Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 4
Á þessari rámíausu skeggöld er á þessum blöðum hefðbundið, pré- dikunarandinn frá kreppuárunum kem- ur stundum yfir það. Ljóðin virðast ort fyrir þröngan og trúgjarnan hóp, sem leggur vissan skilning í merkingu orða, eins og til dæmis Eiður vor í Fyrstu bók, og hið goðfræðilega lokakvæði bókarinnar, í Hoddmímisholti. Aftur á móti er barnaskapur eins og Kveðja til Kína, langt frá því að vera leiðinlegur lestur. Það er eitthvað elsku legt við þessa lofgjörð um Maó og „gönguna löngu": Og á undan gekk Maó með vorhörpuna í brjóstinu — lagði telauf á tungu sína greip mórber í annan lófann hrísgrjón % hinn og mœlti: þetta er sannleikur heimsins. Sama hjartans einlægni birtist okkur I Þulu frá Týli: Utum í vöggu dóttur okkar Utum í vöggu sonar okkar elskum hið ókomna biðjum um frið horfumst í augu horfumst í augu gegnum fjarlægðirnar horfumst í augu gegnum aldirnar biðjum um frið. í ljóðinu Hellisbúi, lýsir skáldið sjálfu sér sem skógarmanni: líf þessa skógarmanns „blaktir á einni mjórri fífustöng". Atómljóð að handan segir frá tveimur rauðum dropum, sem hanga á bláum þræði: „djúpiS fyrir neðan er svart." í örlög, standa þessar línur: það er svo skrítið að hugsa sér þessa fögru jörð í sólskini hugsa sér gras gróa og ull vaxa á sauðum eins og við hefðum aldrei verið til. í Sjödægru er töluvert af ugg þess manns, sem veit að allt er forgengi- legt; hjarta skáldsins: fuglinn litli, sem tístir af gleði, óttast að heimurinn muni farast. Skáldið tregar jörðina, örlög mannsins, en ákærir jafnframt, því sú eyðing er því geigvænlegust, sem þurrkar út allt líf: Vér erum á leiðinni til upphafs vors: vér höfum svikið og stefnum af nýju til ómínnisins í hafinu til upplausnarinnar í hafinu (Úr Börn Atlantiss). Þannig snýst allt, jafnvel hugsunin um dauðann, um það þjóðfélagslega í Ijóðum Jóhannesar: félagslega ábyrgð, félagslega skyldu. Fjórða bók Sjödægru er Ijóðaflokkur, sem heitir Mater dolorosa. Fróðlegt er að bera þetta ljóð um móður skálds- ins saman við braginn fræga um föður þess. Karl faðir minn og Mater dolorosa eru bæði raunsæisljóð. í fyrr- nefnda ljóðinu nýtur braglist Jóhann- esar sín vel ásamt þeirri hljóðlátu ein- lægni og varfærnislegu innsýn í mann leg örlög, sem einkenna skáldið þegar best lsetur. Sömu sögu er að segja um Mater dolorosa, nema tækni skáldsins hefur orðið nútímalegri; það klæðir hugsun sína í annan búning. Hvað hef- ur þá raunverulega gerst í skáldskap Jóhannesar? Ekkert? Aðeins það, að skáldinu hefur tekist að tileinka sér nýjan ljóðstíl, ekki nýjan lífsstíl. Það er ekki svo lítilvægt, sé þess gætt hve hin hefðbundna Ijóðagerð var því eig- inleg, og hve góðum árangri skáldið hafði náð á þeim vettvangL Mater dolo- rosa er í hópi fegurstu móðurminninga í íslenskum skáldskap. Samband sonar og móður er nærfærnislega lýst, en þó er allt ekki beiskjulaust í ljóðinu, því eins og síðar verður komið að, er Jó- hannes úr Kötlum síður en svo sáttur vði guðdóminn. Inngangsljóðið er þann- ig: Hvar ertu móðir mín: þín augu sem vöktu yfir mér föllnum þín hönd sem leiddi mig gegnum yztu myrkur þinn faðmur sem bar mig upp himnastigann þín tunga uppspretta míns Ijóðs? Hvarvetna leita ég þín: í moldinni snjónum loftinu og alstaðar verð ég þín var en er ég. hleyp til og vil grípa þá er það bara geisli þá er það bara skuggi. Æ hversu lítill ég er: í vöggu rökkursins hvílir mín stáreyga sál eins og nýfætt barn og mœnir upp til stjarnanna. Þótt Jóhannes segi i ljóði sínu Jafn- dægri á hausti, að gullöld fiðrildanna sé liðin, og hinn blandaði kór móans floginn burt, þá hefst meS Sjödægru merkilegt tímabil í skáldskap hans, sem enn verður ekki séð fyrir endann á. Næstu bókar Jóhannesar úr Kötlum var beðið með eftirvæntingu. Eftir út- komu hennar var augljóst, að Jóhann- es hafði ekki dottið af baki á leið sinni til nýtískulegrar ljóðagerðar. Óljóð, sem kom út 1962, er enn róttækari bófc en Sjödægra í flestum skilningi. í inn- gangsljóði ræðir skáldið ástandið íheim inum, og vandamál ljóðagerðarinnar. Á ÞESSARI RtMLAUSU SKEGGÖLD þegar strútar stinga höfðinu niður i sprengisand og mörgæsir fljúga gegnum nálaraugað þegar kyrtilskrýddur fóðurmeistari vélmjólkar aumingja búkollu gömlu þegar barnið er framleitt í tilraunaglasi þegar náðarmeðulin eru orðin togleður og hanastél sálin þota hjartað kafbátur hvemig skal þá Ijóð kveða Ýmsar kenningar um hvérnig ljóð „skuli kveða" hafa aiuðsýnilega ásótt skáldið. Á ljóðið að vera „rímað heil- steypt myndríkt gætt ljúfri hrynjandi", eða „sjálfu sér nóg", kannski „slíkur helgidómur að komandi kynslóðir geymi það í eldtraustum skáp að minnsta kosti í þúsund ár"? En skaldið svarar þessu á þá leið að kannski „sé hægt að ríma saman já og nei", „skapa mynd- heild úr ringulreið", ef til vill „gæ'ða djöfullegustu pyndingar ljúfri hrynj- andi". en hvern gleður hin sjálfumnœga verund Ijóðsins þegar sprengjan hefur breytt jörð og mannkyni í einn logandi hvell I þessari stefnuskrá skáldsins, deilir það á ung skáld, ásakar þau um að „van- treysta orðinu'; „hví er vitund yðar í feluleik af ótta við gengishrun og gjald- þrot", spyr hið vígreifa skáld. Síðan biður hann skáldin fyrirgefningar í háðslegum tón, því hann hafi gleymt, að „markmið er einfeldni boðskap- ur móðgun". I þessu sambandi er hollt að minnast þeirrar ábendingar Tómasar Guð- mundssonar, að af því heimurinn sé ka- óstiskur, mætti ætla að hlutverk nútíma- skáldlistar væri að koma reglu á óskapn aðinn. Jóhannes aftur á móti krefst þess „að vökumenn slái trumbur", hann er bæði „hryggur og reiður". Hann ræðst gegn „stjórnvitringunium", „vís- indafrömuðunum", „heimspekingunum", sem hann telur brugga mannkyn- inu launráð. Ádeila Jóhannesar í meg- inefni bókarinnar er að því skapi mátt- lítil, að pólitísk einsýni hans er söm við sig. Hann málar djöfulinn á vegg- inn í hvert skipti sem hann lítur eitt- hvað „vestrænt" augum, en er ljúfur í viðmóti við félaga sína fyrir „austan". En Óljóð eru að því leyti merkileg, að í þeim kemur einna greinilegast fram það, sem skáldið boðar í þjóðvísnakafl- anum: ég verð að þora að horfast í augu við sjálfan mig ég verð að þora að horfast í augu við lífið ég verð að þora að horfast í augu við dauðann Ég geri ráð fyrir, að langt þurfi að leita til að finna annað eins sambland af súrrealistískum módernisma og komm- únistískri kreddutrú og mætir lesanda Óljóða. Þrátt fyrir „einfeldnina": leið- arljós skáldsins í villuráfandi heimi, tekst því iurðu vel aS finna bókinni andrúmsloft. Maelska þess nýtur sín í þessum íslenska þjóðtrúarsúrrealisma, sem ofinn er úr álfasöng, tröllahlátr- um og útburðarvæli. Ég tek hér fáein dæmi úr Draumkvæði: hingað er ég þá Tcommn ekki veit ég hvert því kennileiti mín týndust i jarðskjálfta ég er umskiptingurinn gráskeggjaði með rauðan blett í enni hvítan bleH í hnakka endajaxlar mínir kveljast af vísdómi og glærar leðurblökur efans flögra skrœkjandi um völundarhús mitt og: tröllskessa geispar inni í þrítugum hamrinum og hrækir út úr sér grjótskriðu en rjúkandi brimsúgurinn það er andardráttur hafgúunnar sem vaggar landinu í svefn Að lokum: suður œðar mínar ríða skapanornirnar gulnuðum hrífuskaftsbrotum á flótta undan rafmagnsljósinu en norður taugar mínar fljúga geltandi Tietslngfar oddaflug í leit að réttlœtinu Jafnframt því, sem Jóhannes í ljós. efa síns, dregur upp myndir, gáskafull- ar, fjarstæðukenndar: á blágómunum veg ég ofurþunga jarðneska hégómans veltur enn sólbolti stilkaugu snigils hrökkva inn í þykkildið rindill hvikull dintar sér snöfurlega á steinkofa dvergs þannig að hann gengur mun lengra en honum yngri skáld, fræg af torræðum hugmyndaleik; þá ávarpar hann sína „göfugu hugsjón" eilítið vonsviknum rómi, því það eru „dökkir skuggar yfir fyrirheitna landinu". Hann furðar sig á því, að hann „blóðrauður bolsi hér norður á íslandi skuli vera kallaður huglaus smáborgari austur í friðsælum kínverskum skógi". Þriðja Hraknings- ríma skáldsins sem þessi tilvitnun er tekin úr, er langt ljóð í lausu máli; fjall- ar um ferð til Kína, en þar fær skáld- ið að taka í „mjúka búmannshönd" Maós, skáldsins, sem sá drauma sina rætast. Ljóðið sannar okkur m.a. það hve Jóhannes á auðvelt með að til- einka sér ný ljóðform; það er bæ'ði léttleiki og þung alvara í þessum frjáls- legu línum, sem njóta „endurskoðunar- heila" höfundar síns. Gagnrýni kemur einnig fram í fimmta kafla „rímnanna", og beinist hún gegn félögunum, sem eitt sinn hrópuðu: „öreigar allra landa sameinist", en hafa nú sogast inn í „allsnægtarþriðjunginn"; líta varla við öðru en aligæs og rínarvíni „meðan hin- ir tveir þriðjungarnir svelta". Það er von að skáldið spyrji hvað sé sannleik- ur, og stynji upp: hversvegna gafst séra sigurður wpp hversvegna forhertist félagi stalín „Maðurinn æðsta skepnan gengur enn í svefni", stendur í lokaljóði bókarinn- ar, og það er beiskja í þessu erindi^ van traust skálds á verki sínu: til hvers er þá að raða orðum í gyllta festi því ekki að hnoða úr leirnum pottþétta dárakistu. utan um sálir vorar haldnar eilífri lygi óljóð, þessi bók um „þverstæður tím- ans" er með djörfustu og nýstárlegustu skáldverkum, sem hér hafa komið út í seinni tíð. Ekki verður því neitað eftir útkonMi hennar, að hinn leysandi kraft- ur, hugkvæmni Jóhannesar úr Kötlum sé með fádæmum þegar litið er til þeirrar skáldakynslóðar, sem hann.að minnsta kosti aldurs síns vegna, á sam- leið með. Hann hefur sannarlega þorað að horfast í augu við sjálfan sig, og það er ekki lítils virði, þótt ef til vill telj-ist það ekki vænlegt til sköpunar „fullkominna' skáldverka. Tveimúr árum eftir útkomu óljóða, er Jóhannes enn kominn með ljóðabók, Tregaslag, öllu kyrrlátari og vinalegri ljóð. Skáldið tekur fram, að meginhluti kvæðanna séu eldri en óljóð, „í það minnsta að stofni til." Þessari ójöfnu- bók skáldsins var tek/ð nokkuð hryss- ingslega af þeim, sem enn væntu nýrra landvinninga frá hendi þess, en þeir, sem minntust hinna „eilífu smáblóma", tóku henni opnum örmum. Tregaslag- ur Jóhannesar er líklegur til að sætta gamla aðdáendur hans og nýja; hann yrkir bæði hefðbundið og í nýjum anda, en yfir öllu er ró, allt að því friður. Skáldið segist að vísu bíða hinna nýju manna: Framhi á Ms. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35. ágúst 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.