Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 7
Gestahús Einars í Garfhúsum 100 ara Eftir Gísla Sigurðsson _____________ Gestahús Einars í Garöhús- um, sem nú er 100 ára. Teikn- ingin sýnir bakhlið hússins, en hún er með upprunalegri gerð. Garðhús, steinhúsið sem Einar byggði 1914 og á bak við það til hægri á mynd- inni sést gestahús Einars eldra. Gömlu húsin á sjávarkambinum í Grin davík, sem nú eru að grotna niður sök- um hirðuleysis. legu gerð sinni og væri lítið verk að rífa niðuir pappíriinn, svo gamia tknburklæðn ingin feogi aftur að njóta sín. Um skeið var húisið notað sem sumarbústaður, en uim allt lanigt árabil hefur það staðið tóm't og gagnlaust a'ð öðru leyti en því, að það i;ru geyimdir nokkrir gam'lir muin ir úr búi Einiars í Garðhúsum. Þar er xneðal annars gömul spunavél, hand- smíðuð sem áður var í eign Kvenfélags í Grindavlk, en Hlöðver sonur Einars bjargaði henni, þegar átti að henda henni þar eru einn-ig þrír kvensöðiar í góðu 'ástandi, harðviðarsögin, sem notuð var við hútsbygiginiguna, skirifborð Einars í Garðhúsum og margt fleira. Þessi dug- mikli íraimfaramaður hafði umsvif bæði á sjó og landi og vestan við bæiinn standa vegleg peningshús, sem nú hafa raunar verið tekin til annarra nota. En allt hefur það verið vandlega gert á sínum tíma, og án efa talsvert á undan sinini siamtið. Atvikin höguðu því svo til að áfram- hald gat ekki orðið á verzluoi Einars í Garðhúisum, því börn hans fluttust é aðrar slóðir. En Garðhús eru ennþá í þeirra eigu og nú hefur heyrzt að hugamenm mundu vilja stuðla að því að koma upp einskonar byggðasafni í GaroVúsum. Mætti benda á, að þarna eir líklega kjörið viðfangsefni fyrir Fé- lag Suðurniesj'amanna, hreppsfélaigið í Grindavík, eða jafnvel Lionsklúbbinn þar á staðnum, sem skipaður er ágætum mönmum og hefur reynt að láta gott af sér leiða. Ýmsir gamlir Grindvíkingar hafa áhuga á því, að Iþarna gæti risið minjasafn um gamla atvinnuhætti í Grindaví'k. Hefur sumt af þessu fólki í fórum sínum merka gripi frá fyrri tíð og mundu þeir verða gefnir til safns ins yrði það stofnað. Keninir þar margra góðra grasa, og er einstakt að slíkir munir skuli lenn vera í eigu ein- istakli-nga, en sýnir um leið, að ekki hafa al'lir til að bera skeytingarleysi igagnvart gömlum munum og minjum. Það er smán og svívirða að láta húsið í Garðhúsum grotna niður í óhitrðu og ekki á það síður við gestahúsið, sem áð- ui er á minnst. Hér þarf að bregða við skjótt og bjarga því sem bjargað verð- ur. I fyrsta lagi þarf að flytja gömlu búðina af sjávarkambinum og koma henni fyrir nálægt Garðhúsabænum. Þar þarf að gera við glugga og að inn- an þyrfti að g:ra búðina sem líkasta því sem hún var. Vera má að önnur hús á sjávarkambinum séu þess virði að þau yæru einnig flutt og ber að athuga það. I hlöðunni, þar sem nú er netaverk- stæði, væri hægt að koma upp sjóminja- safni Griindavíkur og þangað þyrfti að færa bátinn, sem nú er að fúna og igrotna niður austur á fjöru. Án efa eiga Grindvíkingar enn merka hluti í sínum fórum, sem annað hvort ættu heima á sjóminjasafninu eða byggðar- safni Grindavikur og eru raunar heim- ildir fyrir því, að fólk bíði með hluti, sem það ætlar að gefa þessu safni ef það verður stofnað. Gestahús Einars eldra í Garðhúsum þarf að gera upp og hafa það sem lík- ast þvi, er það var. í sjálfu steinhús- inu væri hægt að koma fyrir byggða- safni Grindavíkur og fengi þetta veg- lega hús þá verðskuldað hlutverk. Það er ástæðulaust að allir hlutir, sem söfn- unargildi hafa, séu dregnir til Reykja- víkur og komið fyrir á Þjóðminjasafni fslands. Byggðasöfnin í Glaumbæ, á Gn:njaðarstað og umfram allt ann- að, byggðasafnið á Skógurn, sýna að þessi smaerri söfn eiga mi'kinn rét’t á sér. f Grindavík hlyti slíkt safn að verða meira og minna tengt sjósókn, þar sem Grindaví'k var og er raunar enn þýð- ingarmikil verstöð. Ég get lí'ka hugsað mér, að til þessa safns yrði keypt eitt- hvað af þeim frábæru málverkum, sem Gunnlaugur Scheving máiaði þar á á- kveðnu tímabili, en hann hreifst mjög af Grindavíik. Myndir Gunn.l'augs bena það m«eð sér, hvað honum hefur þótt vænt um þetta pláss, hvað hann hefur tign- að þessa nekt í umhverfinu, þessi veðr- uðu bárujámishús, skipin sem sigla inn og út sundin með sjóndeildarhring hafsins að baki. mmmmmmammmaammaoBcmeBmxmsaammmm.rL'-■< ■rxammmmmmm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 25. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.