Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Page 2
Valdimar, Sigurður og Eiríkur.
son, var fjarverandi dagana, sem ég
dvaldist þarna, og kemur hann því ekki
við sögu þessa. Raunar nær ríki þeirra
félaga alllangt — annan skála eiga þeir
uppi á brekkubrún, sem nefnist La
Plata, vegna þess að einu sinni fuku
plötur allar af húsinu í fárviðri. Þar
eru svefnpláss fyrir 10 manns en á
svefnl <fti í aíaiskála eru rúm fyrir 30
manns. Þar er i heiðri höfð aldaigömul
baðstofumenning svo sem íslenzkir for-
feður okkar ahra bjuggu við. Á neðri
hæð skálans er stór og vistlegur sa'-
ur, þar sem matazt e: og kom ð saman á
kvöldvökum. Hér eru heit og köld
steypiböð, hér er plastsundlaug úti, en
enn sem komið er, er hún aðeins fyrir
hreystimennin. því að vatnið í henni er
kalt — en þeir eru í óða önn að koma
upp kyndiklefa til þess að ylja upp
vatnið handa hinum. Lengi mætti telja
upp ýmis dæmi þess, að hugsað sé fyrir
líkamlegri ve ferð gesta, en hitt er þó
meira um vert, að hér er viðmót slíkt
að engum getur hverfzt skap. Léttlvndi
og jafnlyndi þeirra f“laga smitar út frá
sér — það er engu líkara en maður
njóti hér einnig kennslu í listinni að
lifa — það sem va'dið hefði amgri og
missætti niðri í byggð, verður h^r ein
göngu tilefni kátínu.
Og það er í raunlnni sama, hvers
konar harðrétti maður verður að þo"a
maður hreinlega skammast sín, ef maður
tekur ekki öllu með brcs á vör, hvort sem
það er rigning eða skóburstun. Það er
nefnilega enginn almennilegur skíða-
maður, sem burstar ekki skóna sina á
hverjum mcrgni áður en lagt er út í
brekkuna — það er okkur sagt strax
fyrsta kvö'dið Og það e- ekki af því að
þeir séu svo óhóflega pjaltaðir, skíða-
kennararnir á bessum stað að •'eir líta
eftir, hvort maður l«ggur út í skíða-
brekkuna á gijáfægðum skóm leið-
sögn um s’< n’-'únað og viðhal^ hans er
þáttur í ' ei ri k^nns'u sem við fá.om
að nj ta hér.
Síðla efti iðdags hegar við enmim í
hlað, verður okkur strax ljóst að hér
er risið nýtt samfélag, sjálfstæður heim-
ur, sem hver og einn á hlutdeild í og á
sinn þátt í að skapa. Hér verða at-
burðirnir að þjóðsögum, siðir öðlast
hefð. Hópurinn sem var hér á undan
okkur, tekur sér stöðu á tröppunum áður
en hann stígur upp í rútubílinn til að
hverfa á brott, og hefur upp mikinn og
tregablandinn kveðjusöng — og það er
ekki laust við, að þeir sendi okkur hin-
um öfundaraugnaráð, sem hér eigum að
verða eftir. Þetta hressir okkur talsvert
ekki síður en heit máltíðin sem ráðs-
konan, Unnur Tómasdóttir, ber fram.
En hér á staðnum er líka slangur af
fólki, sem neitar að hverfa á brott eftir
viku — margir taka slíka tryggð við
staðinn, að þeir dveljast hér meira og
minna hluta af sumrinu. Hér eru t.d.
hjónin Eiríkur Jónasson og Borghildur
Strange, sem er fjöldamörgum kunn fyr-
ir störf sín í skátahreyfingunni. Eirík-
ur er gamall Siglfirðingur og mikill
skíðagarpur, og Gunnar sonur þeirra,
virðist þegar kominn í tölu skíðakapp-
anna, þótt ungur sé. Og hér er Eiríkur
Magnússon, sem vinnur hjá BP, þegar
hann er ekki uppi í Kerlingarfjöllum.
Eiríkur er svo skemmtilegur, að ég hélt
fyrst, að hann væri einn af embættis-
mönnum staðarins. Það er alveg ástæðu-
laust að sækja spanskan gitarleik alla
leið suður til Mallorca, þegar Eiríkur
Magnússon er annars vegar.
Þennan fyrsta dag okkar er nokkur
dumbungur yfir, en fólki er tilkynnt, að
farið skuli á skiði strax að lokinni mál-
tíð. Okkur lærist því strax, að hér háir
veðráttan engan veginn skíðakennslu né
útivist. Sumarsnjórinn lætur smávætu
ekki á sig fá og tekur ekki upp, þótt
rigni. Ojú, víst rignir þarna stundum —
það er alveg ástæðulaust að fara með ís-
lenzka veðráttu sem feimnismál — en
það er áreiðanlega eitt af afrekum
stjórnenda Skíðaskólans, að veðrið verð
ur hreint aukaatriði, kemur manni í
rauninni alls ekki við.
í Kerlingarfjöllum er alltaf
nægur snjór og aldrei jafnmikill
og nú sfðan skólinn tók til starfa. Um
þetta leyti árs hefur skíðalyftin venju-
lega verin uppl r irannnorg, en nn var
hún niðri við Keis, og þar var líka
byrjendabrekkan fast við skálann sem
þeir félagar hafa reist og er aðsetur
skíðamanna yfir daginn. Annan skála
eiga þeir ofar í Keisinni, Kasstalann
svonefnda, og skal rita það nafn með
tveimur essum til heiðurs kassafjölun-
um sem hann er reistur úr. Keisinni
var gefið nafn árið 1941 af nokkrum
meðlimum Ferðafélags íslands, sem ferð
uðust þá um Kerlingarfjallasvæð-
ið, sömdu á því lýsingu og gáfu örnefni.
Var lýsingin prentuð í Árbók Ferðafé-
lagsins árið 1942, en þar segir svo um
Keis: „Vestan við Jökulkinnina, niður
af Fannborg, er allmikill, bungumynd-
aður hjalli fram úr fjallshlíðinni, þakinn
hrafntinn/u og líparíti með kynlega
bylgjóttum og mislitum línum.“
Úr Keisinni á ég nú margar góðar end-
urminningar. Þar fór skíðakennslan
fram og strax fyrsta daginn er fólki
skipað í flokka eftir hæfni. Þar er það
plógurinn, sem skilur sauðina frá höfr-
unum. Þeir sem vita ekki einu sinni,
hvað plógur er, þeir verða eftir neðst,
allraneðst í brekkunni undir varfær-
inni leiðsögn Sigurðar Guðmundssonar.
Flokkur hans heitir A-flokkur og ein
grundvallarreglan í byrjendakennslu
Sigurðar er sú, að hér eigi menn að
hlæja óspart hver að öðrum og það væri
sannarlega erfitt að gera það ekki, því
að hér getur að líta marga dýrlega
sjón: sumir fara í hnút, aðrir í kross og
enn aðrir út í buskann, ef þeim tekst að
halda sér uppréttum á annað borð. Hafi
einhverjum orðið þau mistök á að hafa
með sér hingað virðuleikann neðan úr
byggð, verður hann fljótlega feginn
að losa sig við hann, en enginn þarf
heldur að örvænta. Óðar en varir, eru
menn farnir að tala af miklum kunnug-
leik um plóg og gtemmur og skrens og
farnir að eygja von upp í B-flokk, þar
sem Eiríkur Haraldsson ræður ríkjum.
í þeim hópi ræður líka glens og gaman
jafnvel þótt menn kunni eitthvað meira
fyrir sér í önduríþróttinni — og hér
gera menn sannarlega kúnstir líka. En
einhversstaðar uppi í efri byggðum er
Valdimar með kappana. Þaðan hef ég
engar söigur að segja. Hins vegar lærði
ég eina vísu, sem orðið hefur til þama
í Skíðaskálanum og sýnir, að jafnvel
lærisveinar Valdimars eiga stundum erf-
itt:
Stafinn út, stafinn út, stemma,
beygja, rétta
í einum kút, í einum kút, er ég
hreint að detta,
Valdi, Valdi, Valdimar —
v ðalega gengur það með vinstri
beygjurnar.
Ég hef það fyrir satt að Magnús Jó-
hannsson, útvarpsvirki, hafi gert þessa
vísu, og hún var hressilega sungin á
kvöldvökum í Skíðaskólanum. Áreiðan-
lega hefur hún höfðað til margra.
★
En þótt þeir félagar í Skíðaskólan-
um séu einhuga um að efla skíðaíþrótt-
ina og áhuga alls almennings á þessari
hollu og skemmtilegu íþrótt, leggja þeir
ekki síður áhuga á að kynna þetta stór-
brotna landslag, sem er heimkynni
þeirra á sumrin, Kerlingarfjöllin, sem
eru fjallaprýði á Kili eins og það er
orðað í Árbók Ferðafélagsins. ísland —
land andstæðnanna — þessi sígilda lýs-
ing á landinu, sem við höfum séð og
lesið okkur til leiða í skrautlegum land-
kynningarritum og ferðamannabækling-
um öðlast hér ferska og raunhæfa merk-
ingu. Hér ríkja sumar og vetur hlið við
hlið — hlíðarnar státa af beggja skarti,
fngurgrænu og fannhvítu. Hér skipt-
ast á djúpir dalir og háir tindar —
niðri í Hveradölum bullar og kraumar
í Dyrum he'vítis en yfir þeim gnæfir
tindurinn Snækollur. Þaðan er skammit
til himins.
—mmmate-..- .. n*vjxt ~:jeaa— i i>r iiii'i'iihmwiii——BMEfatCT
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
25. á gúst 1998