Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 11
byggSina, þar sem listamönnum og þá listinni sjálfri hætti minna til einangr- unar, en tengist á ný lífi fólks, en þangað verður hún al'ltaf að sækja þrótt sinn og endurnýjun, hvað sem öllum stefnum líður. Með stofnun menningarstöðva, ma- isons de >la culture víðs vegair uim laind- ið, sem Malraux hefur beitt sér fyrir, hafa orðið þáttaskii í menningarlífi þjóðarinnar. París er ekki lengur sá allt yfir- skyggjandi staður sem hún hefur jafn- an verið, heldur fær nú ‘landsbyggðin, próvinsan, auknu hlutverki að gegna. Við þessar menningarstöðvar eru starfrækt leikhús með fastráðnum leik- urum og áherzla lögð á að kynna fyrir almenningi franskar leikbókmenntir, fornar og nýjar jafnframt því sem er- lend leikrit eru tekin tii sýnnngar. Má sérstaklega geta Roger Planchon, sem hefur beitt sér fyrir blómlegu leik- listar’lífi í verkamannahverfi Lyon-borg- ar. í fyrstu færði hann leikritin upp í verksmiðjum eða matsölum verkamanna og leikarana sótti hann í raðir sjálfs verkafólksins, en brátt óx honum fisk- ur um hrygg og hefur leikhús hans nu hátt á annað hundrað þúsund fasta- gesti. Skáld og rithöfundar Frakklands hafa yfirleitt einskorðað þátttöku sína við mennta- og listalíf höfuðborgarinn- ar og hreiðrað um sig í þröngum hý- býlum á vinstri bakka Signu. Skáldin hafa lifað í veröld^ út af fyrir sig sem oft og txðum var í litlum tengslum við það sem var að gerast í þjóðfífimu, ósnortin af lífsbairáititiu ó- breyt'tra imianina og kvenna. iÞrátt fyrir það hefur sumum þeirra tekist að skapa eftirminnileg listaverk þó að efniviður- inn sé sóttur í mjög takmarkaðan „einkaheim". Epíska skáldsagan nýtur ekki frekar álits hjá ungu bókmenntafólki í París en bækur Guðrúnar frá Lundi hjá ung- skáldum í Reykjavík, jafnvel þó að slíkar sögur séu samdar af mikil'li í- þrótt með skýrum persónulýsingum og eigi fullan rétt á sér sem dægrastytt- ing. „Nýja skáldsagan“ svonefnda hefur nú um nokkurt skeið verið mjög um- deild í blöðum og bókmenntatímaritum. Hafa þar margir menn komið við sögu, en helzti forvígismaður hennar er Ala- in Robbe-Grillet. Hann hafnar aligjörlega frásögn þar sem atburðir eru raktir í réttri tímaröð, sömuleiðis leggur hann lítið upp úr per- sónu'lýsingum. Áhrifunum er náð með rofinni frá- sögn og oft endurtekningum á sama at- burði, sem getur verkað eins og stef í hljómkviðu. Athyglinni er beint að atvikum og hlutum sem taka á sig síbreytilega mynd svo að áhrifin geta orðið draum- kennd og sefjandi. í þessari skynjun sinni með áherzlu hlutanna á kostnað mannsins standa höfundar Nýju skáldsögunnar nær strúktúralistum en existensialistum. En Robbe-Grillet og þeir félagar forð ast París, hann býr í landsetri nálægt Caen og Le Clezio annað höfuðskáld Nýju skáldsögunnar býr enn fjær París, í Nice, sem hingað ti'l hefur frem- ur verið orðuð við annað en skáld og listamenn. Hér á landi er lítið þekkt til höf- unda „Nýju skáldsögunnar“ nema hvað kvikmyndir sem þessi skáld hafa átt sinn þátt í að skapa hafa við og við borizt hnigað eins og flækings- fuglar, sem þessi skáld hafa átt sinn þátt í að skapa. Má þar fyrst nefna Hiroshima mon amour, en Marguerite Duras gerði handrit kvikmyndarinnar. Myndin hefst á lýsingu á atómstyrjöld, en fyrr en varir er sagan farin að snúast um óstir tveggja elskenda. ýmsum gæti e.t.v. dottið í hug að Margurite Duras hefði misst tökin á efninu, en það sem fyrir henni vakir er að sýna styrjöld fyrst og fremst sem harmleik einstaklinga — einstaklinga í margfö'ldu veldi. Kvik- mynd er í heild, eins og þeir muna vafalaust enn sem sáu hana þegar hún var sýnd hér um árið, gædd skáldleg- um töfrum og viðkvæmum áslætti til- finninga. Önnur kvikmynd sem hér var sýnd byggist á handriti eftir sjálfan Robbe- Grillet og hét L’Anné dernier á Marien- bad. Kona hittir menn á þessum fræga skemmtistað þar sem fólk styttir sér stundir við spil og dufl. Maðurinn heldur því fram að hann hafi hitt kon- una í fyrra og að það hafi verið með þeim ástarsamband. Hún man það ekki fyrir vist, en líkt og hálfrámar í ýms atvik, stytturnar í garðinum þar sem þau hittust svífa fyrir hugsjónum henn- ar og endalausir gangar með súlnaröð- um og speglum, en maðurinn sjálfur og atvikin eru óljós og draumkennd. — Þekktur kvikmyndagagnrýnandi hef- ur sagt að fyrir fimmtíu árum hefði ungur maður gerzt Ijóðskáld ef hann vildi tjá sig í einhverju formi, fyrir tuttugu árum hefði hann gerzt skáld- sagnahöfundur, en nú á tímum myndi hann tvímælalasut gerast kvikmynda- smiður. í kvikmyndum getur farið saman skáldlegt hugarflug, lýrik og jafnframt ómengaður veruleiki heimildakvik- mynda. Þetta samspi'l andstæðna hefur skap- að mikil listaverk og túlkar vora tíma á áhrifamikinn hátt. Kvikmyndin mun leysa bókina að nokkru leyti af hólmi, þar fær skap- andi gáfa meira svigrúm en innan ramma skáldsögunnar, en Goddard og fleiri kvikmyndahöfundar hafa sannað að við listræna kvikmyndagerð þarf oft ekki nema einföld tæki og þar er kostnaðurinn viðráðanlegur fyrir fá- mennan hóp manna, enda eru stórmynd- irnar söluvarningur sem oftast á ekkert skylt við list. Skáld framtíðarinnar munu því fremur taka sér kvikmynda- vél í hönd en ritvél og penna. En ská'ldsagan hlýtur þó enn um langan aldur að skapa veglegan sess hjá mönn- um sem vilja njóta einveru og hug- myndaflugs. Sterkur Eydalaklerkur. Séra Snorri Brynjólfsson á Eydölum var vel gerður til lífs og sálar, og gat verið afbragðsmaður, hefði hann eigi drukkið ofmikið með köflum. Hann var sterkur að afli og manna snarastur. Hann bar þrjá rúghálftunnupoka í fanginu, hvern lagðan á annan, ofan af hlaðinu í Eydöluim upp á kiirkjuloft; maður hrataði ofan af kirkjuþakinu, séra Snorri var nærstaddur, sá það og hljóp til og greip manninn á lofti, svo hann sakaði eigi hið minnsta: hann synti yfir E-reiðdalsá bráðófæra í leys- ingum á vetrardegi — og fleira þessu líkt. (Páll Melsteð). „Dauðir munir“. k Við síðustu úttekt Hofteigs fylgdu staðnum í dauðum munum; 1 kerald sem tekur 3 tunnur, 3 fjörutíu marka biður, 9 trog, 1 hálftunna, 1 pottur, 1 skjóla tuttugu og sex marka, 1 borð tvífætt, 1 hnakkur þrífættur og 1 skyrskrína. Ekki var minna skranið á Rafnseyri og víðar og víðar. Fyrirhyggjan eitt- hvað í áttina sú, að viðtakandi geti kom- ið að s'lyppur og snauður, og nauðsyn- leg búsáhöld alténd fyrir staðarkúgild- in. (Nýtt kirkjubl. 1913) LAXNESS í FINNSKU TÍMARITI Lesbók Morgunblaðsins hefur fyrir nokkru borizt finnska tímaritið UM, Uusi maailma, hálfsmánaðar rit, fjölbreytt að efni og ríklega myndskreytt. 1 þremur heftum bessa tímarits era greinar um Halldór Laxness, sem finnski bókmenntafræðingurinn Toini Havu hefur ritað. Greinarnar eru á finnsku, en í þeim virðist f jallað um mikinn hluta af verkum Halldórs Laxness. Fjöldi mynda fylgir greinunum, er þar bæði um að ræða myndir frá „sögustöðum“ Laxness, en einnig landslagsmyndir og myndir af skáldinu og fjölskyldu hans. Mats Wibe Lund hefur tekið velflestar myndirnar, sem greinum fylgja, en nokkrar hefur Auður Sveinsdóttir tekið. Á myndinni, sem hér fylgir, er Halldór Laxness fyrir framan einn sögu- stað sinn, Steina undir Eyjafjöllum. Ljósm. Auður Sveinsdóttir. Sigurður Jónsson frá Brún: Munaland Eitt sumar man ég lengi — eitt sumar mitt á heiðum með söndum, hraunum, vötnum, fjöllum, hvítum jöklabreiðum. Þótt kreppti að á stundum á milli hárra hlíða, var hálfu oftar langsýn þar um fagra geima, víða. Um Þórisvatn og Hraunvötn og gjár og gíga klasa og gróin ver og hvannstóð allt sást við augum blasa. Og fjölvalitir hnjúka í fjarlægð, skýjaroði um fell og jökla vöfðust að sólarlagsins boði. Og svali heiða kældi, ef svitinn rann um enni, og svo er mér það gömlum sem himbrimann ég kenni í morgungolu hlæja, ef veiðin gekk að vonum, og vindur bar að næturstöðvum mínum kvak frá honum. Þótt kulið deyi, vakna þar kvölds og morgna vindar og klappa aftur fjöllum og' ýfa bárur lindar. Þar bera þeir að eyrum, ef einhver numið gæti, af yndi fugla, kliðinn, frá lækjum strengja kæti. En kem ég þangað dauður eða kemst ég þangað ekki? Kul blæs enn um Þóristind og sand og tjarna flekki. Það bylgjar stör í verum og bærir stakar hvannir, en borin von ég sjái oftar tind og vikur hrannir. 17. nóv. ÍMS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.