Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 15
Ýmsir aðilar utan safnanna hafa á sfðus'tu misserum látið málefni þeirra til sín taka, fyrst Félag íslenzkra fræða, þá ful'ltrúaráð Bandalags háskólamanna og nokkur einstök félög innan þess. Nú síðast hefur Matthías Johannes- sen ritstjóri, formaður þjóðhátíðarnefnd- ar þeirrar, er skipuð var á alþingi 1966 til þess að gera tillögur um það, hversu bezt verði minnzt 11 alda byggðar á íslandi 1974, skýrt mér frá því, að nefndin hafi á fundi í sumar samþykkt ályktun þess efnis, að veita byggingu bókasafnshúss gtuðning og verði fjallað um það mál í álitsgerð, sem nefndin leggur fyrir alþingi í vetur um störf sín. Þá hafa í blöðum og tímaritum birzt að undanförnu einstakar greinar og jafnvel greinaflokkar um safnamál, en um þau einnig verið fjallað nokkuð í útvarpi og sjónvarpi, m.a. fyrir atbeina Bókavarðafélags íslands. Öllum þessum aðilum flyt ég beztu þakkir fyrir áhuga þeirra og ómetan- legan stuSning. Seinast, en ekki sízt ber að geta þess, að nokkrar umræður urðu um safna- mál á alþingi seint á síðastliðnu ári, og leiddu þær til þess, að stofnaður var svokallaður Byggingarsjóður safna- húss og veitt til hans 1,5 milljón krónia í fjárlögum fyrir árið 1968, upphæð, er síðar á sama þingi var lækkuð 1 hálfa milljón. Ein milljón til eða frá er hér ekki höfuðatriði, heldur hitt, að hreyf- ing komst á málið í þinginu og það varð ekki stöðvað. Vér h'ljótum að treysta á alþingi í þessu máli, teljum oss ekki hafa ástæðu til annars en bjartsýni um frekari fram- gang þess á þeim vettvangi. Þótt harðn- að hafi um sinn í ári og mikill flokka- dráttur sé með mönnum, er það gömul saga á Islandi, og hefur þjóðin af þeim sökum aldrei lagt frá sér bækur sínar eða hætt að sinna hinum andlegu efnun- um. Glöggt dæmi um það frá fyrri tíð er Flateyjarbók, er Jón bóndi Hákonar- son í Víðidalstungu hóf að láita rita árið 1382, aðeins 32 ára gamall. Tveir prestar luku ritun meginhluta bókar- innar á næstu fimm árum, en síðan var haldið fram ritun annáls, er náði allt frá heims upphafi til ársins 1394. í þeim annál standa í lok greinar- innar um ári’ð 1382 þessi orð: efldust flokkar og friðleysi, — en annálsgrein- inni um árið 1394 lýkur hins vegar á stórkostlegri lýsingu á aldarfari og ár- ferði: „Nú áttu menn þetta hausit að vinna eiða að fé sínu, og minnkuðu fleiri sína peninga. Hal'læri mikið til kostar og skreiðar nær um allt land. Vor kalt, grasvöxtur lítill, fellir nokk- ur.“ En ritun Flateyjarbókar (er svo var kölluð löngu seinna) var engu að síður lokið. í þá sömu líking trúum vér því, að íslendingar reisi á næstu árum, á hverju sem gengur og hvernig sem árar, bóka- safnshús samboðið minningu þeirra kyn- s'lóða, sem lifað hafa í þessu landi sínu andlega lífi, oft við hin örðugusitu kjör, hafa varðveitt og ávaxtað hinn íslenzka menningararf, svo að vakið hefur undr- un og aðdáun allra, sem til þelckja. Hvemig þetta hús á að vera, svo að það fái sem bezt þjónað tilgangi sínum í nútímaþjóðfélagi, það verður þraut, sem vér safnamennirnir verðum að leysa í samráði við þá kunnáttu- menn um gerð slíkra húsa, sem vér get- um bezta fengið til liðs við oss. Þess verð ur ekki freistað að lýsa slíku húsi fyrir yður nú, heldur skal minnzt eftirfar- andi orða í Elucidarius, heimspekiriti, er þýtt var á íslenzku á 12. ö'ld. En þar segir svo: „Smiður sá, er hús vill gera lítur fyrst, hversu hann vill hvatki gera, og rís sú smíð síðan í verki, er fyrr stóð smíðuð í hugviti smiðsins." Ég þykist vita, að menntamálaráðherra skýri frá því hér á eftir, hvað gert hefur verið til að fá lóð undir hið fyrirhugaða bókasafnshús, og leiði ég þess vegna hjá mér að ræða það atriði. 15. sept. 1968 Fyrir öílu er, að horfur eru nú á, að unnt verði á þessum tímamótum að hefj- ast handa um markvissan undirbúning smíðar nýs bókasafnshúss. f þeirri von og trú, að sú smíð, sem hér um ræðir, fái risi'ð í verki fyrr en flesta grunar og vér þar haldið áfram af síauknum krafti því starfi, er stofn- að var svo giftusamlega til fyrir 150 árum, lýk ég máli mínu og þakka góða áheym. BÁT5TAPI Framh. af bls. 5 Morguninn eftir er menn bjuggust til leitar fannst bátur Gísla rekinn nálægt lendingunni. Var þá hafin skipulögð leit, og leitaði fjölmennur hópur þann dag allan og næstu daga. Séu þessar tvær frásagnir bornar sam an, ber mikið á milli. Vel má þó vera, að sumum finnist hér deilt um lítils verð atriði, en svo er þó ekki. Sé frá sögn Daníels rétt, hafa húsbændurnir á Stað og Ólafur Bergsveinsson látið drag ast í rúma tvo daga að safna liði og hefja leit að Gísla, og fæ ég ekki séð að neitt geti réttlætt slíkan drátt, ef rétt væri. Af þessum sökum höfum við Snæ- björn bróðir minn reynt að kanna all- ar tiltækilegar heimi'ldir á ný, en slíkt hefur óhjákvæmilega tekið langan tíma, og hefur því ekki verið hægt að svara grein Daníels fyrr. Ég vil nú gera grein fyrir á hvaða heimildum ég byggði frásögn mína. í bók sinni „Saga Snæbjarnar í Hergils- ey“ segir hann svo á bls. 214: „Var hálfbjart af degi er Gísli fór af stað, en fram að því gekk veður til spilling- ar af vestri. Leið svo dagurinn að ekk- ert sást til hans, en daginn eftir rak svo bátinn upp nálægt 'lendingunni á Stað“. Þessi frásögn er rituð aðeins 3- 4 árum eftir slysið, og hefur aldrei ver- ið véfengd fyrr en nú. Þetta kemur heim við það sem við Snæbjörn á Stað teljum okkur muna, svo og margir aðrir, sem við höfum nú talað við. Áður en ég birti grein mína bar ég hana undir Snæbjörn á Stað, sem var á sextánda ári er atburður þessi gerðist, svo og marga aðra, sem kunnugir voru vestra og nákomn- ir Látrafólkinu. Enginn dró í efa, að bátur Gísla hefði fundizt daginn eftir slysið, en það skiptir öllu máli í þessari deilu. Ég tel mig því ekki hafa sýnt neina óvandvirkni í öflun heimilda eins og Daníel vi'll gefa í skyn. í grein sinni nafngreinir Daníel einn mann, sem þarna kom við sögu, Konráð Sigurðsson frá Miðjanesi. 1 bréfi til Snæbjarnar á Stað dags. 24. júlí 1968 segir Konráð: „Ég hefi náð í og lesið grein þá, sem þú talar um. Sumt eink- um það sem viðkemur Látramönnum gat ég ekki vitað um. En að því er mig persónulega snertir, er þarna alrangt með farið. Er þá fyrst frá að segja, að snemma morguninn eftir að Ólafur og menn hans koma .að Stað til gistingar, kom faðir þinn sjálfur (sr. Jón Þor- valdsson) gangandi inn að Miðjanesi. Var þá þegar vitað að slys hefði orð- ið. Bað hann mig að koma út að Stað og taka þátt í leit. Þegar að Stað kom, bað ólafur mig að fara með mönnum sínum í leit. Bað hann mig að vera fyr- ifliði við leit þessa. Mér að minnsta kosti fannst skiljanlegt, að hann vildi hlífa sér við að koma að bátnum, sem sonur hans hafði farizt af, og ekki vit- að hvernig aðkoman væri. Ég hélt því ásamt mönnum Ólafs til sjávar. Hátt var í sjó og bátur þeirra upp við sjávarhús. Þegar við komum of- an á klappirnar sunnan við sjávarhús- ið, blasti báturinn við okkur frammi í vogm nninu. Þetta sem að framan er sagt, man ég eins og það hefði skeð í gær.“ Síðar í sama bréfi segir Konráð: „Erindi Kristjáns bróður þíns hlustaði ég á í vetur mér til mikillar ánægju. Fann ég þar ekkert í sem ég hefi ekki áður heyrt, sumt að vísu aðeins fyllra." Að svo stöddu sé ég ekki ástæðu til þess að birta meira úr bréfi Konráðs. Þegar þessir atburðir gerðust var hann á bezta áldri, og af öllum talinn skyn- samur og traustur maður. Þessi frásögn Konráðs styrkir sögn okkar Snæbjarnar í Hergilsey um það atriði að bátur Gísla hafi fundizt dag- inn eftir slysið og fór þá leit þegar í stað fram. Þótt ég dragi ekki í efa að heimild- armenn Daníels telji sig muna atvika- röðina rétt, verður ekki hjá því kom- izt að benda á nokkur atri'ði, sem koma kunnugum mönnum undarlega fyrir sjónir. Hvers vegna tekur Ólafur fé í skip sitt á Skálanesi, þar sem ferð hans er heitið að Stað og Hallsteinsnesi? Hefði Ó'lafur verið með fé í skipi sínu er hann kom að Stað, hver hefði þá getað tekið það til geymslu annar en Snæbjörn bróðir minn og gætt þess með an Ólafur var á Stað, en eftir því man hann ekki. Þetta er ekki sannfær- andi fyrir þá sem þekktu hagsýni Ólafs, þótt það í sjálfu sér sé lítilvægt. Ég kem þá .að því atriði í frásögn Daníels, sem mér kom mest á óvart. Hann segir, að morguninn eftir slysið, meðan allt var í óvissu um afdrif Gísla, hafi Ólafur sent menn sína í fjár- leit vestur í Gufudalssveit, en farið sjálfur 'landleiðina inn að Laugalandi, án þess að vita hvort nokkur bátur var þar sjófær. Hvers vegna lét hann ekki menn sína þá koma við á Gró- nesi, og vita vissu sína um afdrif Gísla, sem ekki hefði tafið þá frá fjárleitinni meira en 20-30 mínútur, og hvernig máfcti sendimaður Ólafs komast frá Laugalandi að Djúpadal á þeim tíma, sem Daníel segir? Allt er þetta mér og öðrum sem ég hefi talað við svo óskiljanlegt og svo ólíkt Ólafi í Hvallátrum, að erfitt er að trúa því að hér sé rétt munað, enda 43 ár 'liðin síðan atburður þessi gerðist. Um þetta hörmiulega slys var mikið tal- að, sem að líkum lætur. öllum bar sam- an um hve stór Ólafur var í raunum sínum. Hvernig mætti vera, að slíkt um- tal hefði skapast, ef hann hefði látið menn sína fara að smala fé í stað þess að leita sonar síns á þeim eina báti sem tiltækur var. , Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þennan þátt í grein Daníe'ls. Hin yfirlætislega fyrirsögn yf- ir grein hans „Missagnir leiðréttar" eru að engu orðnar með bréfi Konráðs. Það er ekki á mírtu valdi að ufllyrða neitt imi hvað er rétt eða rangt, þegar deilt er um atburðarás sem gerðist fyrir 43 árum, en þó vil ég benda á að elztu heimildir hafa jafnan verið taldar traustastar. Daníel Jónsson segir að orsök þess að hann ritaði grein sína, sé tilraun mín til þess að flétta slys þetta inn í þjóðsöguna um huldufólkið í Hvallátr- um, en að sínum dómi hafi saga þessi við lítil rök að styðjast, og með henni sé hallað á afa sinn, og hann raunveru- lega gerður ábyrgur fyrir sjóslys- unum í Látrum, þar sem hann sagði ekki Ólafi þegar í stað draum sinn. Varla getur þetta verið rétt hjá Daní- el, því hann eyðir meira rúmi í grein sinni til þess að gera frásögn mína af drukknun Gísla ólafssonar tortryggi- lega og sækir það svo fast, að hann nefnir son Ólafs sem heimi'ldarmann að nýrri frásögn um slysið, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að læða að mönnum tor- tryggni í garð hans og foreldra minna, um að þau hafi vanrækt þá sjálfsögðu skyldu að leita tafarlaust týnds manns, hvort nokkrar líkur væru til þess að hann fyndist á lífi eða ekki. f grein minni segi ég ekkert frá sjálf- um mér um afa hans Daníel Jónsson. Þjóðsagan um huldufólkið í Hvállótr- um hefur löngu verið prentuð í Grá- skinnu, og ekki verið véfengd hingað til Ég gat því ekki vitað að hún snerti neinn illa. Hvers vegna gerði Daníel ekki strax sínar athugasemdir við hana, ef honum fannst þar hallað réttu máli. Engan hefi ég heyrt áfellast afa hans fyrir að taka ekki mark á draumi þeim, sem sagan segir hann hafa dreymt. Þvert á móti hefi ég heyrt alla minnast hans sem valinkunns sæmdar- manns. Hversvegna Daníel fer nú, eftir öll þessi ár, að skýra þjóðsöguna sem á- sökun á hendur afa sínum, og reyna að kveða hana niður með stóryrðum og á- sökunum á hendiur öðrum, er mér hulin ráðgáta. Ég fæ ekki séð að slík skrif sannfæri neinn, heldur hafi öfug óhrif. I lok greinar sinnar segir Daníel, að hann geri sér fulla grein fyrir því, að skrif um löngu liðna atburði, og leið- rétting á frásögnum af þeim, sé eins og að glíma við drauga. Það er orð að sönnu. Samt sem áður ritar hann grein sína, svo sem hann einn viti það rétta, að allir aðrir fari rangt með. Hann leggur ekki á sig þá fyrirhöfn að tala við menn þá, sem hann nafn- greinir, svo sem Konráð á Miðjanesi, því að þá efast ég um að hann hafi skrif að þessa grein. Ég hefi hér að framna sýnt fram á, að frásagnir þeirra manna, sem Daní- el nafngreinir ber ekki saman. Slíkt kemur engum á óvart, sem eitthvað hef- ur fengizt við að kanna liðna atburði. Þegar minni vandaðs og áreiðanlegs fólks fer ekki saman, þarf að viðhafa varúð og forðast fullyrðingar. Því hefi ég hér rakið frásagnir okkar beggja, svo þeir sem þetta mál snerir geti sjálfir dæmt um hvorri frásögninni sé betur treystandi. hagalagtíar Herramannsmatiír. Allmörgum bændum kynntist. ég þenn an tíma. Nokkrir þeirra þekktu vel ís- land og frændsemi vora við Norðmenn. Voru þeir allvel að sér í Heimskringlu Snorra. Hinir voru og nokkrir, er lítið höfðu kynnt sér sögu vora, en höfðu þó allir heyrt, að íslendingar væru Nor'ðmönnum skyldir. Eitt var það þó, sem þeir allir þekktu jafnvel, það var íslenzka saltkjötið. Rómuðu þeir gæði þess mjög og töldu það vera ljúffeng- asta feitasta og bezta kjöt heimsins. Sagði einn bændanna á þessa leið við mig: „Hamingjumenn eruð þið íslend- ingar, að eiga einhver beztu afréttar- harkjöt borið saman við dilkakjöt frá íslandi". (För til Noregs e. sr. H. Th) Skilvinda. Orðið skilvinda er búið til af sr. Jóni Guttormssyni prófasti í Hjarðarholti í Dölum, sem var orðhagur maður í bezta lagi, eins og þessi nýgervingur sýnir. Mjólkurskilvélin í Hjarðarholti var fyrsta handsniwia vélin. Þar af kom nafnið. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnascn írá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. DEUtstj.fltr.: G-ísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.