Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 7
Tiann rrægur maOur I notanum fyrir vísur sínar misfagrar, en margar ágæt- ar, og sögur sínar missannar en marg- ar snjallar. Ég man ekki eftir öðru frægara togaraskáldi, hvorki í bundnu né óbundnu máli en honum. Vísur sín- ar hirti hann lítt um að geyma, heldur lét þeim rigna útúr koju sinni og útyf- ir lúkarinn eða berast með vindinum og ágjöfinni útyfir dekkið. Hann hefur ort langan jólasálm í trolldúr. Mér er sagt að hann eigi syrpu ágætra ljóða í fórum sínum. Ég svaf vært frá Reykjanesi til Vest- mannaeyja. Við komum þangað snemma morguns og fórum áður en Bákkus opn- aði. Ég átti ekki erindi í land. Mér finnst, sem áður segir, þægilegra að horfa á fjöll en klifra þau. Þess vegna valdi ég sjóleiðina umhverfis landið. Það var austan-suðaustan bræla, þeg- ar Esjan fór frá Vestmannaeyjum. Skammt frá Eyjum fórum við framhjá togbáti, sem var að innbyrða vörpu sína. Þetta var sextíu-sjötíu tonnabát- ur. — Hann lá flatur fyrir bárunni, ems og jafnan er þegar varpan er tek- in. Þegar hann valt ofaní það borðið, stjórnborða, sem varpan var horfði dekkið við okkur eins og þil. — Guð almáttugur, sagði konan mín, bátnum er að hvolfa. En honum var sko ekki aldeilis að hvolfa, og sjómennirnir, alhlífaðir héldu áfram við vinnu sína og stóðu kyrrir í sömu sporum af sér veltuna með því að halla sér á móti henni, þar til því var líkast tilsýndar, sem þeir stæðu upp við þil, hallinn á dekkinu og þeim sjálfum á móti því var það mikill. Það þarf langa æfingu til að standa af sér veltuna á kvikum báti, en það verður hverjum að list sem hann leikur. Margir sjómenn eru út- skeifir og göngulag þeirra vaggandi og er þetta göngulag kallað að stíga af sér ölduna. GÓÐUR MAÐUR SIGURÐUR EGGERZ, EF HANN HEFÐI EKKI FARIÐ AÐ YRKJA — Nú er að segja frá því, að skömmu aður en ég fór með Esjunni, hafði kona nokkur skrifað ég held bara í öll dagblöðin pistla um ferð sína með Esj- unni til Vestmannaeyja og hafði ferð- ir. ver:ð farin á vegum Framsóknar- manna. Ég sá þennan pistil í Morgun- blaðinu, í dálkum Velvakanda, en mér er sagt að hann muni hafa birzt í fleiri blöðum, svo að meining konunnar hef- ur verið sú, að þetta skrif hennar hrifi. Ekki veit ég hvort hún hefur haft er- indi sem erfiði, líkast til er það nú ekki, að minnsta kosti verkuðu þessi skrif ékki á mig. Frúin kvartaði undan þrengslum í klefa sínum loftleysi og ódaun, skorti á spýjubökkum, vaskar voru stíflaðir og að síðustu klykkti frúin út með það, að um borð í Esjunni væri allt verra en um borð í Brandi IV hinum norska, en Brandarnir eru mjög hliðstæð skip og alls ekki nýtízkulegri en Esjan, enda hafa Norðmenn einmitt falað Esj- una til Miðjarðarhafssiglinga. Frúin fékk karlmann til að mæla upp loft- rýmið í klefa sínum sem var fyrir fjóra og taldi hann það ónóg, fyrir tvo. Nú gilda að sjálfsögðu allt aðrar reglur um loftrými í klefum skipa, en í íbúðar- húsum og kann ég ekki slcil á því atriði, en ég hafði nóg loft og ekkert af því, sem frúin nefnir, varð mér til ama og mafgir hafa orðið til að mótmæla þess- um skrifum og fundist þau óréttmæt. Skrif af þessu tagi í fjöllesnum blöð- um geta að sjálfsögðu haft hinar alvar- legustu afleiðingar og við þeim eru þung viðurlög, ef þau ásannast ekki. Ferðaþjónusta er mjög viðkvæmur „busi Garðar stýrimaður. — Er hann að hugsa um stjórn skipsins eða konuna í landi. Skáldið og bátsmaðurinn. ness“, og því enginn þokki fyrir þá sem hlut eiga að máli að fá á sig slík- an vitnisburð. Ég átti tal við marga farþega í þess- ari ferð, flestir höfðu séð þennan pist- il frúarinnar, sem vonlegt er, ef hún hef- ur birt hann í öllum blöðunum, en eng- an hitti ég, sem var henni sammála, heldur lofuðu allir þarna gó'ðan viður- gerning og aðbúnað. Ég hafði mér það nú til dundurs á þeirri leiðinda siglingu sem er frá Vestmannaeyjum til Djúpa- vogs í brælu að yrkja brag um frúna og ferð hennar með Framsóknarmönn- um til Eyja. Ég vona að þeir Framsókn- armenn, sem eru vinir mínir og ég vil ekki móðga, skilji það, að það er ekki nema eðlilegt, að ég sem Sjálfstæðismað- ur skildi undireins hinum rétta skiln- ingi af hverju óþefurinn sem frúin kvartar um, stafaði. Ég vona svo að frúin hafi eilítið gam- an af bragnum líka. Það er gamall og góður íslenzkur siður að yrkja til kvenna og hafa konur jafnan kunnað að meta kveðskapinn að verðleikum og veitt mönnum margvísleg kvæðalaun. Vonglöð til Vestmannaeyja virðuleg sigldi frú. — Þar hefur mörg ein meyja misst sitt í góðri trú — Postulinn sæli sagði: sannlega er heimslán valt. Fýluna af Framsókn lagði ferlega um skipið allt. „Þröngum í klefa kvalin köfnuð nærri ég lá og mínum föður falin framá minn dauða sá. Svo mátti sál mín þrúgast — sá hvergi gubbuask. Kona ein tók að kúgast — kastaði uppí vask. Mældi einn mætur herra mig fyrst en klefann svo. — Gat ekki verið verra varla nóg fyrir tvo — Veður nú gerðust válig veltist skipið og hjó. Loftþyngslin lögðust á mig líkt og draugur úr sjó. Betra var allt á Brandi — brennivín nóg og kók — — Þó lagðist Esjan að landi og lifandi burt ég ók. — Lungun af lofti þandi, sem lífsorku mína jók. Blessaður Velvakandi við mér af blíðu tók. LISTIR Framh. af bls. 3 unga listamanns er ekki einskorðað við sveitina. Iðulega ekur hann í svörtum sportbíl til New York þar sem hann heimsækir ættingja og umgengst aðra listamenn, þó ekki álltaf árekstralaust. „Ég hef séð svo mikið af þessu", seg- ir Jamie. „Ungir málarar í New York, sem vaka alla nóttina talandi um það, sem þeir eru að gera og það, sem þeir ætla að gera og hafa engan kraft til þess að koma neinu í verk daginn eft- ir“. Jamie, sem segir, að sér líði alltaf - bezt, þegar hann er að vinna, veit það vel, að margar dyr standa honum opn- ar vegna Wyeth nafnsins. Hann hefur fengið leyfi til að dvelja dögum saman í líkhúsum New York sjúkrahúsanna, kryfjandi 'líkin til þess að afla sér beinnar líffræðilegrar þekkingar. Hann hefur málað myndir af hefðarfrúm, landstjórum, leikurum, hermönnum. Þeg ar hann var tvítugur hélt hann sýn- ingu — ekki alls kostar þægileg reynsla. Blaðaskrif Um sýninguna voru ýmist niðrandi, kærkomin skipuleg gagnrýni, eða þá að hann hlaut viður- kenningu sem hæfur listamaður með mjög takmarkað svigrúm. Sýningin vakti almennar vinsældir og hvert ein- asta verk — 42 alls — sem ekki var þegar í einkaeign seldist. Meðal þeirra verka, sem mesta at- hygli vöktu var vatnslitamynd, sem hét „Corn Crib“ þar sem einstaklega ná- kvæm þráðasamsetning var áþekk ab- trait of Lester", olíumynd af fávita, sem minnti gagnrýnendur á verk flæmsk meistara. Sjálfsagt er frægasta verk Lstamannsins „Draft Age“, mynd af mótorhjólsmanni, valdsmannslegum með sólgleraugu, í svörtum leðurjakka opn- um í hálsinn. Fyrir nokkrum árum var Jamie beð- inn að mála mynd af Kennedy forseta, en hann færðist undan. Vegna áhuga síns á verkefninu bauðst hann þó til þess að reyna það með því skilyrði, að hann fengi að eyðileggja verkið, ef honum geðjaðist ekki að því. Kennedy- fjölskyldan gaf einróma samþykki og hann fékk aðgang að fjölskyldumynd- um og bréfum, hlustaði á upptökur á ræðum forsetans, talaði við bandamenn hans, las ævisögur og reyndi „að lifa og hrærast eins og Kennedy" eins og hann orðaði það. Hann gerði ótal frumdrög að hinum látna öldungadeildarþingmanni Robert Kennedy og þingmanninum Edward Kennedy og fór seinna 1 kosningaferða- iag með þeim síðarnefnda, sem er tals- vert líkur hinum látna forseta. Að lokn um mjög erfiðum og þreytandi degi náði Jamie tökum á þeirri svipmynd, sem hann hafði unnið að: fjarrænn svipur manns, sem horfir fram móti nýj um baráttumálum. Jamie eyðilagði hina drungalegu stóru Kennedymynd, sem hann hafði verið að vinna við og byrjaði á ný. Árangurinn, gerólíkur öðrum myndum af hinum látna forseta, hefur ekki hlot- Framh. á bls. 15 Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Hitstjórar: Sigurður Bjarnascn frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. •Ritstj.fltr.: iGísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Krijtinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 13. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.