Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 5
Bann rels upp. „'Þan er elnmltt Jjalí sem ég á vIU. Og nú er víst bezt aB tg tmri.* „Nei, bíðið andartak," sagði ég, sem ógjarnan vildi missa af að fá frekari skýringu á málinu. „Ég er ekki hræddur við rottur. Sitjið bara rólegir. Ég hef meira að segja sjálfur átt tamdar mýs.“ Hann settist og beið eftir að ég héldi áfram. „Ég mætti ef til vill sjá,“ sagði ég og lagði mig fram um að breiða yfir hve forviða ég var. Hann virtist hissa og horfði fast á mig, sýnilega á báðum áttum. Loks stóð hann upp á ný og byrjaði að leysa snærið utan af kassanum, hægum tökum. Ég fylgdist þegjandi með. Hann smeygði síðan annari hendi niður í kassann og leitaði fyrir sér nokkra stund. Hann hafði ekki logið. Þetta var einkar ógeðslegt kvikindi, jafnvel af rottu að vera. Ég þóttist Vita að hún væri gömul því feldurinn var gisinn. Hún var skelfd og brauzt um í hendi hans. Síkvik augun gljáðu eins og gler. Öðru hverju hvæsti hún lágt og beraði hvassar hvítar tennurnar. Ég starði á hann dolfallinn og var nú farinn að velta fyrir mér í alvöru, hvort þessi maður væri með öllum mjalla. Hann leit út fyrir að vera ekki yngri en tuttugu og fimm ára. Hann sat kyrr með rottuna í greip sér og var dálítið vandræðalegur á svip. Öðru hverju leit hann til mín stórum og hálf flóttalegum augum eins og hann iðraðist að hafa opinberað mér þetta leyndarmál sitt. En allt í einu leit hann upp og það var sem bros breiddist yfir andlit hans og vottaði fyrir bliki í litdaufum augunum. „Ég elska rottur,“ sagði hann. Mér hálf brá við þessa skyndilegu yfirlýsingu sem ég leit á sem einskonar staðfestingu hugleiðinga minna. En ég lét á engu bera og horfði á hann sem fyrr. Hann fór hjá sér við tillit mitt og leit til hliðar um stund. En svo leit hann aftur á mig og röddin var sambland af afsökun og tilraun til að sannfæra mig þegar hann sagði: „Rottur eru öðruvísi en við hin, — mikið betri.“ Hann strauk hárið frá enninu og leitaði að orðum. „Svo þú elskar rottur,“ sagði ég og reyndi að vera sem kumpánlegastur. „Það eru ekki margir sem elska rottur." Hann var sýnilega feginn hvernig ég tók orðum hans en varúðin í svipnum gaf þó til kynna að hann tortryggði mig og grunaði að hugur minn væri annar. „Það voru rottur í fjörunni heima,“ sagði hann og horfði leitandi í andlit mér. „Ég lék mér við þær. Fyrst voru þær hræddar, en svo vöndust þær smám saman. Já, — þær vöndust mér furðu fljótt.“ Hann brosti sem snöggvast, en svo sneri hann sér að mér og röddin var lág og heit. „Veistu hvað virkilegt hatur er,“ sagði hann. „Alveg virkilegt dauðahatur?“ Nokkra stund beið hann eftir svari með hálf opinn munn. Ég þagði við. Svipur hans var breyttur. f stað feimnissvips þess sem á honum var, þegar ég sá hann fyrst var nú kominn ankannalegur auðnuleysissvipur, sem ég minntist að hafa séð fyrr á andliti sinnisveiks manns. Hann hallaði sér upp að vegg og horfði á rottuna í hendi sinni. Hún hvæsti og braust um. Mér fannst sem hann væri að hlusta á hana og það vakti mér óhug. Ég fór að liugsa um hvort hann hefði alið þetta lieima hjá sér. Vafalaust áttu ekki margir hægt með að umbera slík dýr í návist sinni. „Hvað sagði venzlafólk þitt við að þú hefðir rottur í kring um þig,“ spurði ég loks með hálfum huga. Hann svaraði ekki strax en horfði á iðandi kvikindið í greip sinni, eins og hann hefði ekki heyrt spurningu mína. En svo var sem hann vaknaði af draumi. „Ekkert, ekkert,“ sagði hann og bar ótt á. „Alls ekkert. Pabbi er nefnilega dáinn. Hann fór suður á hælið, og þar dó hann. Það var lungnaveikin.“ „Já, það var satt,“ sagði hann og brosti. „Ég minntist víst á það áðan.“ „Og móðir þín. Er hún ef til vill líka dáin,“ hélt ég áfram. Hann leit snöggt á mig og brosið hvarf skyndilega. Svipurinn varð á ný fullur tortryggni. „Hvers vegna spyrð þú að því,“ sagði hann. „Hvaða máli skiptir það þig,“ Þetta svar kom mér mjög á óvart og mér vafðist tunga um tönn. „Auðvitað varðar mig ekkert um móður yðar,“ sagði ég loks. „Ég bið afsök- unar, — ég aðeins spurði svona.“ Nú varð þögn. Hann horfði niður fyrir sig og beit saman vörunum. Reiðilegt hvæs rottunnar var það eina sem heyrðist í klefanum. „Það gerir raunar ekkert til. Ég átti sízt við að þú mættir ekki spyrja að þessu.“ Hann tók sér málhvíld. Svo leit hann framan í mig og það var ekki laust við að gremja væri í svipnum. „Nei, hún var ekki móðir mín,“ sagði hann. „Djöfullinn hafi það. Hún var ekkert skyld okkur bræðrunum. Hvorugum okkar. Ég man svo sem þegar pabbi kom fyrst með hana heim. Þótt þau ekki vissu það, man ég eftir því. Hún var ókunnug." Hann hækkaði róminn og skók hendina með rottunni orðum sínum til áherzlu.“ Ókunnug, heyrirðu það. Ég þoldi aldrei að hún kæmi við mig. Hún lét heimsækja sig á nóttum, skilurðu hvað ég á við? Ég meina þegar pappi var á hælinu. Við heyrðum allt, við bræðurnir. Við Jói heyrðum allt. Bara að ég hefði sagt pabba heitnum.. nei, gleymum því.“ Hann þagnaði og horfði niður í gólfið. Einhverjir fóru lijá úti á ganginum með söng og háum hlátri. Hann liallaði undir flatt og leit á mig. „Hvort hún sé dáin?“ Hann talaði liægt og yfirvegaði hvert orð af nákvæmni. „Já, sannarlega er hún dauð. Hún fannst, — á berangri. Blandaðu mér ekkert í það. Við skulum gleyma henni, tala ekki um liana. Hann var aftur farinn að horfa á rottuna þessum einkennilegu augum sínum, eins og seiddur af einhverjum dularfullum mætti. Mér fór að líða illa í návist þessa manns. Saga hans liafði vakið með mér andúð, sem ósjálfrátt beindist að honum sjálfum, þótt ég játaði það ekki fyrir mér. Þessi maður átti samúð skilda. En ég óskaði þess að hann færi út og ég þyrfti ekki að sjá hann framar. Hann var byrjaður að strjúka liöfuð rottunnar, hægum jöfnum tökum með lóf- anum. Hún kunni því illa og reyndi að ná að bíta hann. Hann glotti þá og hélt því áfram, eins og til að erta liana. Ég var orðinn órór. „Ég lærði snemma að þeltkja rotturnar,“ sagði hann nú og glottið livarf ekki af vörum hans. „Þá skildist mér, að ég þurfti ekki á vinfengi annarra að halda og hætti að leita eftir því.“ Hann hló. „Mér fór strax að þykja vænt um þær. Óskaplega vænt um þær. Þær fyrirlitu mig ekki. Þær köstuðu ekki grjóti." Hann hló snöggt og féll saman, í hóstakasti. Nokkra stund engdist hann af þess- um ljóta og óvenjulega hósta. Svo staulaðist hann að handlauginni og skirpti nokkrum sinnum. Ég sá í hrákanum blóðrákir, sem minntu á glennta hönd með klóm í stað nagla. Nú leit hann á mig og studdi sig við brúnina á handlauginmi. Röddin var hás og liann varð að ræskja sig nokkrum sinnum, áður en hann gat talað greinilega á ný. „Þú heldur að ég sé brjálaður," hló hann, eins og honum þætti það aðeins Framh. á bls. 10 Magnús P. /ónsson: 6ÖN6USTAFUR ÞORBERGS Þessi stafur Þorbergs skálds og rithöfundar er ekki mikill að vallar- sýn. Þetta er venjulegur krókstafur sjálfsagt keyptur hjá Kristni í Geysi eða Halldóri í Manchester. Ekkiprýða hann gullplötur eða silfurhólkar, sem skarta oft á göngustöfum roskinna fyrirmanna og þykir mikil sæmd að bera í höndum. En krókstafur Þorbergs þó skrautlaus sé, liefur hlotið meiri for- frömun en nokkuð annað gönguprik á íslandi frá landnámstíð. Stafurinn hefur ferðazt um alla Evrópu og mikinn hluta Asiu. Hann hefur ver- ið farþegi á stórum línuskipum, jám brautalestum, sporvögnum, allskonar strætisvögnum, leigubílum, einka- bifreiðum, úrvalsreiðhestum, húðar- bykkjum og Ioft-gandreiðum, sem þjóta eins og örskot um himinrvolf- ið og skila heilum licimsálfum aftur fyrir sig eins og litlum engjateig upp í sveit. Hann hefur fylgt sínum fræga eiganda hvert einasta fótspor, sem Þorbergur hefur gengið út úr húsi í tugi ára. Eins og alþjóð -er kunnugt, er Þor- bergur mikill göngumaður. A hverj- um morgni gengur hann nokkra kíló metra, bæði til hressing|ar likama sinum og þá ekki siður til að skerpa andagiftina. Þá, eins og alltaf fyrr og síðar, er stafurinn hans óaðskiljan legur förunautur og leitogi. Oft kem ur það til á þessum gönguferðum, að aðdáendur Þorbergs, sem hann ber ekki kennsl á, ganga í veg fyr- ir hann, sumir lítið hreifir af víni, aðrir moldfúlir, kynna sig, kasta hatt inum á götuna, leyfa sér óhugsaðri dirfsku að taka í hönd á hinum mikla meistara og halda henni fastri Framh. á bls. 15 17. nóv. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.