Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 9
Gamlar og stoltlegar bygging ar garSur og Vogshús. í hjarta Flateyjarkauptúns. Frá vinstri: Kaupfélagshús, As- Eyjabúskapur er erfiður; á því leikur naumast vafi. Og það er strax stórmunur að hafa góð an bát. Ég eignaðist bát 1937, Valdimar Ólafsson í Hvallátr- um smíðaði hann. Ójá, þá er þetta víst að mestu upptalið. Við keyptum þessa kofa hér á Vesturbúðum og vorum hér um tíma, áður en við fluttumst í Stykkishólm. Við reynum að halda þessu við, það er hvort sem er óseljanlegt. Ég er fæddur hér í Flatey. Og konan mín heitir Þorbjörg Sigurðaidóttir. Hún er fædd á Brjánslæk. Svona er nú það. Nú dútlar maður við bygginga- vinnu eða annað sem til fellur í Hólminum; við þessar gömlu jaskar mundum hrynja niður, ef við hættum að vinna. Þar með var Þórður Benja- mínsson, fyrrum bóndi í Hergils ey, búinn að hræra upp máln- inguna síðan í fyrra og við kvödddumst með virktum. Nokkrum sinnum hef ég horft á fjöruna teygja fingur sína út í skerin. Hér breytist allt með útfallinu. Kunnugir segja, að muni sex metrum á flóði og fjöru. Á fjörunni koma upp stórir svartleitir flákar; dökki liturinn verður yfirgnæfandi. Hér er vandratað umhverfis á skipum. Skerin leynast víða. í dag var ég á leið eftir stígnum inn í þorpið. Hitti fólk á förnum vegi, bauð góðan dag. Mér var sagt að mótorinn væri kominn í gang. Hvorki meira né minna: sjálfur disclrokkurinn kominn í gang. Út um pakkhús- gluggann sást svart pústið til sannindamerkis. Nú mundiFlat ey aftur komin í símasamband. Mér datt í hug að ganga Við hjá honum Karli á símstöðinni og frétta af skipsf.erðum. Jú, það gæti orðið skipsferð eftir nokkra daga, höfðu þeir sagt í Hólminum. Það var kvenfélag- ið á Eyrarbakka, sögðu þeir. Eða hvort það var kirkjukór- inn. Einu mátti gilda, Eyr'bekk- ingar yrðu á ferðinni með Baldri undir helgina. Ekki það, að ég yndi mér ekki hið bezta í þeirri kyrrð, sem hclzt verður rofin af hljóðum sjávar og fugls. Og vel fór um okkur hjá þeim ágætu hjónum, Ólínu og Hafsteini í læknishúsi. Einhvernv-eginn var sama hvar ég kom; dagblöð urðu ekki á mínum vegi. Mætti segja mér, að þau væru óþörf í Flat- ey. Ugglaust hefur einhvers- staðar verið til útvarp, en ekki það ég heyrði. Og að minnsta kosti eitt sjónvarpstæki hafði um þetta leyti borizt í byggð- ina. En það var haft í umbúða- kassanum var mér sagt og óvíst hvort kæmist í verk að tengja það. ★ Þegar maður dvelur í Flatey þá lærist það og skilst, að m’ið- punktur alheimsins liefur alla tíð verið við Grýluvog, sem nefndur er Ferjuvogur í Sturl- ungu. Síðar var víkin atarna skýrð Munaðarvogur, en kennd ur við Grýlu síðan 1840. Ókunnugur vegfarandi tekur strax eftir garðinum þeim hin- um mikla sem lilaðinn hefur verið fyrir kjaftinn á vogin- um og aðeins skilið eftir mjótt op eða hlið, svo skip mættu sigla inn. í Flatey vita allir að þetta er sá nafnfrægi Silfurgarður, sem getið er í bókum. Þetta verk stendur óbrotið og lofar enn í dag meistara sinn, Guðmund Scheving, sýslumann, höfðingja og liandgenginn vin Jörundar Hundadagakonungs. Guðmundur Scheving var sýslumaður í Barðastrandar sýslu með aðsetri í Haga. Hann tók Jörundi fagnandi; gerðist hans bífalingsmaður þar vestra, •en vissi ekki fyrr en nokkru síðar, að hann hafði veðjað á skakkan hest. Fyrir þau mis- tök í pólitískri framsýni missti hann sýsluna. Guðmundur Scheving lagðist ekki í hugarvíl útaf þeim skelli, en settist að í Flatey og hafði umsvif. Hann lét meðal annars hlaða Silfurgarðinn til að bæta lendingarskilyrði og greiddi kaup í silfr’i að loknum vinnudegi. Þetta þótti vel af sér vikið og kannske gera þeir ekki hetur enn í dag mátt- arstólparnir í atvinnulifinu. ★ Tendasonur Guðmundar tók við hákarlaskipum og öðrum rekstri að honum gengnum. Þótt Guðmundi hlotnaðist ekki staða við hirð Hundadagakon- ungs, varð liann allt um það sjálfur einskonar kóngur í Flatey. Og Brynjólfur Bene- dictsen, tcngdasonur hans, var það raunar líka. Þau hjón, Herdís og Brynjólfur eignuð- ust 13 börn og urðu jafnótt að sjá á eftir 12 þeirra í gröfina. í kirkjugarðinum er legsteinn úr marmara að ég held, og í hann grafin h-eil minningar- grein um „foreldra fagran gim- stein, Boga Benedictsen', sem auðnaðist að lifa ögn lengur en systkini hans. ★ Þau Herdís og Brynjólfur Byggðu árið 1838, sumir segja 1840, það hús í Flatey, sem fyrst var nefnt Benedictsens- hús, síðar Félagshús. Það stendur enn með fullri sæmd, elzta hús Flateyjar, við Götu skarð rétt uppaf Grýluvogi. Ef vel er að gáð má sjá þar ofar dyrum veðrað skilti, sem á stendur: Verzlun Hermamis S. Jónssonar. Ekki er margt annað sem bendir til verzlun- ar í því húsi. En sá sem er á rjátli þarna umhverfis voginn á lognværu síðdegi, kynni að veita því athygli að öðru hvoru verða gestakomur í þetta hús. Og gestirnir hafa einatt með sér eitthvað smálegt, þegar þeir hverfa á brott. Það fer ekki milli mála: Þarna er verzlað enn í dag og það er raunar einasta verzlun Flateyjar. Hún Jónína Her- mannsdóttir tók við forretníng- unni, sem faðir hennar stofn- aði 1913. Þau unnu saman í búð- inni fram eftir árum og allt til þess er Hermann skipstjóri andaðist. Það var árið 1943. Síðan hefur Jónína kaupkona haft veg og vanda af verzlun- arrekstri í Flatey, en sá rekst- irr hefur að vonum orðið minni að umfangi eft’ir því sem fleiri hurfu á brott til að ílendast syðra. f árdaga þessarar verzl- unar náði verzlunarsvæðið frá Skor og allt inn til Gilsfjarð- ar. Um leið var samkeppnin harðari; kaupfélagið var við líði, einnig verzlun Guðmund- ar Bergsteinssonar og verzlun Boga Guðmundssonar. Nú stendur Jónína ein eftir og í hillunum innan við búðar- borðið má sjá Pillsburys best hveiti, King Edward vindla, prinspóló og kornflex. Jónína stendur ekki í búð- inni að jafnaði; maður bankar uppá hjá henni og hún kemur fram og sýnir komumanni þann heiður að opna sérstaklega fyr- ir hann. Hún leggur áherzlu á, að sér hafi ekki lukkast um dagana að verða auðug. En það er stolt liennar að standa með- an stætt er í þjónustunni við Flateyinga. Áður lögðust skipin liér úti á Rciöinni; þá var búðarvörunni skipað í smábáta og borið á bakinu í land. Nú verður að fá vörurnar landleið til Stykkis- hólms, síðan með Baldri og borga tvöfalda fragt. Það er erilsamt að standa í þessu og hreint ekkert uppúr því að hafa, segir Jónína. Ég trúi lienni vel; ofan á alla kostnaðarliði bætist það, að heiðruðum við- skiptavinum er boðið kaffi, jafnvel bláókunnugu fólki eins og okkur. Maðurinn hennar Jónínu heit ir Friðrik Salómonsson; hann er vitavörður og vitinn er úti í Klofningi, það er smácyja. Hann er einn hinna kunnu Sal- ómonssona, hálfbróðir Lárusar og Gunnars, sem nefndi sig Ur- sus. En sem sagt, við vorum að virða fyrir okkur þetta aldraða hús og Friðrik var að mála það utan. Hann sagði við skyldum bara banka uppá, ef við þyrft- um að komast í búð. Þar mef komumst við í búð hjá Jónínu og ekki við annað komandi en fá kaffi í eldhúsinu bakatil. Þess- konar kurteisi hef ég aðeins notið einu sinni áður hjá kaup- manni; það var ilmvatnssali í Kairó. Nema hann hellti auð- vitað ekki sjálfur uppá könn- una. — Faðir minn keypti þetta merka hús fyrir tvö þúsund krónur, það var árið 1892, sagði Jónína. — Mér er óhætt að segja, að reksturinn hefur alltaf verið heiðarlegur og ég reyni að sjá fólkinu fyrir helztu nauðsynjum. Hún sýndi okkur í stofuna á eftir, stofu þeirra Herdísar og Brynjólfs Benedictsen, þar sem Framhald á næstu síðu. Jónína lcaupkona í búðinni. Elzta hús Flateyjar þar sem Benedictsen bjó og jónína verzlar. 10. nóvember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.