Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Qupperneq 13
HANN VILDI FÁ
Framh. af bls. 6
Hafliði Guðmundsson í Búð í
Þykkvabæ var fyrirliði þeirra sveit-
unga. Það var maður, sem hægt var
að treysta, og Þykkvabæingar ánægju
legir viðskiptamenn. Þeir rengdu
mig ekki, og ég treysti þeim full-
komlega og hafði ástæðu til. Rjóma-
bú þeirra framleiddi langmest af
smjöri búanna austanfjalls, og það
var orðlagt að gæðum og eftirsótt.
Ég samdi við Hafliða um vorið að
kaupa allt smjörið frá búinu fyrir
6.20 kílóið, en smjörið var í 100
punda kvartilum. Nokkru seinna
sendi bæjarstjórnin Sigurð heitinn
Björnsson austur, til að kaupa upp
allt smjör á Suðurlandi. Hann bauð
6.40 fyrir kílóið, og öll rjómabúin
seldu, nema Hafliði í Búð. Hann kom
suður og sagðist vera í vanda, en
ég bauð að hækka verðið í sama.
Hafliði bað mig að hækka í 6.45, og
gerði ég það fúslega.
Nokkru seinna kom Guðjón í Ási
suður. Það var að falla á hann 8
þúsund króna víxill, sem hann var
í ábyrgð fyrir sveitina. Hann bað
mig að lána sér peningana, en ég
sagðist ekki hafa heimild til að lána
peninga, og neitaði. Guðjón sagðist
vera viss um, að Gunnar hefði lánað
sér peningana, hefði hann verið þá
heima, eri hann var þá á hæli í Dan-
mörku. Ég sagðist ekki efast um það,
en ég gerði það ekki. En ég sagðist
geta kej^)t af honum smjör upp á
afgreiðslu síðar, og borgað fyrirfram.
Guðjón var í vandræðum, samþykkti
þotta og fékk peningana. Ég þekti
hann vel og smjörið fékk ég, raun-
ar allt smjörið, sem Áslækjarbúið
framleiddi.
Já, það var ánægjulegt að eiga
viðskipti við Hafliða í Búð. Og öðr-
um man ég eftir frá þessum árum,
sem sama mátti segja um. Það var
Þórarinn á Bjarnarstöðum í SelvogL
Þeir sveitungar keyptu vörur í félag
á vorin, og fluttu heim á mótorbáti.
En Þórarinn sá um greiðsluna fyr-
ir alla, þau viðskipti þurfti enginn
að efa.
Eitt af því skoplegasta, sem fyrir
mig kom í Vöggur, var þegar ég
átti að endurskoða bókhaldið á Víf-
ilsstöðum. Gjaldkerinn og bókhaldar
inn þar hét Sigurbjörg, roskin kona,
sem hafði verið lengi í starfinu. Sig-
urði lækni líkaði ekki við hana, taldi
vera ólag á bókhaldinu og bað Gunn
ar að lána mig til eftirlits. Ég hefi
aldrei neitað starfi, en dauðkveið
fyrir, vissi, að ég hafði ekkert vit á
þessu. En Verzlunarskólastimpillinn
gerði mig lærðan mann og hættu-
legan. Það bjargaði mér.
Ég fór síðari hluta dags suður eftir
í vagninum með Jóni Guðmundssyni,
ökumanni hælisins. Ég svaf um nótt-
ina í herbergi aðstoðarlæknisins og
var vitlaus í myrkfælni. Og svo um
morguninn eftir mætti ég í skrifstof-
unni, ásamt lækninum, Sigurbjörgu
og Þorleifi ráðsmanni. Læknirinn
sagðist hafa beðið þennan pilt að
yfirfara bækurnar, og sagði Sigur-
björgu að afhenda mér þær. En hún
neitaði sagðist ekki vera skyldug til
þess. Hún stóð sig bara vel, ég hefi
Alltaf haft álit á henni síðan. Lækn
irinn var stilltur og kurteis, en sýni-
lega reiður, og það var Sigurbjörg
líka. Það fóru hörð orð milli þeirra
og Sigurbjörg bað um leyfi til að
hringja í Stjórnarráðið, sem læknir-
inn leyfði. Hún talaði þar við mann,
og eftir því sem orð féllu skildist
mér, að engar bækur væru á Vífils-
stöðum, heldiur inni í Reykjavík. Að
viðtalinu loknu neitaði Sigurbjörg
alveg að afhenda bækurnar, en lækn
irinn ráðlagði henni að segja upp
með þriggja mánaða fyrirvara, svo
önnur ráð yrðu ekki reynd.
Meðan orðaskiptin stóðu skalf ég
eins og hrísla af hræðslu. En af Þor-
leifi datt hvorki né draup. Það var
maður. Ég slapp við endurskoðun-
ina og lofaði Guð í hljóði, svo ók ég
aftur með Jóni til Reykjavíkur. En
uppreisninni á Vífilsstöðum var ekki
lokið. Ut úr þessari ferðareisu minni
urðu hörð pólitísk átök. Jónas um-
hverfði Tímanum alveg.
Þó að hér væri ritskoðun og njósn
ir, og enn meiri í Englandi, komst
þó bréf til Danmerkur óséð. Þá var
Markús heitinn yfirvélstjóri á Borg,
sem sífelt var á siglingu um hættu-
svæðin. Hann var ættaður að austan,
einn þeirra manna, sem engum gat
neitað og öllum vildi hjálpa. Hann
tók bréf til Gunnars, þar sem ég
sagði hvað vantaði. Bréfin lét Mark
ús í blikkdósir og fyllti þær með
naglarusli. Bréfin voru blaut af ol-
íu, en Gunnar gat lesið þau, og hag-
að pöntunum eftir þeim gegnum sím-
ann.
Ég losnaði ekki við lærtaugar-
bólguna og nú var ég kvalinn í
mjöðminni, sem ég hélt að væri gigt.
Það var sérstaklega sárt, þegar ég
reyndi mikið á mig. Þegar ég af-
greiddi vini mína í Þykkvabænum,
sat ég vanalega á poka í geymsl-
unni og skrifaði, en þeir afgreiddu
sig sjálfir. Haustið 1917 auglýstijón
heitinn Kristjánsson nuddlæknir raf-
magnsböð, sém væri ágæt við gigt.
Ég fór til hans og hresstist mikið,
en batnaði þó ekki að ráði. Jón var
víst ekki mlkill læknir þó hann væri
Húnvetningur. En hann var glaðlynd
ur og gamansamur. „Það má núsegja
um yður, Sigurður minn, að tvisvar
verður gamall maður barn,“ heyrð-
um við hann segja bak við tjaldið
einn daginn. Jón var þá að flengja
88 ára gamlan karl, reyna með því
að koma lífi í bakið á honum.
Og árið eftir var mér ekið í vöru-
bil niður í Baðhús. Þar var ég í
böðum og nuddi hjá Gvendi P. nudd
lækni. að var læknir, sem hafði vit
á gigt, og ég hrestist mikið hjá hon-
um. En hann hafði ekki vit á berkl-
um, og því gerði hann það, sem ekki
var rétt, braut upp á mér mjöðmina,
sem var farin að kalka saman. Hefði
hann ekki gert það, hefðu veikindi
mín ekki orðið eins mikil síðar. Og
þó, hvemig er hægt að koma í veg
fyrir það, sem á að ske. Guðmundur
var stór og kempulegur, heljarmenni
að afli og bezti drengur. En þegar
hann var drukkinn, var hann ferleg-
ur. Og ekki mannlegur máttur, sem
þá stjórnaði honum. Einu sinni kom
hann inn í Vöggur slompfullUr, en
vantaði meira. Hann sá 7 eða 8 flösk-
ur af Kínalífselixir, sem hann vildi
fá allar. Næst þegar ég hitti hann,
spurði ég hvernig honum hefði lík-
að Kíninn. Vel sagði hann, þetta var
bara helvíti gott ég fékk bara lipr-
ar hægðir, en mér líkaði ekki að
hlandið úr mér varð grænt.
Ég eignaðist strax tryggan og góð-
an vin, er ég kom í Vöggur. Það
var Hannes Þórðarson, sem áður bjó
í Arnarnesi, en var ættaður úr Olf-
usinu, að ég held. Hann var bæklað-
ur á fæti, heilsubilaður, en sinn eig-
in læknir. Hann var örsnauður og
klæddur tötrum, lagtækur klambrari
en launin fyrir viðgerðir mat hann til
lítils verðs. Ég held að reikningur
hans hjá eilífðinni hafi staðið vel.
Ég kom með tunnu af saltsíld að
norðan, feitri og vel verkaðri. En mér
hefir alltaf þótt síld vond, svo þetta
ætlaði að verða ónýtt hjá mér. Ég
bauð þá nafna mínum síldartunnuna,
sem hann þáði og var þakklátur fyr-
ir. Síldin entist honum allan vetur-
inn, hann át hana hráa með þurru
rúgbrauði, viðbit gat hann ekki
keypt.
Hannes kom sér upp timburskúr
suður í holti, fyrir ofan Vitastíginn,
hann klæddi skúrinn með tjörupappa
og bjó sér þar smiðju, en fletið hans
var þar einnig. í öðrum skúr rétt
hjá bjó trippa-Gísli. Gísli drakk og
var fullur þegar hann gat, en Hann-
es bragðaði varla vín, þó honum
þætti það gott i kaffi. Báðir þessir
menn voru vel greindir og góðir, þó
þeir yrðu utanveltu í þjóðfélaginu.
Þeir voru vinir mínir.
Árið 1918 sagði Hannes már, að
hann hefði unnið sér inn 315 krónur.
Helminginn af því sendi hann gamalli
ráðskonu sinni, sem var farin að
heilsu. Einn morguninn var Gísla
sagt, að nú væri Hannes dauður.
„Já, ég vissi þetta, hann var kom-
inn niður klukkan fjögur í nótt og
farinn að berja steðjann, sagði Gísli.
Ólafur gamli Fríkirkjuprestur jarð
söng Hannes, og gerði það virðulega.
Þótt Ólafur hafi kannske haft sína '
galla, var hann mannþekkjari, sem
mat smælingjana til jafns við þá
fyrirferðameiri. Sumir löstuðu hann
mjög, aðrir flestir smáir, treystu hon
um fullkomlega.
Eymdin og fátæktin árin 1917 og
1918 var ótrúlega mikil. Það trúa
því fáir nema þeir, sem sáu og reyndu
Við, sem verzluðum við þá allra
snauðustu vissu það vel, ef þeir
treystu okkur. Annars skriðu þeir
inn í skelina. Það er svo erfitt að
þiggja meðaumkvun og hjálp í alls-
leysi, það þekki ég vel sjálfur, og
hefi séð marga samferðamenn bugast
alveg.
Við urðum líka varir við þá, sem
vildu hjálpa. Örsnauðir menn sögðu
mér frá Einari Jochumssyni, sem kom
með gjafir til þeirra. Við hann var
enginn feiminn, hann var örsnauður
sjálfur, í fátæklegum fötum, og dróst
áfram skakkur og bjagaður. Enþað
vissi enginn, að það var Thór Jensen
sem sendi mat og gjafir með Einari
til þeirra aumustu, sem Einar sagði
Thór frá.
En það þýddi ekkert að bjóða
Einari sjálfum gjafir, þó hann væri
fullkominn allsleysingi. Til þess var
ættarstoltið of mikið, og Einar hafði
verið vel efnaður bóndi, áður en
hann veiktist. Þetta vissi Thór Jen-
sen vel og því var það oft, að hann
þurfti að finna Einar heima um há-
degi. Þá var matur á borðum og
sjálfsagt að bjóða Einari til borðs.
Hann var gestur, sem þekkti íslenzka
gestrisni.
Thór Jensen setti upp mötuneyti
1918, og fékk misjafnar þakkir með-
bræðra og systra. Því lýsti Runki
í Holti vel. En þær matgjafir hafa
verið vel metnar annarsstaðar, því
til þeirra var stofnað af góðum hug.
Einar Jochumson var ágætlega
greindur maður og innilega góður.
Geðbilun hans lýsti sér í trúarvingli.
Hann átaldi Matthias bróður sinn bisk
upinn og ýmsa heldri presta um trú-
leysi, villitrú og trúarhræsni, taldi
þá vera verkfæri óvinarins og ganga
leiðina norður og niður. Og Einar
var sæll í sinni trú, Kristur var
honum raunverulegur bróðir og vin-
ur daglega, þó liðin væru nær 2
þúsund ár frá jarðvistardögum hans.
Og hver veit nema Einar hafi haft
rétt fyrir sér þar. Ég mundi ekki
neita því, mín reynsla af nærveru
Krists í neyð bendir til þess, ef ein-
lægur hugur fylgir.
Þó Einar áteldi Matthías bróður
sinn um trúleysi, dáðist hann að hon
um, skáldskap hans og þekkingu.
„Annar okkar Matta bróður er gull
en hinn er grjót. Og ég er grjótið,
elskan mín,“ sagði Einar eitt sinn við
vin sinn.
Ég man líka eftir Ragnhildi frá
Engey, sem bjó í næsta húsi við Vögg
ur. Hún hélt lífinu í mörgum barna-
fjölskyldum þar í nágrenninu, sendi
þeim rausnarlegar matargjafir. Hún
var líka með afbrigðum frændrækin.
En Ragnhildur var stórlynd kona,
sem sagði hverjum hvort henni líkaði
betur eða verr. Hún var líka mjög
heilsubiluð, og má vel vera að það
hafi æst upp hennar stóra skap. Alls
lausir menn, sem þágu gjafir hennar,
lofuðu hana mjög. Án hennar hefðu
börn þeirra soltið, það sögðu þeir
mér. Ragnhildur kom oft í búðina í
Vöggur til að síma, og setti fram stól
garm, svo hún gæti setið. Hún þakk-
áði mér það, og ég held að henni
hafi verið vel við mig. En hún
skammaði mig eins og aðra.
Svo labbaði ég í Landsbankann.
Nú var 1918, og alltaf vantaði
rekstursfé í verzluninni. Húsbóndi
minn var þá á heilsuhæli í Danmörk,
en ég kom bréfum til hans fram hjá
öllum njósnum, svo hann gat útveg-
að vörur í Kaupmannahöfn gegnum
síma. En þá var eftir að leysa vör-
urnar út, íslenzka krónan var þá
gulls ígildi, þó hún sé aumingi nú.
Ég vissi, að húsbóndi minn ætlaði
að stofna reikningslán í banka, með
hús sitt að veði og öruggri persónu-
ábirgð. Mér datt því í hug að stofna
slík viðskipti fyrir hann, ég hafði
prócúruumboð fyrir verzlunina, en
ætlaði að fá símleiðis leyfi til veð-
setningar. Það kostaði ekkert að
reyna, peninga varð að fá, ég fór
í Landsbankann kaldur og ákveð-
inn.
Það var hnípinn söfnuður, sem beið
viðtals við herra peningavaldsins og
þjón mammons, allir logandi hræddir
rétt eins og þeir ættu að hitta höfð-
ingjann i neðra. Þá var Landsbank-
inn þar, sem Reykjavíkurapótek er
nú, og ekkert stáss á biðstofunni
fyrir háttvirta viðskiptamenn. Stórt
og gamalt eikarborð var þar á gólfi,
og á því borðdúkur úr þykkum, mó-
rauðum umbúðapappir. Þar á hafði
einhver vondaufur viðskiptamaður
skrifað með blýanti:
Biðin þó sé löng og leið,
langtum er þó verra,
ef náðarbrauðsins naumri sneið
neitar veiting herra.
Eftir tveggja tima bið fékk ég við-
tal. Magnús Sigurðsson var ekki
hýr á svipinn en hann svaraði mála-
leitunum. Björn Kristjánsson sat við
hlið hans, mjög alvarlegur, en Bene-
kdit Sveinsson sat nokkuð til hliðar,
hann brosti hlýtt til mín. Ég skýrði
erindi mitt og sýndi umboðið. „Þér
Jhafið ekkert umboð til að veðsetja“,
sagði Magnús byrstur. Ég viðurkendi
það, en sagðist ætla að fá leyfi til
veðsetningar símleiðis. Nei, Magnús
aftók það. Þá sagði Björn Kristjáns-
son: „Þér segið að húsbóndi yðar
verði kominn heim eftir sex mánuði,
þér gætuð tekið víxillán til þess tíma
út á þá persónulegu ábirgð, sem þér
segist hafa, húsbóndi yðar gæti svo
breitt því í fast lán, ef um semst.
Ég þakkaði honum leiðbeininguna og
sagði það alveg fullnægjandi, ef
Landsbankinn keypti víxilinn. Þeir
játuðu því allir. Ég fór út erindi
feginn, og alltaf síðan hefir mér þótt
vænt um Björn Kristjánsson.
Magnús Sigurðsson var stundium
nokkuð hastur í svari og ylgdur á
svipinn, en ég held hann hafi verið
góður maður eins og bræður hans.
Og eini bankastjórinn var hann, sem
sýndi mér stuðning, þegar ég átti í
orustunni við ólukkans beildsalana.
Ég held hann hafi haft gaman af
25. ágúst 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13