Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 3
GÆZLUKONAH EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON — Hver gerði það'? — Ég er ekki skyldug til að svara spurningum yðar. — Ég vil bara fá að vita, hvað það átti að þýða að vera að mála bílinn minn.. — Við hérna vinnum að barnagaezlu. Við erum ekki skyldug til að svara neinum spurningum. — I>ið hafið leyft börnunum að klína hvítri málningu á bilinn minn. Sérðu ekki að það eru stórskemmdir? — Mér kemur það ekki við. Leyfist mér að benda yður á, að þér hafið troðið yður í það pláss, sem ég hafði. Ég efa rétt yðar til þess. Eg kem liér til baka, eftir að hafa verið að sinna skyldustörfum mínum, og hvað finn ég? Yður sitjandi í mínu plássi. Og í staðinn fyrir að víkja þegjandi burt, eins og yður ber þó skylda til, farið þér að tala við mig. Sjáið þér ekki, að börnin drekka í sig allt, sem okkur fer á milli? — Ég bið yður afsökunar. — Nei, mér ber engin skylda til að hlusta á yöur. I*ér eruð i mínu plássi, það er allt og sumt. — Ég bið yður afsökunar. Ég vissi ekki, að þér hefðuð setið hérna. — Hvað veit ég, hvað þér hafið sagt við börnin, meðan ég var í burtu. — Ég var bara að spyrja þau, hver hefði klínt hvítri málningu á bílinn minn. — Hugsa sér! Þér hafið enga sómatilfinningu. Þér gætuð hæglega skemmt margra ára fórnfúst starf. Yður stendur á sama um það. Þér ættuð að spyrja sjálfan yður, hvaða erindi þér eigið eiginlega hingað. — Mig vantaði autt svæði, þar sem ég gæti lagfært bílinn minn. Ég þurfti að dytta upp á boddíið á honum og síðan ætlaði ég að mála hann. — Eins og ég segi, ég hef mínum störfum að gegna. Þér ættuð ekki að vera hér. — Mér gremst mest að það er búið að gera, það, sem ég ætlaði að gera. Það hefur verið gripið fram fyrir hendurnar á mér. Sjáðu árangurinn. Sjáðu bara. Hann stendur þarna fyrir allra augum. Málningin dekkar ekki einu sinni á honum. Aferðin er misþykk. Og það skín allstaðar í gegn i gamla gráa litinn. Ég get ekki sætt mig við þetta. — Mér ber engin skylda til aö líta í þá átt, sem þér bendið. Sjáið þér ekki, að þér valdið mér og börnunum óþægindum með þessu tali? Farið þér, þangað sem þér komuð frá, maður. Fær maður ekki einu sinni frið til að gegna skyldustörfum sínum? Það er ekki gert ráð fyrir yður hér. Eg er í raun og veru ekki að tala við neinn. Samkvæmt tilgangi þessa staðar eruð þér ekki til. Það er hreinn og beinn ruddaskapur, sem þér hafið í frammi. Þér gerið mig að viðundri frammi fyrir börn- unum. Ég verð að segja, að, það er til fólk, sem er mjög tillitslaust. — Ég hef enga löngun til að spilla verki yðar, ungfrú. En hvar á ég að leita réttar míns? — Eins og ég segl, þér hafið engan rétt. Þér eruð réttlaus hér. — Ég vil fá að vita, hver klindi málningunni á bílinn minn. Börn eiga ekki að komast upp með slikt. Það er mín skoðun. — Skoðanir yðar eru ekki til á þessu svæði frekar en þér sjálfur. Sýnið skyn- semi, imtður, fyrst ég er farinn að tala við yður á annað borð, sýnið í það minnsta, að þér séuð mannlegur. Þér valdið mér stórkostlegum óþægindum. Eg er gæzlu- kona, «g mér ber að vernda börnin fyrir öllum annarlegum áhrifum. Fyrst þetta svokallaða tal hefur teygst svo úr hófi, get ég fullt eins sagt yður, að ég sé í yður aðvífandi hættu. Já, þér eruð hættulegur. Samt geri ég mér vonir um að ég geti höfðað til manndóms yðar að því marki, að þér hafið yður á burt og valdið ekki meiri skemmdarverkurn en þegar eru orðin. — Ég er enginn níðingur. Ég er hæglátur maður, sem hefur ánægju af að gera lilutina fallegri en þeir eru. Mig var búið aö dreyma um að gera bílinn minn glamp- andi hvítan. Og sjáið þér nú, hvemig búið er að fara með hann. Það er ekki það að ég sé spjátrungur, sem vilji sýnast með þvi að aka um í fannhvítum bíl. Nei, — þekkið þér ekki þessa hríslandi tilhlökkun eftir að vinna eitthvert verk, sem hefur umbætur í för með sér? Þér hljótiö að þekkja það, þér eruö uppeldiskona. Að finna við bverja pensilstroku bílinn verða fallegri og fallegri. Svo allt í einu stendur hann ljómandi hvítur, og þetta hefur maður allt gert sjálfur. — En sjáið þér hvernig er búiö að fara með hann: reykgulur, og gráminn skín allstaðar í gegn. Hann er eins «g kýrvömb. Hann er hræðilegur. Ég get aldrei gert hann eins góðan. Það verður að skafa þetta allt saman af. Ég verð aldrei búinn að því. — Ef þér eruð að reyna að vekja samúð mína, þá skuluð þér ekki vera að því. Og ef þér hafið einhverjar kvartanir fram að færa út af einhverju þarna úti á túni, sem ég alls ekki get skilið, en ég er nú eins og hver önnur gæzlukona, — þá veröið þér að leita til forráðamanna þessa staðar. Hins vegar verð ég að ítreka við yður, að þér haldið yður og þessum bíl yðar frá börnunum. — Ég ætlaði ekki að gera börnunum ncitt . . . — Þér eruð þegar búnir að gera margt, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Ég geri mér far um að tala hreinskilningslega. Þér beinlínis neyðið mig til þess að halda áfram að tala við yður. Þess vegna hlýt ég að segja, að börnin eru hér tii þess meðal annars, að forða þeim frá að verða fyrir áhrifum frá fólki eins og yður. Ég aöhyllist þá kenningu, að enginn sé svo slæmur að upplagi, að ekki megi gera úr honum nýta manneskju með góðu uppeldi. Ég hlýt að segja eins og er. Þér eruð skýrt dæmi um mann, sem hefur hloti'ð slæmt uppeldi. — Mig langar bara til að vita, hvaða börn gera svona lagað. Ég hélt fyrst að það væri til að ná til forráðamanna þeirra og láta þá borga skaðann. En nú sé ég, að það er tilgagnslau«t. — Eins og ég segi, leitið til forráðamannanna . . . — Ekki svo að skilja, að ég hafi ætlaö að skamma þau; ég get vel skilið, að að- staða mín sé veik hér. Það er ekki hægt að heimta af börnum, að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Mig langar bara til að sjá hverjir gerðu þetta. Hvort það hefðu til dæmis verið frisklegri og fjörlegri krakkarnir í hópnum. Eg veit ekki, — líklega til að bera þau saman við hin. — Til að sjá, hvort eitthvað væri sameiginlegt með þeim, sem ekki gerðu það. Auðvitað getur maður aldrei séð mun. — Hvort ef til vill væri lítinn dreyminn hnokki, og í hvorum liópnum hann væri . . . — Nú fyrirbýð ég yður að halda áfram. — Já, ég Sjtal fara . . . — Því farið þér ekki? — Vitið þér hver klíndi málningu á bílinn? — Þér eruð þrár. — Hm, vitið þér það? Framh. á bls. 14 Kristmann Guðmundsson: Undir morgun Vornótt við silfursæinn, sund og víkur í dvala, móða í miðjum hlíðum, morguninn leggur á tinda hendur fagnandi friðar; fjöllin eilífðarblá. blíðlátt andar um bæinn blær, og frammi til dala angar af þeyvindi þýðum. Lækur í lyngvöxnum rinda lágt og seitlandi niðar. Perludögg engjum á og mosabyngjum í bergi. En ég, sem var góðvinar gestur og glaður leit sól hníga vestur, horfi til hafsins með þrá: ósk sem aldrei og hvergi uppfyllast má. 15. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.