Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Side 5
Maffhías /oliannessen:
CAwtLiinsðm
Ath.: Ljóð þetta var ort fyrir þremur árum, en hefur
ekki verið birt fyrr en nú.
M.
L
Það er rétt, ég er óvinur kommúnismans.
Og ég vil að ljóð mitt sé íhaldslygi
í eyrum þeirra sem trúa
á ilmlaust myrkur dauðans
innan kastalaþreyttra múrveggja Kremlar,
ég stend ekki á torgum og gatnamótum
og hrópa á byltingu,
ég leggst gegn því að lík kapítalistans
sé dregið eftir göturæsum
eða h-engt upp á valhúsahæðum mannlífsins —
ég er hermaður,
ljóð mítt byssustingur smáborgarans
sem einn trúir á lýðræðið
og þetta venjubundna þjark sem við köllum frelsi,
kámugt orð að vísu og margþvælt,
þó sannara en innantóm óp
sem verka á okkur
líkt og hjarndauðar, graslausar h-eiðar.
Öreigar allra landa sameinizt.
Um hvað — hlekkina?
U.
Mér er í óþroskuðu minni
þúsundára ríki Stalíns
með angandi blómum og sjöundanóvemberbrosi
og pótemkintjöldum á leiksviði
harms og haturs, meðan rauð loppa
vitstola ófreskju teygði sig
inn í brjóst milljóna manna, Pravda, Isveztía —
inn í brjóst þeirra allra
sem uggðu ekki að sér
en trúðu á lokaa áð hamars og sigðar.
Og enn eru þjóðir í f jötrum
fljót tímans heldur áfram að renna
limlest lík saklauss fólks skolast
með blóðföldum straumiðunnar, aldrei rekur þau
á strönd með sólhvítar hendur friðar og hlý ju
þar sem dagurinn er ekki ótti
og nóttin -ekki stjörnulaust myrkur,
heldur unaður, þeyr af f jöllum.
Samt hefur margt breytzt,
ég sé ritþreytta menn
læðast með veggjum í borg æsku minnar
og finn til meðaumkunar
með þessum margkrossfestu
spámönnum tímans, eða voru þeir ræningjar?
sumir vinir mínir, aðrir kunningjar
(vonandi fyrirg-sfst þeim slíkt siðleysi)
og eiga það allir sameiginlegt
að hafa týnt sál sinni í heiðnabergi
díalektískrar efnishyggju, hamingjusnauðir
mælt á gamla rómantíska vísu,
með flóttaleg andlit, ormkvik augu
þéttriðin og nælonsterk mannorðsnet,
veraldarslitnír menn og farnir á taugum,
einn þeirra hefur sagt í auðsveipri minningargrein:
Stalín var sól um sína daga, annar:
kommúnisminn er smyrsl á sár tímans —
fastlr í þessum gildrum
sem kreppan lagði fyrir líf þeirra,
fastir í trú sem reyndist hégómi, hugsjón
sem var blóð — og ég veit þelr deyja
með hundsaugum og áróðursköldu hjarta
sem sættfr sig við glæpi Flokksins
•eins og hvert annað heimilisböl.
Og ég skil þessa menn,
eða hvað áttu þeir að gera
í feysknum heimi hungurs og kvíða
þegar herskarar Hitlers fóru um drauma og sýnir
eins og Iogsár eldur um korngulan akur —
eða hvernig áttu þeir að vita
ungir og reynslulitlir
og hugsjónaheitir í þokkabót
að ófreskjan átti tvö andlit
og ekki aðeins það sem við höfum kallað
nazisma.
m.
Ungur drengrur þekkti ég þessa voðalegu tíma
þegar prófessorum skáldum og listamönnum
var fl-eygt fyr’ir byssukjaftana
á nafnlausum stöðum sem enginn þekkti,
ekki einu sinni snuðrarar flokksins,
jafn vel földum í víðáttu ókunnra slóða
og mammútsbein í eilífðarþögulum sverði frosinna alda.
Hvað skyldi hann heita þessi huslaði skari
sem kom ekki aftur og átti ekki annað athvarf
í daunköldum holum fangabúðanna
en stopular minningar um sól
hálfgleymdra daga, orð sem týndust
í f jarlægt haust eins og lauf grænna tr jáa.
Veturinn kom fyrr en varði, —
kartöflusúpan og gaddavírinn
fastir þættir í tilveruleysi nagandi biðar,
ó þessi öld sem trúir ekki lengur á
guð
trúir ekki á annað en fangelsisrimla,
sporhunda og spennta gikki —
og samt gátum við umborið styr jöldina
þvi okkur var sagt hún væri háð
í nafni menningar og bræðralags,
hreyknir settum við rauðan pappirsfána
þar sem Stalíngrad var staðsett á kortinu
og internasjonalinn söng í br jóstum okkar
þessum vígreifu riddurum frelsisins,
hvílík blekking, hvilík heimslygi,
og þó ekki ný — eða gömul: Enn standa
klappaðir múrar Kremlar
eins og ekkert hafi gerzt
og svínfsitir generálar með 100 orður á skotheldum maga
halda innf jálgar ræður um byltinguna
og nýjustu gerðir kjarnorkuskeyta:
Við munum grafa ykkur,
og fólk á öllum aldri
Ijómar af öreigabrosi
og ungskáld í öðrum löndum
setja upp alltofbarnaleg heimsádfiiluandlit
og yrkja um nýja byltingu
eins og maður segi við kunningja sinn á síldinni:
Áttu í nefið, Jónas?
IV.
Ó þessir fulltrúar kalinnar kynslóðar
með óþroska fullvissu í augum
og hjáróma raddir sem reynslan hefur ekki leyst úr mútum,
eða höfum við búið við linnulausan vetur,
er lífið botnfrosið vatnsból í brjósti okkar?
Við srum að vísu vamarlaus
gegn uppsprengdu verði á molakaffi í veitingahúsum
og eitthvert hugboð höfum við um
hvað gengislækkun er, en enginn okkar
þekkir af eígin raun hvemig einræðið
lækkar gengi persónuleikans, ó þetta verðfall
í hrynjandi kauphöllum orðsins,
verðlaus og ónýtur pappír eru ljóð okkar,
sem ættum að vcsra spámenn í landinu
og fylla hugsun okkar aldinsafa guðlegs innblásturs
líkt og Eseltíel eða Jeremía
og aðrir sem sögðu fyrir um mannssoninn
að hann mundi k'rossfestur verða
undir merki rómverska arnarins, ó skáld
sem ættu að vera Iandvættir ugglausra þjóða,
ver ja þær gegn langsæknum hrammi
frostbitins vetrar, að hann slái fikki vötn okkar
svellgljáa hretsins, hefðu þau getað leynt
faríseahjartanu í brjósti okkar?
Þrátt fyrir fjötra þess Ijóðs
sem hlaut bandingjans dóm, og þrátt fyrir orð
sem eru trénaður ávöxtur á tungu okkar —
já þrátt fyrir hækkandi verð á kaffibaunum
og sífellda gengislækkun á menningunni vestan tjalds
þá veit ég við yrðum vandræðabörnin
í þjóðfélag'i óttans, hatursins, lyginnar
og mundum aldrei þola sjálfum okkur þá smán
að vara nafnlausar pöddur á gangstéttum skítugra borga,
án ljóðs, án yls, án stolts:
þá mundi kveða við í hjörtum okkar
sem enginn þekkti lengur
enginn heyrði lengur slá eða kalla fólkið til tíða:
Til helvítis með þetta maðksmogna vald
Maós, Ulbrichts og hvað þeir heita.
En ekkert gæti gerzt og líklega mundum við smám saman
missa náttúruna og hætta að yrkja,
hver mundi þá tala um ískur i svellbláum ís
ó skáld, bergmálslausu skáld
í borg þar sem dauðinn einn er vís.
V.
En hvers vegna er þá slíkt hlutskiptí
öðrum mátulegt, hvers vegna hættir okkur svo til
að einblína á hækkandi söluskatt
vestan tjalds og pótemkinsól
austan Karpatafjalla, ég spyr: hvers vegna,
ekk'i af innibyl gðu hatri heldur undrun.
Ég veit það er erfitt að yrkja
á þessum síðustu og verstu tímum
sjónvarpsalsnægta og öskrandi bítla,
rómantíkin löngu dauð, liggur hún grafin
í kirkjugarði misjafnra ljóðabóka,
nú eru miðaldra skáld
sem ortu um jörðina
eins og væri hún glitrandi perla
í hálsfesti hvikullar forsjónar
einskonar orður á margkýldum maga velferðarríkisins,
lilekkjuð við titla og heiðurslaun.
Nú er ekki lengur í tízku
að yrkja um blóm eða kvak fugla,
allir séu töff í sínu ljóði
og guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn
Lenin: Kjöldragið kapitalistana,
kastið kaupmönnunum fyrir bjarndýr,
slítið limina af spekúlöntunum,
skerið tunguna úr málpípum kratanna,
og fingurna af ritstjórum íhaldsblaða.
Svo hljóðar guðspjall dagsins,
orð þitt fari blóði um þessa ótryggu öld
eins og opinberun, lifi þríeinn guð kommúriismans.
Hví skyldum við þá yrkja um blóm eða marglita fugla
sem við sendum inn í titrandi hjarta
lítillar stúlku sem við elskum?
Og hver mundi endalaust geta unað
við innantómt skvaldur yfir siliækkandi molasopa.
Nei, byltingu.
VI.
Ég hélt það væri nóg á okkur lagt
með þessari þungu byrði persónulegra vandamála
sem eru lögð okkur í brjóst
eða hafa búið um sig eins og eitursnákar
í misjafnlega þroskuðum eggjastokkum,
þó við þyrftum ekki einnig að Iifa í sífelldum ótta
þennan eilífa vetur, þessa ísöld;
eða var það lygi sem Churchill fullyrti í Fulton
að jámtjald lægi yfiir Evrópu þvera,
eða hver hefur gleymt þeim morðfúla morgni
ssm kastaði rekunum á gröf Ungverjalands,
og nú hlykkjast úlfurinn eftir miðri Berlínarborg
með gaddavirsbrodda á þykkri múrsteinshúðinni,
eða er þetta aðeins broddgöltur friðsamlegrar sambúðar?
Ég segi ekki að við séum frjáls
þó við síriplumst í sól þessa vestræna himins
eins og börn á hvítum ströndum Dov«r,
öldunni skolar á land
og hafið gleypir þá sem gá ekki að sér,
ég segi ekki að við séum hamingjusöm
eða þyrftum ekki á að halda
hærri launum, lægri sköttum,
við erum ekki glöð, nei hrygg
yfir kynþáttahatri, morðum, hryðjuverkum —
samt get ég sagt: Orð okkar fljúga
óhindrað út meðal fólksins,
arð okkar eru fuglar,
vorboðar gamalla drauma um réttlátt líf.
VII.
Allt vald er mér gefið á þessari jörð,
sagði einræðisherra í riki hálfgleymdrar fortíðar
og lét drepa móður barna sinna
eins fyrirhafnarlaust og við slítum fífil úr túni.
Hvað hefur breytzt — höfum við ekki
heyrt slíks getið á þessari upplitsdjörfu öld
sem hefur kallað okkur til vitnis
um sigur mannsins yfir þyngdarlögmálínu,
höfum við ekki heyrt hróp deyjandi fólks
í frumskógum Kongó og Malasíu,
á fljótsbökkum Víetnam, strætum Nikósíu
og það sem verra er: Hrópin hafa kafnað
í Ungverjalandi, dáið út
eins og eldur —
eldurinn hefur slokknað á tungum
hrjáðra heimilislausra þjóða,
samt hcyrum við enn eins og lágt hvísl
frá fúnandi moldum Pasternaks:
Kannski, ó kannski lifnar eldurinn aftur
á vörum minnar stóru einmana þjóðar,
ekki til þess hún megi rísa upp
svo blóð fljóti aftur um götur og torg Pétwrsborgar
eða nýr bjarmi fari korngulu sáldri
um nágrenni Présnju,
eða til þess að hrópin bergmáli
um öll lönd heims, hvern stein,
hvern drúpandi brumknapp í grýttum jarðvegi
óræktarinnax: drepum þá, limlestum,
morðingjar, illþýði,
kjöldrögum kommissarana, nei —
án þess við vitum fara orð hans um frelsið
eins og vorblær um stirðnaðar greinar hlustandi skóga
við Volgu, Ladoga, án þess þeir viti:
orð hans vorþeyr um langfrosin brjóst
ung og ellikalin.
Syngur hann, næturgalinn
„í eldi sólarlagsins,
í glóandi f jarska trágreinanna ...
gjallandi hfirklukka“.
25. ágúst 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5