Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 10
Safnahúsið við Hverfisgötu. Finnbogi Guðmundsson, /andsbókavörður: Undsbókasafn Islands 150 ára Síðari hluti Þegar aldarafmælis safnsins var minnzt hótíðlega 1918, var bókaeign þess orðin 100 þúsund bindi, en er nú í dag, hálfri öld síðar, 270 þúsund bindi. Þar af hafa safninu bætzt um 100 þúsund bindi á síðustu 20 árum eða 5 þúsund bindi að méðaltali á ári. Handritasafnið var hins vegar árið 1918 alls rúm 7000 bindi. Á því ári kom út fyrsti hluti fyrsta bindis • skrárinnar um handritasöfn Landsbókasafnsins eftir Pál Eggert Öla- son. Hinir þrír hlutar bindisins komu síðan út í áföngum, hinn seinasti 1925. Var hér hrundið af sta'ð einu allra merk- asta verki, er unnið hefur verið á veg- um Landsbókasafns, og verður síðar skýrt frá framhaldi þess. Jón Jacobsson lét af störfum 1924, ag tók þá við embætti hans Guðmundur Finnbogason, er verið hafði bókavörð- ur í safninu 1911—15, en síðan kennari í hagnýtri sálarfræði við Háskóla ís- lands. Guðmundur fleytti Landsbóka- safninu yfir örðugan hjalla kreppuár- anna. Val á erlendum bókum til safns- ins, erfitt viðfangsefni, lét honum vel bæði vegna fjölþaettrar þekkingar og víðtækra áhugamála, auk þess sem safninu áskotnuðust margar góðar gjaf- ir, er gefnar voru a.m.k. öðrum þr_~ði fyrir vináttu sakir gefenda við hann. Páll Eggert lauk í tíð Guðmundar stórvirki sínu, skránni um handritasöfn Landsbókasafnsins, er varð þrjú mikil bindi, og fóru seinast lyklar að henni, þ.e. efnis- og höfundaskrá. Þegar prent- un handritaskrárinnar, þessum áfanga hennar, var lokið, námu handritin 8600 binö^m. Guðmundur Finnbogason lét af emb- ætti fyrir aldurs sakir 1943, og tók þá við forstöðu safnsins Þorkell Jóhann- esson, er verið hafði. bókavörður í safn- inu síðan 1931. En Þorkell hvarf frá Landsbókasafni ári síðar, er hann varð prófessor í sögu við Háskóla íslands. Þorkell Jóhannesson sat í nefnd, er menntamálaráðherra skipaði 1947 til að fjalla m.a. um verksvið Landsbókasafns og Háskólabókasafns og endurskoða gildandi ákvæði um skyldueintök rita handa bókasöfnum, en varð síðar, þá orðinn rektor Háskóla íslands, formað- ur í nefnd, er núverandi menntarr 'la- ráðherra skipaði haustið 1956 til að at- huga, hvort hagkvæmt mundi að sam- eina Háskólabókasafn og Landsbóka- safn að einhverju eða öllu leyti.. Störf nefndarinnar 1947, er þeir sátu í auk Þorkels Bjöm Sigfússon, Finnur Sig- mundsson, Jakob Benediktsson og Sig- urður Nordal, leiddu til samþykktar nýrra laga og reglugerðar um Lands- bókasafn og prentski'lalaganna 1949, en af störfum nefndarinnar 1956, er skipuð var auk Þorkels og forstöðumanna safn- anna þeim Birgi Thorlacius og Bjarna Vilhjálmssyni, spratt þingsályktunartil- lagan frá 1957, þar sem alþingi álykt- ar, að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og unnt sé á næstu árum, þannig að Lands- bókasafn verði aðalsafn, en í Há- skólabókasafni sé sá þáttur starfseminn- ar, sem miðast við handbóka- og náms- þarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rannsóknir kennara, og alþingi á- lyktar ennfremur að fela ríkisstjórn- inni að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessa átt. Alþingi kaus þá að orða þetta sein- asta atriði svo, en bókasafnsnefndin hafði hins vegar í greinargerð sinni lagt til, að reist yrði bókasafnshús í næsta nágrenni við Háskólann, til þess að sameining safnanna yrði framkvæm- anleg. Áður en ég þó vík nánar að þessu efni, sný ég aftur til ársins 1944, er Finnur Sigmundsson tók við forstöðu Landsbókasafnsins af Þorkatli Jóhann- essyni. Finnur réðst að safninu 1929 og átti þar því að baki 35 ára starfsferil, er hann lét af embaetti fyrir aldurs sakir 1964. Þegar þess er gætt, hvílíkur verk- maður Finnur hefur verið um dagana, er ekki að undra, þótt hann hafi mörgu sinnt í safninu á svo langri tí'ð. Hann vann á fyrri árum lengi að færslu að- fangaskrár og samningu efnisskrár blaða og tímarita, ennfremur skráningu hand- rita, og ýmsum öðrum verkefnum. Rit- aukaskránni, er prentuð hafði verið, sem fyrr _ segir, frá árinu 1888, sneri hann í Árbók Landsbókasafns þegar árið 1945, er Árbók 1944 kom út. Er þar birt skrá um íslenzkan ritauka hvers árs, svo ýtarleg sem frekast er kostur, fyrst skrá í stafrófsröð um rit og höfunda, en síðan efnisskrá, flokkuð eftir tugakerfi Deweys. Þá var þegar í Árbóitinni 1945 tekið að birta skrá um rit á erlendum tungum eftir íslenzka menn eða um íslenzk efnd, þau er safn- inu höfðu bætzt árið áður, og hefur sú venja haldizt síðan. Finnur hefur loks birt nokkrar aðr- ar skrár og fjölda ritgerða eftir ýmsa höfunda um íslenzka bókfræði og bók- menntir í Árbókinni, svo að hún varð í höndum Finns hið merkasta rit. Annað rit, sem unnið var að í tíð Finns, er íslenzk bókaskrá, þ.e. alls- herjarskrá um prentuð rit á íslenzku, frumsamin og þýdd, og rit íslendinga á erlendum tungum. Þorkell Jóhannesson getur þess 1944 í formála fyrir Ritaukaskrá Landsbóka- safnsins 1943, að álþingi hafi 1943 í fjárlögum fyrir árið 1944 veitt „nokk- urt fé til þess að semja íslenzka bóka- skrá. Er það mikið og torsótt verk,“ segir Þorkell, „þótt undirstaðan sé reynd ar lögð með hinni ágætu bókaskrá próf. Halldórs Hermannssonar um Fiskesafn- ið.“ Til greina kom um hríð, að Hall- dór Hermannsson tæki að sér þetta verk, en seinna réðst það svo, að Pétur Sig- urðsson háskólaritari var ráðinn til þess, að svo miklu leyti sem hann gæti sinnt því með fjölþættu starfi sínu í Háskólanum. Innan safnsins vann Þór- hallur Þorgilsson bókavörður drjúgum að bókaskránni. Þegar Pétur léit í árs- lok 1963 af starfi háskólaritara, gat hann betur snúið sér að skránni, vann við hana alla morgna fram til ársloka 1967. Pétur var þarna á fornum slóð- um, því að hann var á yngri árum, 1925—29, bókavörður í Landsbókasafni og tók þá m.a. saman Ritaukaskrárnar um árin 1918—28. Síðan í ársbyrjun 1966 hefur Ölafur Pálmason, er þá var ráðinn bókavörð- ur, unnið nær samfleytt að íslenzkri bókaskrá, áfanganum frá upphafi prent- listar á íslandi fram til 1844, er prent- smiðjan í Viðey var flutt til Reykja- víkur. Setningu meginhluta skrárinnar lýkur væntanlega á þessu ári, en síðan þarf að vinna úr honum ýmsar auka- skrár, og tekur það allt nokkurn tíma. Ætlunin er að brúa síðar aldarbilið frá 1844—1944, er Árbók Landsbóka- safns tók við. En sennilega fer þar þó fyrir sem einn þáttur þess mikla verks rækileg skrá um öll íslenzk tímarit, er elzti bókavörður safnsins, Geir Jónas- son hefur unnið að lengi. Dregur senn að því, 1973, að liðnar verði tvær aldir frá útkomu fyrsta tímaritsins á Islandi, Islandske Maaneds Tidender, er Magn- ús Keti’lsson hóf að gefa út í Hnapps- ey 1773. Væri skemmtilegt, ef takast mætti að koma tímaritaskrá Geirs á prent fyrir eða um tveggja alda afmælið. En til þess að það geti orðið, þarf að létta af honum einhverjum störfum í safninu, svo sem umsjón með prentskil- um, erfiðu verkefni, sem hann hefur rækt af mikilli samvizkusemi og lagni rúm 20 ár. Tvö aukabindi handritaskrár Lands- bókasafnsins komu út í tíð Finns, hið fyrra 1947 eftir Pál Eggert Ólason, en hið síðara 1959 eftir Lárus H. Blöndal. Lárus réðst að Landsbókasafni 1942 og var síðustu árin forstöðumaður hand- ritadeildar þess. Lárus tók seint á síðast- liðnu ári við embætti borgarskjalavarð- ar, og varð þá Grímur M. Helgason bókavörður forstöðumaður handritadeild arinnar. Nýtt bindi handritaskrár, um handritaauka síðustu níu ára, alls 1303 bindi, kemur út síðar á þessu ári, og hafa þeir Lárus og Grímur samið það. Handritaeign Landsbókasafns er nú orðin rúm tólf þúsund bindi, og berast safninu stöðugt handrit. Hið allra nýj- asta, er vér munum fá nú einhvern dag- inn, er hið mikla og merka bréfasafn Benedikts Jónssonar á Auðnum og fleiri Lestrarsalur Landsbókasafns í Alþingishúsinu. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.