétur var þarna á ferð sinni, var vegurinn svo mjór víða, að hann var rétt nægur bílnum, þó að áuður væri. Þar, sem lækur fellur niður af kletti og yfir mjóan veginn og síðan niður í gljúfur, myndaðist svelibólstur þykkast þar sem lækurinn kom niður í krikann milli vegarins og klettsins og varð síð- an jafnhallandi alveg fram á brún á hinu uggvekjandi gili. Pétur bölvaði stýrisstönginni og síðan veginum og þá örlögum sínum, en áfram hélt hann og renndi bílnum hiklaust því að hik var sama og dauði — yfir hvern svell- bólsturinn á fætur öðrum og varð oft að fara fremst á nöfinni. Það hefur kannski létt farþeganum lífið, að svartamyrkur var komið og hann hefur ekiki séð jafngreiniílega og ef bjart hefði verið, það gímald fullt af myrkri en grjóturð í botni, sem beið hans, ef eitt hjólið skrikaði út af þegar brúnin var naumlega þrædd. Hann mælti ekki orð af vörum frá því að þeir fóru framhjá Silfrastöðum og þar til þeir komu að Gloppulæknum í Öxna- dal, sem nú segir frá. Þegar Pétur hafði lolungrazt yfir heið ina og renndi sér niður brekkuna hjá Bakkaseli, þóttist hann vita, að hann myndi verða langlífur maður, fyrst hann hafði ekki drepið sig á heiðinni. Hann htyrði flöskurnar lyftast og skella nið- ur, þegar hann rúllaði undan brekk- unni ofan af heiðinni, en hann var orð- inn svo vanur þessu glamri, að hann gaf því lítinn gaum. Hann hélt sig nú eiga sæmilega greiða ferð á láglendi til Akureyrar og það munaði litlu að hann væri farinn að syngja. Tillitssemi við farþegann, sem hann taldi nóg hrjáðan fyrir, aftraði honum frá því. Hann var orðinn syfjaður mjög, þar sem hann hafði ekki sofið nema fjóra tima á Blönduósi í þrjá sólarhringa, en það lá sem sagt vel á honum og er ekki ólíklegt að hann hafi átt von á þægi- legri hvílu, þegar hann kæmi til Akur- eyrar, en fátt er jafnyfirþyrmandi ljúft segir Pétur, eins og að sofna í konu- örmum eftir svaðilfarir og mannraunir. En það ér hættulegt og hefur margan drepið að fara of snemma að hugsa um þær dásemdir. Hafi Pétur verið farinn að hugsa um eitthvað slíkt þá var það enn ekki tímabært. Allt í einu skinu ljósin á svellbólistra mikinn framundan. — Helvítis Gloppulækurinn. Hann var eftir. Auðvitað. Skammt frá býlinu Gloppu í Öxna- dal, en það er fremsta býlið í dalnum, því að Bakkasel stendur uppi í heið- inni, rennur lækur ofan úr hlíðinni. Ekki er þetta neitt Skaðræðis vatns- fall og nú rennur það undir veginn, sem kurteis og prúður lækur, þó að kannski bregði af því í verstu leys- ingum. En á þessum árum var vegurinn þarna ékki hlaðinn heldur lá á sléttum melnum og vöru hjólför við lækinn orð- in djúp og einnig' í læknum sjálfum. Nú hafði myndast miklir svellbólstrar beggja vegna læksins og Pétur þurfti ekki lengi á það að horfa, að þarna var algerlega ófært. Það var ekki búið í Gloppu, þegar þetta var, heldur mun býlið hafa verið x eyði milli ábúenda. Það var heldur enga hjálp að saékjá eitt eða neitt, nema þá mannsöfnuð, því að menn réðu ekki almennt yfir hjálpartækjum til dráttar eða annarrar aðstoðar, heldur varð hver að bjárgast, serii mest sjálfur. Hjálpin var sem sé ekki nærtæk, það var um langan veg að fara fótgangandi í myrkr- inu, og það var farið að slíta úr honum, þó að énn væri ekki hríð. Skylli hann á gat orðið með öllu ófært til Akur- eyrar um ófyrirsjáanlegan tíma. Pétur hugsaði ekki lengi sitt ráð. Jörðin var harðfrosin og melrani upp hlíðina þar upp af, sem lækurinn rann yfir veginn. Skammt fyrir ofan vegtroðninginn, beygði lækurinn meðfram veginum og rann spöl samhliða honum áður en hann rann yfir hann. Pétri kemur nú í hug, að geti hann komizt upp melranann, og snúið bíln- um þar, þá eigi hann miklu auðveldara með að komast yfir lækinn úr þeirri átt, hann féll þar þrengra, efri bakkinn var hærri en neðri bakkinn og ferðin á bílnum undan brekkunni yrði mikil. Hann ætlaði að láta bílinn stökkva. Að vísu ekki langt, því að fremri hjólin yrðu komin yfir á neðri bakkann áður en aftari hjólin skryppu af efri bakk- anum. Pétur bregður nú á þetta ráð. Hann ekur bílnum uppeftir melrananum, snýr hcnum þar, þannig að hann veit und- an hallanum og stefnir á lækinn, þar sem hann var mjóstur og árennilegast- ur. Nú varð farþeganum fyrst orð á munni frá því á Silfrastöðum. Hann rýndi skelfingu lostinn út í myrkrið. — Ha, ertu ekki kominn uppí hlíð? — Eg er náttúrulega ekki kominn langt til fj'alls, en þó spöl, ég ætla nefnilega að láta hann stökkva, en hann þarf að fá tilhlaup. — Hver? Bíllinn? — Já, bíllinn, hefurðu aldrei séð bíl stökkva? — Nei, farþeginn hafði ekki séð það og virtist ekki langa ýkja mikið til þess. — En gasið . . . . ? — Það blandast sálinni, hún er loft- kennd líka, sagði Pétur, steig benzínið í botn og bíllinn brunaði af stað und- an hallanum framá klakahöggið á efri lækjarbakkanum og fram af því og framhj ólin flugu yfir og náðu að skella r.iður á klakahögginu á neðri bakkan- um og sökum hallans og hins rösklega tilhlaups hélzt ferðin á bílnum og aftur hjólin flugu einnig yfir. Þegar bíllinn kom niður úr stökkinu, tókst farmurinn á loft. Það segir Pétur að hafi verið stutt en óhugnanlegt andartak, sem leið frá því að hann fann að farmur- inn losnaði við bílpallinn og þar til hann skall niður aftur. Hlassið kom nið- ur með þungum dynk sprakk ekki og kastaðist ekki af og sálin er enn í PétrL Bíliinn kom svo til þvert á veginn, þegar hann kom yfir lækinn, en fyrir neðan vegtroðninginn voru móar og jurðvegur gljúpari en fyrir ofan hann, og þar hefði bíllinn festst, ef hann hefði haldið áfram niður fyrir veginn. Pétúr lagði því á stýrið, eins og honum var unrit, bíllinn rambaði nokkra stund óráðinn í hvort hann ætti að hvölfa sér þarna eða halda áfram á hjólunum, en Framhald á bls. 12. 28. júM 1008 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.