Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 13
Brezka lögreglan notar sjónvarpið og biður um hjálp áhorfenda að leysa afbrotamál ■ / . í mm mMSmM Éftir að Scotland Yard hefur snúið sér til sjónvarpsáhorfenda, er vafasamt, að afbrotamaðurinn fái leynzt í manngrúanum Vinsamlegast hjálpið okkur að finna þennan mann Oft reynist erfitt að fá fólk til að gefa upplýsingar um náunga sína, og hvað því viðkemur verður hið beina sam band lögreglusjónvarpsins við áhorf- endur geysilega þýðingarmikið. Það lcom meðal annars í ljós í námuhéraði í Cardiff, þar sem leitað var að kyn- ferðislega afbrigðilegum manni, sem þegar hafði brotið af sér gagnvart mörgum börnum. Lögreglusjónvarpsþátt urinn á staðnum birti teikningu af manninum og jafnframt bar stjórnandi þáttarins fram eftirfarandi áskorun til almennings: „Ef þér getið bent lögreglunni á þennan mann, gerið þér honum greiða. M aðurinn er andlega sjúkur og verð- ur látinn gangast undir læknismefðerð, ef til hans næst í tíma. Meðan hann gengur laus er hann bæði sjálfum sér og öðrum hættulegur". Árangurinn varð sá að maðurinn kom stuttu síðar í leitirn- ar. Ýmsir stolnir munir hafa komið í leit- irnar vegna lögregluþáttanna. Sé minnzt á þá í sjónvarpinu verða þeir svo kunnir að enginn þjófsnautur vill við þeim snerta. Mike Hollingsworth, frá sjónvarpsþættinum Police Call, skýrir svo frá: „Dýrmætu segulbands- tæki var stolið úr salarkynnum okkar á sl.ári. Við birtum strax lýsingu á því og þá varð þjófurinn svo smeykur að hann þorði hvorki að selja tækið né hafa það undir höndum. Hann valdi þann kostinn að skila því aftur, og skildi það eftir í nálægum útisímaklefa. Þaðan hringdi hann til okkar og sagði hvar tækið væri að finna. Hann varð þess ekki var, að það var sjálfvirki símsvar- inn okkar, sem tók á móti skilaboðun- um. Daginn eftir þekkti lögreglan rödd- ina á segulbandinu og þjófurinn var tek- inn höndum. Að sögn Scotland Yard eru lögreglusjónvarpsþættirnir ákaf- lega þýðingarmiklir, hvað sparnað á vinnuafli lögreglunnar snertir. í Stóra- Bretlandi, þar sem íbúatalan er 53 milljónir, eru aðeins 94.600 lögreglu- menn, það er að segja aðeins einn lög- regluþjónn á hverja 560 íbúa. Hver rannsóknarlögreglumaður þarf að fást við 150 mál á ári hverju og hefur því brýna þörf fyrir aðstoð lögreglusjón- varpsþáttanna. í ágúst 1964 fann Scotland Yard tvær stolnar bifreiðir, sem skildar höðfu ver- ið eftir í skúr í South Ruislip. Undir aftursæti annarrar bifreiðarinnar lágu þrjár dagblaðakvittanir, en nöfn og heimilisföng á þeim voru svo útmáð að ógerlegt reyndist að komast framúr þeim. En raðnúmer þeirra voru læsileg. Var sama númer á öllum eyðublöðun- um: 994768 AL. Og nú kom þýðing sjón- varpsþáttanna greinilega í ljós. í næsta þætti sýndi Taylor stækkanir af eyðu- blöðunum. „Er einhversstaðar blaðasali, sem hefur raðnúmerið 994768 AL í kvittanahefti sínu?“ spurði hann áhorf- endur. „Sé svo mun sá hinn sami hafa undirhöndum afrit af eyðublöðunum, afrit þar sem lesa má nöfn og heimilis- föng.“ Dóttir hlutaðeigandi blaðasala horfði á þáttinn og gerði föður sínum aðvart. Daginn eftir upplýstist málið. Þótt ekki takist alltaf að handsama afbrotamanninn hefur aðstoð sjónvarps- notenda mikla þýðingu fyrir lögregl- una, hvað tímann snertir. í júlí 1965 flýði Ronald Biggs, einn af þátttak- endunum í „Lestarráninu mikla“, úr Wandsworthfangelsinu. Við flóttann notaði hann níu metra langan alumin- iumstiga, og í næsta þætti sýndi Shaw Taylor áhorfendum þennan stiga, sem í raun og veru var ætlaður til hellarann- sókna. „Þér munuð sjá að á stiganum tr lítill límbandsbútur (tape) og að á hann er prentað orðið BLACK. Hvað táknar það?“ Blaðamanni, sem horfði á þáttinn, datt strax í hug verzlun, sem seldi ferðaútbúnað, Thomas Black og Sons. Næsta morgun fór hann í verzlunina, til að athuga hvort nokkurt samband gæti verið þar í milli. Og viti menn: einn afgreiðslumannanna minntist þess aö hafa selt stiga, eins og þann sem um var að ræða, óþekktum kaupanda. Á þennan hátt losnaði lögreglan við þá feiknarlegu vinnu að grennslast fyrir um í hundruðum ef ekki þúsundum verzl- ana, hvar stiginn hafði verið seldur. „Þegar um er að ræða eitthvað sér- kennilegt, í sambandi við mál, tekst í níu af hverjum tíu tilvikum að ná ár- angri fyrir atbeina lögreglusjónvarps- þáttanna", segir ráðgefandi Scotlands Yards við þátt Lundúnasjónvarpsins. ,,Og á þann hátt komumst við hjá geysi- miklum vanastörfum“. Auk þess er lögreglusjónvarpsþáttur- inn afbragðs úrræði til að koma í veg fyrir afbrot, m.a. gegn auðtrúa húsmæðr- um. Vel klæddur og vel máli farinn „sölumaður" hringdi dyrabjöllunni hjá írú Louise Wyman í Southampton, einn góðan veðurdag. Hann kvaðst vera fast- eignasali. „Ég hefi frétt að þér hafið verið að auglýsa eftir húsi og held að ég viti einmitt um hús handa yður.“ Hann sýndi henni myndir af fallegum einbýlishúsum og var eftirtektarvert hve söluverð þeirra var lágt. „Ef þér greiðið mér tvö hundruð krónur í trygg- ingu afhendi ég yður lykilinn að því husi sem yður lízt bezt á“, sagði „sölu- maðurinn“. „Þér getið skoðað það áður en þér gerið upp við yður hvort þér viljið kaupa það“. „Þetta virðist mjög athyglisvert", sagði frú Wyman, „en gætuð þér ekki komið aftur eftir tvær klukkustundir, þá verður maðurinn minn kominn heim“. Þegar svikarinn kom aftur, voru það ekki aðeins Wymanhjónin, sem tóku á móti honum, heldur einnig tveir lög- regluþjónar, sem handtóku hann. „Starf“ hans var í því fólgið að af- henda lykla að húsum, sem ekki voru til. Svikarinn, sem var þekktur undir nafninu „Lyklapeninga-Karl“, spurði mjög undrandi hvernig komizt hefði upp um sig. „Mjög einfalt“, svaraði frú Wyman. „Ég fylgist með dagskrárþættinum Crime Desk, og í síðasta þætti var þar varað við yður“. Stjórnandi sjónvarpsþáttarins Crime Desk er hinn 29 ára gamli Peter Clark. Eins og aðrir framleiðendur hagnýtir hann sér filmubúta í sjónvarpsþáttum sinum, til að opna augu auðtrúa fólks. í einum þættinum komu fram tveir lög- reglumenn, dulbúnir sem mælaaflesarar. Þeir óku um og hringdu bjöllum hjá tuttugu húsmæðrum í Portsmouth, en faldar kvikmyndavélar tóku myndir á meðan. Þeir voru báðir með skyggnis- húfur, en í stað einkennismerkis höfðu ölflöskutappar á hvolfi verið festir á þær. Þrátt fyrir það hleyptu 19 af þess- um 20 konum þeim orðalaust inn á heim- ili sín. Með næsta sjónvarpsþætti tókst Peter Clark að stöðva afbrotafaraldur, þar sem kaldrifjaðir þjófar höfðu verið að verki, meðal annars þótzt vera mæla- afiesarar. Þau áhrif hinna stuttu og greinagóðu sjónvarpsþátta sem talin eru hvað þýð- ingarmest: „Þeir hafa bætt sambúð lög- reglunnar og almennings mjög mikið“, segir sir Joseph Simpson lögreglustjóri. Én eins og Shaw Taylor orðar það: .Enginn getur unnið með lögreglunni án þess að gera sér ljóst að við erum öll þátttakendur í baráttunni gegn af- brotunum". Stöðugt fleiri Englendingum verður þetta ljóst, og þeir láta sér ekki nægja að grípa símann, geti þeir gefið upplýs- ingar. Fólk mætir fyrir rétti til að stað- íesta framburð sinn. Margir koma fram í sjónvarpsþáttunum og skýra frá reynslu sinni, í von um að aðrir verði þá betur á verði. Það er þungamiðja persónulegrar þátttöku í hinu ómissandi starfi heimalögreglumannanna. 13. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.