Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 9
Furöulcg og skopleg auglýsingaherferð átti sér stað í ísafold árið 1889, þegar tveir kaupmenn í Reykja- vík reyndu sem ákafast að mæla með dönskum bjór, sem þeir höfðu umboð fyrir. Ólafur H. Torfason tók saman. vjelum sem til eru á íslandi, og selur það fyrir 1 kr. 50 a. 10 hálf-flöskur. „MARSTRANDS ÖLGERðARHÚS höfðu látiff á sýninguna fjölda af malt- drykkjum, ekki minna en 18 ýmislegar tegundir, þar á meðal 5 tegundir af hvítöli. MARSTRANDS LAGERÖL var ef- laust hið BEZTA danska öl, næst öii frá gl.Carlsberg. Það var svo líkt hinu sanna og ómeingaða bayerska öli, sem unnt er, var mjög svo undirstöðugott og tært og froðan á því var varanlegri og samfelldari en á nokkru öðru öli.“ (Úr „Svenska Bryggereföreningens Nya Mannedsbiad“, August 1888, bls. 249). Og þar með vissu menn það. E,n á bak- síðunni var svo sem eitthvað líka. Allt er komið í bál og brand: HERRA W.O.BREIÐFJÖRÐ OG MEDA- LÍU-ÖLIð. Herra Valgarður Ólafsson, sem kall- ar sig Breiðfjörð, til maklegrar að- greiningar frá öðrum mönnum, er alltaf að hringla framan í almenning medaliu, sem ölið hans frá „Ralibeks Ailé“hafi fengið á sýningunni 1888. Þessi meda- líunefna var sú Iægsta af ÖðRUM FLOKKI, og sú lægsta sem nokkurt öi fjekk, en 6 danskar öltegundir fengu hærri medalíur, svo ekki þarf nú að ganga af göflunum af skrumi út úr ekki meira. Það er faorið að harðna í rimmunni, fslendingurinn kominn upp í þeim — og auðvitað bera þeir svei'tamennsku hvor á annan. H!eilgi er fyrri til, því svona heldur hann áfram: Hver lifandi maður, sem minnsta skynbragð ber á öl, játar líka með á- nægju, að MARSTRANDSÖL beri langt af „Rahbeks-Allé“-öli eins og við er aff búast, því þeir sem kunnugir eru í Höfn, vita, að það öl á ekki upp á há- borðið hjá Hafnarbúum: það eru víst helzt fáfróðir útlendingar, sem kaupa þetta „Ralibeks Allé“-öl til útsölu, eins og dæmin sanna, og bjóða það svo með „fabríku-prís“! Herra Breiðfjörð segist vera sá eini, sem kunni að AFTAPPA eptir „kúnst- arinnar reglum", hann ætti líka að aug- lýsa að hann væri sá eini, sem kynni að SELJA eptir „kúnstarinnar reglum“. Og Helgi slær botninn í á meistara- legan hátt: Það er ekki til neins fyrir herra Breiðfjörð að verða reiður, þó hann hafi verra öl en sumir aðrir. Hann ætti heldur að láta sjer þetta að kenningu verða og reyna til að kaupa sjer „MAR- STRANDS-ÖL": þá gengi ölið hans út, þó engum „kúnstarinnar reglum“ væri beitt. Maður er ekki orðinn fullnuma kaup- maður, þó manni hafi tekizt að tvö- falda fyrsta stafinu í nafninu sínu. HELGI JÓNSSON. Aðalstræti 3. Ósvífnin nær hámarki. W.O. Breiðfjörð hefur tekið áttina. Naest birtir hainn niðursallandi háð- grein um herra Helga. DeiLan er að nálgast hámark sitt. I staðinn fyrir ein- tómar hártoganir varðandi medalíur vaða uppi sneiðar og hnífilyrði. Báðir aðilar eru orðnir mælskir og hafa úti öll spjót. Nú ríður á að kveða hinin í kútinn. Eða hvort má ekki sjá glottið á W.O.Breiðfjörð þegar hann hripar nið- ur þennan einstæða pistil sinn um herra Helga Jónsson: HERRA HELGI JÓNSSON OG GRÆN JAXLA-ÖLIÐ. Herra Helgi Jónsson gjörist nú barna Iega angurvær, að finna hvergi meda líuna fyrir Marstrands-ölið. Gleymi hann samt ekki, hvað R. sagði um vín- berin sætu. Að lierra Helgi Jónsson þekkir ekki liið góða, nærandi og styrkj- andi lager-öl frá bryggeríinu í Rali- beks Allé frá Khöfn er ljós vottur um, hvaða staði hann hafi komið á, ltvað einfeldnis- og útlendingsiega hann bar sig að, þá er hann gjörðist útsölumað- ur Marstrands lager-öls. Neyðist ég til að minna hann á það, þá er liann kom sæt-glaður í öli frá Rahbeks Allé, fór síð og falaði af því að verða útsölumaður þess, en fjekk óðara nei, (það veitir ekki svona ófagþekktum manni útsölu á sínum medalíusæmda lager-öli), flæktist síðan milli þessara 12 bryggería, sem hann þá lærði að telja, og loks niður til Marstrands, sem lofaði honum þessum afarháu prs. og gaf honum myndabrjef, sem lá á gólfinu, sem herra Helgi nú hengir upp í búðarglugga sinn, og seg- ir mönnum, að það sje medalía fyrir Marstrands lager-öl frá sýningunni í Khöfn 1888. Að lierra Helgi Jónsson nú sár-iðr ast cftir, að hafa Marstrands-ölið til út- sölu, má sjá á því, að liann grátbeiddi mig um, að taka það af sjer til útsölu, en jeg neitaði: því að slíkt ölvil jeg ekki hafa í minni verzlun. Sagði liann þá svo sem við sjálfan sig: „Mjer gremst að liafa þetta öl, sem enginn vill kaupa: það er búið að gjöra mig veikan af ergelsi, en Breiðfjörð skuli hafa þetta hreina, kröptuga medalíu-sæmda lager- öl frá bryggeríinu í Rahbeks AUé sem hann aftappar svo prýðisvel, og sem ber hið alþekkta einkenni medalíuna frá sýn ingunni í Khöfn, prentað á etikettuna: „aftappað af W.O.Breiðfjörð, Reykja- vík,“ og í hring brennt beggja megin í hvern tappa í flöskunum: W.O.BREIð- FJÖRð REYKJAVÍK, en jeg hlýt að verða heilsulaus af smiðjuferðum og gremju út úr þessu Marstrandsöli, sem þeir mjer til kvalar kalla grænjaxla- ölið.“ Það er engin furða, þótt Helgi Jóns- son brúki þessar harmatölur, en nú skal jeg gefa honum 3 heilræði. Hið fyrsta er, Að drekka daglega hið lieilnæma lager-öl frá bryggeríinu í Rahbeks Allé, sem aftappað er af W.O.Breiðf jörð, Reykjavík, 2. Að tyggja vel mánaðar- lappann, og hafa hann í tappa í græn- jaxlaölið, og sökkva því síðan niður í sævardjúp, — þá sefast grænjaxlaöls- hörmungin —, 3. Að láta ekki miður vandaða smiðjukarla sína teyma sig út af aðalveginum inn á honum óviðkom- andi privat-brautir, og leyfa þeim ekki að spila svo með sig þar, að jeg þekki hann ekki frá óuppdregnum götudrengj- W.O.BREIðFJöRð. Þessi magnaða sending virðist hafa gengið ærið nærri Helga. í næsita tölu- blaði af ísafold er engin grein til varn- ar. Aftur á móti má finna í einum dálk- inum dökka hönd sem bendir á þessi feitletruðu orð: FRÁ HELGA KAUPMANNI JÓNS- SYNI KEMUR NÆST. Striðið hefur nú geisað nokkra stund, og það er farið að kosta peninga. Báð- ir kaupmennirnir auglýsa aðrar vörur sínar við og við, „kammgarn, viður- kenndar sor'tir af ljáum, svuntutau“ og svo framvegis. Helgi birtir endurtekn- ar áskoranir á skuldunauta „fyrrver- andi verzlunar M. Johannesens" að greiða skuldir strax, ella verði lögum beitt. Breiðfjörð hnýtir aftan í tilkynn- ingu: Svo bara ef menn þyrstir, get jeg þess, að jeg lief nú 8000 hálf-flöskur á lager af þessu alþekkta styrkjandi og nærandi medalíu-sæmda Lagar-öli frá bruggeríinu í ahbeks Allé. W. O. BREIÐFJÖRÐ. Reykjavík var um þessar mundir 2500 manna bær, og fyrir þá peninga sem Helgi hefur nú eitt í auglýsingar fyrir Marstrands Lageröl, hefði hann getað boðið öllum bæjarbúum ókeypis á „sjón leik“ eða „Kveldskemmtun fyrir hina háttvirtu þingmenn og fólkið" hjá ÞorÍ. O. Johnson („Fyrirlestur um skáldið Oehlenschlager af herra cand, theol. Hafsteini Pjeturssyni: einnig Sóló- söngvar af herra tannlækni Nickolin með accompagnemet á Harmonium af herra lækni B.G.Blöndal, og enn fremur Sóló á Harmonium eptir hina heims- frægu Componista L.v. Beethoven og N. C. Mozart spilað af herra gjaldkera Birni Kristjánssyni á nýtt Harmonium frá Edinborg („ — precis kl. hálf níu“), eða húnn hefði getað keypt sér 10 skippurid af Prima Newcastle ofnkot- um, ætti hann engin sjálfur, og gefið konunni sinni „hæstmóðins flöelis- svuntu“ að auki. Fyrir ókvæðisorð sín, skammir og raupgreinar eingöngu hefur W.O.Breið- fjörð greitt jafnvirði fjögurra árganga af ísafold. Samtals hafa kaupmennirnir nú spanderað í jafnt auglýsingar og stríðs- greinar fyrir öltegundirnar tvær á sjö- unda tug króna. Það jafngildir 400 flöskum af hvort sem menn vilja heldur Rahbeks Allé eða Marstrands. Styrj- öldin er orðin dýr og henni er síður en svo lokið. Og fleiri aðilar eiga eftir að blanda sér í bjórstríðið. En laugardaginn 22. júní 1889 birt- ist þetta á baksíðu ísafoldar: TTS Sigrún. Það er ekki tii neins að þræta við W.O.Breiðfjörð, sem fælist allar ástæð- ur eins og skollinn krossmark, það er ekki til neins að sýna lionum medaliur, því ltann segir víst, að Nr. 1 væri Nr. 2 og öfugt. En lesendanna vegna vil jeg taka upp þessi atriði, sem W.O. Breiðfjörð liefir ekki hrakið og getur ekki hrakiö: 1. að Rahbeks Allé-öl ekki sje sú eina öltegund, sem fjekk medalíu á sýn- ingunni í Khöfn 1888. 2. medalíu af 2. flokki fengu ekki færri en sjö, og þá lestina rekur bjór- gerðin í Rahbeks Allé, sem gat ekki náð í liin sætu vínber 1. verðlaun. Marstrands-öl getur hrósað sjer af 4 medalium og 6 diplómum frá heimssýn- ingunum í Antwerpen, Edenborg og fl. stöðum. Á hverjum fínum stað í Khöfn er það haft á boðstólum, þar sem Rah- beks Alié-öl ekki sjest eður þykir boð- legt. Marstrands-öl fjekk sömu viðurkenn- ingu á Khafnarsýningunni sem öl frá fabríkunni ALLIANCE, sem allir þekkja, utanlands og innan. Hvernig dirfist W.O.Breiðf jörð að kalla „Svenska Bryggareföreningens nya Maanadsblad“, út gefið af stóru fjelagi í Stokkhólmi, mánaðarlappa, og drótta að því, að það láti kaupa sig til að flytja lygalof? Vari hann sig á því. Hvernig dirfist W.O.B. að segja, að Khafnarbúar sjeu þeir einu, sem kunni að dæma um öl? Ilann lieldur víst, eins og „Jöklarar“ forðum, að öll veraldar- innar skip sigli gegn um Eyrarsund. — Lofum lionum að geyfla á grænjöxlum sínum, ætli þeir sjeu ekki sprottnir á Dritvík? Hnífilyrðum þeim, sem W.O.Breiðf. liefir þóknast að vekja mjer persónu- lega í seinustu auglýsingu sinni, get jeg ekki verið að svara hjer, en mun, ef til vil, gjöra það á annan hátt, „ept- ir kúnstarinnar reglum“. Að fara í persónulegt saurkast í blöðunum við mann eins og W.O.B. getur mjer aldrei komið til hugar. 22.6’89. Framh. á bls. 14 25. ágúst 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.