Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 12
i landnámi Skallagríms Framh. af bls. 9 eignast Volvó með tímanum. Þó eru Borgnesingar búnir að eignast leikritaskáld, ef svo fer fram sem horfir. Hilmir Jó- hannesson, mjólkurfræðingur, samdi á síðasta ári leikrit: „Sláturhúsið Hraðar hendur", sem sýnt hefur verið víða um land. Borgarnes er embættismanna bær; þar situr sýslumaðurinn í Mýrasýslu, lögreglustjórinn, kaupfélagsstjórinn, mjólkur- samlagsstjórinn, sparisjóðsstjór inn og svo auðvitað sveitar- stjórinn. Þar er líka starfandi Rotaryklúbbur og Lyons- klúbbur og félagsstarfsemin að vetrinum er mikið bundin við þessa klúbba. Þar er líka hesta- mannafélag, öflugt kvenfélag og bridgefélag; þar spila viku- lega að vetrinum um 40 manns. Mér sýnist, að flestir Borg- nesingar standi í húsbygging- um. Og þvílík hús. Það er eng- inn útskagasvipur á þeim byggingum, enginn kotungs- bragur á framkvæmdunum. Hús byggjendum í Borgarnesi sýn- ist eins og flestum öðrum vera í mun að byggja stórt. Enda margsannað, að skynsamlegar er ekki hægt að verja pening- um á íslandi, en koma þeim fyr ir í steinsteypu. Bærinn er að verða eitt stórkostlegt minnis- merki fyrir Kjartan Sveinsson; hann virðist teikna hvert hús, sem þar er byggt. Kjartan var um tíma byggingafulltrúi Vest- urlands og hafði aðsetur í Borgarnesi. Hann gerir margt vel og afköst hans eru ótrúleg. Sumir segja, að hann teikni helming af öllu sem byggt er í Reykjavík. Hann munar þá varla um að teikna allt sem byggt er í Borgarnesi. Þó er Halldór Jónsson, höfundur að kirkjunni. Hún stendur þar sem hæst ber, þokkalegt hús, en laus við að vera frumleg eða 'listræn á nokkurn hátt. En hún sómir sér vel þarna og gnæfir yfir bæinn með til- hlýðilegri reisn. Við eina götu hafa fjórir bræður byggt í röð, stór og glæsileg hús. Þeir heita Ingi, Grétar, Jóhann og Stein- ar og eru Ingimundarsynir, innfæddir í Borgarnési. Hús eins og þeir hafa byggt þarna og raunar margir fleiri, mundu varla kosta undir þrem milljón- um í höfuðstaðnum. Annað- hvort er eitthvað ódýrara að byggja í Borgarnesi eða menn almennt svona múraðir. Nema hvorttveggja sé. Borgames er sögusvið at- burða Eglu og kallað Digra- nes. Herma sagnir, að nesið hafi allt verið skógi vaxið og eftir gróskunni í Skal'lagríms- garði gæti það hafa verið satt. Sagnir eru líka um bæ þar frammi á nesinu, Granastaði, en ekki vita menn nú með vissu, hvar hann hefur verið. Þarna hefur líklega orðið jarð- vegseyðing; einhver merki sá ust þar um skógarleyfar á síð- ustu öld. Fram úr nesiniu skaga þrír klappatangar út í sjó- inn, framundan einum þeirra er Brákarey. Bæði eyjan og sundið eru kennd við Þorgerði brák, ambátt Skalla-Gríms, sem frá segir í Eglu. Sjálfsagt kunna allir uppkomnir Borg- nesingar á því glögg skil, en tvo unga menn hitti ég þar niðri við poilinn og gerði það að gamni mínu að spyrjá, hvað þetta nafn ætti að þýða. Það stóð ekki á svörum: „Sérðu ekki olíubrákina, maður“. „Þið hafið náttúrulega aldrei heyrt nefnda Þorgerði brák“, spurði ég. „Nei, er hún í sjónvarp- inu“, spurðu þeir. Ég kvaðst búast við því, að hún hlyti að vera þar og skildi svo með okkur. í Eglu segir svo um Þorgerði brák: „Hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög“. Þrátt fyrir karlmanns- krafta sína brást henni kjark- ur á úrslitastundu og varð það henni að aldurtila, að húsbóndi hennar gerðist helsti skapbráð- ur. Ambáttin hafði fóstrað upp Egil Skallagrímsson í barn- æsku hans á Borg. Eins og löngum þegar ÍSlendingasögur segja frá, kunnu menn illa að stilla skap sitt á kappleikum, en einin slíkur var haldinn í Sandvík nálægt Borg. Egill var þá tólf ára og svo mikill vexti að fáir voru stærri, né heldur þeir væru betur afli búnir. Karl faðir hans, Skálla-Grím- ur Kveldúlfsson, tók þátt í leiknum og lék á móti Agli og Þórði Granasyni, manni á tví- tugsaldri. Gekk þeim gamla illa í fyrstu, en tók síðan að ná yf- irhöndinni og gerðist þá sterk- ur úr hófi fram. Tók hann upp sveininn Þórð og keyrði hann niður, svo það varð hans bani. Hann greip því næst til Egils sonar síns og brá þá ambátt- inni sem von var; hún hefur vafalaust vitað sem var, að ber- serksgangur var runninn á karlinn og hann var vís til ó- hæfuverka. Hún mælti: „Ham- ast þú nú, Skal'la-Grímur, að syni þínum.“ Skalla-grímur leið ekki þrælum sínum að brúka kjaft við sig; hann lét Egil lausan og þreif til henn- ar, en hún komst undan á spretti. Var hún það létí á sér, að Skalla-Grímur náði henni ekki og stóð hlaupið út á utan- vert Digranes. Þar með var Þorgerður brák komin í sjálf- heldu og taldi sig helzt geta bjargað sér á sundi, eða hvort hún stakk sér fram af hamrin- um í hreinni örvæntingu. Nema Skalla-Grímur kastaði eins og kunnugt er steini miklum milli herða henni „ok kom hvártki upp síðan“. Um kvöldið var Egill reiður karli föður sínum, annaðhvort fyrir að hafa drepið fóstru hans, ellegar leikbróður hans Þórð Granason, sem er þó öllu líklegra, að hann hafi séð eft- ir. Var strákur ekkert að tví- nóna við það, en gekk í eld- húsið rétt fyrir kvöldmatinn og hjó þar banahögg þann mann á bænum, sem hann vissi að karli föður sínum var kærastur. Ekki þótti Skalla-Grími ástæða til að fárast um það, enda sjálf- ur búinn að verða tveggja manna bani með skapofsa sín- um þann daginn. Þó ræddust þeir ekki við, hvorki illt né gott allan þann vetur. Eftir því sem sagan segir, hafa uppeldisáhrifin heima á Borg naumast verið í þá átt að gera Egil fráhverfan mann- drápum. Hann var á sjö- unda ári þegar hann fór hall- oka í áflogum við Grím Hegg- son frá Heggstöðum og hefndi þess á eftir með því að reka öxi í höfuð sveininum Grími, svo þegar stóð í heila. Hvern- ig mundi þessu nú hafa verið tekið heima á Borg? Ætli móð- irin oig faðirinn hafi verið í uppnámi sökum þessarar ó- gæfu: Sonur þeirra orðinn manns bani á barnsaldri. Nei, síður en svo. He'ldur þótti þetta bera vott um að Egill væri mannsefni. Skalla-Grímur gamli lét sér að vísu fátt um finnast, en Bera móðir hans kvað Egil vera víkingsefni og hentast, að honum yrðu fengin herskip, þegar hann hefði aldur til. A Brákarsundi skildl Þórðlf ur Skallagrímsson eftir skip sitt einn vetur. Egill vildi fara með honum um sumarið en hlaut miður góðar undirtektir hjá bróður sínum. Taldi hann lítið vit í að flytja hann með sér utan, þegar varla mætti um hann tala þar í heimahúsum. En þá kom í ljós að þetta til- vonandi höfuðskáld Norður- landa í átta hundruð ár var þrjóskari en svo, að hann léti þesskonar andmæli aftra sér. „Vera má,“ sagði Egill, „at þá fari hvárgi okkar“. í myrkri og vonzkuveðri komst hann út til skipa og hjó þar sundur festar. Skipið rak út á fjörð án þesis að nokkur gæti við því gert og hafnaði á eyrum upp í AndakíL Raunar hótaði Egill meiri skaða og spellvirkjum og kom svo að lokum, að Þórólf- ur fór með hann uítan um sum- arið. Þessi saga af unglingnum Agli Skallagrímssyni er mjög athyglisverð. Hvort hér styðst nokkur stafkrókur við atburði, sem raunverulega áttu sér stað, skiptir raunar ekki má'li, held- ur hitt, að höfundur Eglu seg- ir frá unglingi, sem samkvæmt mælikvarða nútímans er hreint villidýr. Á mælistiku Víkinga- aldar er hann hins vegar ótví- rætt mannsefni, tröllslega vax- inn og rammur að afli, skáld- mæltur frá blautu barnsbeini og hirðir ekki meira um hvort hann drepur mann eða flugu. Er ekki sagt, að flestir íslend- ingar geti rakið ættir sínar til Egils og Skalla-Gríms? Jú, stundum hefur það verið sagt með réttu eða röngu og mikið hefur þurft af írsku þræla- blóði til að milda þann arf, sem við höfum frá Agli. Þegar farið er þjóðveginn upp frá Borgarnesi, blasir við bærinn á Borg. Ekki er hægt að segja að tilkomumikið eða staðarlegt sé að sjá þangað heim. Virðist í fljótu bragði vandséð, hvað karlinn Skal'la- Grímur hefur séð við þennan blett, þegar hann gat valið um bæjarstæði í stóru og fögru héraði. Líkt og Ingólfur Arn- arson hugðist láta öndvegissúl- ur ráða búsetu á íslandi, hafði Skalla-Grímur trú á því að kistan með líki Kveldúlfs, mundi bera að landi á einhverj um þeim stað við fslands- strendur, sem búseta yrði far- sæ'l. Eftir því sem sagan seg- ir rak kistan upp í voginn, framan við Borg. Þegar betur er að gáð, kemur í ljós að stað- arval Skalla-Gríms er heppi- legt þrátt fyrir allt. Hann nytj- aði mjög hlunnindi og gagn- vart öllum slíkum aðdráttum er Borg miðsvæðis. Þá var sel- veiði og reki á Álftanesi og vestur um Mýrar en gnótt af laxi í ám um ofanverðan Borg- arfjörð. Borg á Mýrum, landnáms- jörð Skálla-Gríms Kveldúlfs- sonar er nánast kot. Túnið þar er eins og hver annar snepill eftir nútíma mælikvarða og virðist þó eitthvað hafa verið fært út í seinni tíð. Prestur- inn þar, séra Leó Júlíusson, hefur ekki bú; jörðin er leigð út. Prestsetrið á Borg brann til ösku 1959 og nú er þar nýtt og einstaklega fallegt íbúðar- hús sem Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins hefur teiknað. Kirkjan er frá 1880, timburkirkja múrhúðuð að ut- an og vel við haldið. Það er einkennilegt, að kirkjan snýr ekki frá austri til vesturs eins og tíðkast jafnan; hún snýr stafni til suðurs eins og leiði gíæsimennisins Kjartans Ólafs- sonar, sem þar á að vera. Talsvert af landi hefur verið tekið undan jörðinni, Borgar- nesið allt til dæmis. Meðan ég ræddi við prestinn stundarkorn í stofunni á Borg, horfðum við á það út um gluggann, að menn voru að ná upp heyi á slétt- unni þar fyrir framan; þar stóð áður kotið Suðurríki. Frá Borg sést vel í Borgames og útsýnið er mjög fallegt þangað suður- úr. Yfirleitt er útsýnfð miklu fallegra heiman frá bænum. Nokkuð ofan við húsin er klettarani; borgin sú er bær- inn dregur nafn sitt af. Þaðan er fagurt að sjá um tanga og víkur en inn til 'landsins teygja sig ber klettahöft, mýrarsund, einstaka melar og lávaxið kjarr, þegar lengra dregur inn- eftir. Borg á talsvert land í þá áttina. Beitiland hefur ugglaust verið gott, bæði sumar og vet- ur, og mun betra en ræktun- arskilyrði, sem nú skipta meira máli. Líklegt er að bærinn á Borg standi nákvæmlega á sama stað og bær Skalla-Gríms. Þegar íbúðarhúsið var byggt, hafði sézt fyrir 'langri hleðslu, en ekki var hirt um neinar rannsóknir eða uppgröft og jarðýtan látin um að róta upp hleðslunni. Framhald í næsta blaði. GÁFNAFAR Framh. af bls. 7 stæði í uppeldi en drengir. Þeirri spurningu er enn ósvar- að á grundvelli vísindalegra atihugana. Á hinn bóginn sýnir þetta, að til þess að skilja og gera sér grein fyrir greind stúlkna og möguleikum þeirra til and- legra afreka, er ekki unnt að líta einungis á það.sem þær hafa gert — við munum komast að raun um, að greindarþróun- in er ekkert einangrað fyrir- bæri, (heldur nátengd samskipt- um barnsins við umhverfi sitt — og að ýmsir eiginleikar, sem til þess hafa verið taldir „Kyn- bundnir", byggjast ef til vill fyrst og fremst á því, að um- hverfið hefur þroskað þá meira en aðra. Við vitum, að greind einstakra barna, ieins og hún er mæld með greindarprófum er ekki söm og jöfn frá barnæsku til fullorðinsára. Sum börn sýna 'hækkandi greindarvísitölu eftir því sem þau verða eldri, en !hjá öðrum börnum fer hún lækk andi. Nokkrar bandarískar vís- indastofnanir hafa rannsakað greind með því að fylgjast með tilteknum fjölda einstaklinga allt frá bamæsku og fram á full orðinsár, og líklegt, að árangur þeirra athugana gefi einhverja vísbendingu um einhverja þá þætti, sem hafa áhrif á breyt- ingar greindarvísitölu og þroska. Árið 1958 voru birtar niður- stöður athugana, sem gerðar voru á hópum barna, fram að tíu ára aldri, sem annarsvegar höfðu sýnt hækkandi grein^ar- vísitölu og hinsvegar lækkandi. Ný gata í Borgar- nesi. Þarna hafa fjórir bræður byggt hús hlið við hlið. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.