Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 7
Þótt jafnrœði í menntun og aðstöðu aukist með hverju ári, er enn mikill munur á andlegum afrekum karla og kvenna dæmi. Það er ekki fyrr en kom- ið er upp í gagnfræðaskóla, að í Ijós kemur greinilegur munur á kynjunum og drengir fara að skara fram úr, til dæmis í flat- armálsfræði, hornafræði og al- gebru. Þegar svo kemur að inn- tökuprófum í háskóla, kemur í Ijós, að piltar skara lengra fram úr í stærðfræði héldur en stúlk ur í málum. Raunar kjósa stúlk ur ekki eins oft og drengir að taka þátt í kennslustundum, sem völ er á í æðri stærðfræði í gagnfræðaskóla og er ekki gott að segja, hvort þar er um að kenna skorti á hæfileikum eða því, að áhugamál þeirra beinast að öðrum sviðum Þau störf, sem stöðu hluta í þrívíðu rúmL Drengir mundu til dæmis eiga hægar með að finna hluti í felu myndum, þeir virðast hafa meiri hæfileika til a'ð skynja hluta úr heild. Munur kynjanna kemur til dæmis fram í eftirfarandi til- raunum: Stúlkum og piltium eru réttar myndir eða teikningar, sem sýna fólk í ýmsum stell- ingum, ýmsum klæðnaði og við ýmiss konar iðju. Þau eru beð- in að raða myndunum saman í hóp eftir því sem þeim finnst bezt hæfa. Stúlkur eru líklegri en drengir til þess að raða myndunum saman í starfsheild- ir, til dæmis taka saman mynd- Konur, sem hafa unnið umtalsverð afrek á sviði uppgötvana og vísinda eins og frú Curie, teljast til sjaldgæfra undantekninga. ♦ Stúlkum gengur oft betur í skóla framan af, en á gagnfræðaskóla- stiginu fara piltarnir að skara framúr. krefjast þjálfunar í æðri stærð- fræði, svo sem verkfræði og vísindastörf eru yfirleitt ólitin vettvangur karlmanna og kunna stúlkur því að hætta að lesa stærðfræði sökum þess, að þær leggja áherzlu á að búa sig und ir önnur og „kvenlegri" störf. En á þessu er önnur skýring hugsanleg, sem sé sú, að stúlk- ur kunni að skorta hæfileika til óhlutbundinnar hugsunar og greiningar — sem ekki er þörf á þegar fengizt er við kvað- ratrætur, tugabrot og svo fram vegis á fyrri skólaárum — og að það sé ekki fyrr en stærð- fræðin verður óhlutbundnari, sem þessi skortur hæfileika seg- ir til sín. Enn sem komið er liggja ekki fyrir óyggjandi upplýsingar, sem hægt er að leggja til grundvallar vali á skýringum á þessu. En þeir erf iðleikar, sem stúlkur eiga við að etja í flatarmáls- og rúmmáls fræði eru sennilega tengdir all greinilegum mun á kynjunum, sem hægt er að finna allmiklu fyrr á ævinni. Á barna- og miðskólaárum gengur drengjum betur en stúlk um að gera sér grein fyrir af- ir af lækni, hjúkrunarkonu og hjólastól, á þeirri forsendu. að allar séu þær tengdar hjúkrun. Piltar eru aftur á móti líklegri en stúlkur til að raða saman, t.d öllum þeim, sem hafa hægri höndina upprétta. Þannig slíta þeir sig frá fyrirfram ákveðn- um og viðteknum hugmyndum, sem stúlkurnar aftur á móti halda sér betur við Það er því ekki ósennilegt, að þeir erfiðleikar, sem stúlk- ur eiga við að etja í æðri stærðfræði eigi að taka að mörkuðu leyti rætur að rekja til þess, að þessar greinar teljast venjulega svið karlmannsins. Það er ekki ósennilegt, að stúlk ur þroski yfirleitt með sér aðr- ar leiðir en drengir í meðhöndl- un og úrvinnslu upplýsinga. Að sjálfsögðu eru margar konur gæddar þeim hæfileikum að sjá hluta úr heild og marg- ir karlmenn, sem ekki hafa þá hæfileika. En almennt er það á hinn veginn. Og þar sem hér er um að ræða að finna mun kynjanna og leita uppruna og orsaka þess munar, höldum við okkur vi'ð hið almenna. Þá er spurningin hvers vegna eru sumir gæddir meiri hæfileik um en aðrir til þess að sjó hluta úr heild og skapa nýjar heildir? Tilraunir til að finna svör við þessari spurningu eru enn aðeins á byrjunarstigi. Það sem tii þessa hefur verið gert á þessu sviði, bendir í ákveðna átt. Skýringuna virðist vera að finna í því, hvort og hversu fljótt barn er hvatt til þess að taka frumkvæði og bera ábyrgð á sjálfu sér, leysa vandamál sín fremur en reiða sig á leiðbein- ingar og umsjón annarra Könnun, sem David Levy ger árið 1943, benti þegar til þess, hve mikilvægt væri andlegri starfsemi að þjálfa sjálfstæði barna. Hann kannaði hóp drengja, sem hann kallaði „of- verndaða. Mæður þessara drengja fóru með þá eins og ungbörn fram eftir öllum aldri. Þess voru dæmi, að mæður leiddu tíu eða ellefu ára drengi við hönd sér til og frá skóla. Þessir ofvernduðu drengir voru góðir í málum í skólanum, þeir voru góðir í lestri en áberandi lélegir í reikningi. Nýlega gerðu vísindamenn við Stanford há- skóla samanburð á hópum barna sem annars vegar voru betri í málanámi en stærðfræði og hins vegar betri í stærðfræði en mál um. Af þeirri athugun var kann að sambandið milli mæðra og barna. Mæðurnar voru beðnar að leggja fyrir börnin einhverj ar prófraunir og síðan kannað, hvort — og þá hversu mikið — þær skiptu sér af því, hvern ig börnin leystu vandamálin. Svo a'ðeins sé minnzt á athug- unina á stúlkunum og sambandi þeirra við mæðurnar, kom í ljós að mæður stúlknana, sem voru góðar í málum, skiptu sér mik- ið af þeim, komu með uppá- stungur, hældu stúlkunum, þeg- ar þær gerðu vel og rétt en gagnrýndu, þegar þær gerðu illa. Mæður stúlknanna, sem voru beztar í stærðfræði, létu dætur sínar oftast einar um að leysa verkefnin. Enn fleiri vísbendingar um á- hrif uppeldisins komu fram í athugunum, sem gerðar voru árið 1962, á uppeldisaðferðum mæðra barna, sem ýmsar próf- raunir voru lagðar fyrir. Höfð voru ýtarleg viðtöl við mæðurn- ar um afstöðu þeirra til upp- eldis barna og þær aðferðir, sem þær hefðu beitt við upp- eldi sinna eigin barna. Útkom- an reyndist sú, að mæður barn- anna, sem voru betri í stærð- fræði og vísindagreinum, höfðu leyft þeim að hafa töluvert af frelsi til þess að kanna um- hverfi sitt upp á eigin spýtur. Hinsvegar höfðu mæður barn- anna, sem miður voru í þess- um greinum, haldið þeim bundn um við svuntustrenginn, höfðu rækilega fyrir þeim bættur um- hverfisins, varað mjög við rann sóknarferðum barra sinna og yfirleitt verið tregar að leyfa þeim að sýna siá f 'mði leik og framferði. Ým'slegt annað kom fram í þessum athugunum og bar allt að saina brunni, sem sé, að börn foreldra, sem stuðla að sjálfstæði þeirra og hv=tja þau til að taka frum- kvæði eru líklegri til að ná lengra í stærðfræði og vísindum en börn foreldra, sem verja þau, halda á þeim miklum aga og hömlum og gera þau þannig háðari sér. Reynist þetta rétt, liggur það beinast við að spyrja, hvort stúlkubörn búi við minna sjálf- Framh. á bls. 12 15. sept. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.