Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 4
Smásaga eftir Emilian Staner Cuðmundur Arnfinnsson þýddi Um hálftólfleytið kom Ganev heim úr vinnunni hjá tryggingarfélaginu. Hann bar tvo höggla. í öðrum var ostur, sem var vandlcga vafinn í pappír og bundið utan um með snæri, en í hinum var kjöt vafið í dagblað, sem hann hafði keypt um morguninn. Á leiðinni upp stigann mætti hann granna sínum og kinkaði til hans kolli, um leið og hann hampaði ostinum sigri hrósandi. I*ví næst, er þeir höfðu báðir hneykslast á dýrtíðinni, nam hann staðar við dyrnar á ibúðinni og þrýsti á dyrahnappinn. Hann hafði svo sem lykil, en vildi láta fagna sér við heimkomuna. Hurð var skellt fyrir innan. Síðan var málmplötunni yfir bréfa- rifunni lyft upp, og kunnugleg blá augu virtu hann fyrir sér. Dyrunum var lok- ið upp og kona hans birtist umleikin eldhúseim. Hún var með gula svuntu, sem fór vel við fölt og laglegt andlitið. Hæglátt fasið bar vott um þreytu og hvers- dagsleiða. „Sjáðu, hvað ég kem með“, sagði Ganev og hélt ostinum broshýr upp að andliti hennar. „Hvað keyptirðu?" spurði hún tómlega. Hann laut að henni og kleip tveimur fingrum glettnislega í eyra henni og sagði leyndardómsfullur: „Ostur“. „Guð má vita, hvað þú hefir gefið fyrir hann“. „Hugsaðu ekki um það. Það sem máli skiptir fyrir þig er að hafa fengið ost til morgunverðar. Hvar er telpan?“ „Hún er að leika sér inni í herbergi“. „Veiztu, hvað ég hef gert?“ sagði konan, um leið og hann smeygði sér úr frakkanum og hengdi hann upp. „Ég hef leigt herbergið". Hann hrökk aftur á bak. Móðir hans hafði dáið fyrir mánuði. Hún hafði verið hátt á sjötugsaldri, þegar hún lézt, og verið þeim hjónum til mik- illar byrði. Eftir andlát hennar hafði herbergið staðið autt. I*au höfðu hugsað sér að leigja það og flutt inn í það rúm, svefnsófa og klæðaskáp. Það var takmarkað framboð á húsnæði, og þau gátu valið um leigjendur að vild. En Ganev hafði verið á báðum áttum. Hann kærði sig ekki um leigjanda á heimilið. Hann hafði ákveð- ið að leigja námsfólki, helzt stúlku. Um þessar mundir var mjög erfitt að fá vinnukonu, og það hefði komið sér vel fyrir konu hans að fá aðstoð við húsverk- in. Fregnin kom eins og reiðarslag. Hann komst úr jafnvægi og hrópaði: „Hverj- um leigirðu það?“ „Karlmanni“. Ganev horfði á konu sína í augljósri bræði. „Hver hefir sagt þér að leigja karlmanni? Ef ég hefði óskað þess, hefði ég leigt honum Minev félaga mínum herbergið". Þegar dóttir hans, fjögurra ára, heyrði til hans, kom hún hlaupandi fram í dagstofuna og vafði handleggjunum um annan fót- legg hans og hrópaði af gleðL Hann klappaði telpunni á kollinn annars hugar og spurði gremjulega: „Hvaða maður er þetta?“ „Ég þekki hann ekki, hann virðist aðlaðandi — mjög kurteis. Hann hringdi um tíuleytið. Ilann hafði lesið auglýs- inguna, og ég gat ekki með góðu móti neitað honum“. „Þú vissir, að ég kæri mig ekki um, að karlmaður rápi hér út og inn“, sagði hann og fór út í eldhúsið. Frétt- in var á góðum vegi með að spilla matarlyst hans. Borðið, sem var svo lokkandi, með fannhvítum dúk og gljáfægðum hnífapörum, ódýru leirkrukkurnar í eldhús- hiilunum, hreinar og snyrtilegar, eins og þær, sem voru í lyfjabúðunum, litli hvílubekkurinn upp við þilið, þar sem honum þótti svo gott að halla sér út af og lesa blöðin — allt, sem var þarna í eldhúskróknum, var með svo heimilisleg- um blæ, að hann kenndi sársauka, þegar honum varð hugsað til að hann ætti að deila því með ókunnugum manni, sem var væntanlegur til dvalar á hans eigin heimili. Hann settist á stól beizkur í lund og gleymdi að hafa fataskipti, eins og hann var vanur. Telpan klifraði upp á hné hans, en hann ýtti henni frá sér.. „Sjáðu mig andartak í friði, Mimi, annars verð ég of seinn í vinnuna". „Það var ekkert vatn í krönunum í dag“, sagði konan til að leiða að sér athygli hans. Hún lét skál með spínatsúpu, sem langt, blátt aususkaft stóð upp úr, á borðið, og bætti við: „Það söng í leiðslunum, eins og þær væru að springa". „Bang, bang, bang, pabbi, svona heyrðist í þeim“, hrópaði telpan og veifaði brauðhnífnum í hrifningu. „Sparaðu vatnið, þegar þú eldar“, sagði hann alvarlegur í bragði til að komast hjá frekara umtali um vatnsskortinn, og bætti við: „Hefir þessi heiðursmaður borgað fyrirfram". „Já, hann gerði það“ svaraði konan. „Ó, góða mín“, andvarp- aði hann óþolinmóður. „Hvað kom þér til að leigja herbergið, þegar ég var bú- inn að segja þér, að ég skyldi sjá um það. Nú hefir maður ekki lengur frið á sínu eigin heimili". „Hvað á ég að gera?“ spurði konan sakbitin. „Á ég að fyrirfara mér? Ég veit ekki, hvað kom mér til að gera þetta. Ég sáriðrast þess. Hafðu nú fataskipti, góði minn, annars hefirðu ekki not af matnum“. Hann var vanur að fara í gömlu fötin, áður en hann settist við matborðið. Hann lagði jafnmikla rækt við klæðnað sinn og konur gera. Hann tók að hafa fataskipti og muldraði eitthvað í barm sér með undrunarhreim í röddinni. Enn var von um að hafa mætti upp á manninum og endurgreiða honum fjárhæðina. En þá varð honum skyndilega ljóst, að hann yrði að greiða tvöfalt hina umsömdu fjárhæð. Leigjandinn gæti krafizt þess. Jafnskjótt og hann kom aftur fram í eldhúsið, spurði hann, livort leigjand- inn tilvonandi hefði skilið eftir heimilisfang sitt. „Nei“, svarað konan. „Og hvenær kemnr hann?“ „Eftir einn eða tvo daga. Ég fékk honum lykilinn". Ganev starði orðlaus á hana. „En ef hann væri nú þjófur“, hrópaði hann og barði í borðið. „Hann væri vis með að gripa tækifærið, þegar við værum að heiman og ræna okkur“. Kona hans varð skelfingu lostin. Þjáningar- og hræðslusvipur kom á andlit henn- ar. Telpan horfði óróleg á þau. „Hvað eigum við að taka til bragðs?“, spurði kon- an í öngum sínum, reiðubúin að bæta fyrir brot sitt. „Þú verður að dvelja heima og mátt ekki víkja út af heimilinu“. Þau settust þrjú við borðið. Hann sat gegnt konu sinni, hún sneri baki í eldhúsþilið og telpan sat hjá henni. Þau snæddu þögui og döpur í bragði. Loks rauf Ganev þögnina og spurði: „Hvemig lítur hann út þessi náungi?“ Konan lagði frá sér skeiðina, þurrkaði telpunni um munninn og sagði hikandi: „Hann er mjög óvenjulegur". „Vinnur hann á skrifstofu? Á hvem hátt er hann óvenjulegur? Viltu vera svo góð að lýsa hon- um fyrir mér?“ „Hann líkist alls ekki Búlgara“, sagði hún. „Og hann vinnur ekki á skrifstofu. Ég held, að hann hljóti að vera læknir.... eða.... hver veit hvað. Hann vakti traust mitt við fyrstu sýn, en nú virðist það gjörbreytt“. „Talar haim búlgörsku?" spurði Ganev. Alda tortryggni og afbrýðisemi vakn- aði í brjósti hans. „Hann er laglegur, vel vaxinn. Hann virðist líka heflaður í framkomu“. „Svo að þér geðjast þá að honum, er ekki svo?“ spurði hann særður. „Herra minn trúr“, sagði hún, og fölt andlitið stokkroðnaði, en glampi kom í augun. „Barnið heyrir til þín. Segðu enga vitleysu“. „Gott og vel. Þannig litur það samt út. Hvernig ætti ég að skýra þetta öðruvísi; mað- ur, sem við þekkjum ekki, birtist, vinnur trúnað þinn. Þú vísar honum á her- bergið, og til að kóróna allt saman færðu honum lykilinn að íbúðinni“. „Þú skilur þetta, þegar þú sérð hann. Ég sagði þér, að hann væri mjög óvenjuleg- ur. Ég gat ekki vísað honum burt“. „Hvað sem gerist, þá stígur hann ekki fæti inn fyrir mínar dyr“, lýsti Ganev yfir sem svari við síðustu orðum konu sinnar og fullur heiftar í garð þessa manns, sem hafði næstum með valdi tekið herbergið á leigu. Hann lauk við að snæða hádegisverðinn, hallaði sér aftur í stólnum og sökkti sér niðurí að lesa blaðið og reyndi að gleyma þessu ógeðfellda máli. Því næst fór hann inn í dagstofuna að hvíla sig. Hann kveikti á útvarpinu, hlustaði á fréttatil- kynningar frá stríðinu og sagði konu sinni skrýtlu af einum félaga sinum hjá tryggingarfélaginu. Því næst bjó hann sig og hélt aftur til vinnu. Áður en hann fór, sagði hann við konu sína: „Anna, ef þessi náungi kemur, vísaðu honum til mín á skrifstofuna, svo að ég komizt að raun um, hvers konar maður hann er“. Tveimur dögum síðar höfðu þau næstum gleymt leigjandanum. En peningamir, sem lágu óhreyfðir niðri í borðskúffu, minntu þau á hin ógeðfelldu viðskipti. Líf- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.