Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 2
■v brezka innanríkisráðherranum á þessa leið: „Þess er varla að vænita, að sprengiefni verði tekið til almennrar notkunar áfallalaust. Einföld skírskotun til hagskýrslna sýnir að notk- un skotvopna til leiks hefur í för með sér óendanlega miklu fleiri dauðsföll en þetta efni, sem er stórvirkt og þýðingar mikið tæki til vinmslu stein- efna.“ Raunar hafði Nobel þegar árið 1865 fundið upp nitroglyc- erin í föstu formi, þ.e. dyna- mitið, það var dýrara en fljót- andi nitroglycerin og ekki eins öflugt en hafði þann kost að vena áreiðanlegt og auðvelt í meðförum. Dynamit gat ekki sprungið óvart. Það ruddi sér brátt tiil rúms og jókst sala á því í heiminum úr ellefu 'lest- um árið 1867 upp í 3.120 lestir árið 1874. Notkun þess við sprengingu Gotthard jarð- gangnanna undir Alpafjöllum staðfesti verðleika þess. NOBEL allrt magnið væri hitað í einu upp í hátt hitastig. Miklar drunur kváðu við í rannsókn- arstofum Evrópu og vísinda- menn sviðu af sér augnabrúnir og skárust í and'liti á fljúgandi glerbrotum við tilraimir með þennan nýja vökva. Nitroglyc- erinið vildi annaðhvort ekki springa, eða sprengingin varð allrtof ofsaleg. Enginn kunni með efnið að fara, enda þótt læknar væru teknir að gefa það hjarbasjúklingum til inn- töku. Immanuel gamli hugsaði sér kveikju — annað sprengiefni, sem látið væri í nitroglycerin- ið og hefði þá verkun að það spryngi nákvæmlega eins og til væri ætlast. Hann fékk Alfred sér til aðstoðar og það var Al- fred sem fann þá gerð kveikju er kom að tilætluðum notum, og fékk hann sænskt einka- leyfi fyrir henni árið 1863. Þertta var sú undirstöðuupp- finning Alfreds Nobels, sem síð ari frami hans og raunar sprengiefnaiðnaður nútímans byggðist á. Hann hélt áfram og fann upp dýnamitið, sem var nitroglycerin í föstu formi á- samt kveikju, en í fyrstu var það vökvinn, sem vakti ímynd- unarafl umheimsins. Nobel-fé- lög voru stofnuð í skyndi í Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Bretflandi þar sem Alfred neit- aði að selja uppfinningu sína í eitt skiprti fyrir öll, en gerð- ist hluthafi í félögunum til þess að geta átt hlutdeild í hagnaðinum. Snöggur endi var bundinn á frama nitroglycerinvökvans með röð vofeiflegra spreng- inga í hverju einasta landi þar sem það hafði verið tekið til notkunar. Fólk meðhöndlaði það af kæruleysi, sölumenn höfðu sýnishorn meðferðis í venjulegum farangri. ökumað- ur sbafl flösku af því frá sölu- manni og notaði það til að bera á leðurbrækur sínar, taumana og vagnhjólin. f New York var flaska skilin eftir hjá dyraverði í gistihúsi. Reykur tók að lið- ast upp úr flöskunni og dyravörðurinn, sem líkaði ekki lyktin, fór með hana út á götu. Hann var varla kominn aftur til sætis síns þegar sprenging kvað við sem braut allar gluggarúður í göitunni og skildi eftir sig rúmlega meters djúpan gíg. Arið 1864 sprakk sjálf verksmiðja Nobelsfeðganna í Stokkhó'lmi í loft upp. Létust þar fimm manns og var einn þeirra yngsti sonurinn Emil Nobel. Gamla Nobel varð svo mikið um þetta að hann dró sig í hlé frá fyrirtækinu (hann lézt úr heilablóðfalli fjórum árum síðar), en Alfred hélt starfinu áfram í fljótandi vinnustofu, sem lá við landfestar úti á vatni um þrjá kílómetra frá Stokkhólmi. Það sem ekki hafði verið reiknað með var það, að nitro- glycerin varð dyntótt með aldr- inum og átti því til að springa fyrirvaralaust eða við minnsta högg. Menn vildu óðir og upp- vægir nota það vegna hins stór- kostlega árangurs sem það sýndi við námuvinnslu og sprengingu jarðgangna og sneiðinga fyrir járnbrautar- lagnir. Ein hleðsla af nitroglyc- erini var jafn áhrifamikil og hundruð tunna af byssupúðri. En þegar æ fleiri slysaspreng- ingar áttu sér stað, varð al- menningur skelfingu lostinn. f sumum löndum var notkun nitroglycerins algerlega bönn- uð með lögum. Þegar frumvarp þess efnis lá fyrir brezka þing- inu árið 1869, skrifaði Nobel N xlobel hafði mikla trú á sýningum: hann keypti rúm í dagblöðunum til að auglýsa sprengingar, sem allir mættu koma og horfa á. Ein slík sýn- ing ábti sér stað í Merstham í Surrey, þar sem áhorfendur í öruggri fjarlægð innan feaðla, gátu séð Nobe'l kveikja í fimm kílóa dynaimitkassa og lóta annan falla til jarðar úr 18 metra hæð. Hvorugur kassinn sprakk. Síðan setti hann hæfi- legt kveikiefni í þriðja kass- ann, sem sprakk með miklum hvelli og skildi eftir myndar- legan gíg. Hann stofnaði Brezka Dyna- mitfélagið árið 1871 og reisti verksmiðju í Ardrossan á vesrt- urströnd Skotlands, en þaðan skrifaði hann drungaleg bréf um veðurfarið. Á fjórum ár- um tífaldaðist verðgi'ldi hluta- bréfanna. Árið 1873 höfðu No- be'l verksmiðjur verið reistar í Svíþjóð, Hamborg, Cologne, Noregi, Kaliforniu, New York, Finmlandi, Skotlandi, Frakk- landi, Prag, Spáni, Sviss, ítal- íu, Portugal og Ungverjalandi. Flesbar þeirra, þar á meðal þýzku og brezku verksmiðjurn ar, voru síðar sameinaðar und- ir eina alþjóðlega samsteypu, Nobel Dynamite Trust Com- any, sem framleiddi sprengi- efni tia höfuðs báðum aðilum, þegar heimssrtyrjöldin fyrri brauzt út árið 1914. Þetta var ta’hð óverjandi og 1915 var sam steypan leyst upp og hvert fé- lag hvarf aftur undir sína þjóðlegu stjórn. Á árunum eftir 1870 kváðu við sprengingar um heim allan er sprengiefni Nobels bókstaf- lega skar út námur, vegar- stæði og járnbrautargöng í iðn- væðingu allra heimsálfa. No- bel þurfti ekki anniað að gera til að græða fé, en að tryggja sér hlutdeild í hagnaðimum. Fyrir honium var þetta aðeins reglusemi og hann gaf yfirleitt lítinn gaum að fjármá'lum (Hann tók einnig ágóða af eign arhluta sínum í olíufélögum bræðranna.) Hann virðist hafa verið örlótur við líkmarstofn- anir og góðgerðafélög og seg- ir í einu bréfi að hann sé að drukkna í betlibréfum — hafði hann þá undangengna 12 mán- uði gefið milljón frönkum Hið stöðuga kvabb fðlks I hon- um hefur vafalaust aukið á ein veruþörf hans og svartsýni á manneðlið. „Ef ég ætti að gefa vinum mínum heilræði, þá myndi ég segja þeim að gera aldrei góð- verk“, skrifaði hann. ,,í hvert skipti sem ég hef látið undan þessari hörmulegu ti'lhneigingu, hef ég eignast nýjan óvin.“ H ann lifði kyrrlátu lífi og eina óhófið sem hann leyfði sér, var að hafa ávallt þann bezta matreiðslumann, sem völ var á, vegna þess að hann taldi sig hafa lélega meltingu, sem þyrfti nærgætni og sér- stakrar umönnunar við. Hann hafði mætur á því, sem hann kallaði „gott tóbak“, og tók fram, að í sínu húsi þyrfti ekk ert reykherbergi, þar sem reykingar væru leyfðar í þeim öil'lum. Um miðbik ævinnar var aðalaðsetur hans í París, þar sem hann hafði hóp aðstoðar- manna á lauinum í glæsilegri einkarannsóknarstofu. Árið 1891, eftir ágreining við frönsk stjórnvöld vegna sprengingar, flutti hann heimili sitt og rann- sókimarstofur til San Remo á ítalíu. Hann byggði handa sér hús í Svíþjóð og dvaldi þar í nokkrar vikur á ári hverju. Það var í París 1875, sem hann gerði síðustu meirihátt- ar uppfinningu sína, sprengi- hlaup. Hann bafði þann hátt á að vinna ávallt að tíu-tólf eða fleiri verkefhum í einu og hætti við þau eða tók aftur upp þráð- inn eftir því sem hugmynd- ir leituðu á hann. Hann hafði um margra ára skeið unnið að því meira eða minna að fram- 'leiða sprengihlaup. Þá var það eina nótt klukkan fjögur að skurður á fingri hans kom af stað hugsanakeðju, sem rak hann á fætur og í tilrauna- stofuna til að reyna þar nýja efnablöndu, sem gafst prýði- lega. Hún var öflugri en nitro- glycerin, sveigjanlegri en dyna- mit, og er enn í dag helzta sprengiefnið sem notað er við að sprengja kletta. Að undanskildum hjáverkum eins og aðferð til blóðgjafa og framleiðslu gerfisilkis, átbu fal'l byssur og sprengiefni til hern- aðarnorta hug hans allan. Þegar í hlut á yfirlýstur hatursmað- ur styrjalda, virðist þetta all einkennileg framvinda, en þó mun ekki annað hafa ráðið gerðum Nobels en einlægur vís indaleigur áhugi á flugskeytum og sprengiefni. Hann hafði un- un af að glíma við vandasöm verkefni. Við gagnrýnanda einn sagði hann: „Þann dag sem tvö herlið geta tortímt hvort öðru á einni sekúndu munu allar siðmennrtaðar þjóð- ir hverfa frá styrjöldum með hryllingi og leysa upp heri sína.“ nn tók út einkaleyfi á ,,loft-tundurskeyti“, sem telja verður undanfara eldflaugar- arinnar, og reyklausri, hljóð lausri byssu. Árið 1890 fram- leiddi félag hans í Breflandi í samvinnu við hermálaráðuneyt- ið brezka, nýtt sprengiefni, cordite, til hernaðarnota. Það sem átti að heita „vinsamlegar" aðgerðir varð að málarekstri fyrir brezkum dómstólum árið 1895 um það hvort Nobó) skyldi teljast höfundur uppfinningar- innar. Hann tapaði, emda þótt dómarinn léti þau orð falla að hinn sigrandi aðili væri í sömu aðstöðu og dvergur, sem stæði á öxlum risa. Þótt Nobel hefði stöðugan hagnað af framleiðs'lu cordirte vegna hlutar síns í brezka félaginu, var hann æva- reiður yfir því að vera ekki viðurkenindur sem höfundur þess og tók tii við að skrifa ádeiluleikrit um brezkt réttar- far. Síðustu fimmtán ár ævi sinn- ar beindi Nobel áhuganum að „friðarhreyfingu" þeirri, sem hafin var í Evrópu og styrkti hana fjárhagslega. Hugmyndin var sú að halda alþjóðaráð- stefnur þar sem heimsvanda- málin væru rædd og drög lögð til alheimssrtjórnar. Hreyfing- urunii var lítill gaumur gefinn á þeim tíma en þó má te'lja hana fyrsta vísinn að Þjóðabanda- laginu. Enda þótt það stríddi gegn eðli Nobels að koma fram á friðarráðstefnum og halda ræður — til þess var hann allt of feiminn — gerði hann í bréf- um grein fyrir hugmyndum sínum um þessi mál. Flestir „friðar“-deiðtogarnir álitu sem svo að fyrsta skrefið ætti að vera að koma á alþjóðasam- tökum um að draga úr hervæð- ingu. Nobel (sem var önnum kafinn við uþpfinningu nýrra vopna) var á öðru máli, hann sagði að afvopnun ætti að koma af sjálfu sér. Hann lagði til að gerður yrði alþjóðasamning- ur, þar sem hvert land skuld- byndi sig til að forðast ófrið í eitt ár. Þar sem tímabilið væri svo stutt, myndi engir^n freist- asrt til að rjúfa samninginn. Ennfremur stakk hann upp á að einvígisreglur yrðu látnar gilda í milliríkjadeilum, það er, ef tvö ríki væru á barmi styrj- aldar, ættu þau að kjósa sér votta, stjómir tveggja hlut- laiusra ríkja, sem síðan reyndu að leysa deilunia á friðsamleg- an hátt. Að síðustu hugsaði Nobél sér alþjóðasamning, þar sem öll aðildarríki væru skuld- bundin til að lýsa stríði á hend- ur sérhverjum árásaraðila og er þetba að sjálfsögðu undan- fari kenningarinnar um „sam- eiginlegt öryggi", sem náði út- breiðslu á árunum milli heims styrjaldanna. A. síðari hluta ævinnar fór Nobel aftur að fá nokkurn á- hu'ga á kvenilegum félags- skap og ánægju af að ræða við konur. Raunar virðist áhugi hans á friðarhreyfingunni að nokkru hafa sprottið af kunn- ingsskap hans við austurrískan kvenrithöfund, Berthu von Suttner barónessu, sem stóð mjög framarlega í henni, hún var fædd árið 1843. Honum féll vel að miðaldra konur töluðu við hann væru þær vel greind- ar, en ekkert bendir til að um ástarsamband hafi verið að ræða. Vegna meltingarkvillans leit hann á sjálfan sig sem hálf- gerðan sjúkling og hefur sjálf- sagt notið þess samblands um- hyggju og aðdáunar, sem viss tegund kvenna gat veitt hon- um. „Sjálfum finnst mér“, skrif- Framh. á bls. 10 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. fetorúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.