Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1968, Blaðsíða 8
LITAST UM I SKALLAGRÍMS LANDNAMI Texti og teikningar: Císli Sigurðsson Um nóttina hafði snjóað á Hafnarfjall. Það var fyrsti snjór hausitsins, eða öllu held- ur snjór síðsumarsins og því fylgdi líkt og venjulega þessi sérstaka kennd, sem segir manni, að nú sé stuttu sumri senn lokið. Það grilLti í fölið í efstu eggjum, þegar stálgráar þokuflyksurnar tsettust til og frá og hjúpuðu snarbrattar skrið ur. Þetta var íshafsþoka, kom- in að norðan, og blær lofts- ins sem hún bar með sér var samkvæmt því. Þannig er sum- ar á íslandi, fyrst er að bíða þess að vorharðindunum 'ljúki og nálin nái sér upp fyrir næt- urfrostinu. Bíða þess að kal- sárin grói og vegirnir verði færir eftir holklakann. Síðan þessar fáu vikur með tíu stiga meðalhita og kannski regni á sunnan. Og síðan húmið í ágúst. Einn morgunn vöknum við og sjáum föl á fjöllum, hrím eftir ískalda þoku eða þá að kastað hefur úr fyrsta éli haustsins. Síðan líða níu mánuðir, heill meðgöngutími, þar til blágresi sést í hvammi og fífill í varpa. Já, það gefst góður tími að bíða vorsins og kveða um það ang- urværar stökur og vorijóð. Og kannski kemur það ekki. Þannig hefur það verið að undanförnu. Börnin ganga með fónana sína um bæinn á sumar- daginn fyrsta, dúðuð í úlpur og hlaupararnir í víðavangshlaup- inu koma í mark og hafa varla hlaupið sér til hita. Svo frétt- ist að sauðburður sé hafinn og enn er varla farið að næla í varpa hvað þá komið sé sauð- skropp í úthaga. En þebta er víst ekki nýtt og margur hefur þreyzt á þessari bið. Enn geta menn heils hugar tekið undir með Stefáni frá Hvítadal: Ég þráði vorið ljóst og leynt og langa biðin þungt mér sveið: Ó, vor, mér fannst þú vikaseint og víða töf á þinni leið. Þetta sumar hefur ekki ver- ið langt fremux en endranær. En það hefur mátt heita h'lýtt. Á leiðinni upp í Borgar- fjörð horfði ég á það breyt- ast; allt í einu tók nor'ðanábt- in völdin og með henni kuld- inn. Hvalfjörðurinn varð stál- grár og dimmur. Þannig endur- speglar landið birtuna og veðr- ið. Þeir át'tu mikið úti í Kjós- inni. Ekki fá þeir töðugjöldin í bráð. Ef þeir eru þá ekki hætt- ir að fá töðugjöld. Sumir stigu ofan af vélunum og börðu sér. Það er erfitt a'ð vinna sér til hita á vélum, það man ég enn. Og hvimleitt að fást við þurr- hey í roki. En um slíkt er ekki spurt. Morguninn eftir var norð- austanáttin enn í algleymingi. Það voru ekki margir úti við í Borgarnesi, sviptivindar þyrl- guðu upp mold og sandi á hlað- inu framan við hótelið. Og inn- an dyra var heldur mannfátt. Sumir virtust þó vera að koma á jeppum sínum úr laxveiðum og nokkrir Fransmenn komu á Peugeot og Renault; þeim var auðsjáanlega kalt. En hótelið er gott. Engum er vorkunn að gista þar. Geir Björnsson er hótelstjóri núna, ungur maður, sonur Björns í Bæ í Skagafirði. Fyrr í sumar gisti ég í Borg- arnesi, en hótelið var fullt og Geir útvegaði herbergi í gömlu húsi. Þar var állt svo snyrti- legt og vel um gengið, að ó- venjulegt er að sjá. Að minnsta kosti er það óvenjulegt á fs- landi. Þá kom sólin upp klukk- an fimm eða sex og maður kaupfélagsins. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. sept. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.