Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 4
Teikning: Hreinn Friðfinnsson. Magnússon Fyrir ofan mig heyrði ég fiarlægan óm eimpípunnar. Þennan volduga són sem gagntók alla hluti í skipinu og fékk þá til að ymja, syngja, líkt og þeir fögnuðu að enn var áfangi að haki í ferð hins gamla strandskips. Ég lagði frá mér blaðið sem ég hafði verið að lesa og gekk út úr klefanum. Að vísu var hánótt, en á ferðalögum geri ég ekki upp á milli dags og nætur, og þar sem ég hafði einsett mér að sjá alla viðkomustaði skipsins var ég inn- an stundar uppi á efri þiljum. Þetta var að hausti til og myrkur því svart svo lítið sást af þorpinu utan það sem ráða mátti af daufum ljósum á stangli. Skipið hafði þegar lagzt að bryggju og fáeinir menn voru komnir á öldurlegum vöru- bíl til að taka á móti vörum. Loftið var svalt en stillt, og ég andaði að mér þaralyktinni sem barst til mín úr fjörunni. Fyrir ofan þorpið reis fjall, næst- um samlitt myrkrinu á himninum en sjónarmun dekkra. Það minnti á tröllkonu sem bar höfuðið hátt og krosslagði svera handleggina. Hún leit íhugandi á það líf sem hrærðist niðri við fætur hennar og mér sýndist hún setja í brýnnar, líkt og henni þætti harla lítið til þess koma sem fyrir augu bar. Ungur maður horaður og lágvaxinn, sem í þessu var að ganga niður bryggjuna, vakti athygli mína. Hann var klæddur daufbrúnum sniðlausum fötum, sem að auki voru honum of lítil, og í hægri hendi bar hann brúnan pappakassa, sem um var bundið grófu snæri. Annað hafði hann ekki meðferðis. Þegar þeir á bíln- um komu auga á hann, hófu þeir að kalla til hans alls konar glósur og háðsyrði. Sérstaklega lagði einn þeirra, lítill maður með brotið nef og refsaugu, sig fram í þessu efni. En hinn lét sem hann heyrði ekki til þeirra og virtist líta á þetta eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. Líklega slíku vanur. Öðru hverju leit hann upp í loftið, eins og hann væri að gá að einhverju, og ég sá að hann hafði stór bláleit augu. Ekki þó slík sem ort er um í ljóðum, Ieiftrandi eða djúp. Öllu heldur minntu þau á hafsauðnina, sem ég hafði fyrir augum á siglingunni þessa drunga- legu haustdaga. Nú færði sá með skakka nefið sig upp á stafla af mjölsekkjum, svo þeir hinir færu einskis á mis af snjöllum athugasemdum hans og tilgátum. „Ætlarðu að smala saman rottunum á Suðurlandi,“ gall hann nú við. Hinir hlógu og pilturinn leit niður fyrir sig og fór hjá sér. Sá með nefið bætti enn einhverju við, sem ég heyrði ekki, og hlaut á ný innilegan hlátur félaga sinna að launum. Ungi maðurinn gerði enga tilraun til andsvara. Aftur kvað við hás málmraust eimpípunnar. Skipið var að fara. Vörubllinn ók burt með það af vörum, sem honum bar, og mennirnir á bílpallinum kölluðu eitthvað að skilnaði til unga mannsins. Sem snöggvast leit hann við og renndi augunum til daufra Ijósa þorpsins, sem hann var að yfirgefa. Siðan gekk hann um borð, og hásetarnir, sem höfðu hinkrað við, kipptu Iandgöngubrúnni inn fyrir. Skipið jók skriðinn. Það tók að gusta um mig í kulinu sem kom af ferð þess og ég gekk inn í reyksalinn. „Gott kvöld,“ sagði rödd í klefadyrunum. Ég varð dálítið undrandi, því ég átti ekki von á, að neinn færi að rekast inn til mín, enda var ég einn míns liðs og þekkti ekki nokkurn mann meðal farþeg- anna. f fyrstu datt mér í hug að þetta væri einhver skipsmanna að ganga eftir fargjaldinu. Ég dró Ijaldið frá kojunni minni og gægðist fram. Sá sem stóð í klefadyrunum með brúnan pappakassa i fanginu og i of litlum fötum, var auð- kenndur. Það var pilturinn, sem ég hafði séð ganga um borð skömmu áður. Fötin þrengdu að honum og hann ók sér á alla vegu og togaði í þau, til að láta þau fara þægilegar. „Gott kvöld", sagði ég á móti. „Þér eigið ef til vill að deila með mér klefanum?" „Nei, ég er aðeins með dekkpláss,“ sagði pilturinn, og það varð þögn. Dá- lítið óþægileg. „Er það eitthvað sérstakt erindi, sem yður er á höndurn?" spurði ég loks. Sé svo, þá látið mig heyra það strax. Ef ekki, verð ég að biðja yður að fara út, því ég ætla að halda áfram að sofa.“ ROTTUR „Ég kom um borð í síðustu höfn.“ „Mér er kunnugt um það. Ég sá þegar þér komuð. Og nú verð ég enn að biðja yður að fara út.“ „Ég þarf nefnilega suður á hælið,“ hélt hann nú áfram og lét sem liann liefði ekki heyrt hvað ég sagði. „Ég er lungnaveikur." Það fór um mig hrollur. Ég hafði oft heyrt að lungnasjúkdómar geta verið hættulegir og smitandi. Og nú hóstaði veslings pilturinn ákaflega. „Og þér eruð með dekkpláss, lungnaveikur maður. Það er langt suður. Hálfs annars dags sigling að minnsta kosti.“ „Já, það er langt suður.“ „Einhversstaðar hljótið þér þó að fá að liggja. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir yður að norpa svona í kuldanum." „Erindið var nú satt að segja, að biðja yður að lána mér tíu krónur fyrir ábreiðu," sagði hann feimnislega. „Það kostar tíu krónur að fá lánaða ábreiðu." Orðlaust náði ég í veskið mitt og fékk honum tvo fimm króna seðla. Hann stakk þeim í vasa sinn og þakkaði mér fyrir. „Hvenær viljið þér að ég borgi þetta,“ spurði hann. „Ég vona að ég verði fær um það sem fyrst." Ég hafði séð að þetta var fátækur piltur og brjóstumkennanlegur. „Hugsið ekki um það. Þér skuluð bara borga þetta þegar yður hentar,“ svaraði ég. Sem snöggvast drúpti hann höfði og varð kindarlegur á svip. „Eiginlcga kostar ekki nema fimmkrónur að fá lánaða ábreiðu,“ sagði hann vandræðalega. „Ég ætlaði að kaupa mér maltöl fyrir afganginn. Menn segja að það sé drjúgt þegar maður á ekki fyrir mat, en þarf að borða, eins og kemur svo oft fyrir.“ „Og ef til vill er lungnaveikin aðeins kvef, þegar til alls kemur,“ svaraði ég í hugsunarleysi. Hann leit upp og hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hann alvarlegur í bragði. „A nóttinni er blóð með hóstanum. Það hefur ágerzt nú með haustinu." Nokkra stund virti ég hann fyrir mér. Lítill og magur, vannærður, boginn í baki með misgengnar axlir, stóð hann þarna á sama stað í dyrunum og horfði á mig. Mögur hönd með saltgrónum sárum á gómunum hélt undir bandið á kass- anum, en það var áðurnotaður trolltvinni, bundinn í kross með slaufu. Ég fór að finna til samúðar með honum og sá eftir orðum mínum. „Þá er þér víst ekki of gott að drekka maltöl," sagði ég og saug upp í nefið, „fyrst þér líður betur af því.“ „Ég skal láta þig hafa peningana aftur“, sagði hann með hægð. „Nei haltu þeim,“ sagði ég. Þögn. „Mér þætti vænt um, ef þú vildir skrifa fyrir mig heimilisfangið þitt, svo ég geti sent þér þetta seinna,“ sagði liann loks. „Ég vona að ég fái einhverja aura bráðum.“ „Það liggur svo sem ekkert á þessu," sagði ég og bauð honum að setjast á litinn knakk, sem var í klefanum. Hann settist og fékk um leið hóstakast. Ég sá, að hann mundi vera þreyttur. „Þér er velkomið að liggja hérna á gólfinu í nótt,“ sagtfi ég, „þegar þú hefur fengið ábreiðuna." En það vildi hann ekki. Hann mundi hafa ágætt næði í reyksalnum, og sízt vildi hann fara að hafa svefn af öðru fólki. Nú duttu samræðurnar niður um stund, og við fórum að heyra tíðviss slög vélarinnar. Ég leit til gestsins. Hann hallaði sér upp að veggnum, og gapti ofurlítið. Lágt soghljóð heyrðist þegar hann andaði. Ég lét mér detta í hug að hann væri sofnaður og gerði mér far um að hafa sem lægst, til að vekja hann ekki. En hann var ekki sofnaður. „Ég þarf að fara að fá lánaða ábreiðu," sagði hann allt í einu og reis á fætur. Með afsakandi augnaráði gekk hann til dyra, fór út og lokaði varlega á eftir sér. Langa stund lá ég kyrr og horfði á öldrunar út um kýraugað. Þetta voru smáar öldur með lágt hvítt enni. Þær fóru margar saman og leiddust. Öðru hverju dróst ein þeirra aftur úr og þá biðu hinar unz þær lciddust aftur eins og litlar systur. Ég hugsaði góða stund um hinn einkennilega gest minn. Það er vissulega ó- venjulegur maður sem gengur inn á annað fólk, blá-ókunnugt, og fer fram á að sér séu lánaðir peningar. Engan hafði ég heldur vitað fyrr leggja í svo langa ferð með einn smákassa farangurs og jafn einkennilega búinn og þessi maður var. Ég var enn að hugsa um þetta þegar barið var hljóðlega að dyrum. Ég snaraðist fram úr og klæddi mig í skyndi. Mér til undrunar sá ég að þarna var hann kominn aftur. Hann bað mig að fyrirgefa, því auðvitað hefði hann vakið mig. En hann hafði gleymt að fá hjá mér miða með heimilisfanginu mínu svo hann gæti sent mér skuld sína af hælinu. „Komdu inn,“ sagði ég eftir nokkra umhugsun og benti honum að setjast. Ég reif blað úr minnisbókinni minni og hripaði þetta niður. Hann sat hljóður á með- an og horfði á mig. Kassann bar hann enn í fanginu eins og reifabam. Ég spurði hvort hann hefði fengið ábreiðuna. Hann játti því og sagðist hafa ætlað að fara að leggjast til svefns þegar hann mundi skyndilega eftir þessum miða. „Þú lætur ekki farangurinn sliga þig,“ sagði ég um leið og ég afhenti honum blaðið. „Þú hefur ef til vill sent eitthvað á undan þér suður?“ Hann þagði litla stund. „Nei,“ sagði hann svo. „Það er sagt að maður fái allt sem þarf að láni á hælinu. Þegar pabbi heitinn lá þar skrifaði hann að hann fengi allt lánað sem hann þyrfti, svo ég fór ekki að hafa neitt verulegt með mér“. „En þegar menn fara á sjúkrahús þurfa þeir að hafa fjölmargt með sér auk fatnaðar. Hefur þú ekkert meðferðis til að lesa eða aðra dægrstyttingu? Ég þekkti einu sinni mann sem átti í mjaðmabroti. Hann lagði kapal daginn út og daginn inn, þessa þrjá mánuði sem hann lá á sjúkrahúsi." „Nei, ég hef ekkert svoleiðis með mér. „Hann talaði Iágt og horfði niður fyrir sig. „Og ef til vill ekkert nema þennan kassa þarna,“ spurði ég. Hann leit hægt upp og þagði góða stund. „Ertu hræddur við rottur,“ spurði hann svo. Ég horfði á hann rannsakandi augum, því ég vissi ekki nema hann væri að draga dár að mér. „Þú átt ef til vill við að þú sért með rottu í kassanum þínum," sagði ég og brosti. Þessi hugmynd leizt mér annars of fáránleg til að geta haft við rök að styðjast. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.