Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 14
látunum í mér. Og þegar ég var kom- ínn í niðurlægingu og eymd, var hann eini bankamaðurinn, sem spurði um líðan mína. Það gleymdist ekki heldur. Magnús Sigurðsson var mesti banka stjóri sem ég hefi þekkt, hafði vit á bankamálum og fjármálum. Fráfall hans var mikið tjón fyrir þjóðfélag- ið. Gjaldeyrir okkar væri verðmæt- ari í dag, ef hans hefði notið við. Hannes Jónsson. Svo kom Spánska veikin, drepsótt- in, 1918. Það voru ómurlegir tímar. Gunnar var þá kominn heim og var í búðinni með mér, því Andrea var orðin veik. Gunnar hafði fengið veik ina ytra, en væga, og er ég lagðist var hann einn í búðinni. Við syst- kinin lögðumst öll, heiftarlega veik, en mamma var á fótum þó hún væri lasin, hitaði upp íbúðina, sauð mjólk- urgraut og vatn. Ég hafði afarmikinn hita. Eitt kvöldið var ég þurr og logandi heitur, mér fanst vatnið vont og ég kvaldist af þorsta. Eg mundi að Gunnar bróðir átti hálfa flösku af spönsku rauðvíni, sem var í þvotta skápnum, ég seildist eftír flöskunni og helti því öllu í vatnskönnu. Hvað þetta var gott, súrt og svalandi, ég svalg stórum og vissi ekkert af mér fyrr en morguninn eftir hríðskjálfandi í rúminu, en sængurfötin öll rennandi blaut. Ég hefi víst verið á takmörk- unum að drepa mig á áfenginu, en hitinn var farinn og eftir hádegi fór ég niður í búð. Þá var norðan veður dag eftir dag og kalt. Flestar vörur voru á þrotum eða þrotnar í búðinni, sérstaklega niðursoðin mjólk, sem var notuð í grauta og helzta fæðan. Ég fór niður í bæ til að reyna að fá vörur á afgreiðslunum og hjá heildsölunum. Ég mætti á gótunni 10—12 karlmönn um, sem flestir voru meira eða minna fullir. Menn trúðu því, að ef þeir drykkju brennivín yrðu þeir ekki veikir. Konur sáust ekki. Fáar búðir voru þá opnar, en kaup menn og verzlunarfólk gerði það sem það gat, og víða var ekki spurt um borgun. Pétur föðurbróðir lá fár- veikur, og ég fór að reyna að ná í Þórð Thoroddsen lækni, hann var eini læknirinn, sem ekki veiktist. Þórður fór í bífreið, sem honum var sköffuð, og mig minnir að Meyvant á Eyði væri bílstjórinn. Læknirinn var á ferli frá því í bítið á morgn- ana og þar til seint á kvöldin, svaf aðeins 4 tíma. Já, þetta voru ömurlegir tímar. Ef blað kom út, var það svart af dánar tilkynningum, en sumstaðar lágu lík- in í rúmunum, án þess að nokkur vissi. Það var eins og annar hver maður væri dauður, en þó dóu ekki nema um 300, hinir hjörnuðu við, en margir náðu aldrei fullri heilsu. Hesta kerrur með sjúkrakistu á voru stöð- ugt á ferðinni, til að flytja fár- veikt fólk niður í Barnaskólann. Þar var spítalinn. Ég stóð í búðinni, þó ég væri mátt- laus og hálf veikur. En eftir jólin varð ég að fara í rúmið, mikið veik- ur. Það gekk upp úr mér kolsvört leðja, líklega dautt blóð eftir rauð- vínsdrykkjuna. En svo reis ég upp aftur Guði til dýrðar, en óvinum mín Um til hrellingar. Og svo var plágan horfin, og menn tóku aftur gleði sína. Alltaf gerist eitthvað skoplegt, einnig í veikind- um og vandræðum. Ási sem með mér var á Hjalteyri stóð sig eins og hetja í stríðinu, til hjálpar náunganum, fylgdi lækninum, var í sendiferðum og vakti yfir sjukum. Hann sagði mér frá ýmsum skemmtilegum og skoplegum atvikum. Sigurbergur Elíasson, verkstjóri, og virðulegur borgari, en þá var kallaður Bergur kjaftur, af því hvað hann var orðhvatur við háa og lága, kom oft í búðina í Vöggur, og hon- um fylgdi alltaf gelði. Hann stóð eins og hetja í stríðinu, flutti dauðvona sjúklinga niður í Barnaskólann nótt og dag. Það voru margir í búðinni, voru atvinnulausir og biðu þar. Bergur sagði margt frá flutningunum, hafði einn orðið og gerði mikið úr. Páll Bjarnason, hæglætismaður, sagði að Bergur skyldi ekki tala of mikið, svo margar vitleysur hefðu flutnings mennirnir gert. Eins og til dæmis um stúlkuna á Laugaveginum þar rétt fyrir neðan, sem var að þvo þvott og lagði sig upp í rúm til að hvíla sig. Þá kemur Bergur og annar til upp stigann með sjúkrakistuna, stúlk unni varð hverft við og spurði, hvern þeir væru að sækja, því hún vissi ekki um neinn yeikan í húsinu. Þig, sagði Bergur. Ég er ekkert veik, sagði aumingja stúlkan. Við þekkjum nú svona óráðshjal, sögðu þeir, tóku stúlkuna, tróðu henni í sjúkrakist- una, og óku niður í skóla. „Þetta er ekki satt," sagði Bergur aumingja lega. Það er í eina skiptið, sem ég hefi séð hann orðlausan, en karlarn- ir skellihlóu. Auðvitað laug Páll sög- unni upp. Bergur var sagður óekta afkom- andi Bjarna Thórarensen skálds og amtmans. Bergur var og ér indælis drengur, mátti ekkert aumt sjá. Hann var einn af fyrstu strætisvagnastjór- unum, ók inn í Sogamýri 1931. Við vorum margir þá, sem ekki áttum fyrir fargjaldinu, en Bergur hirti okkur upp af götunni, hvort það var ég, Óli Maggadon eða aðrir. Ég hefi sagt það áður, a'ð ég var orðinn drykkjumaður, þó fáir vissu. Við Andrea vorum trúlofuð 1918, og hún bað mig að hætta að drekka. Ég lofaði að reyna, stóð mig vel í 3 vikur, en kom þá til rakarans á sunnudagsmorgni. „Helvíti á ég gott núna," hvíslaði hann að mér, og ég stóðst ekki freistinguna. Á eftir skam aðist ég mín niður í hrúgu, Andrea bað mig að gera þetta ekki aftur, en átaldi mig ekki. Það var hörð og sár barátta í tvo mánuði, en þá hafði ég sigrað sjálfan mig. Já, henni á ég það að þakka, aS ég varS ekki stefnulaust rekald. Hannes Jónsson BJÓRMÁL Framh. af bls. 9 HELGI JÓNSSON. Hananú. Ekkert minna en málssókn er í aðsigi ef svo fer sem horfir. Helgi er orðinn þykkjuþungur, bæði vegna sín og Marstrands. Hann lýsir því yfir að nú sé nóg komið, Breiðfjörð sé ekki slíkur maður að nokkrum sé sæmandi við hann að eiga, hvorki í illu né góðu. Samt sem áður getur hann ekki stillt sig um að stíla honum nokkur vel valin orð. En hér með hefur hann dregið sig í hlé. Fleiri orrustur vill hann ekki eiga við Valgarð Ólafsson Breiðfjörð. Að minnsta kosti ekki í blöðunum, en hver veit hvað var talað í bænum? Þrátt fyrir allar upplýsingar Kelga 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35. ágúsrt 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.