Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 12
EOKMENNTIR Framh. af bls. 4 En þeir komu ekki í fyrradag og ekki heldur í gær — ef þeir koma ekki í dag þá koma þeir siálfsagt á morgun. Skáldið semur trúarjátningar til jarð- arinnar, ræðir kumpánlega við börn og fugla. „Maður hver er mold", og ,eina vonin er efi": þessi stef úr glataðri bók, gætu staðið sem einkunnaror'ð. Hver trySi því að óreyndu, að sá, sem af mestum móði orti Óljóð, tæki þannig til orða: Ljóðið deyr ef við misbjóðum þögninni ef við ráðumst á leyndardóminn ef við brjótumst inn í musterið og reynum að handsama guð. „Að handsama guð" hefur Jóhannes úr Kötlum oft reynt. OpiS bréf í Ég læt sem ég sofi, er skýrt dæmi um þá til hneigingu hans að ráðast gegn krist- inni trú, en þetta ljóð hans og fjöl- mörg önnur álíka þurfa ekki endilega að bera trúleysi hans vitni, heldur trú- arþörf. í Sjödægru er ljóð, sem nefnist Jesús Maríuson, og vegna þess að það segir okkur mikið um afstöðu skáldsins til trúarinnar, birti ég það í heild: Jesús sonur Maríu er bezti bróðir minn: hann býr í hjarta mínu — þar kveikir hann í rökkrinu rauða margt eitt sinn á reykelsinu sinu. Og jafnan þegar allir hafa yfirgefið mig og enginn vill mig hugga þá birtist hann sem stjarna í austri og sýnir sig á sálar minnar glugga. HernBrm Pálsson RÝNTÍ GAMALT RIT IT m undanfarin misseri hef ur mikið verið rætt um endurheimt hand rita frá Danmörku, og er þó enn brýnna málefni, að þjóðin fái aö kynnast beztu verkunum, sem varð- veitzt hafa á fornum skrám og' pappir. Enn eru ýmis höfuðrit íslenzkra bók mennta óútgefin á landi voru, og má slíkt teljast mikill vansi. Eitt af þeim er íslenzka hómilíubókin, en húnvar gefin út austur í Svíþjóð fyrir tæpri öld, í einum 200 eintökum. Gott væri, ef framtakssamur útgefandi tækist á hendur að koma henni út að nýju, því að þá gætu skólanemendur og aðrir, sem reyna að kynnast íslenzkri tungu, notað hana við móðurmálsnám ið. Þótt guðfræðin í þessari bók þyki nú orðið helzti úrelt, þá er málið á henni svo göfugt, að öllum hugs- andi Islendingum hlýtur að vera mik il andleg nautn að lesa hana. Sjald- an hefur íslenzk tunga verið rituð af meiri snilld en þar því að flóknar hugleiðingar heimspekilegs efnis og einfaldar setningar úr heilagri ritn- ingu virðast njóta sín jafnvel í þeim glæsilega búningi, sem hinn forni snillingur hefur valið þeim. Bókin var skráð á tólftu öld og er órækt virni um þroska íslenzks ritmáls á hómilíubókinni er enginn bernsku- svipur. Merkilegt má það til að mynda heita, hve ágætar ýmsar lýsingar eru af fyrirbærum í náttúrunni. Um örn- inn er svo að orði komizt: „Það er arnar eðli að hann flýgur hærra en aðrir fuglar, og drepur honum aldrei ský fyrir augu, þótt hann sjái allan dag móti sólu." Um dúfuna segir hins vegar: „Ekki er gall í dúfu oggrand ar hún engu kvifcindi með nefí né klóm. Rödð hennar er sem sl.ynur, og fæðir hún annarra unga sem sína, etur ekkert hrátt né óhreínt. Oft er hún vön að sitja yfir vötnum í trjám og sjá þaðan ef nokkuð fer að henni hræðilegt, og gerir hún hreiður í steinveggjum." Ekki veit ég mikið um hátterni höggorma, en um hann er eftirfarandi fróðleikur í hómilíu- bókinni: „Það er eðli höggormsins, þá er vetur kemur, að hann skríður milli trjáa, þar er þröngt er, ogstrýk ur úr sér eitrið og verður þá spán- nýr eftir". Meðan fslendingar trúðu enn ávist í himnariki hefur þeim vafalaust þótt gott að kynnast landsháttum þar af lýsingunni í hómilíubókinni: „Oss þykir nú fagurt gull og gersemar, hallir góðar og bæir góðir og eiga vor önnur. Hyggjum að hversu fagr- ar þær hallir eru er skína öll sæti eigi blómi grasa. Þar hrörnar eigi aldin skóga. Þar falla hunangsfljót- andi lækir á æ grænum völlum. Þar ilma öll grös sem hið dýrasta reyk- elsi. Þar skýn sól án skugga, og bjart heið án þoku og eilífur dagur án myrkri. Þar bannar ekkert fögn- uð né krásir. Þar er aldregi heyrður grátnr né stynur, né engin leiðinleg rödd. Þar má ekkert sjá Ijótt, né svart, né saurugt, né hræðilegt: þar eru allir hlutir i fegurð og hreinu Ijósi. Þar má ekkert sjá né heyra það er hugur hræðist___Þar gnýja eigi reiðiþrumur. Þar fljúga eigi eld- ingar. Þar er eigi beiskleikur né ill- ur daunn. Þar bera viðir á sér hin dýrustu smyrsl. Þar gerist eigi fæðsla saur í kviði manns. Svo sem eyru fagna góðum tíðindum og nasir góð- um ilm en augu faguryndum, svo er þar og fæðsla hunangsfljótandi og svo hverjum þokkuð í munni sem honum líkar bezt, en af þeirri fæðslu er eigi saur né synd." Hér eins og víðar í bókinni er vafalaust hefur til þess verið ætlast, að fegurð málsins myndi hrífa kirkju fegurðin dýrkuð, faguryndin, og gesti og aðra, sem hlýddu á þessar hómilíur. Óvíða hefur mannsævinni verið lýst á áhrifameiri hátt með fá- um orðum en í þessari einföldu máls- grein: „láf þetta er hundrað vetra hið lengsta, en er líður hinn efsta dag, þá sýnist það svo sem eigi hafi verið lengra en einnar nætur gist- ing." Guðfræði hómilíunnar úreltist, en húmanisminn er sígildur. „Enginn er maður úr allri ábyrgð meðan hann er eigi skiodur við þenna heim enn." Þegar hinn forni snillingur varar menn við ofmælgi og hvetur þá til að hafa laumhald á tungu sinni, kemst hann svo að orði: „Stýra menn hest- um þangað er vilja með beizlum þeim er í munn þeim eru látin, og svo skipum þótt mikil sé með litlu stýri þangað sem stýrimaður vill. Svo hið sama stýrir tunga manns allri rás lífs hans. Öll kvikiudi verða tamín af mönnum, en tungu má enginn mað- ur temja, að hún mæli eigi þarf- lausa hluti." En áður hafði höfundur hómilíunnar minnt oss á spakmælið: „Af orðum þínum skaltu réttlátur verða og af orðum þínum muntu meiddur verða." Sumar skilgreíningar á hugtökum eru svo snjallar og hnitmiðaðar, að þær minna á vandaðar orðabækur: „Trúa er raun allra þeirra hluta er menn mega eigi sjá eða kenna." A einstaka stað rekumst við á íslenzk vandamál, þótt efnið í bókinni sé að sjálfsögðu almenns eðlis og upprunn ið suður í heimi. „Uikamssliti á þessu landi er hafður í ræðum milli manna að gamni, svo sem ofdrykkja í Nor- egi." Þessi ádeila á Islendinga kem- ur heim við ummæli Eysteins erki- biskups, sem vítir íslenzka höfðingja fyrir f jöllyndi í ástarmálum. Og Sverr ir konungur barðist gegn ofdrykkju Norðmanna. En báðir þessir menn voru uppi á síðara hluta tólftu ald- ar, eða um það leyti sem hómilíu- bókin íslenzka er skráð. Það er engin tilviljun, að tveir höfundar sem rita móðurmál vort flestum eða öllum betur, þeir Hall- dór Kiljan Laxness og Jón Helgason í Kaupmannahöfn, hafa margt numið af hómilíubókinni. Enginn verður svo vel ritfær á íslenzka tungu nema hann lesi mikið af góðum ritum, og það er enginn firra, þótt mönnum geti komið til hugar, að íslenzkt rit- mál hefði orðið betra og göfugra ef fleiri höfundar hefðu kynnzt hómi- líubókinni en orðið hefur. Þótt hómilíubókin telji á of- drykkju, þá virðist hinn forni snill- ingur hafa kunnað að meta vín að verðleíkum: „Maklega kallast andleg skilning heilagra ritninga vín, því að svo sem vín tekur mæði af manni og gleður hjarta hans, svo gerir og andleg skilning manni létt öll erfiði fyrir guðs ást og gleður huginnhimn eskri huggun en lætur hann gleyma jarðlegum hlutum sem víndrukkinn mann." Að lokum skulu hér tilfærðir nokkrir ritningarstaðir og önnur spakyrði: „Verðið þér bernskir að illsku, en rosknir að viti." „Farið eigi með langmælgi í bæn yðvarri sem áburðarmenn biðjast fyrir þeir er sénir vilja verða löngum af mönn- um á bæn sinni." „Eigi nýtur þess er nauðugur þolir." Og „Eigí nýtur þess er nauðugur gerir." „Nú það er hugvitið finnur, það má muna með míiininu, en skilja og greina með skilningunni hvílíkt það er, er mað- ur sér eða heyrir eða sjálfum kem- ur í hug, og er þó ein speki allt saman: hugvít, minni og skilning." Það má tcljast táknrænt fyrir mun- inn á nýjustu biblíuþýðingu vorri og þeim glefsum, sem hómilíubókin hefur úr biblíunni, að í staðinn fyrir að nefna „guðs lamb" sem ber synd- ir heimsins, þá talar snillingurinn forni um „guðs gimbil" sem á braut tók mein heimsins. Bermann Pálsson Og þó hef ég ei beitt slíkum brögðum nokkurn mann: ég hef brennt á vör hans kossinn og hrækt síðan á nekt hans og nítt og slegið hann og neglt hann upp á krossinn. En hvað svo sem ég geri er hann mín eina hlíf er hrynur neðsta þrepið því hvað oft sem hann deyr þá er eftir eitthvert líf sem enginn getur drepið. Og Jesús sonur Mariu mætir oss eitt kvöld sem mannlegleikans kraftur: œ vertu ekki að grafa 'onum gröf mín ^blinda öld — hann gengur sífellt aftur. Skáldinu verður Kristur fyrst og fremst tákn mannlegleikans, og sem slíkan á hann auðvelt með að taka hann í sátt; álítur hann vafalaust skoðana- bróður og jafnvel flokksfélaga. Seinasta Ijóðabók Jóhannesar, Manns- sonurinn, sem kom út 1966, styður þessa tilgátu. Ljóðin segir Jóhannes hafa orð- ið útundan, en vill þó ekki fresta birt- ingu þessa „þrjátíu ára gamla kveð- skapar". í formála kemst skáldið enn fremur þannig að orði: „Á kreppuárun- um sælu, þegar flestar hugmyndir manns um jarðneska tilveru lentu 1 deiglunni — þar á meðal hin hátíðlegu trúarviðhorf uppvaxtaráranna — Þá tók ég upp á því að virða fyrir mér helgisöguna um trésmiðssoninn frá Na- zaret í alþýðlegra Ijósi en áður". Sanntrúuðu fólki mun Ijóðaflokkurinn um mannssoninn reynast galgopa- háttur; lesendur Jóhannesar aftur á móti hafa af honum nokkurn ágóða, sé hann skilinn í réttu samhengi. En hvorki eru þetta frumleg ljóð né veigamikill skáld- skapur. Frelsarinn er gerður að liðs- manni byltingarinnar, eða eins og skáld- ið segir í inngangssálmi, sem hann að eigin sðgn orti á stríðsárunum: Ég kann ekki hót að kveða um þig í kristilegum anda því heiðið hjarta mitt er. Þín háleita skynjun heillar mig — en hvar á ég þá að standa í dag til að þóknast þér? Afköst Jóhannesar úr Kötlum gegna furðu. Hann hefur samið ekki færri en 13 ljóðabækur, 5 skáldsögur, 6 barna- bækur, skrifað sæg blaðagreina um menningarmál og þjóðmál, annast útgáf- ur, og ekki látið sitt eftir liggja við þýðingar. Þjóðin hefur fyrir löngu tek- ið þennan óstýriláta „bolsa" sér í faðm; honum hefur verið veitt verðlaun fyrir hátíðarljóð, sem er á hvers manns vör- um; jólasveinakvæði hans er börnum alltaf jafn mikill ánægjuauki — og hvað heimsbyltinguna varðar, lætur hann engan bilbug á sér finna. í nýút- komnu Tímariti Máls og menningar, er hann enn „staðráðinn í að frelsa heim- inn". „Ofstæki vort er heilagt", kunn- gerir hann í Óðinum um oss og börn vor. Er hægt að hugsa sér Jóhannes úr Kötlum öðruvísi? LEIÐRÉTTING. í fyrri hluta greinarinnar um Jó- hannes úr Kötlum í síðasta tbl. hefur fallið niður lína í fyrsta dálki á bls. 10. Til þess að forðast misskilning, eru eft- irfarandi línur endurprentaðar eins og þær áttu að standa: „Byltingarskáldið Jóhannes úr Kötlum hafði ekki sofnað á vertSinum, þótt hann gæfi sér tíma til að hlynna að smáblómum um sinn. Næsta bók hans, Sól tér sortna, sem kom út 1945, leiðir okkur aftur til fund- ar við þann Jóhannes, sem djarfast kvað í Hart er í heimi." 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.