Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 13
Þeir, sem aS þessum athugun- um stóðu, vörpuðu fram þeim spurningum, hvers konar börn sýndu hækkun og hver lækíkim — og hvort hægt væri að segja fyrir um það, hvort börn mundu sýna hækkun eða lækkun, þeg- ar vitað er um skapgerð þeirra og persónuleika. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að þegar börn, sem til dæmis á sex ára aldri, væru sjálfstæði í fram- komu stjórnsöm, kappsfull og hefðu sj álfstraust, mætti búast við hækkun greindarvísitölu af þeim börnum, sem væru aðgerð arlítil, feimin, hlédræg og háð öðrum. Sé nánar að gætt, feemur í ljós, að þeir eiginleikar, sem telj ast benda til vaxandi greindar eru efeki beinlínis það, sem al- mennt eru kallaðir „kvenlegir" eiginleikar. Einn þeirra manna, sem að þessari athugun unnu, sagði einhverju sinni, að til þess að geta unnið einhver afrek á andlegum sviðum, þyrfti stúlka helzt að hafa hagað sér eins og strákur í barnæsku. í þessu sambandi er athyglisvert að líta á æfisögur ýmissa kvenna, sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum. Árið 1954 voru athug- aðar æfisögur nokkurra kunnra stærðfræðinga úr hópi kvenna, og kom í ljós, að konurn- ar höfðu allar haft meira og nánara samband við feður sína í uppvextinum en mæður og höfðu reynt að taka feðurna sér til fyrirmyndar fremur en mæðumar. Svipaðar niðurstöður hafa orð ið af öðrum athugunum, ma„ kom fram við athugun á stúlk- um í Stanford, að þær, sem stóðu sig betur í stærðfræði og skyldum greinum voru að mörg leyti ágengnari og frakkari í framkomu en hinar, sem voru betri í málum og skyldum grein um. Þær voru ekki eins auð- sveipar við foreldra sína og yfirráðamenn í skólunum og margar forsprakkar í fjörugu félagslífi og bellibrögðum. Allt ieru þetta vísbendingar um, að þær stúlkur sem skara fram úr á sviðum stærðfræði og skyldra igreina, séu almennt ekki sérlega „kvenlegar", sé miðað við þær venjur, sem al- mennt eru ráðandi um „kven- leika“ og „kvenlega framkomu". Oft finna stúlkurnar þetta, m. a. vegna umvandana foreldra og félaga og sumum þykir það ef til vill leitt. En þó þær vilji ekki láta þetta hafa áhrif á sig, mæta þeim ýmsir erfiðleik- ar vegna þess. Tökum sem dæmi litla stúlku, sem á barnaskólaaldri er „hálf- gerður strákur" og búin ýmsum þeim eiginleikum, sem gætu ver ið henni mjög til framdráttar á andlegum sviðum, síðar meir. Hún er full af forvitni, hefur sitt, er sjálfstæð og ef til vill garnan af að rannsaka umhverfi sitt, er sjálfstæð og ef til vill yfirráðagjörn. Hún hefur gam- an af a!ð leika sér við stráka fæst helzt ekki til að klæðast öðru en gallabuxum og kærir tsig lítt eða ekki um brúðuleiki. Gerum ráð fyrir, að foreldrar hennar hafi verið gæddir því umburðarlyndi að leyfa benni að vera eins og henni sýndist sjálfri. Hvað gerist þá, þegar hún kemur í skólann? Eitt fyrsta áfallið er, að strákarnir vilja ekki leika við hana lengur, þeir skammast sín fyrir að láta sjá að þeir séu með stelpu. Þeir halda hópinn og hún á ekki um annað að velja en snúa sér að stelpunum eða vera ein. Hún uppgötvar þá sennilega fljótt, að hún hegðar sér ekki eða hugs ar eins og gert er ráð fyrir af stelpu og þetta veldur henni áhyggjum og kvíða. Ef til vill verður hún aldrei framar alger- lega eðlilega og ef til vill aldrei fyllilega hamingjusöm. Frá sjónarmiði kennara og annara, sem vilja auka mennt- un og afrek kvenna, skapa fyrr greindar niðurstöður býsna mik ilvæg vandamál. Eiga mæður að hvetja stúlkur til þess að veita „strákslegum" tilhneigingum sín um útrás. Og eiga kennarar að reyna að losa stúlkur úr þeim tilfinningum og þjóðfélagslegu viðjum, sem einmitt gera þær oft svo viðráðanlegar í bekkjartím um, viðráðanlegri en drengi. Þ. e.a.s. ættu kennarar að brjóta betur niður mörkin milli drengja og telpna? Þessum spurningum getur enginn einn aðili tekið að sér að svara, þar v>eltur allt á því, hverskonar stúlkur við vilj um framleiða. Viljum við auka greind og menntunarhæfileika kvenna, þó það verði á kostnað þeirra eiginleika sem „kvenleg- ir“ teljast. Eða er ef til vill einhver önnur leið? Er ef til vill hugsanlegt að endurskoða þær hugmyndir, sem við höfum um „kvenleika“. Er nauðsynlegt að konan sé blíð, hlédræg og ósjálfstæð til þess, að hún sé aðlaðandi fyrir hitt kynið og góð móðir barna sinna. Væri hugsanlegt, að rækta betur ein- hverja aðra kvenlega eiginleika sem væru e.t.v. betur samrýman legir auknum andlegum þroska og afrekum. Þetta eru vissulega mjög umdeilanlegar spurningar — en eru þær ekki þess verð- ar að íhuga þær og rökræða? (Úrdráttur úr grein eftir dr. Eleanor E. Maccoby, prófessor í sálarfræffi viff Stanford há- skóla í California). ÁN TAKMARKS Framh. af bls. 2 Ég er lífið sjálft. Og þú kemst ekki undan. Ég elti þig. Götuvísa lýsir einnig hinum einmana manni, en í því er meiri kuldi en í Sjálfs mynd og Fióttanum, líkt og skáldið storki hinni dapurlegu tilveru. Leiksýn- ing á heima með þessum ljóðum, bæði að efni og formi; þau eru eins og hug- leiftur, bygging þeirra fastmótuð í sveigj anleik sínum: Hin mikla leiksýning var loks á enda. Eins og logandi blys hafði leikur minn risið í hamslausri gleði og friðlausri kvöl, unz hann féll á ný í skoplegri auðmýkt til upphafs síns. Það var lífið sjálft, það var leikur minn. Og ég leit fram í salinn og bjóst við stjórnlausum fögnuði fólksins. En þar var enginn. Og annarleg kyrrð hvíldi yfir auðum bekkjunum. ( Leiksýning ) Frá þessu ljóði, sem minnir á draum, gæti ferðin legið að kvæði eins og Borg, sem á ættingja í fyrstu bók skáldsins: Ó, þú sem geymir öll mín gleymdu spor og grófst í duftið þjáning mína og sorg. Ég er þitt barn, þitt barn! Og nú er VOT, sem baðar regni og sól þín strœti og torg. Og velktir, þöglir veðurbarðir menn velta af sér drungans fargi og hlœja á ný ugglausum hlátri. Sólskin þitt mun senn sigra til fulls þinn storm og veðragný. Og samt er einn, sem ögrar vorsins mynd og enn ber dauðans svip á þínum veg, svo ótvírœtt í œtt við þína synd, sem enginn veit. Ó, borg mín, það er ég. í Vöggugjöf, sem er ort til barns, segir: Sjá! Ég gef þér tryggt og trúfast tilgangsleysið: Lífið sjálft! Þessu tilgangsleysi hefur Steinn ját- ast í Ljóðum. Hann veit að áfram er siglt „í auðn og nótt“, og bókinni lýk- ur á Dimmum hlátri, kaldhæðnislegum óði um hinm eilífa manm „án takmarks og tilgangs“. Nokkur önnur ljóð, sem hér hafa ekki verið nefnd, eins og til að mynda Vögguvísa, Marmari, Landslag, Blóm, og Barn boða mikil tíðindi um framtíð skáldsins Steins Steinarrs; þau eru undan fari margs þess óvenjulegasta, sem frá honum hefur komið. Myndvísi þeirra og hin rammgerða formbygging eru aðal kostir þeirra, heimur þeirra svo ein- kennandi að þau víkja ekki úr huga þess, sem einhvern tíma hefur numið galdur þeirra. Seinni bækur Steins koma okkur í kynni við mörg ljóð af sama tagi, og mun ég síðar í þessari umiræðu minni um Stein, freistasrt til að skýra einkenni þeirra nánar. Áður en kemur að næstu bókum Steins, langar mig til að geta lítillega eins ljóðs úr Ljóðum. Það er Vor, sem segja má að hafi nokkra sérstöðu í skáldskap Steins. Það er að vísu skylt ljóðunum, sem ég nefndi hér á undan, en sjaldan fellur mál jafn vel að mynd hjá Steini og í þessu ljóði: Tveir gulbrúnir fuglar flugu yfir bláhvíta auðnina. Tvö örlítil titrandi blóm teygðu rauðgul höfuð sín upp úr svartri moldinni. Tvö fölleit, fátækleg börn leiddust út hrjóstruga ströndina og hvísluðu í feiminni undrun út í flöktandi Ijósið: Vor, vor! Einhver segir líklega: Þetta er mál- verk. Já, rétt er það, gæti svarið verið, mikilfenglegustu málverk eru líka oft bókmenntir. Hver er þess umkominn að segja ti'l um takmörk listarinnar? Er ekki fögnuðurinn það sem mestu máli skiptir, sú hamingja, sem návist sannrar listar vekur? Á SKEIÐUM Framh. af bls. 5 erfiðismunum en sr. Gisli lyfti henni léttilega í aöðulinn. Hann átti lítka úr- valshesta, sem kom sér vel í þessum þungaílutningum. Kona sr. Guðna var Þórdís, hálfsyst- ir Þórðar feanselliráðs í Garði, tengda- föður sr. Tómasar Sæmundssonar. Þau sr. Guðni voru bamlaus. Madama Þór- dís li:ði sinn sterkbyggða ektamaka í 19 ár. Dvaldi hún í Viðey hjá frænku sinni Sigríði og síðari manni hennar ölafi sekretera, til dauðadags. Hún var afl ragðsfeoma. Þótt byggingar yfir fólk, fénað og fóðurbirgðir séu nú reisúlegar í Ólafs- va’.lahvenfi, eins og annarstaðar á Skeið um, er það þó hús Guðs, sem setur svip sinn á staðinn. Svo hefur raunar verið um aldaraðir, þótt löngum væri kirkjan lágreistari en nú er hún. Til eru 200 ára gömul lýsing á Ólafisvallalkirlkju, er práíasturinn, sr. Halldór Finnsson, bisk ups Jón&somar, þá kirkjuprestur í Skál holti, visiteraði hana 24. miaí 1768. Sú kirkja var í 8 stafgólifum, „hún er öll undir siúð og þiljuð beiggja vegna ofan að sl'ám hvört þil að er vel sæmi- le jt í kórnum en í framfeirkjunni víð- ast lasleg og sumstaðar úr fallið innst, allt af fúnum og gömlum uppskafningi. Á baka til er þiil upp í gegn, og að framarverðu er listað þil mieð vind- skeiðum yfir. í feórnum eru bekfcfjalir beggja vegna og ein við prédikunar- stól. Á milli toórs og kirfcju er dyra- umbúnmgur með þili að norðan undir þverslá, samt pílárum yfir undirbitann. Þar fyrir framan eru 7 lítilfjörleg þver sæti með bríkum og bafesl'ám ásamt eionri samskeyttri aursliá ó hvörri þau slarda. Að sunnanverðu eru þversæti fyrir Iraman prédikunarstól með brík og bakslá einnig lítilifjörlegt. Þar fyrir framan eru befekir fram að fremsta staf gólfi Fyrir dyrum er hurð ó járnum með skrá, lykii og j'árnlhring. Á kórnum eru 2 gluggar sinn á hvörj- um hlíðvegg, sá eini sunnan til með 9 rúðum en hinn norðanmegin með 4. Hér fyrir utan eru 2 gluggatóttir, sú eina á bakþili kirkjunnar en önnur framan á bjórþilinu. Yfirrjáfið sýnist •sæmilegt en undirviðirnir í framkirkj- unni iaslegir og vatn tekur til að ganga þar á bitalhötfuðin, sérdeilis eitt sunnan fram í kirkjunni. Gafhnn og suðurveggur krikjunnar segist sæmileiga standandi en norður- vaggurinn er hrörlegur.“ Árið 1843 var byggð fyrsta timbur- kirkjan á ÓlafsvöUum. Var hún tekin út af sr. Jakobi prófasti í Gaulverja- bæ 22. júní 1844. Kirkja sú var 6 5.8 áln br. 18 áln á lengd, öll aif timbri gjör, því sóknarmenn hötfðu lagt til timbur í veggina í staðinn fyrir torf- vorkið. Fjórir sexrúðna-gluggar voru á hvorri hlið, einn með fjórum rúðum yfir prédikanarstól og einn minni á fram- þilinu. Öll var kirkjan vandlega bikuð. Að innan hélt hún líku lagi og torf- kirkjan, Iþil milli kórs og framkirkju, með pílárum að ofan. Altarið var aif panelverki með hurð á leðurhjörum og hjöruðu loki að ofan. Fyrir því var gnáða með stakketverki. Fyrir kirfkjunni var vængjahurð með vænnri tvílæstri skrá og lykli. Pré- dikunarstóllinn er gamall en brúkarleg- ur. Klukkur eru tvær í fremsta stafgólfi — heilar og hljóðgóðax. — Þessi kirkja dugði Skeiðamönnum í rúma háifa öld. Sú kirkja, sem nú er á Ólafsvöllum var reist 1897 og því að stofr.i til orðin 70 ára gömul en í fyrra féfek hún svo gagngerða endurnýjun að hún má feallasf sem nýtt húis. Var þeirri myndartegu framikvæmd, sem kostaði á aðra milljón króna, lýst á sínum tíma í l.löðvm er kirkjan var endurvígð, svo óþarfi er að endurtaka. Það sem vekur m'ista athygli þegar komið er inn í þennan bjarta, reisulega helgidóm Skeiða manna er altaristaflan, hin mikla mynd Baltasar af fevöldmiáltíðinni, sem tekur yfir aban kórgaflinn. Er henni þannig fyrir komið, að borð Meistarans ereinis og framhald atf sjiálfu altarinu. Umhverf is starda og sitja postularnir og fleira fólk. Sumt þeirra telja menn sig þefekja og er það efcki óeðlilegt. í slíkum hóp- mvndum hlýtur málarinn að leita eftir og hírfia í huga ákveðnar týpur, sem harin þefckir. Annars yrði hópurinn allt of sviplíkur. — En hvað sem um það er, þá er ekki ótrúlegt, að þetta volduga lisraverk haldi kirkjugestum svo föngn um ti! að byrja með, að presturinn megi hafa sig allan við, til þess að þeir getfi g-jum að orði hans.---- Þegar kirkjan var endurvígð, 18. júní 1967, :f!utti Jón Guðmundsson á Fjalli einkar fróðlegt og skilmerkilegt erindi um kirkjuna og starfsmenn hennar og rakti sögu byggingarninar. Komst hann þar m a svo að orði: „Það speglar á vissan hátt menningu okkar hvernig við búum að kirkjunni". Skeiðamsnn þurfa sannarlega ekki að fy-irverða sig fyrir þann spegil. 15. sept. lMt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.