Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Page 6
Af gömlum blöÖum — Eftir Hannes Jónsson Hann vildi fá allan kínalífselexírinn Gamla búðin, sem lengst af var eina búðin i Grindavík. Hlöðver Einarsson, sem um langt árabil starfaði þar við afgreiðslu, stendur hjá húsinu. Gunnar Þórðarson frá Hala í Holt- um var sambekkingur minn í Verzl- unarskólanum fyrri veturinn. Hann var töluvert eldri en ég, meðalmaður á hæð, heilsuveill og fölur. Gunnar var hæglátur og prúður, skylduræk- inn og stundaði nómið vel. Hann var ekkert gáfnaljós, en .þó vel greindur og hygginn, skildi vel og mundi það, sem hann lærði. Hann var ekki fljót- ur að ákveða sig, var ekki upplagð- ur verzlunarmaður. En hann hefði verið ágætur embættismaður og bóndi ef heilsan hefði leyft. Gunnar var innilega góður maður, mér þykir vænt um hann enn. Hann reyndi mikið, veikindi, þjáningar, fátækt og dó erlendis, fjarri sínum. Örlögin lögðu honum of þungar birgðar á herðar. Ég held það hafi verið vorið 1915, sem hann byrjaði að verzla í Vögg- ur á Laugaveg 64, hafði keypt það hús og bjó þar. En hann þoldi ekki erfiðið, heilsu hans hrakaði, og í á- gúst 1916 hringdi hann til mín norð- ur á Hjalteyri og bað mig að koma til sín, því hann þyrfti að fara í Vífilstaðahæli. Og strax og ég kom að norðan úr síldinni, byrjaði ég að vinna í Vöggur. Gunnar var áfram í búðinni um tíma, til að kynna mér verzlunina, en svo fór hann. Félagi minn í búð- inni var Andrea Andrésdóttir, dótt- urdóttir Þorleifs ríka á Háeyri. Hún hafði lagt fram fjórða hlutann af stofnfé verzlunarinnar. Andrea var einstaklega lipur við afgreiðsluna, fólkið laðaðist að henni, sama hvort þeir voru örsnauðir eða efnaðir. Ég sá hana fyrst í draumi, er ég var 13 ára smaladrengur á Síðu, og svo vorum við samtímis í Verzlunarskól- anum, sitt í hvorri deild en sama bekk. Verzlunin Vöggur var orðin talsverð og óx mjög ört. Flestir úr Þykkva- bænum og fram Holtunum verzluðiu þar. Þeir komu með matvörur úr sveitinni, og keyptu mjöl, nýlendu- vörur og aðrar vörur, sem við höfð- um. En bæjarmenn keyptu aftur mat- vörurnar úr sveitinni, því þá var orðinn mikill matarskortur. Fátækt var ekki orðin mjög áberandi fyrr en árið eftir og enn meiri 1918. Smjörsala í Vöggur var mikil.reynd ar var lítið upp úr því að hafa, en það laðaði að viðskiptamenn. Þá var lítið um nýtt kjöt, og það keyptu helzt efnaðir menn. Alþýðan keypti saltkjöt, sem var ódýrara. Við feng- um talsvert af stórhöggnu og út- flutningssöltuðu kjöti frá Kópaskeri. Það var úrvalsvara, vænt og bragð- gott. En fólkið líkaði það þó ekki, þótti það of salt þó það seldist allt. Léttsaltað spaðkjöt var betra. Ég sagði Gunnari þetta, en þá var Björn kaupfélagsstjóri frá Kópaskeri einn- ig á Vífilsstaðahæli. Gunnar kom með hann, og ég lýsti hvernig pabbi hefði sykursaltað spaðkjöt, sem hann seldi suður. Næsta haust kom spað- kjöt, hið orðlagða Kópaskerskjöt, sem seldist afarmikið. Það þótti sæl- gæti, úrvalsvara og ágætlega verk- að. Verzlunin var orðin svo mikil að við Andrea gátum varla annað því. Sigurður Vigfússon hafði hjálpað okk ur í ígripum, eins og hann hafði hjálpað Gunnari áður með erfiðu verkin, en nú var hann nær stöð- ugt. Sigurður var verkamaður, vel greindur en hlédrægur, vandaður maður tryggur og trúr svo af bar. Hann var mjög heilsuveill, en vann það, sem hann gat, ef við þurftum hjálpar. Þó var kaup hans mjög lítið. Stríðið var nú komið í algleym- ing, enginn fékk nú að flytja inn vörur nema enski jarlinn, mr. Cable, leyfði. Hann var hér einráður, mesta hörkutól og ósvífinn, beitti ritskoð- un og njósnum. Hann setti menn á svarta lista, útilokaði þá frá inn- flutningi. Svo var með A. Oben- haupt, sem þó var danskur borgari, og fleiri. En þar mun hafa komið til rógur frá heildsölum, sem skriðu fyr- ir jarlinum. Vönur fengust ekki nema gegn staðgreiðslu, og hefi ég sagt frá því á'ður, þegar Hannes Hafstein keypti af mér fyrsta víxilinn, og einnig hvernig Björn Kristjánsson, bankastjóri leiðbeindi mér í Lands- bankanum, svo ég fékk þar fé til vörukaupa. Það voru góðir menn, sem ekki gleymast. í Grindavík standa nútíminn og fortíðin hlið við hlið, fjöldi nýrra í- búðarhúsa bera vott um góða afkomu, en niðri á sjávarkambinum standa nokk ur rauðmáluð bárujárnshús og bera for- tíðinni vitni. Láta mun nærri að 30 bátar séu nú gerðir út frá Grindavík og sjálf- sagt eru útgerðarmenn þar af leiðandi stærri hluti af bæjarbúum en víðast annars staðar. Nú færist þorpið upp á flatlendið ofan við gamla plássið og þar er víða fallegt, þegar sést austur mieð ströndinni og þokan hylur ekki Þor- bjöm. Frá fornu fari hefur byggð þarna verið skipt í þrennt, Staðarhverfi, Járn- gerðarstaðahverfi, Þórkötlustaðarhverfi. Staðarhverfið mun nú vera komið í eyði. Þar stóð áður prestsetrið Staður. Sagan um þær Járgerði og Þórkötlu er alkunn úr þjóðsögum og verður ekki rakin hér. Jafnframt því sem útgerð í Grinda- vík blómgast og nýbyggingar þjóta upp til norðurs og vesturs, hrakar þekn smám saman, gömlu húsunum á sjávar- kambinum. Þarna hafa orðið kapítula- skipti, ný kynslóð hefuir tekið við og hún skeytir ekki al’ltaf sem skyldi um þau mannvirki, sem ekki eru lengur í notk- un. En það er gagnilegt og fróðlegt að huga að fortíðinni og heiðra með því minningu þeirra manna, sem auðvelduðu öðrum líísbaráttuna með framtaki sínu og brugðu stórum svip yfir dálítið hvterfi. Einar í Garðhúsum var einn þeissara manna. Hann var athafnamaður í beztu merkingu þess orðs og þess nutu Grind víkingar og raunar fleiri um daga hans. Ennþá standa rauðmáluðu bárujárnshús in á sjávarkambinum í Grindavík, sum ærið feiskin og veðruð eftir átök við storm og seltu. Þar á meðal er gamlia búðin, verzlunarhús Einars í Garðhús- um og lengstaf eina búðin í Grindaví'k. Nú er neglt fyrir glugga henniar og hún er sem hvert annað hrörmað gamalmenni á ytra borðinu. En öll eru þessi hús ger'ð af góðum viðum og gætu varð- veizt um langan aldur, væri þeim sómi sýndur. Þarna voru pakkhús og neta- geymslur og ýmiskomaæ húsnæði vegma útgerðar Grindvíkimga fyrr á árum. Skammt liggur gamall bátur, einnig hann fær að grotrna þar niður í friði, en meðan eitthvað sézt eftir af honum, er hann brot af atvinmusögu Grinda- víkur. Á sólbjörtum sumardegi ilmar þetta all't af iseltu, en sumt ler að fúna og hverfa í jörðina án þess að því sé gaum- ur gefinn. Sum þessara gömlu húsa eru í einhverri notkun. Þar igeyma sumir hinna mörgu útgerðarmanna í Grindavík eitt og annað vegma útgerðar sinnar. Þegar farið er frá gömlu húsunum vestur stíginn, blasa Garðshús við. Það má segja, að nú er hún Snorrabúð stekk ur hjá því sam áður var. Andi Einars í Garðhúsum svífur að vísu ennþá yfir þeim gömlu byggingum, sem verða þó að teljast talsvert niðurníddar. Steinhús það, sem Einar í Garðhúsum byggði stendur enn með fullri reisn, og það er í rauninni erfitt að ímynda sér, hvað það hefur borið mikið af öðrum húisum í þessu plássi fyrir rúmlega há'lfri öld. Yfir því hefur verið álíka reisn og húsi því, sem Thor Jensen byggði surnman við Fríkirkjuma í Reykjaví'k á sínum tíma. Þeir Thor Jernsen og Eimar í Garðhúsum voru ef til vill ekki svo ólíkir um margt, hvorttveggja heiðarlegir framfaramenn, sem létu margt gott af sér leiða. Bak við steinhúsið í Garðhúsum er lítið timburhús, sem raunar er áfast við aðalhúsið og lætur lítið yfir sér. Þetta hús á merkisafmæli um þessar mundir, það er 100 ára í ár, og mjög verðugt að þess sé minnst. Til að segja sögu þess í fáum orðum, verður að byrja á Einari eldra Jónssyni í Garðhúsum, sem byggði þetta hús. Hann kvæntist Guðrúnu Sig- urðardóttur árið 1860 og þau fóru að búa í Garðhúsum. Eimar var innfædd- ur Grindvíkimgur, og varð bráðlega frammámaður og hreppstjóri í Grinda- vík. Af þeim sökum var ærinn gestagang ur þar, bæði af alþýðu manna og em- bættisstétt, og Eimari þótti slæmt að geta ekki hýst menn sómasamlega. Þessvegna réðist hann í að byggja sérstakt gesta- hús árið 1868 og var efnið, reikaviður af fjörum, allt saman sagað niður á staðnum með stórviðarsög, sem enn er til í Garðhúisi. Þetta hús er eins og gefur að skilja ekki stórt að flataiwáli, en það var gert úr góðum viði, Sem enn er ófúinn með öllu, sex og allt upp í tíu tommu breið borð. Þar var lítið eld- hús, svefnherbergi og stofa. Loft var haft yfir og þar er skarsúð. Eimar Jónsson var hin mestia drif- fjöður hvers konar athafna, og stundaði bæði búskap og útgerð. Einar yngri var orðirnn formaður á báti hjá föður sínum kormungur og var formaður um nokk- urra ára skeið áður en hann byrjaði að verzla árið 1894. Þá verzlun rak hann ásamt útgerð fram á efri ár en, verzlun Einars í Garðhúsum var lögð niður ár- ið 1959, fáum árum eftir dauða hams. Einar ymgri byggði steinhúsið árið 1914 og hann hélt áfram að nota gestahúsið, en síðar var það klætt að innan með pappír og málað. Er þetta tíræða hús án efa miklu fallegra í hinni uppruna- Framh. á bls. 13 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.