Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Qupperneq 8
Iiesendur dagblaðanna eru vel
kunnir hinum tíðu blaðadeilum, sem
kvikna jafnt af helztu og afdrifarík-
ustu deilumálum varðandi þjóðarhag,
heimsmálum, eilífðarmálum og smávægi-
legustu dægurmálum. Oft magnast
deilurnar furðu skjótt og verða loks
svo iltskeyttar og ofstopafullar að rit-
stjórarnir taka í taumana og stöðva
birtingu á greinum allra aðila. Og hitt
kemur líka fyrir að jafnframt því að
taka æ meira rúm í blöðunum verða
pistlarnir sífellt langdregnari og leið-
inlegri þegar frá líður. Heilmikill fjöldi
riddara, knapa, skósveina og liðsfor-
ingja gefa sig fram þar til að lokum
að enginn man almennilega hvert var
upphaflega tilefni hríðarinnar og þeg-
ar allir eru farnir að berjast við alla
kemur það ekki ósjaldan fyrir að liðs-
menn þvæla bröndunum ýmist fyrir sín-
ar eigin eða annarra manna lappir og
stríðið koðnar niður í helbera vitleysu.
Én þess eru þó dæmi að ritstjór-
arnir hafi síður en svo á móti því að
deilurnar dragist á langinn og gildni
óðum. Og eru þá kátastir þegar höfund-
arnir sýna hinar ægilegustu hlið sína,
svo að almenningur bíður í ofvæni eftir
næsta blaði til þess eina að dáLSt að
fíflaskap samborgara sinna. Þetta er
þegar hinir vígmóðu og málglöðu bar-
dagamenn heyja langvinnar orrustur
— í auglýsingadálkunum.
Þess eru nú færri dæmi en áður var
að kaupsýslumenn eða aðrir bítist á
auglýsingasíðunum, og ólíkt eru skær-
ur auglýsenda orðnar daufari heldur
en fyrrum — til dæmis fyrir 79 árum
þegár sú ritdeila hófst á baksíðu ísa-
foldar sem nú verður greint frá.
Hér var eins konar bjórmál á ferð-
inni. Allt var það þó annars kyna held-
ur en stríðið sem nú hefur verið háð í
tvísýnu um stund, hvort leyfa eigi inn-
flutning og bruggun á áfengu öli hér á
laindi, því að á þessum tímum drukku
menn hér eins mikið af bjór og þeir yf-
irleitt höfðu lyst eða ráð á. Um margar
tegundir var að velja og vitanlega bar
mijnnum ekki saman um hver þeirra væri
ljúffengust. Helzt var það gamli Carls-
berg, sem svo var nefndur, sem virð-
ingar naut að marki. En í sumarbyrjun
1889 kom það heldur betur á daginn að
í Reykjavík voru tveir kaupmenn sem
voru hreint ekki á sama máli um ágæti
annarra bjórtegunda.
Baráttan stóð um tvær öltegundir,
sem fæstir munu kannast við núna,
nefnilega hið prýðilega öl frá brugger-
íinu í Rahbeks Allé í Kaupmannahöfo,
sém W.O.Breiðfjörð Seldi „eptir kúnst-
arinnar reglum“ — og Marstrands Lag-
eröl, sem Helgi Jónsson hældi á hvert
reipi og afgreiddi að sögn í stríðum
straumum í Aðalstræti 3. Að minnsta
kosti auglýsir hann það í ísafold mið-
vikudaginn 6. febrúar 1889:
MARSTRANDS LAGERÖL
Einungis einn kaupmaður í bænum
hefir nú til sölu
ÞETTA ÁGÆTA ÖL. ,
í hinu nýja mánaðarblaði sem liið
svenská bruggarafjelag gefur út, minn-
ist formaður fjelagsins hr. A. Bjurholm
þannig á
MARSTRANDS LAGERÖL:
„Það er ugglaust HIÐ BEZTA ÖL,
sem bruggað er í Danmörku, næst gamla
Carlsberg. Það gengur næst hinu ekta
og bezta baierska öli, bæði hversu
hreint það er og kraptgott.“ — í þýzka
blaðinu „Brau-Industrie“ 19. aug. er
þess getið, að
MARSTRANDS LAGERÖL
var sú eina öltegund, sem Þjóðverjum
þótti Iíkjast sínu bezta heimagjörða baj-
erska öli, og drukku því ekki annað öl
þegar þeir komu til Hafnar að sjá sýn-
inguna.
Með því að jeg er sá einasti kaup-
maður í Reykjavík, sem hefir öl þetta
til sölu, vona jeg menn kaupi það og
reyni.
Jeg skal geta þess, að ég hef einnig
fengið nýja og kostulega
AFTÖPPUNARVJEL,
svo afhending ölsins geti gengið fljótt
og hreinlega, án þess ölið missi hið
minnsta af sínum hreinleik og krapti.
10 FLÖSKUR KOSTA 1,50 KR.
Reykjavík (Aðalstræti 3), febr. 1889
HELGI JÓNSSON.
Hljóð úr horni.
Nú líður og bíður og Reykvíkin.gar
gera sér glaðan dag við Marstrands
Lageröl og „fín, hlátursstyrkjandi
skemmtistykki" í Good-Templarahúsinu,
veðurathuganir og „léttlyndis-slags-
mál“ eins og gengið hefur án nokkurs
vanza í langan tíma.
Svo verður það um miðjan maí að
Helgi Jónsson byrjar auglýsingaher-
ferð. Hann flennir á baksíðu ísafoldar
nokkrum sinnum ítrekun til lesenda um
„þetta ágæta öl“, telur upp lofsamleg
ummæli sænskra manna og þýzkra, lýs-
ir tækni sinni við geymslu og afgreiðslu
ölsins og klykkir úr með því að geta
um fáeinar medalíur og heiðursskjöl
sem þessu prýðisöii hafi hlotnazt í út-
löndum.
Skömmu síðar birtist auglýsing í ísa-
fold. Með henni er nákvæm mynd af
ölflöskumiða. Myndir voru fátiðax í
blöðunum á þessum tíma. Þarna stend-
ur:
HIN EINASTA ÖLTEGUND
sem fjekk medalíu á sýningunni
í K.höfn 1888 er frá bruggcríinu
í RAIIBEKS ALLÉ:
þeir einu, sem færir eru til að dæma
um öl, eru K.hafnarbúar. Einasti útsölu-
maður hjer á landi, og sem hefir lært
að aftappa öl eptir kúnstarinnar regl-
um, og selur það í stærri skömmtum
með fabríkuprís, er
W. O. BREIÐFJÖRÐ, REYKJAVÍK.
En nú er fjandinn laus. Og þrátt fyr-
ir það að smáklausa Helga Jónssonar
láti lítið yfir sér á baksíðu næstu ísa-
foldar, líður ekki á löngu þar til bjór-
málið hefur að fullu dregið athygli les-
enda frá hinum eldgömlu tilkynningum
um „Búkaffi" — „Tóuskinn" — „Kina-
lífs-elixír“ — „Klyfsöðla" — og „Leið-
arvísi til lífsábyrgðar". Helgi skrifar:
Kaupmaður W.Ó.Breiðfjörð auglýsir í
síðustu „ísafold", að öl frá Rahbeks
Allé, Khöfn, sje hin einasta öltegund,
sem fjekk medalíu á sýningunni í Khöfn
1888. ÞETTA ER ÓSATT: því þetta öl
fjekk aðeins 2. verðlaunapening, og er
enda talið síðast í röðinni af öltegund-
um þeim, frá 12 „bruggeríum“, alls er
fengu verðlaunapeninga, eptir því sem
segir í hinu nýja mánaðarblaði, er hið
sænska bruggarafjelag gefur út.
Þar er það einnig tekið fram, að
MARSTRANDS LAGERÖL, sem undir-
skrifaður hefir nú til sölu, gangi næst
GI. Carlsberg að gæðum af öllu dönsku
öli, enda sje Marstrands „bruggerí“ hið
eina „bruggerí" í Khöfn, sem bruggar
jafnmikið af öli og öðrum maltdrykkj-
um, sem Gl. Carlsbergs-bruggeríið (nál.
200.000 tunnur á ári).
HELGI JÓNSSON.
Aðalstræti 3.
Medalíusvikin upplýsast.
W.O.Breiðfjörð gerir sér ljóst að
Helgi hefur vígbúizt. Hann birtir sömu
auglýsingu og áður í næsta töluþlaði
ísafoldar. Neðan við er þessi athuga-
semd:
Vill ekki kaupm. HELGI JÓNSSON
sýna mjer medalíu þá, er Marstrands-
lager-öl fjekk á sýningunni í Khöfn í
fyrra? Medalía sú, er bryggeríið í Rali-
beks Allé fjekk, er meiri vottur um
ágæti þess, en lof keypt af mánaðar-
lappa.
W. O. BREIÐFJÖRÐ, REYKJAVÍK.
Nú er ritdeilan að komast vel á skrið.
Enn birtir Breiðfjörð sömu auglýsingu
um medalíuna í Khöfn og einstæða hæfi
leika Rhafniarbúa til dóma um öl í
næstu Isafold. Beint fyrir neðan er þessi
grein:
Þegar hinn eini útsölumaður hjer á
landi og sem hefir lært að af-
tappa öl eftir kúnstarinnar reglum, sem
sje herra W.Ó.Breiðfjörð, er nú bú-
inn að sýna mjer kaupsamninginn við
mánaðarlappann sem hann talar um, um
lof um MARSTRANDSLAGERÖL, þá
skal jeg sýna honum finni medaliu
fyrir það frá sýningunni í fyrra í Khöfn
heldur en þessa medalíu af ÖðRUM
flokki, sem hann er að raupa af fyrir
hönd bruggerísins í Ralibeks Allé. En
4 medalíur frá öðrum sýningum í öðr-
um löndum, sem MARSTRANDS-
LAGERÖL hefir fengið get jeg sýnt
lionum skilmálalaust, hvenær sem hann
vill, og eru þær allt eins góður vottur
um ágæti ölsins.
HELGI JÓNSSON.
Aðalstræti 3.
W.O.Breiðfjörð svarar umsvifalaust í
næsta tölublaði, laugardaginn 8. júní:
ÞAð ERU EINUNGIS SÚRIR
GRÆNJAXLAR, sagði R., þegar hann
náði ekki í hin sætu vínber. Herra Helgi
Jónsson lofar mjer að sýna mjer fínni
medálíu fyrir Marstrandslageröli frá
sýningunni í Khöfn í fyrra, ÞÓ ÞAð
FENGl ALLS ENGA MEDALÍU, en þá
er BRUGGERÍIð I RAHBEKS ALLÉ
fjekk, þegar jeg hef sýnt honum lof-
kaupssamning Marstrandslageröls við
mánaðarlappana. Jeg get hugsað mjer
að hann fái svo og svo margar prs. ef
herra H. Jónsson fær 25 prs fyrir að
telja mönnum trú um þá óhæfu, að
Marstrands-lageröl sje medalíusæmt á
sýningunni í Khöfn í fyrra. Herra Helgi
Jónsson verður að vita, að það er sitt
hvað, sannað ágæti með heiðursmedalíu,
ellegar lof, keypt mánaðarlega.
W. O. BREIÐFJÖRÐ.
Nú 'er Helga Jónssyni nóg boðið.
Hingað til hafa deilurn.ar verið málefna-
legs eðlis, en nú skiptir um og báðir
aðilar hervæðast að fullu. Það er, eins
og íslendingar vita, hafnar eru per-
sónulegar dylgjur og köpuryrði, skít-
kastið er skammt undan og öll hin stór-
fenglega skrautsýning sem því jafnan
fylgir. Hingað til hafa deilurnar eininig
verið á hinum venjulega auglýsinga-
stað, baksíðunni, en nú ræðst Helgi í
það fyrirtæki að kaupa álitlega auglýs-
ingu á forsíðu Ísafoldar, innanum frétt-
ir af Bismarc, Friðþjófi Nansen, Viktori
Emanúel, Carnot, Umbertó og Krist-
jáni IX: •
MARSTRANDS LAGERÖL
sem öðlazt hefur 4 medalíur á ýmsum
sýningum víðsvegar í lieiminum
aftappar
HELGIJÓNSSON
(Aðalstræti 3, Rvík)
með hinum fullkomnustu aftöppunar-
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
35. ágúst 1908